Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 45V *
AÐSENDAR GREINAR
skátum til eftirbreytni
og má því fullyrða að
frá upphafi hafi skáta-
hreyfingin látið sig
miklu varða um með-
ferð og notkun íslenska
fánans. Af frásögn
Tuliniusar má greina
tilfinningu fyrir drama-
tískum sögulegum
stundum og mikilvægi
þeirrar atburðarásar
sem hófst 19. júní 1915
og lauk 1. desember
1918 fór ekki fram hjá
forystumönnum skáta-
hreyfingarinnar. Axel
V. Tulinius var kjörinn
skátahöfðingi við stofnun Banda-
íags íslenskra skáta 1925 og var
þess utan liðtækur í félagsmálum.
Hann var um langt skeið forseti
ÍSÍ. Axel gegndi mörgum trúnaðar-
störfum um dagana. Hann var
sýslumaður og síðar forstjóri Sjóvá-
tryggingafélags íslands. Axel V.
Tulinius samdi árið 1916 fyrstu
reglur um meðferð fánans og fána-
burð sem gilda enn um meðferð
göngufánans á vegum skáta. Regl-
ur þær sem hann samdi um notkun
fánans við opinberar athafnir og á
ferðum skáta gilda enn í dag. Einn-
ig fjallaði hann um fánahyllingu
skáta og hefur hún sömuleiðis farið
fram með sama hætti til þessa dags.
Fyrsti þjóðfáni Væringja var bor-
inn við hátíðleg tækifæri og var
hann ávallt í fararbroddi á sumar-
daginn fyrsta, stofndegi og hátíðis-
degi Væringja. Þegar liðin voru 10
ár frá vígslu fánans var samþykkt
að Væringjar afhentu Þjóðminja-
safni íslands fánann og er hann þar
í góðu yfirlæti, en Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörður tók við honum
úr hendi Axels V. Tuliniusar í nóv-
ember 1925.
Allar götur frá 1915 hafa skátar
borið íslenskan fána í fylkingar-
brjósti við hátíðlegar stundir í lífi
þjóðarinnar. Á skömmum tíma
skapaðist sú venja að skátar aðstoð-
uðu við samkomur og
var þá gjarnan tvennt
sem var í verkahring
þeirra, almenn hjálpar-
störf og að annast fána
á hátíðarsvæði. Á al-
þingishátíðinni á Þing-
völlum árið 1930 komu
bæði þessi verkefni í
hlut skáta, en alþingis-
hátíðin var fjölmenn-
asta útihátíð sem hald-
in hafði verið í landinu.
Þeir sem önnuðust
fánaborgina fundu til
mikillar ábyrgðar og
stolts vegna þess hlut-
verks sem þeim hafði
verið falið. Við stofnun lýðveldis á
Þingvöllum, hátíð 1.100 ára búsetu
í landinu og nú í sumar á 50 ára
afmælishátíð lýðveldis sinntu skát-
ar þeirri þjónustu sem fyrsti skáta-
höfðinginn óskaði eftir að þeir inntu
af hendi og drógu hátíðarfánann
að húni. Þegar skátar bera fána við
Reglur þær, sem Axel
V. Tulinius samdi um
notkun fánans við opin-
berar athafnir, segir
Ólafur Ásgeirsson,
gilda enn í dag.
skrúðgöngur á þjóðhátíðardegi 17.
júní, eru þeir að sýna ræktarsemi
sína við þjóðfánann.
Margir eiga góðar minningar frá
þessum þjónustustörfum á vegum
skátanna. Má nefna þijú nöfn öðr-
um fremur úr hópi þeirra skáta sem
hafa látið sér annt um að efla veg
íslenska fánans og kenna rétta
meðferð hans. Það eru þeir Þor-
steinn Einarsson fyrrum íþróttafull-
trúi ríkisins og varaskátahöfðingi
og Óskar Pétursson skátaforingi,
sem nú er látinn. Hin þriðja er
Auður Stefánsdóttir sem átti sæti
í stjórn Bandalags íslenskra skáta
árið 1965 og hafði frumkvæði að
því að halda veglega á lofti 50 ára
afmæli fánans. Varð úr að skátar
kynntu meðferð og sögu fánans í
skólum og gengu í hús þar sem
fánastengur voru til þess að kenna
almenningi að flagga. Þegar til átti
að taka skorti með öllu opinberar
reglur um meðferð fánans, aðrar
en þær sem skátar höfðu þróað
með sér. Fól Jóhann Hafstein,
dómsmálaráðherra, Auði Stefáns-
dóttur að semja nothæfar reglur,
sem dómsmálaráðuneytið gaf síðan
út. Var reglugerðin gefin út 19.
júní 1965 og kynnti Auður hana í
útvarpserindi þann sama dag og
aftur 1. desember þá um veturinn.
Það sem hvatti Auði til þessa merka
framtaks var ekki síst þjónusta
hennar í fánaborg á lýðveldishátíð
í Reykjavík 18. júní 1944 og er hún
ekki ein um að finna til sérstakrar
virðingar fyrir þjóðfánanum eftir
að hafa tekið þátt í því að standa
á virðulegum stað með íslenskan
fána á þjóðhátið.
Nú á dögum er notkun íslenska
fánans að aukast á ný og er bæði
sjálfsagt og til prýði að almenning-
ur flaggi við hús sín þegar tæki-
færi gefst. Ekki er síður algengt
að draga upp fána við sumarhús
þegar fólk dvelur þar sér til ánægju
og hressingar. Hvort tveggja kallar
á meiri og gleggri þekkingu á með-
ferð og notkun íslenska fánans, sem
vikið verður að í síðari greinum.
Hér verður einungis að lokum vitn-
að til ábendinga Axels V. Tulinius-
ar til skáta og eiga þær jafn vel
við alla sem fara með íslenska fán-
ann. Gætið þess að vera ekki svo
þreyttir eftir æfingar að ganga
ekki vandlega frá íslenska fánapum
til geymslu, virðingin fyrir þjóðfán-
anum er virðing fyrir okkur sjálfum,
landinu og þjóðinni sem það byggir.
Höfundur er þjóðskjalavörður.
Ólafur Ásgeirsson
Fullt hús matar
EF ÉG væri spurður
hver væri aðall góðra
veitingahúsa myndi
svarið ekki veíjast fyrir
mér. Fjölbreytt fram-
boð rétta, bæði í mat
og drykk, væri sá kost-
ur sem ég myndi helst
leita eftir. Vissulega
skipta húsakynnin
einnig máli, t.a.m.
þægilegir stólar og fall-
egur borðbúnaður.
Ekki má heldur gleyma
þjónustunni, ekki er
hægt að reka gott veit-
ingahús án góðrar
þjónustu. Ég sé það
hins vegar ekki fyrir
mér sem eftirminnilegt kvöld að
sitja á glæsilegu veitingahúsi,
plusslögðu í hólf og gólf og með
þjóna á hveiju strái, lepjandi þunna
súpu sem ég hef e.t.v. fengið mér
alloft áður á sama stað.
Café Þjóðarbókhlaðan
Þjóðarbókhlaðan verður opnuð
1. desember næstkomandi. I raun
má líta á - Þjóðarbókhlöðuna sem
veitingahús, þar sem boðið yrði upp
á andlegar lystisemdir af ýmsum
toga, aðallega þó augnayndi í formi
ritaðs máls. Þjóðarbókhlaðan er
glæsileg bygging, þar eru innrétt-
Flísa____________
lagersala
Vandaðar gólf- og
veggflísar á góðu verði.
Eitt mesta úrval
landsins í gólfflísum.
Nýborg"#>
Ármúla 23, sími 686911.
ingar allar hinar vönd-
uðustu og aðstaða góð.
En það skrýtna er að
veigamesta atriðið hef-
ur orðið útundan,
nefnilega matseðill
hússins. Þetta vanda-
mál var reyndar fýrir-
séð fyrir löngu og
væntanlegir viðskipta-
vinir bókhlöðunnar
hafa leitað leiða til
lausna. Stúdentar við
Háskóla íslands hafa
nú tekið höndum sam-
an og hafið þjóðarátak
til söfnunar bóka í
Þjóðarbókhlöðuna.
Með því er stigið skref,
sem vonandi verður einungis það
fyrsta, í þá átt að gera Háskóla-
bókasafn/Landsbókasafn að raun-
verulegu rannsóknar- og fræða-
bókasafni sem stenst samanburð
við erlend bókasöfn. .
Sveltur sitjandi kráka
Fjárframlög til bóka- og tímari-
takaupa fyrir Háskólabókasafnið
hafa ekki verið í neinu samræmi
við þarfir safnsins né mikilvægi
þess að í landinu sé starfrækt öflugt
bókasafn til stuðnings rannsóknum
og fræðslu á þeim fjölmörgu sviðum
sem Háskólinn starfar á. Þótt skiln-
ing virðist ekki skorta af hendi
ráðamanna hefur þráfaldlega verið
horft framhjá þeirri staðreynd að
æðri menntun á íslandi mun drag-
ast afturúr öðrum þjóðum ef ekki
verður gripið í taumana. Bágborin
staða Háskólabókasafnsins er ein-
ungis eitt dæmi af mörgum um
afleiðingar þess fjársveltis sem
Háskólinn allur og starfsemi hans
hafa verið í á undanförnum árum.
Með þjóðarátaki fyrir þjóðbóka-
safni eru stúdentar við HI að taka
frumkvæði í þeirri baráttu sem
aldrei tekur enda, að efla og styrkja
íslenskt þjóðfélag í samkeppni við
Þjóðarátak stúdenta
er skref að því marki,
••
segir Heimir Orn
Herbertsson, að
þjóðin eignist bóka-
safn í fremstu röð.
aðrar þjóðir með bættri menntun
landsmanna og öllum þeim gríðar-
legu möguleikum sem hún býður
uppá. Það er og tímabært að Há-
skóli íslands taki meira frumkvæði
í öflun fjár til starfsemi sinnar.
Baráttan um hækkuð framlög frá
ríkinu til menntamála mun halda
áfram. En það dugar ekki að láta
þar við sitja. Háskólanum standa
fjölmargir möguleikar opnir til að
afla fjár og þá ber að nýta til fulls.
Sem dæmi má nefna aukna þátt-
töku atvinnulífsins í starfsemi skól-
ans, markaðssetning HÍ fyrir er-
lendum rannsóknasjóðum, stofn-
setningu Hollvinakerfis HÍ og
fleira.
Bókvitið í askana
Þjóðarátaki stúdenta fyrir þjóð-
bókasafni er ætlað að vera fyrsta
skrefið í átt að því takmarki að ís-
lenska þjóðin eignist bókasafn í
fremstu röð, bókasafn sem við get-
um verið stolt af. Uppbygging þjóð-
bókasafns er eilífðarverkefni en
opnun Þjóðarbókhlöðunnar markar
þáttaskil, gefur tilefni sem ekki er
sjáanlegt að nýju í nánustu fram-
tíð. Betri menntun er lykilorð nú-
tímans, aðgöngumiði okkar að
bættum lífskjörum á næstu árum
og áratugum. Fullkomið bókasafn
er áfangi á leiðinni að því marki.
Höfundur er oddviti Vöku fls.
í Stúdentaráði HÍ.
Heimir Örn
Herbertsson
Ofurvald
markaðarins
ÞAÐ ER alltaf erfitt
og áhættusamt að segja
sannleikann. Sérstak-
lega sannleikann um
fólk. Og hvað er svo
sannleikur? Það getur
verið snúið að skilgreina
það.
Engu að siður hafa
ýmsir í gegnum tíðina
talið sig knúna til að
leggja orð í belg um
fólk, um hegðun fólks
og þá þróun sem þessi
hegðun hefur á um-
hverfið, á þjóðfélagið og
líf fóksins í landinu.
Þetta gerði Haildór Kiljan til að
mynda á sínum tíma. Hann rótaði
upp í þjóðfélaginu og var ekki feim-
inn að segja „alþýðunni" til synd-
anna. Kiljan var ekki í efsta sæti á
vinsældarlistanum framan af.
Kiljan réðst oft beint á „heimsku"
þess tíma. Á ástand „alþýðunnar" Á
óþrifnaðimm. Á fátæktina. Hann
sagði fólki til syndanna - líka „alþýð-
unni“.
Nú segir enginn „alþýðunni“ til
syndanna. „Alþýðan" er orðin frið-
helg. „Alþýðan" er einskonar vöru-
tegund sem er markaðssett í efna-
hagslífinu. Og það þurfa margir á
„alþýðunni" að halda. Stjórnmála-
menn þurfa á henni að halda. Kaup-
menn og viðskiptalífið þurfa á henni
að halda og allskonar hagsmunaaðil-
ar þurfa á henni að halda og gera út
á „alþýðuna“.
Til þess að þessi útgerð gangi hjá
þessum aðilum og árangur náist,
þarf raunverulega að markaðssetja
„heimskuna". Með háþróaðri auglýs-
ingatækni er komið að fólki úr öllum
áttum. Á lævíslegan hátt er leitað
að smugum inn að innstu kviku ein-
staklingsins til að sljóvga dómgreind
fólksins og ekki síst til að búa til
stöðugt nýjar og nýjar gerviþarfir.
Tilgangurinn helgar meðalið.
„Alþýðan", almenningur í landinu,
er á þennan hátt gerður að leiksoppi
markaðarins. Þessi almenningur er
hvorki betur eða ver gefinn en á
dögum Kiljans. Hinsvegar hefur stór
hluti fólks glatað sjálfstæði sínu.
Margt fólk flýtur áfram í straumi
skynlausrar atburðarásar sem mark-
aðsþjóðfélagið hefur hannað. Al-
menningur ræður ekki lengur ferð-
inni. Hvert skref er ákeðið af öðrum.
Þetta eru auðvitað stór orð. Það
er mikil fullyrðing að segja að al-
menningur, meginþorri þjðarinnar,
hafi lítinn sjálfstæðan vilja, ekkert
sjálfstætt gildismat, litla löngun til
að ráða' örlögum sínum. Þetta er
engu að síður staðreynd.
Viðbrögð almennings við þessu
ástandi eru fyrst og fremst þau að
kenna öðrum um, finna sökudólginn.
Það er ríkisstjórnin. Það eru atvinnu-
rekendur. Það er samdrátturinn i
efnahagslífinu og svo framvegis. En
þessar afsakanir duga ekki. Almenn-
ingur liggur eftir sem áður flatur
fyrir markaðssetningunni. Flóð-
bylgja lágkúrunnar dynur í eyrum
sýknt og heilagt í fjölmiðlunum. í
linnulausri auglýsingu. Allsstaðar.
Fólk verður stöðugt sljórra í síbylj-
unni.
Vegna þessa meðal annars hefur
fólk oft glatað efnahagslegu sjálf-
stæði sínu meira og minna. Ekki
vegna þess að ríkisstjórnirnar séu
vondar. Ekki vegna þess að atvinnu-
rekendur séu vondir. Ekki vegna
þess að kaupið sé lágt, heldur hefur
fólk glatað efnahagslegu sjálfstæði
sínu vegna eigin sljóleika. Það ræður
ekki lengur eigin málum í daglegu
lífi.
Þetta eru stór orð á tímum at-
vinnuleysis og samdráttar í þjóðfé-
laginu. Þetta eru stór orð þegar fé-
lagsmálastofnanir fyllast af fólki sem
ekki nær endum saman. Engu að
síður stafa vandræði meginþorra
fólks ekki fyrst og fremst af sam-
drætti og fátækt, heldur af því að
fólk hefur látið undan ofurvaldi
markaðarins. Það hefur látið undan
„auglýsingunni“ um stöðugt meiri
neyslu. Það hefur látið
undan félagslegum
þrýstingi um sérstakan
lífsstíl sem allir verða
að fylgja og sífellt eyk-
ur neyslu á öllum svið-
um. Þeir sem raunverú-
lega hafa „góð“ kjör
eru jafn blankir. Yfir-
drátturinn eykst alls-->»--
staðar. Fólk leitar að
heppilegasta „kortinu“
til að borga með í það
og það skiptið. Fólk er
löngu hætt að eiga pen-
inga fyrir neinu. Þess
vegna verður allt dýr-
ara. Það verður að kaupa dýrari vör-
ur. Það verður að greiða meira og
meira í afborganir og vexti. Fólk flýt-
ur áfram og þorir ekki að horfa á
staðreyndirnar. Þorir ekki að reyna
að stokka upp og brjótast út úr víta-
hringnum. Og nú er jólavertíðin að
byija. Og ekki er þetta nú falleg jóla-
messa þegar „atvinnulífið" þarf á
hreyfingu peninganna að haida. Og
það skiptir þá ekki máli hvort pening-
arnir eru til eða ekki. Við færum
Vaxandi upplausn í
þjóðfélaginu, segir
Hrafn Sæmundsson,
tengist neysluæði og
lífsgæðakapphlaupi.
bara kortatímabilið enn framar og
aukum yfirdráttinn og skuldirnar.
Raunverulega er þetta skelfileg t'
staðreynd. Og fljótt á litið sýnir
reynslan að fólk þorir ekki að viður-
kenna þessa staðreynd. Það óttast
fráhvarfseinkennin. Vítahringurinn
virðist lokaður og leiðin hjá mörgum
liggur til gjaldþrots. í þessari stöðu
- þegar skuldir „heimilanna" aukast
jafnt og þétt samkvæmt opinberum
skýrslum, er kannski ekki úr vegi
að tala um nýtt gildismat. Að tala
um samdrátt í neyslu í skiptum fyrir
„raunveruleg“ lífsgæði. I mörgum
tilvikum er þetta hægt. Það er hægt
að setjast niður, jafnvel í neysluæði
jólaundirbúningsins og stokka upp
spilin. Að gera áætlanir. Að draga
saman seglin hægt og bítandi. En
til þess þarf sjálfstæðan vilja og fé-
lagslegt hugrekki.
í þessari grein er alhæft. Þó er
trúlegt að í „eldhúsumræðum" fólks
um þetta efni sjái margir sjálfan sig
eða brot af sjálfum sér. Allavega ef
fólk er ekki endanlega búið að loka
augunum og gefast upp.
En það eru fleiri hliðar á því máli
sem hér hefur verið reifað og kannski
vert að drepa á það í lokin. Þetta
ástand, þessi efnahagslega staða
fólks er ekki einkamál. Mjög sterkar
visendingar benda til þess að sú upp-
lausn sem fer vaxandi í þjóðfélaginu
tengist að einhveiju leyti og sé afleið-
ing neysluæðisins og lífsgæðakapp-
hlaupsins. Fjölskyldan situr á hakan-
um. Börnin sitja á hakanum. Neyslan .
hefur forgang.'
Þarna kemur tilhneigingin og
flóttinn til sjálfsblekkingarinnar aft- |
ur til skalanna. |
Drukkinn unglingur í miðbænum j
- er það orsök eða afleiðing?
Mistök og slæmur árangur í skóla
- er það orsök eða afleiðing?
Sívaxandi ofbeldisverk - er það ,
orsök eða afleiðing?
Fjölmiðlarnir sjá aðeins framhlið
málsins. Þetta er ekki einkamál fólks.
Þetta er spurning um þróun þjóðfé-
lagsins í rótlausum heimi.
Almenningur getur ekki endalaust^^
kennt öðrum um allt. Það verður líka
að þora að líta í eigin barm. Þora
að horfa á veruleikan og takast á
við hann og stokka upp spilin áður
en það er orðið of seint. Áður en
fjölskyldunni hefur endanlega verið
fómað vegna kröfu markaðarins um
sífellt meiri gerviþarfir og tilgangs-
lausa einkaneyslu. * >.
Höfundur er aU’innum&lafutítrúi.
Hrafn Sæmundsson