Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 19 ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurgeir Þeir þreyttu pungaprófið TÍU vaskir Eyjamenn þreyttu nýlega pungapróf frá Stýri- mannaskólanum í Vestmannaeyjum. Það voru menn úr ýmsum greinum atvinnulífins sem þarna viðuðu að sér þekk- ingu á sjómennsku og öðru sem störfum til sjós tilheyrir. Þarna voru t.a.m. bankafulltrúi, forstjóri, útgerðarmaður, vörubílsijóri, vélsmiður, dekkjaviðgerðamaður og svo trillu- karlar. Frá vinstri á myndinni eru Sigurgeir Jónsson kenn- ari, Magnús Kristinsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Rafn Gunnarsson, Héðinn Magnússon, Sigurgeir Bryiyar Kristjánsson, Sveinn Hauksson, Haukur Guðjónsson, Pétur Árnmarsson og Bragi Steingrímsson. Hafrannsóknastofnun um vistfræði sjávar Mikið góðæri í sjónum og áta yfir meðallagi MIKIÐ góðæri hefur verið í sjónum umhverfis ísland á þessu ' ári og magn átu víðast hvar langt yfir meðallagi. Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar á vistfræði sjávar 1994. Gott ástand sjávar er talið geta örvað vöxt fisks og aukið líkur á þvi að norsk- íslenski síldarstofninn berist hingað í ætisleit. Helstu niðurstöðurnar í skýrslu Hafrannsóknastofnunar eru að hlý- sjór hafi verið áberandi fyrir norðan land um vorið. Vegna langvarandi hægviðris og hlýinda hitnuðu yfir- borðslög sjávar yfir sumarið og sterk lagskipting varð ríkjandi. Talsverður svifgróður var um vorið á flestum stöðum við landið en í ágúst var sjór hins vegar víðast hvar orðinn lagskiptur og lítill gróð- ur í yfirborðslögum sjávar. Magn átu var langt yfir meðallagi víðast hvar og enn var mikil áta í júní og júlí norður og norðaustur af landinu. „Það hefur verið góðæri í sjónum á þessu ári og þetta getur haft þau áhrif að hraða vöxt fiska. Það hafa hins vegar ekki komið fram gögn um það enn að vöxturinn hafi auk- ist enda hefur árið ekki að fullu verið gert upp. Við höfum átt mjög erfitt með að nota þessar athuganir til að spá fyrir um framtíðina,“ seg- ir Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar. Hann segir að þessar niðurstöður svipi meira til ástands sjávar fyrir hafískomurnar, eða fyrir 1965. Jakob segir ennfremur að haldist þessi góðu skilyrði í hafinu aukist líkurnar á því að norsk-íslenski síld- arstofninn haldi á íslandsmið í ætis- leit. „Til þess að það verði mjög mikil breyting á göngu norsk- íslensku síldarinnar þá þyrfti hún að breyta um vetursetustöðvar. Þær hafa verið nokkur undanfarin ár við Lófóten en voru áður austur af íslandi. Breyttar vetursetustöðvar virðast hafa þau áhrif að síldin staldrar stutt við hér á sumrin," segir Jakob. Lágar seiðavísitölur bolfiska í skýrslunni segir að aðalút- breiðslusvæði þorskseiða hafi verið út af Norðurlandi en vísitala þorsk- seiða var með því lægsta sem mælst hefur. Meðalstærð þeirra var einnig með allra minnsta móti. Fyrstu vís- bendingar eru því þær að þorskár- gangurinn 1994 verði undir meðal- lagi eða lítill. Sömu sögu er að segja af ýsu en vísitala ýsuseiða var með þvi lægsta síðan rannsóknir hófust. Hins vegar hefur seiðavísitala loðnu ekki mælst hærri síðan 1974. Vísi- tala karfaseiða á hafsvæðinu við Austur-Grænland var lág samanbor- ið við fyrri athuganir. Eitraðir þörungar á kúfisk- miðum FJÖLDI skoruþörunga hefur fund- ist við rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar á þörungasvifi í Faxa- flóa, en vitað er að þeir geta mynd- að hættuleg eiturefni. Mest bar á tveimur tegundum sem mynda hið hættulega taugaeitur PSP en einn- ig sáust þar þrjár aðrar tegundir sem mynda eitrið DSP sem veldur magaeitrun. Kísilþörungur sem getur valdið eitrun fannst í miklu mæli á kúfiskmiðum á Vestfjörð- um. í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar um vistfræði sjávar segir að þar sem vitað er að skelfisktínsla er algeng í Hvalfirði hafi plöntusvif- sýnum verið safnað þar 25. maí síðastliðinn og fjöldi þeirra teg- unda sem mynda PSP var yfir við- vörunarmörkum. Vegna fyrirhugaðs útflutnings á kúfiski til Bandaríkjanna hafa bandarísk yfirvöld gert kröfur um viðamiklar rannsóknir á veiðisvæð- um kúfisks. Hafrannsóknastofnun safnaði sýnum á kúfiskmiðum í Önundarfírði, Aðalvík og Fljótavík. Mánaðarlega voru mæld þörunga- eitrin PSP, DSP og ASP, sem veld- ur m.a. minnisleysi. Helstu niður- stöður voru þær að lítið bar á teg- undum sem geta valdið PSP og DSP eitrun en hins vegar var í miklu magni kísilþörungur á öllum svæðunum sem geta valdið ASP eitrun. Mælingar á ASP eitrinu hafa ekki verið gerðar. á tilbodsverdi Hagenuk ST 900 KX er þráðlaus sími sem hentar vel við ólíkar aðstæður, á heimilinu jafnt sem vinnustaðnum. I honum er 20 númera skammvals- minni, endurval, stillanleg hringing og 24 stafa skjár. Hægt er að nota Hagenuk símann í rafmagnsleysi. * i Tilboðsverð kr.: Hagenuk MT 2000 GSM farsíminn er traustur og fjölhæfur en jafnframt einfaldur í notkun. Skjárinn er óvenju stór og leiðbeiningarnar birtast jafnóðum og síminn er notaður. Trompið er svo innbyggður símsvari sem tekur við töluðum skilaboðum eða talnaboðum, ef hringt er í hann úr tónvalssíma. Hægt er að lesa eigið ávarp inn á símsvarann. Tilboðsverð kr.: 19.947,- 35.900,- Staðgr. m. vsk. Staðgr. m. vsk. Traust viðgerða- og varahlutaþjónusta. Greiðslukjör. hagenuk Söludeild Ármúla 27, sími 91-63 66 80. Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90. , Söludeild Kirkjustræti 27, sími 91-63 66 70 POSTUR og á póst- og símstöðvum um land allt. OG SIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.