Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ DJASSTRÍÓ Ómars Einarssonar. E>jasstríó Omars í Djúpinu BOÐIÐ verður upp á djass í Djúpinu í kjallara veitinga- staðarins Hornsins, Hafnar- stræti 15, í kvöld kl. 22. Tríó Ómars Einarssonar Ieik- ur, en auk Ómars sem leikur á gítar eru í tríóinu þeir Einar Sigurðsson bassaleikari og Jó- hann Hjörleifsson trommuleik- ari. Þeir munu leika djass frá ýmsum tímabilum og frumsam- ið efni. Ómar hefur verið virkur í reykvísku djasslífi og leikið með mörgum okkar helstu djassist- um, m.a. tríói Guðmundar Ing- ólfssonar. Ómar lauk prófi frá djassdeild FÍH árið 1990 og einnig hefur hann sótt námskeið vestanhafs. Hann hefur undan- farið verið erlendis við nám og störf en hann starfar í dag hjá Sinfóníuhljómsveit Islands. Húsið er opið til kl. 01 og er aðgangur ókeypis. BOKMENNTIR Endurminningar RIÐIÐ A VAÐIÐ Heimir Karlsson: Riðið á vaðið - þættir úr lífi Einars Bollasonar. 264 bls. Fróði hf. 1994. Verð kr. 3.390. EINAR Bollason er kunnur íþróttamaður og ferðafrömuður. í lífi hans hafa skipst á skin og skuggar. En hann er maður hátt- vís og kann að svara fyrir sig í fjölmiðlum. Og sá er vissulega lyk- illinn að velgengninni nú á dögum. Því er síst að furða þó fréttamaður taki sér sæti andspænis honum til að skrá sögu hans. Lesendur vænta þess að siíkur maður hafi frá mörgu að segja. Fullyrða má að þeir, sem hafa svipuð áhugamál, verði ekki fyrir vonbrigðUm. Einar vekur jafnan athygli hvar sem hann fer. Mikið er þarna sagt frá íþrótta- hreyfingunni og þeirri samkennd sem þar ríkir. En hún tengist, að ætla má, þeim sterka keppnisanda sem þar liggur einatt í loftinu. Þeirrar samkenndar kveður sögu- maður sig hafa notið þegar mest á reyndi. Er ekki ofmælt að Einar hafi starfað að íþróttum af lífi og sál og þeir, sem áhuga hafa á þess háttar málum, muni lesa frásagnir hans með athygli. Merkara er þó framlag hans til ferðamála því þar reið hann á vað- ið í tvennum skilningi. Að kynna erlendum ferðamönnum íslenska hestinn eins og Einar hefur gert og leiða þá jafnframt á vit óspilltr- ar íslenskrar náttúru er framtak sem hlýtur að teljast bæði lofsvert Litaspil í fáum dráttum MYNDLIST LISTIR SIGURBJÖRN Jónsson: Eitt hús. 1994. Gallcrí Borg MÁLVERK Sigurbjöm Jónsson. Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 um helgar til 11. desember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ þarf atorku ætli menn sér að ná árangri í myndlistinni og Sigurbjörn Jónsson hefur vissulega lagt sig fram við sína listsköpun og verið duglegur við sýningarhald frá því hann kom inn á íslenskan sýningarvettvang fyrir rúmum fjór- um árum síðan. Hér er á ferðinni sjötta einkasýningin frá þeim tíma og sem fyrr er það fyrst og fremst olíumálverkið sem heillar lista- manninn. Verk Sigurbjörns hafa alla tíð einkennst af miklu litflæði, þar sem myndmálinu svipaði um tíma til þeirra efnistaka sem kennd hafa verið við Louisu Matthíasdóttur; hann hefur þó fyrir nokkru leitað á eigin mið og þar kemur einkum til óhikuð notkun heitra lita í mynd- um hans, sem og mjög frábrugðin myndefni frá þeim kyrra og yfir- vegaða myndheimi, sem listakonan hefur gert svo ógleymanleg skil. Á síðustu sýningu Sigurbjörns (á sama stað fyrir ári) voru mest áberandi myndir af hljómlistar- mönnum í þröngu rými kaffihúsa, sem og modelmyndir, sem um sumt vísuðu til þeirrar austurlensku munúðar, sem Delacroix dáði svo mjög. Hér eru og nokkur slík verk, einkum í kjallara, og má t.d. benda á „Söngkona í rauðu, rauður bassi“ (nr. 23) og „Morgunn“ (nr. 19) sem dæmi þessa; en í aðalhluta sýning- arinnar hefur listamaðurinn skipt nokkuð um myndefni á liðnu ári og er farinn að takast á við rýmið í nýju samhengi. Nú ber mest á myndum þar sem landið breiðir úr sér á stórum flöt- um, þar sem gjarna má finna eitt eða fleiri hús í forgrunni, en síðan taka við víðáttur fjarlægðarinnar, lands og himins og fylla út í mynd- ina. Þannig er rýmið opið þar sem áður var þrengt að, og því kalla verkin á nokkuð aðra uppbyggingu en áður. Þrátt fyrir þetta aukna rými er myndefnið sem fyrr aðeins dregið með fáum dráttum og öll megin- form mörkuð með litflötum, fremur en skýrum útlínum. Vegna þessa er litaspilið enn mikilvægasti þátt- urinn í málverkum Sigurbjörns; hann leitar eftir að skapa jafnvægi í fletinum með fáum litum og notar gjarna þá aðferð að setja lítinn vott af heitum eða björtum lit á móti stærri breiðum svalari, oft blárra lita. Þetta sést vel í málverk- um eins og „Eitt hús“ (nr. 4), þar sem hvítir skýjabólstrar nægja til að ná þessu fram eða í „Svört kirkja og sól“ (nr. 3), þar sem rauður lit- ur er notaður til að skapa samsvar- andi mótvægi. Á stöku stað verður þessi vinnuaðferð þó of áberandi Nafngiftir mynda Sigurbjörn hafa ætíð verið einfaldar og oftar en ekki vísað til lita og meginþátta efnis, t.d. „SvÖrt kirkja, svart ský“ (nr. 6), „Gulir og flygill" (nr. 11) og „Rauða handklæðið“ (nr. 16); því er þetta nefnt að með þessu virðist listámaðurinn leggja áherslu á að þessum verkum fylgi engin dulúð; þau eru einfaldlega afrakst- ur átaka hans við liti og form og ber ekki að sjá sem annað. Því stendur myndlist Sigurbjörns nær glímu abstraktlistarinnar á þessum sama vettvangi en nokkru afbrigði expressionisma, þar sem oftar en ekki má finna tilvísanir í óljósa til- vist utan flatarins. Sigurbjörn hefur vaxið mjög á síðustu tveimur árum í málverki sínu og vinnubrögð hans nú eru meira afgerandi en áður; hér er að finna góða rýmiskennd, markvissa notkun litanna í hveiju verki fyrir sig og í heild sjálfstæðari vinnu- brögð en í fyrri sýningum. Er rétt að benda listunnendum á að viðliti í Gallerí Börg er vel þess virði þessa dagana. Eiríkur Þorláksson Skín og skuggar og þakkarvert. Sú var tíð að orðið útreiðar hafði yfir sér heiðríkju og töfraljóma af því taginu sem Einar Ben. lýsti svo vel í kvæðinu Fákar (að skeyta túr við orðið eins og nú er orðinn kækur er smekkleysa). Einar býður gestum á útreið- ar. Betur var ekki og er ekki hægt að bjóða. Tvær kveður hann vera meginorsakir þess að hann tók að ferðast um öræfín á hestbaki. I fyrsta lagi hafi hann dvalist í sveit á bernskuárum og þá laðast að hestinum. í öðru lagi fái hann ekki betur notið frelsis annars staðar en í fjallasal. En það hafi hann lært að meta eftir að hann hafi þolað þá raun að vera frelsi sviptur um hríð. Fyrr en varði urðu útreiðar Einars að umsvifamiklum atvinnurekstri. Og þá hlaut að draga til þess að hindranir yrðu lagðar í götu hans því íslendingar eru á móti atvinnurekstri. Af þeim sökum hefur ferðafrömuðurinn Einar stundum orðið að sveigja af leið í bókstaflegum skilningi. Ótalið er þá hitt og annað sem sögumaður hefur að segja frá æskuárum í Reykjavík. Margt var brallað í menntaskóla. En þar komst sögu- maður í sviðsljósið þegar hann lék í eftir- minnilegri uppfærslu á Útilegumönnunum. Sýningin sú var at- burður í menningarlíf- inu. Einar lék Jón sterka. Vafalaust hefði Einar komist vel frá því að skrá þessa sögu sína sjálfur. En blaða- menn telja það nú einu sinni í sínum verka- hring að skrásetja frásagnir af þessu tagi. Og markaðurinn sækist eftir sögum þekktra manna. En þar sem tveir vinna verk getur verið erfitt að greina hvað hvor leggur til, sögumaður eða skrásetj- ari. Texti þessarar bókar er lipur og frásögnin hnökralaus. Frágang textans verður fyrst og síðast að skrifa á reikning skrá- setjara. Þeirrar venju fréttamanna að vinna hratt - en það verða þeir að gera í sínu daglega starfi - gætir þarna nokkuð. Ennfremur hefði mátt skipuleggja verkið bet- ur. Þess hefur ekki verið gætt að Einar Bollason forðast endurtekningar og útúr- dúra. Skrásetjari hefði mátt láta sögumann segja ýtarlegar frá sumu sem á daga hans hefur drif- ið, t.d. minnisstæðum ferðum um hálendi landsins. Þá hefði sögu- maður gjarnan mátt segja meira frá fólki og atburðum í sveitinni forðum þar sem sveitalífið virðist hafa haft varanleg áhrif á hann. Setningar eins og: »Bóndinn hefur framleitt nauðsynjavörur fyrir okkur um aldir og sjómaðurinn dregið björg í bú,« eru hins vegar óþarfar og innantómar. Það hefði reyndur fréttamaður átt að sjá í hendi sér. Maður segir svo margt í vinsamlegu spjalli sem ekki á heima á prenti. I verki sem þessu verður blaðamaðurinn að vera strangur ritstjóri yfír báðum: sjálf- um sér og sögumanni. Viðkvæmni sögumanns er skiljanleg. Af sama toga er varfærni hans í dómum um menn og málefni sem hann veltir þó mikið fyrir sér, óþarflega mikil. Ennfremur trúartraust hans sem vafalaust mun ylja mörgum um hjartarætur en nægt hefði að segja frá einu sinni. Yfírhöfuð taka tilfinningamál og almennar hug- leiðingar of mikið rúm í bókinni. Undanskildir eru kaffar þeir, sem skráðir eru eftir Sigrúnu, konu Einars. Þeir eru bæði samfelldari og vafningalausari; þar er gengið beint að efninu. Niðurstaðan verður því þessi: Mynd sú, sem bókin dregur upp af Einari Bollasyni, er slétt og við- kunnanleg en hefði mátt vera líf- legri og svipmeiri og umfram allt hressilegri. Erlendur Jónsson Nýjar bækur • MANNAKYNNI - frá öðru fólki og athöfnun þess er ný bók eftir Vilhjálm Hjálmarssonar, fyrr- verandi ráðherra. Vilhjálmur hefur kynnst ótal mörgu fólki „enda hefur það orðið hlutskipti mitt löngum að vera ekki einn á ferð“ eins og hann get- ur um í formála. Hann segir í bók- inni frá ijölda manna sem hann hefur „átt samleið með, lengur eða skemur, frá barn- æsku til efri ára“. Við sögu koma til að mynda stjórnmálamenn og starfsfólk Alþingis, bændur, bif- reiðastjórar og biskupar, húsmæð- ur, kennarar, lögreglumenn og sjó- menn, útvarpsmenn og oddvitar, félagar í skóla, framreiðslustúlkur og forstjórar — 540 konur og karl- ar. „Frásögn Vilhjálms er sem jafnan áður hlýleg og hugnæm og glettnin aldrei langt undan. Hún bregður ljósi á menn og málefni á öldinni, fróðleg og greinargóð," segir í fréttatilkynningu. Útgefandi erÆskan. Bókin er 232 bls., prentuð og bundin inn í Odda hf., en Offsetþjónustan hf. annaðist útlitkápu, setn- ingu, umbrot og filmuvinnu. Verð 2.980 kr. • TIL heljar og heim eftir Guð- rúnu Finnbogadóttur er frásögn af ferðum höfundar til Rússlands og fleiri hluta Sovétríkjanna fyrr- verandi á árunum 1990-1993. Hún dregur upp svipmyndir af hlutskipti manna, landi og þjóð, annarsvegar með því að segja frá og gefa rithöfundum og fleira fólki af ýmsu tagi orðið, og hins vegar með lýsingum á reynslu sinni af lævi blöndnu andrúmslofti og afar margbreytilegu mannlífi. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina. v Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 224 bls., unnin í Odda hf., en kápu hannaði Margrét Laxness. Verð 3.480 kr. • ANDALÚSÍUUÓÐ arabískra skálda eru þýðingar á fjölda ljóða eftir arabísk skáld í Andalúsíu á Suður-Spáni, ort á tíundu, elleftu og tólftu öld eftir Krist. Ljóðin vitna um áhrif araba á evrópska miðaldamenningu, segir í fréttatil- kynningu. Þetta er heillandi lýrísk- ur skáldskapur þar sem finna má fjölmörg ástarljóð í bland við ridd- arakvæði og náttúrumyndir. Daní- el Á. Daníelsson þýddi ljóðin en fyrir nokkrum árum vöktu þýðing- ar hans á sonnettum Shakespeares mikla athygli. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 108 bls., unnin í Odda hf., en kápu hannaði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Verð 2.490 kr. • MAGGI mörgæs lætur sér aldr- ei leiðast er heiti á nýrri barnabók eftir Tony Wolf og Sibylle von Flue. Þýðandi bókarinnar er Giss- ur Ó. Erlingsson. Bækurnar um Magga mörgæs eru orðnar fímm og í þessar bók lendir hann í marg- víslegum ævintýrum. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er44 bls. og kostar 1.190 kr. • DAUÐINN í djúpinu er ný spennusaga eftir metsöluhöfund- inn Jack Higgins. I bókafrétt frá útgefanda segir m.a.: „Dauðinn í djúpinu er mögnuð spennusaga sem tengir töfraveröld Karíbahafs- ins við myrkvaveröld alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi og eitur- lyfjasölu. Bókin komst strax á metsölulista bresku blaðanna." Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 236 bls. Káputeikning er eftir Kristján Jóhannsson. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Prentvinnsla Oddi hf. Bókin kostar 1.980 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.