Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 72
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 M <o> NÝHERJI Whp% hewlett mL'tíÍ PACKARD --------------- UMBOÐIO HPÁ (SLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika lil veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KltlNGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, rÓSTlIÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Atvinnuleysi 4,7% samkvæmt könnun Hagstofunnar Atvinnuleysisbætur 2,6 milljarðar í ár Bótaupphæðin nær þrefaldast frá árunum 1990 og 1991 Landsbankinn 3 milljónir til Þjóðar- bókhlöðn LANDSBANKI íslands hefur ákveðið að færa Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni gjöf að andvirði tveggja milljóna króna, auk þess að greiða allan kostnað við söfnunarátak stúd- enta fyrir Þjóðarbókhlöðu, eða samtals um 2,8 milljónir króna. Opnunarhátíð Þjóðarbókhlöðu er í dag. Landsbankinn verður með þessum hætti stærsti einstaki styrktaraðili átaksins og söfnun- arinnar. Bankinn hefur að auki styrkt safnið um talsverðar upp- hæðir seinustu tíu ár. „Við vilj- um þessu safni mjög vel. Stúd- entar átta sig á mikilvægi þess og er átak þeirra að væða safn- ið bókum afskaplega lofsvert. Ég er afskaplega ánægður að vera í þeirri stöðu að geta lagt átakinu lið svo um munar,“ seg- Morgunblaðið/Kristinn GENGIÐ frá merkingu á Þjóðarbókhlöðu í gær. ir Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka. Skúli Helgason, fram- kvæmdastjóri söfnunarátaksins, segir forvígismenn þess afar þakkláta fyrir „rausnarskap Landsbankans og sérstaklega vil ég nefna þátt Sverris Her- mannssonar í þessu átaki, en hann hefur veittþví allan hugs- anlegan stuðning“. ■ Þjóðarbókhlaða/Bl-8, bls. 6, leiðari og Safnahúsið/36. BÚIÐ er að greiða rúma 2,6 millj- arða króna í atvinnuleysisbætur það sem af er þessu ári sem er svipuð upphæð og greidd var í atvinnuleysisbætur allt árið í fyrra. Vegna aukningar atvinnuleysis hefur bótaupphæðin vaxið ár frá ári og til að mynda nær þrefaldast frá árunum 1990 og 1991 er bæt- urnar voru í kringum einn milljarð- ur króna hvort ár. Samkvæmt upplýsingum At- vinnuleysistryggingasjóðs höfðu 21. nóvember verið greiddir út um 2,5 milljarðar króna til atvinnu- lausra félagsmanna stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Til við- bótar hafði 61 milljón króna verið greidd til atvinnulausra opinberra starfsmanna, 47,5 milljónir til fólks utan stéttarfélaga og 19,5 milljón- ir til þeirra sem höfðu verið sjálf- stætt starfandi, en með lagabreyt- ingum á síðasta ári öðluðust tveir síðastnefndu hóparnir rétt til at- vinnuleysisbóta. Fullar atvinnuleysisbætur eru 46.388 krónur á mánuði og til við- bótar greiðast 1.856 krónur á mánuði með hverju bami sem er undir 18 ára aldri. Flestir atvinnulausir meðal ungs fólks Samkvæmt vinnumarkaðskönn- un Hagstofu íslands voru 4,7% vinnuaflsins án vinnu í nóvember, en það jafngildir því að um 6.900 manns hafi verið atyinnulausir um miðjan nóvember. í samsvarandi könnun í nóvember í fyrra mældist atvinnuleysið 5%, sem jafngildir 7.300 atvinnulausum, en í könnun í apríl í vor mældist atvinnuleysið 5,9% eða 8.600 manns. Fækkun atvinnulausra frá því í nóvember í fyrra er ekki marktæk. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni kemur fram að at- vinnuleysi er hlutfallslega meira meðal kvenna en karla og hlutfalls- lega meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Eins og í fyrri könnunum er atvinnuleysi mest meðal yngri aldursflokka. Mældist atvinnuleysið 15% meðal 16-19 ára fólks og 7% meðal fólks á aldr- inum 20-29 ára. Könnunin var gerð 12.-21. nóv- ember og var nettóúrtakið 4.272 manns. Svör bárust frá 3.854, sem jafngildir 90,2% endanlegri svörun. ÖL í eðlis- fræði á ís- landi 1998 ÍSLENDINGAR hafa skuldbundið sig til að halda Ólympíuleikana í eðlis- fræði hér á landi árið 1998. Á leikun- um keppa nemendur framhaldsskóla. Búast má við að þátttökuþjóðimar árið 1998 verði allt að sextíu. Það þýðir að hingað kæmu um 300 kepp- endur og 120 fararstjórar. Ólympíuleikamir í eðlisfræði em umfangsmiklir og undirbúningur þeirra ekki síður. Til marks um það má nefna, að 400 þúsund kínverskir framhaldsskólanemar tóku þátt í for- keppni þar í landi fyrir Ólympíuleik- ana sem haldnir vom í sumar. Hér á landi tóku 200 nemendur þátt í for- keppninni. ■ Erfið keppni/59 Seðlabankinn hækkar vexti um 0,2-0,8 prósentustig Fylgir vaxtahækkun í öðrum löndum BANKASTJÓRN Seðlabankans hef- ur ákveðið hækkanir á vöxtum sem gilda i viðskiptum hans við innláns- stofnanir frá og með 1. desember. Vextir á útlánahlið bankans hækka um 0,2-0,3 prósentustig en á inn- lánahlið um 0,4-0,8 prósentustig. Breytingarnar em í samræmi við breytingar á ávöxtun í viðskiptum með rikisvíxla á Verðbréfaþingi. Þá voru hafðar í huga hækkanir sem víða hafa orðið á skammtímavöxtum erlendis. Bendir Seðlabankinn á að samanburður skammtímavaxta hér og erlendis sé að verða æ mikilvæg- ari vegna frelsis til fjármagnshreyf- inga milli landa frá næstu áramótum. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, segir að ávöxtun 90 daga ríkisvi'xla hafi hækkað um 0,7-0,8% á Verðbréfaþingi en um 0,4% á 10 daga ríkisvíxlum. Hækkun sé mismunandi þar sem ekki séu horfur á mikilli verðbólgu til skamms tíma litið. Varðandi samanburð við vexti erlendis benti Yngvi Örn á að íslenskir aðilar væru byrjaðir að nýta sér opnun fjármagnsmarkaðarins í vaxandi mæli. „Við höfum séð tals- verða aukningu á framvirkum gjald- eyrissamningum sem byggjast m.a. á samanburði á vöxtum milli landa. Með þessari vaxtahækkun erum við við að reyna að eyða bili sem hefur verið að myndast undanfarnar vikur á milli vaxta hér á landi og erlendis." Aðspurður um hvort hækkun vaxta Seðlabankans kynni að þrýsta upp vöxtum banka og sparisjóða sagði Yngvi Örn að hækkunin væri að einhveiju leyti komin fram þar. Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur á Hólmsárbrú MJOG harður árekstur varð á brúnni yfir Hólmsá á Suðurlands- vegi, rétt ofan við Geitháls, laust efdr kl. 17 í gær. Jeppi sem kom úr austurátt snerist um leið og hann kom inn á brúna og lenti framan á vöruflutningabíl á aust- urleið. Mikil hálka var á veginum. Við áreksturinn rifnaði elds- neytistankur jeppans og flóði bensín um slysstaðinn. Tveir voru í jeppanuin og sluppu þeir ótrú- lega vel. Bæði ökumaður og far- þegi voru í bílbeltum, engu að síður lá annar þeirra utan við bílinn þegar sjúkraflutningamenn komu að. Ökumaðurinn jeppans brotnaði á fæti og gekkst undir aðgerð í gærkvöldi, en farþeginn meiddist ekki. Ökumaður vöru- flutningabílsins var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en var lítið meiddur. Slökkvilið kom og úðaði froðu yfir vettvanginn því mikil eldhætta var af bensíninu sem flóði um götuna. Hjúkrunarfræð- ingar á Landakoti Uppsögn ráðningar- samninga frestað Hjukrunarfræðingar á Landa- kotsspítala óskuðu eftir því við stjórn sjúkrahússins að uppsögn ráðningarsamninga hjúkrunar- fræðinga sem átti að taka gildi í ■dag, 1. desember, yrði frestað fram til 1. janúar næstkomandi vegna þess ástands sem skapast hefur af verkfalli sjúkraliða. Ganga ekki út í dag Að sögn Ástu Ólafsdóttur, aðal- trúnaðarmanns hjúkrunarfræð- inga, var frestunin samþykkt sam- hljóða bæði meðal hjúkrunarfræð- inga og af stjórn spítalans. Aðspurð hvort komið hefði til tals að hjúkrunarfræðingar gengju út sagði Ásta að ekki hefði gefist tími til að ræða af neinni alvöru hvernig mætti leysa þetta mál bæði vegna yfirstandandi sjúkra- liðaverkfalls og umræðunnar um sameiningu sjúkrahúsanna. Engar forsendur hefðu því verið fyrir að hjúkrunarfræðingar gengju út 1. desember. ----» ♦ ♦- Síldarkvóti aukinn Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að auka síldarkvótann á þessari vertíð um 10 þúsund lest- ir. Heildarkvótinn fer því úr 120 þúsund lestum í 130 þúsund lest- ir. Fiskistofu hefur verið falið að senda útgerðarmönnum síldveiði- skipa tilkynningu um þessa aukn- ingu aflamarks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.