Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 43 f AÐSENDAR GREINAR Vestfirskur veruleiki ÞAÐ byggðarlag sem hefur hvað mesta sér- stöðu hér á landi eru Vestfirðir. Vegna land- fræðilegu Vestflarða einskorðast því nær allt atvinnulíf þar við sjávar- útveg og landbúnað, þá aðallega sauðfjárrækt, og þjónustu við þessar greinar. Fjöregg at- vinnulífs á Vestfjörðum er þó sjávarútvegurinn og hvergi á landinu gegnir hann eins mikil- vægu hlutverki og ein- mitt þar. Fagur fiskur úr sjó Frá því að kvótakerfið var sett á hefur það verið mjög umdeilt, þó ekki sé meira sagt. Einkum hefur andstaðan við þetta kerfi verið mikil á Vestíjörðum. Undan Vestíjörðum eru frábær fiskimið og hafa Vestfirð- ingar mátt horfa upp á fiskiflota allra landsmanna svo að segja uppi í kart- öflugörðum. Vestfirskur útgerðar- maður benti mér á, að ein hlið vand- ans væri, að útgerðarmenn á Vest- íjörðum hefðu ekki aðlagað sig að kvótakerfinu eins og útgerðarmenn í öðrum landshlutum. Þeir hafa trúað því statt og stöðugt að þetta „óréttl- áta“ kerfi við stjómun fiskveiða yrði fljótlega lagt niður. Svo hefur ekki orðið og þó kerfið sé umdeilt hefur meirihluti útgerðarmanna og Alþing- is ekki viljað breyta neinu að ráði. Útgerðarfyrirtæki á Vestfjörðum hafa því átt í verulegum erfiðleikum og nokkur gömul og gróin fyrirtæki því miður orðið gjaldþrota og á skömmum tíma hafa sjö togarar ver- ið seldir burt. Segja má að útgerðin sé í hálfgerðum vítahring. Flotinn er of afkastamikill, við veiðum of mikið úr flestum stofnum og kvótinn dregst saman. Þegar kvótinn minnk- ar eykst vandi minni útgerðarfyrir- tækja, sem mörg hver eru fjölskyldufyrir- tæki, og allt of mörg verða gjaldþrota. Þessi öfugþróun hefur haft í för með sér að kvót- inn safnast á færri hendur. Vissulega eru mörg hinna stóru út- gerðarfyrirtækja hlutafélög, sem margir eiga hlut í, og oftast má segja að sameining fyrirtækja, sem eiga í erfiðleikum, geri þau styrkari. Þrátt fyrir þessi rök er það alls- endis óviðunandi að þeim fækki stöðugt sem hafa kvóta, að kvótinn safnist á æ færri hendur. Hinir svokölluðu risar voru 16 árið 1991, en eru nú 26. Stóru útgerðarfyrirtækin hafa aukið sinn kvótahlut úr 25,5% í 47,2%, eða í verðmætum þorskígild- istonna úr 7,8 milljörðum á verðlagi nú í 11,8 milljarða. Þessi aukning hefur orðið þrátt fyrir 20% kvóta- skerðingu 1991. Að mínu mati eru nauðsynlegar aðgerðir í sjávarút- vegsmálum helst þessar: Veiðiheimildir krókaveiðibáta verði ekki skertar meira en orðið er. Athugað verði hvort mögulegt sé að togveiðar verði bannaðar á hluta landgrunnsins undan Vestfjörðum. Veiðar frystitogara á heimamiðum eða á grunnslóð verði bannaðar. Frystitogurum verði gert skylt að koma með allar aukaafurðir í land. Hafnar verði undirbúningsrann- sóknir að stofnun fyrirtækja eða fyr- irtækis sem framleiði tilbúna eða hálftilbúna fiskrétti, úr físki- og skel- fiskstegundum, sem nú eru ekki nýtt- ar, svo og úr rækjuúrgangi. Raforkuverð til fiskvinnslufyrir- tækja verði lækkað. Að Byggðastofnun verði breytt í Atvinnumálastofnun sem meðal ann- Sigmar B. Hauksson. ars leigi litium fyrirtækjum, sem eru að byggja sig upp, og fyrirtækjum, sem eiga í tímabundnum erfiðleikum, kvóta. Að íslendingar gangi aftur í Al- þjóðahvalveiðiráðið og hefji hrefnu- veiðar eins fljótt og unnt er. Hafinn verði útflutningur á hrefnukjöti til Japans við fyrsta tækifæri. Vægast sagt hefur verið farið iila með hrefnuveiðimenn. Þeir urðu að hætta veiðum vegna þess að stjórn- völd töldu að veiðarnar sköðuðu hagsmuni sjávarútvegsins. Hrefnu- veiðimenn urðu að hætta veiðum, sem kunnugt er, án þess að þeim hafi verið bættur skaðinn. Alþingi ætti að sýna sóma sinn í því að ákveða bætur til hrefnuveiðimanna, þeir eiga fullann rétt á þeim. Stóriðja Fiskvinnslan er hin eina raunveru- lega stóriðja hér á landi. Stóriðju- framkvæmdir eru ekki í augsýn sem stendur og fátt bendir til að hinar miklu framkvæmdir við uppbyggingu orkuvera muni skila sér til þjóðarbús- Engin hætta er á öðru en atvinnulíf blómstri, segir Sigmar B. Hauksson, taki stjóm- völd tillit til sérstöðu Vestfjarða. ins á ailra næstu árum. Æskilegt væri að meira magn af fiskinum færi á fisk- og fjarskiptamarkaði. I dag fer aðeins um 20% af veiddum físki á frjálsa fiskmarkaði. Varla er þó hægt að búast við að allur fiskur fari á markað, en það mundi efla mjög minni og sérhæfðari fisk- vinnslufyrirtæki ef mun meira magn af fiski færi á markaðina en nú er raunin. Árið 1894 fór maður að nafni Jóhannes Pétursson að kaupa fisk af ísfirðingum og Djúpmönnum fýrir Breta nokkurn, Pike Ward að nafni. Greiðslur fyrir fiskinn voru kallaðar Ward-peningar og voru fyrstu pen- ingarnir sem komu í vasa almennings í sjávarplássum vestra. Nú 100 árum síðar væri athugandi hvort ekki ætti að endurskoða samskipti okkar við erlenda markaði. í orði mega útlend- ingar ekki fjárfesta í útgerð og fisk- vinnslu hér á landi þótt allir viti að það er gert óbeint. Sveitarfélög, út- gerðir og fiskvinnslufyrirtæki gætu ásamt erlendum fyrirtækjum og fjár- festum stofnað lítil markaðsfyrirtæki erlendis, til að finna nýja markaði og þróa nýjar fiskafurðir. Ég vildi í þessu sambandi nefna þjóðir eins og Itali, Svía og Formósumenn, eflaust mætti nefna ýmsar aðrar þjóðir, t.d Kanadamenn. Það er fískskortur í þessum löndum, en verulegt fjár- magn til ijárfestinga. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort erlendir aðilar ijárfesti í markaðsrannsóknum frek- ar en t.d. í vélum og skipum. Ef þessi leið væri farin myndi milliliðum fækka og auðveldara væri að finna leiðir til að framleiða verðmætari afurðir úr þeim fiski sem veiddur er og á þann hátt er hægt að auka hagvöxt hér á landi sem er algjör lífsnauðsyn. Óvistvæn íslenskur landbúnaður á nú í veru- legum erfíðleikum. Neysla hefðbund- inna landbúnaðarafurða dregst stöð- ugt saman. Ekkert bendir til þess að t.d. neysla lambakjöts muni auk- ast á næstunni. Ég hygg að á engan sé hallað þó að ég segi að núverandi stefna í landbúnaðarmálum hafí leik- ið vestfirska sauðíjárbændur mun ver en aðra bændur í landinu. Á Suður-, Vestur- og Norðurlandi geta bændur stundað blandaðan búskap, þ.e.a.s. sauðfjárrækt, mjólkurfram- leiðslu, alifugla- og svínarækt. Bændur á Austfjörðum hafa verið styrktir til átaks í skógræktarmálum og á Suður- og Norðurlandi stunda bændur í einhveijum mæli land- græðslu. Uppblástur er alvarlegt vandamál víða um land, á sumum landsvæðum er ástandið orðið mjög alvarlegt. Þrátt fyrir að sauðfjárrækt hafí dregist verulega saman að und- anförnu hefur það lítið haft að segja þar sem hrossarækt hefur stóraukist á síðari árum. Við eigum ekki ann- arra kosta völ en að alfriða viðkvæ- mustu svæðin fyrir ágangi sauðfjár og hrossa. Vestfírskir bændur hafa varla annann kost en að stunda sauðfjárraikt, bæði vegna stáðhátta og fjarlajgða frá markaði. Engin gróðureyðing er á Vestíjörðum og fallþungi dilka meiri þar en annars staðar á landinu. Staðreyndin er sú Richard Long-niðjar mæla sér mót ÞRÍR afkomendur Richards Long: Jón Benjamínsson, Þór Jakobsson og Eyþór Þórðarson. Sunnudaginn 31 desem- ber nk. verður stofn- fundur ættarfélags Richards Longs-niðja, segir Þór Jakobsson, sem hvetur alla viðkom- andi til að mæta. ALLMÖRG ár eru liðin síðan sam- starf um söfnun upplýsinga um ætt- ina Long á Islandi hófst. Það var fyrir tilstilii Eyþórs Þórðarsonar safnvarðar og hefur einörð forysta hans nú þegar borið góðan árangur sem sjá má á skrá hans um heimild- ir, heimildarit og þá aðila sem vitað er um að hafi unnið að samantekt og rannsóknum á Longætt. Til full- tingis sér í útgáfunefnd hefur Eyþór haft Jón Benjamínsson jarðfræðing og undirritaðan. Teljum við nú tíma- bært að stofna ættarfélag, m.a. til að vinna að útgáfu ættarrits. Stofnfundur verður haldinn með kaffisamsæti í Þingstofu B í Hótel Sögu, laugardaginn 3. desember 1994, kl. 15-18. Ungir og aldnir niðjar Richards Longs og tengdafólk eru hjartanlega velkomnir. Þessi tími árs varð fyrir valinu vegna þess að fæðingardagur Richards var 30. nóv- ember 1783. Lagt upp í ferð: Foreldrar kvaddir Fyrir 200 árum lagði kaupskip nokkurt úr höfn skammt frá Hull á austurströnd finglands. Ferðinni var heitið til Hamborgar. í áhöfn var drengur á 12. ári, káetudrengur á leið í sína fyrstu sjóferð. Þótt Ric- hard litli Long hefði tvítugan stóra bróður sinn, Matthew, sér til halds og trausts á skipinu, hefur vísast sótt að unga manninum kvíði fyrir óvissu hins nýja lífs sem biði hans næstu vikur. Én hann hefur borið sig borginmannlega þegar hann veif- aði í kveðjuskyni foreldrum sínum og systkinum sem stóðu á ströndinni meðan skipið ijarlægðist land. En þau urðu örlög Richards litla að hann leit aldrei aftur foreldra sína, né systkini og fósturjörð. Um þær mundir var grunnt á því góða með Englendingum og Frökkum og kom enginn til hjálpar, þegar hið enska kaupskip féll í hendur frönskum sjó- ræningjum. Frakkarnir létu greipar sópa, slepptu síðan skipi og áhöfn nema káetudrengnum. Richard var tekinn yfir í sjóræn- ingjaskipið og var látinn vinna. En það var töggur i snáða og komst hann brátt í góðan þokka hjá yfír- manni skipsins fyrir vinnusemi og snör handtök, en frönsku skipverj- arnir voru bæði vankunnandi og dug- litlir. Enska söguhetjan okkar var um þessar mundir greinilega orðinn leiksoppur örlaganna, honum ætluð ævi með fransmönnum. En það leið ekki á löngu að ný ógnan og lífshætta mætti Richardi Long. Ræningjaskipið strandaði í ofviðri á grynningum við Jótland. Lýðnum var bjargað í land og flæmd- ist hann aftur heim til Frakklands, en enski fanginn varð eftir á Jót- landi. Er svo skemmst frá að segja að héraðsdómari í Lemvig á Jót- landi, Hans Jacob Lindahl að nafni, tók drenginn að sér, gekk honum í föður stað og kenndi. Richard reynd- ist námfús og menntaðist vel. Hann varð skrifstofustjóri hjá kaupmanni í Kaupmannahöfn sem Andreas hét Kyhn. Æviferill í framandi landi Nú hefði mátt ætla að það ætti fyrir Richardi Long frá Belby á Eng- landi að liggja að verða farsæll og sæmilega stæður verslunarmaður í Danmörku. En enn var gripið í örla- gataumana. Liðlega tvítugan sendir Kyhn kaupmaður Richard norður í höf, til íslands að sjá um verslun sína á Reyðarfirði. Ilentist hinn ungi maður á Áustfjörðum, kvæntist þar, bjó við súrt og sætt, vegnaði vel í upphafi en sökum svika kaupmannsins í Kaupmannahöfn og öfundar heima- manna hallaði undan fæti er á leið ævina. Richard Long lést bláfátækur 20. júlí 1837 á heimili dóttur sinnar að loknu andstreymi í mörg ár, 54 ára gamall. Richard Long eignaðist 5 börn með eiginkonu sinni, Þórunni Þor- leifsdóttur, og 2 syni með Kristínu Þórarinsdóttur. Börn þeirra Þórunn- ar hétu María Elísaþeth, Þórunn, Jón, Matthías og Georg, en synir Kristínar og Richards hétu Kristján og Þórarinn. Margt manna er frá þeim komið sem dreifst hefur vítt um lönd og hafa niðjar Ríkarðs Long verið kallaðir Longsætt eða Longætt. Grös og menn Þeófrastos, hinn forngríski lær- dómsmaður, er kunnur fyrir vísinda- legar athuganir og flokkun fyrirbæra á tveimur harla ólíkúm sviðum. Ann- ars vegar fjallaði hann um grasa- fræði og hins vegar um flokkun að Vestfírðingar gætu framleitt allt það dilkakjöt sem markaðurinn þarf á að halda. Núverandi stefna í land- búnaðarmálum, sem m.a. byggist á hinum flata niðurskurði, þ.e.a.s. sama skal yfír alla ganga, er bæði fjandsamleg skynsamlegri nýtingu á landinu og eins og áður hefur komið fram bændum á Vestfjörðum. Beina verður sauðfjárræktinni í auknum mæli til þeirra landsvæða þar sem er nægur gróður og bændur hafa fárra annarra kosta völ en að stunda sauðfjárrækt. Eins og áður hefur komið fram dregst neysla á lamba- kjöti stöðugt saman. Éf rétta á við hag sauðfjárbænda að einhveiju ráði verður að leita allra leiða til að hefja útflutning á lambakjöti. í hartnær tuttugu ár hafa bændasamtökin og; . nokkrir einkaaðilar verið að þreifa fyrir sér í þessu sambandi án nokk- urs teljandi árangurs. Nú er talið að helsta vonin sé að flytja út lífrænt framleitt lambakjöt og er það svo sannarlega áhugavert og vel þess virði að kanna nánar. Staðreyndin er sú að íslenskt lambakjöt er vist- væn afurð þar sem lömbin ganga úti í nær ómengaðri náttúru og éta kraftmiklar fjallajurtir og íjörugróð- ur. Á síðari árum hefur ekkert magn af íslensku lambakjöti farið á erlenda markaði, erlendir neytendur hafa ekki átt þess kost að kynnast gæðum íslenska lambakjötsins. Vestfirska lambakjötið er einstök gæðavara. Erlendur matreiðslumaður tjáði mér einu sinni að það væri slík úrval- * svara að ekki þyrfti að nota annað krydd en salt og pipar. Reynandi væri að senda töluvert magn af ís- lensku lambakjöti á þrönga markaði, t.d. í Bandaríkjunum. Þessa tilraun mætti t.d. gera í tvö ár. Stofnaður yrði sérstakur sjóður í þessu sam- bandi þar sem ríkissjóður legði fram fé. Ef ekki fengist nægjanlegt fé fyrir kjötið yrði mismunurinn greidd- ur úr þessum sjóði til bændanna. Ef þessi tilraun hinsvegar sýndi að markaðurinn hefði áhuga á íslenska kjötinu yrði að reyna eftir fremsta megni að ná eins góðu verði og unnt yrði. Ef útflutningur tækist myndu bændurnir greiða aftur til sjóðsins það fé sem þeir hefðu áður fengið úr honum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Framsóknarflokksins & Vestfjörðum. manna í manngerðir. Rúmum tvö þúsund árum seinna hefur vísinda- mönnum orðið vel ágengt við frekari flokkun og aukinn skilning á gróður- ríkinu, en skemmra hafa fræðimenn komist með manngerðirnar. Þótt þær séu hugleikið umtalsefni þorra manna og fræðilegt viðfangsefni aðf*" einhveiju leyti, hefur ógnvænleg fjöl- breytni manngerðanna dregið úr leit að almennum lögmálum. Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu í þessum efnum má ætla að ættfræðin muni koma að miklum notum við samanburð á áhrifum umhverfis og uppeldis ann- ars vegar og upplags hins vegar, áhrifum vöggugjafarinnar ofinni úr marglitum litningum forfeðranna. Gagn og gaman má því hafa af því að leysa krossgátur ættfræðinnar. Ættfræði skyldi tengja sagnfræði, byggða-, búskapar- og verslunar- sögu, sögu menningar og lífsvið- horfa. Nafnarunur verða þá sem,-^ hryggjarliðir í sögu atburðanna. Vinur minn, Sigurgeir heitinn Þor- grímsson ættfræðingur, tjáði mér eitt sinn að það sé tilviljun háð hvaða ættir eru nefndar með nafni. Þær eiga sér höfunda. Sumar íslenskar ættir eru kenndar við bæi þar sem hafa búið góðir og gegnir bændur kynslóð fram af kynslóð. Við vitum sitthvað um lifnaðarhætti fólksins, en útlit þess og skaplyndi er gleymt. Aðrar ættir eru raktar til einstakl- inga sem furðu mikið er vitað um. Hinn sunnlenska Reynifellsætt er dæmi um staðarætt, en hin austf-^ irska Longætt er kennd við mann sem við þekkjum. Frekari upplýsingar um væntan- legt niðjamót Longættar 3. desember nk. fást hjá fyrmefndum afkomend- um Richards Longs, Eyþór Þórðar- syni, Jóni Benjamínssyni og undirrit- uðum. Höfundur er veðurfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.