Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 1
168 SÍÐUR B/C/D/E/F 275. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Boða leið- togafund Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. POIJL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, skýrði frá því í gær að í janúarlok yrði haldinn norrænn leiðtogafundur í Dan- mörku í ljósi breyttra aðstæðna Norðurlandanna. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svía, og Nyrup héldu blaða- mannafund í Kaupmannahöfn í gær. „Danir, Svíar og Finnar hyggjast vinna náið saman að helstu málefnum innan Evrópu- sambandsins (ESB)“, sagði Nyrup, „en Noregur og ísland munu ekki gleymast." Fundurinn í janúar verður hald- inn til að undirbúa þing Norður- landaráðs í Reykjavík, þar sem búist er við að lagðar verði línur fyrir framtíðarsamstarf landanna, nú þegar ljóst er að tvær Norður- landaþjóðir verða utan ESB og þijár innan. Norrænn vinnumarkaður gfildi áfram Ráðherrarnir undirstrikuðu báð- ir að haldið yrði fast við samnorr- ænan vinnumarkað, sem komið var á 1954, auk samkomulags um af- rrám vegabréfaskoðunar. Carlsson sagði þó að á landamærum Sví- þjóðar og Noregs yrði að fylgja tollskoðunarreglum ESB. Reuter Hlaut óblíðar móttökur BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sést hér á blaðamanna- fundi á flugvelli Sarajevo, skömmu áður en hann hélt frá borginni síðdcgis í gær eftir nokkurra stunda heimsókn. Borgarbúar gerðu hróp að hon- um, sögðu SÞ bera ábyrgð á hörmungunum í Bosníu. Boutros- Ghali ræddi við Alíja Izetbegovic forseta Bosníustjórnar, leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, neitaði hins vegar að hitta framkvæmdasljórann. Múslimahermenn í borginni Bih- ac, sem talið er að falli í hendur Bosníu-Serbum á hverri stundu, sögðust fremur myndu „éta gras“ en treysta á aðstoð gæslu- liða SÞ sem ekkert gagn gerðu. Reuter ÖRYGGISVÖRÐUR úr liði Dzhokhars Dúdajevs, forseta upp- reisnarhéraðsins Tsjetsjníu í Rússlandi, lítur út um glugga og fylgist með loftárás á flugvöll við höfuðborgina Grosní. Lengst til hægri er forsetinn sjálfur að svara spurningum fréttamanna. Nær 1.000 manns bjargað af Achille Lauro undan Sómalíuströnd Logar stafn- anna á milli Róm. Reuter. FARÞEGASKIPIÐ Achille Lauro stóð í björtu báli stafnanna á milli 100 sjómílur undan Sómalíuströnd- um í gærkvöldi. Ólíklegt var talið að tækist að bjarga því en talsverð slagsíða var á skipinu. Eldur kvikn- aði í vélarrúmi skipsins í fyrrinótt og breiddist það hratt út að skipveij- ar fengu ekkert við ráðið. Farþegum og áhöfn, tæplega 1.000 manns, var flestum bjargað um borð í þijú flutn- ingaskip en tveir fórust. Farþegar skipsins, 572 talsins, voru flestir á dansleik þegar skip- stjórinn tilkynnti um kallkerfið að eldur væri laus í vélarrúmi og skip- aði_ öllum að hraða sér upp á þilfar. í nokkrar klukkustundir börðust um 100 skipveijar árangurslaust við eldinn en í dögun gaf skipstjórinn fyrirmæli um að skipið skyldi yfir- gefið. Voru þá björgunarbátar látnir síga. Farþegarnir og stærstur hluti 400 manna áhafnar höfðu þá hafst við uppi á þilfari í um sjö stundir. Nærstödd flutningaskip björguðu skipbrotsmönnum, flestir munu vera um borð í tankskipinu Hawaiian King. Skipin voru ekki með nægileg- ar vistir til að hafa mörg hundruð skipreika menn iengi um borð. Þyrl- ur frá tveimur bandarískum herskip- um, Gettysburg og Halyburton, sem stefndu á vettvang, flugu því til móts við skipin með matvæli, lyf og hjálpargögn í gærkvöldi. Ovíst um orsök Tveir fullorðnir menn, Þjóðveiji og Breti, létust af völdum hjarta- áfalls eftir að eldurinn kom upp og átta manns slösuðust. Líklegast þótti að siglt yrði með skipbrotsmenn til Mombasa í Kenýa og biðu ítalskar breiðþotur þess að fljúga eftir þeim þangað. Búist var við fleiri skipum á slysstað í gærkvöldi, þ.á m. banda- rísku herskipunum. Ætlunin var að þau tækju við hluta farþega og áhafnar Achille Lauro. Ekki lá fyrir af hvaða orsökum eidurinn kviknaði og sagði talsmaður skipafélagsins að engar líkur væru taldar á að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Skipið var á leið frá Súez til Seychelles-eyja þegar eldur- inn kom upp. Ótti við yfirvofandi innrás rússneska hersins í Tsjetsjníu Ráða borgarbúum í Grosní að flýia Örlagafleyta/23 FARÞEGASKIP I BJORTU BALI Um 900 manns, farþegar og áhöfn, fóru í björgunarbáta í gær eftir aó ! eidur braust út f (talska farþegaskipinu Achille Lauro Grosní, Moskvu. Reuter. DZHOKHAR Dúdajev, forseti rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Tsjetsjn- íu, hvatti í gær almenning til að flýja höfuðborgina, Grosní, áður en fresturinn, sem Moskvustjórnin hefur gefið stjórnat'hernum og uppreisn- armönnum, rynni út í dag. Lýsti hann þessu yfir rétt eftir að gerð hafði verið ný loftárás á flugvöll við Grosní en uppreisnarmenn segjast ekki hafa verið að verki, Rússar eru grunaðir um að hafa sent vélarnar. Er flótti hafinn frá borginni og Tsjetsjníu, sem byggt er múslim- margir óttast, að innrás rússneska hersins sé á næstu grösum. Grosní var myrkvuð síðdegis í gær, að sögn erlendra fréttamanna á staðnum. Þijár flugvélar vörpuðu sprengjum á flugvöllinn, sem er í fimm km fjarlægð frá miðborg Grosní, og að minnsta kosti tíu flugvélar á jörðu niðri voru eyði- lagðar. Mikinn reyk lagði frá brennandi vélunum yfir borgina en stjórnarhermenn skutu af loft- varnabyssum án þess að hæfa árásarflugvélarnar. Olli árásin, önnur á tveimur dögum, mikilli skelfingu með borgarbúa. Ókunnar flugvélar Talsmenn uppreisnarmanna segja, að þeir hafi engan þátt átt í árásinni enda ráði þeir ekki yfir neinum flugvelli í landinu. Grunur- inn beinist því að Rússum en í fyrradag gaf Borís Jeltsín, forseti Rússlands, stríðandi fylkingum í um, tveggja sólarhringa frest til að stöðva átökin. Ella yrði lýst yfír neyðarástandi í landinu og öllum ráðum beitt til að koma á friði. Hafa uppreisnarmenn hætt hernaði sínum en stjórnarherinn ekki. Nýtt Afganistan? í yfirlýsingu Dúdajevs sagði, að ráðlegra væri fyrir konur og böm að forða sér burt úr Grosní áður en frestur Rússa rynni út. Sjá mátti í gær langar bílalestir flytja burt fólk og farangur en talið er, að margir borgarbúa, sem eru um 400.000, séu þegar flúnir út á landsbyggðina. Einn talsmanna uppreisnarmanna sagði, að innrás Rússa væri þegar afráðin. Náinn ráðgjafi Dúdajevs sagði í gær, að forsetinn myndi heldur stytta sér aldur en falla í hendur Rússum. Dúdajev, sem lýsti yfir sjálfstæði múslimahéraðsins Tsjetsjníu fyrir þremur árum, seg- ir, að landið verði Rússum nýtt Afganistan ráðist þeir inn í það en Moskvustjórnin hefur áhyggjur af, að ókyrrðin í landinu breiðist út til annarra Kákasushéraða í Suður-Rússlandi. Hefur hún stutt uppreisnarmenn en neitar að hafa sent þangað rússneska hermenn. Stjórnarherinn hefur á hinn bóginn handtekið 70 menn, sem hann segir vera Rússa, og hefur Dúdajev hótað að lífláta þá gang- ist Moskvustjórnin ekki við þeim. Síðar dró hann hótunina til baka en sagði að réttað yrði í málum mannanna í Tsjetsjníu. Soltinn sendiherra LIKAMBE, sendiherra Zaire í Póllandi, þarf ekki að hafa nein- ar áhyggjur af því hvernig hann ver fjármunum sinnar fátæku þjóðar. Hann hefur nefnilega ekki fengið launin sín greidd í langan tíma, hvað þá, að úti- standandi skuldir sendiráðsins liafi verið borgaðar. Þetta endaði með því, að Lik- arnbe var á götunni í bókstafleg- um skilningi eða þar til pólsk stjórnvöld sáu aumur á honum og skutu yfir hann skjólshúsi. Var sagt frá þessu í danska blað- inu Berlingske Tidende í gær og þar kom einnig fram, að nú væri aldrei haldin opinber mót- taka í Varsjá án þess Likambe væri meðal gestanna. Það er gert til að tryggja, að hann fái eitthvað í svanginn líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.