Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NY BOKHLAÐA Landsbókasafnið við Hverfisgötu Safnahúsið markaði tímamót Þjóðarbókhlaðan verður formlega tekin í notkun í ---------3F—------- ■ — dag og Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn verður opnað í nýjum húsakynnum. Kristín Gunn- arsdóttir kynnti sér byggingarsögu Safnahússins við Hverfisgötu þar sem Landsbókasafnið hefur verið til húsa frá árinu 1909. JÓÐARBÓKHLAÐAN svokallaða er eitt reisu- legasta hús í höfuðborginni. Hún er óvenjuleg smíð og setur sterkan svip á um- hverfi sitt. Hún dregur at- hyglina að sér og er ein mikilvægasta viðbót við Vesturbæinn og Háskóla- hverfið, en i þessum menn- ingarkjarna höfuðborgar- innar eru byggingar sem fara ekki framhjá neinum. Hin nýja bókhlaða skerpir hverfið og eykur marg- breytni þess. En hitt er þó öllu mikilvægara að í þessu húsi verður fullkomið bóka- safn sem mætir öllum nú- tímakröfum til þeirrar starf- semi sem þar mun fara fram. - Þar geta menn átt góðan aðgang að mikilvæg- asta bókasafni landsins og væntanlega verður það bók- inni til framdráttar og upp- örvandi fyrir þá menntuðu æsku sem á eftir að leita sér þekkingar í þessum aðlaðandi húsakynnum. Þar eiga sérfræðingar að geta sinnt störfum sínum betur en áður og aukið við þann arf sem okkur er ætlað að varðveita. íslenzk menningararf- leifð á þetta hús skilið. Há- skóli íslands á það ekki síð- ur skilið. Og ekki sízt þeir fræði- og vísindamenn ýms- ir sem eiga eftir að leggja leið sína í þessa mikilvægu miðstöð alþjóðlegra mennta og íslenzkrar arfleifðar. Þegar Háskólabókasafnið er komið á sinn stað í þjóðar- bókhlöðunni ætti að verða rýmra um þessa virðuleg- ustu menntastofnun lands- ins. Þá er ekki síður mikil- vægt að gamla Landsbóka- safnshúsið verði nýtt í fram- tíðinni eins og efni standa til. Það er eitt fegursta hús hérlendis, gamalt og gróið, og ber framsæknum tíma nýrrar aldar á Islandi gott og fagurt vitni. Vonandi verður þetta þokkafulla hús umgjörð um einhver þau andleg verð- mæti sem nauðsynlegt er að hlú að og efla fullveldis- hugsjón Islendinga til styrktar sjálfsmynd okkar sem menningarþjóðar. Þetta á ekki að verða glanshús fyrir útvalda. Það er að sjálfsögðu grundvallaratriði að slíkar byggingar séu umgjörð merkilegrar starf- semi og þess er að vænta að andleg reisn og íslenzk menning verði einkenni hinnar nýju þjóðarbókhlöðu. í riti Indriða G. Þorsteins- sonar, Þjóðhátíðin 1974, 1100 ára afmæli íslands- byggðar 874-1974, segir að á sínum tíma hafi það verið yfirlýstur vilji Alþingis að bygging þjóðarbókhlöðu skyldi verða helzta gjöfin sem þjóðin gæfi sjálfri sér á 1100 ára afmælinu. Þjóð- hátíðarnefnd 1974 fagnaði þeirri ákvörðun og studdi hana af heilum hug. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, skip- aði byggingarnefnd þjóðar- bókhlöðu 15. júlí 1970 og sátu þá í henni Magnús Már LáruSson háskólarektor, Hörður Bjarnason húsa- meistari ríkisins og Finn- bogi Guðmundsson lands- bókavörður. Arkitektarnir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson voru ráðnir til að vinna að teikningu bókhlöðunnar en jafnframt var fenginn sem ráðunautur brezkur arki- tekt. Það var svo ekki fyrr en 28. janúar 1978 að fyrsta skóflustunga var tekin að þjóðarbókhlöðunni. Það gerði Vilhjálmur Hjálmars- son þáverandi menntamála- ráðherra. Fleiri mennta- málaráðherrar hafa komið við sögu þessarar merku byggingar og má vel rifja það upp að Sverrir Her- mannsson menntamálaráð- herra lagði sérstakan skatt á í því skyni að unnt væri að ljúka byggingunni og núverandi menntamálaráð- herra, Ólafur G. Einarsson, hefur lagt alla áherzlu á að ljúka þessu mikla verki. í riti Indriða G. Þorsteins- sonar segir svo: „í hinni nýju bókhlöðu er hægt að geyma um eina milljón bóka. Þegar skóflustungan var tekin voru um 340 þús- und bindi í Landsbókasafni og á annað hundrað þúsund í Háskólabókasafni, og rýmkast mjög hagur fyrr- nefndra stofnana með hinni nýju bókhlöðu.“ Með bygg- ingu þjóðarbókhlöðunnar má segja að öll helztu hugð- arefni Þjóðhátíðarnefndar 1974 séu komin til fram- kvæmda en helstu hug- sjónaverkefnin i tilefni af þessu merka afmæli voru bygging hennar og opnun hringvegarins 14. júlí 1974. Mörgum merkum verkefnum öðrum hefur verið hrundið í framkvæmd og má þar nefna sögualdarbæinn og ritun ís- lands sögu að ósk Alþingis. En það lagði einnig grund- völl að þessari' miklu þjóð- bókarbyggingu, sem við fögnum í dag, með þings- ályktun 30. apríl 1970 þar sem Alþingi ályktaði „að í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974 skuli reist þjóðarbókhlaða, er rúmi Landsbókasafn íslands^ og Háskólabókasafn“. Áður hafði þjóðhátíðarnefnd farið fram á að þessi afstaða Al- þingis yrði innsigluð með þessum hætti. Það má þvi segja að vígsla hinnar nýju þjóðarbókhlöðu nú séu við- eigandi og skemmtileg lok mikillar hátíðar sem varð þjóðinni allri til gleði og upp- örvunar. Hátíðin sló á bölsýn- ina vegna eldgossins í Vest- mannaeyjum og sameinaði þjóðina til nýrra átaka og mikillar bjartsýni. Þessi sama bjartsýni umvefur vonandi þá athöfn sem nú fer fram þegar ,við fögnum þessum glæsilega áfanga í menning- arsögu okkar og minnum á hvers við metum arf okkar og hvernig bókmenning hef- ur ávallt verið íslendingum leiðarljós. í þessari nýju byggingu eiga að tendrast nýjar hugmyndir, nýjar hug- sjónir. Þar eiga að mætast ræktaður arfur okkar sjálfra og sú alþjóðlega menning og grundvallarþekking sem við þurfum hvað mest á að halda. Fjárfesting í slíkri þekkingu er bezta veganesti sem lítil þjóð getur eignazt. Hún skil- ar margföldum arði eins og allir vita. Hún er uppörvandi, eflir sjálfsvitund okkar og sjálfsímynd, eykur okkur innri styrk og andlegt þol. Það veit ekki sízt sú æska sem einarðlega hefur safnað fé til eflingar þeirri starfsemi sem í húsinu verður enda er slíkt átak bæði nauðsynlegt og mikilvægt því að mikið vantar á að bókakostur sé fullkominn. Morgunblaðið óskar þjóð- inni til hamingju með þetta nýja menntasetur og væntir þess að það sé tákn um þá ákvörðun okkar að standa vörð um mikilsverðasta arf- inn, tunguna sjálfa, og vilja- yfirlýsing um það að við hyggjumst nota erlend áhrif, héðan í frá sem hingað til, til eflingar þeim arfi sem okkur ber að ávaxta. Alþjóð- legt hismi hefur ekki átt greiðan aðgang að íslending- um, enda hafa þeir verið minnugir þess sem Bjarni Thorarensen kvað: BYGGING Landsbókasafns- ins markaði tímamót í ís- lenskri byggingarsögu. Húsið er síðasta stór- byggingin sem Danir hönnuðu og sáu um eftirlit á hér á landi en húsið er byggt á fyrstu árum heima- stjórnar fyrir tilstuðlan Hannesar Hafstein ráðherra. Á þeim tíma er steinsteypan að ryðja sér til rúms sem byggingarefni og eru tvöfaldir hlaðnir ytri veggir í húsinu en innri veggir eru úr steinsteypu og öll gólf eru steypt og voru það ný- mæli. Einungis eitt hús hafði verið byggt þar sem þessari tækni var beitt við gólfsteypu en það var verk- smiðjuhús Iðunnar. Jóhannes Magdahl Nielsen húsa- meistari var fenginn ti! að hanna Landsbókasafnið en hann hafði unnið við hönnun konunglega bóka- safnsins í Kaupmannahöfn, Kon- ungsbókhlöðuna. Pétur Ármanns- son arkitekt og safnvörður bygging- arlistadeildar Listasafns Reykjavík- ur, sagði að sjá mætti áhrif frá Konungsbókhlöðunni í hönnun Safnahússins. „Landsbó’kasafnið er feikilega vel teiknað,“ sagði hann. „Falleg og listræn teikning. Þar gætir vissra áhrifa frá norrænni þjóðernisrómantík en það eru áhrif víðar að eins og til dæmis frá bóka- söfnum sem byggð voru í Bandaríkj- unum fyrir aldamót." Landsbókasafnið er friðað í A- flokki samkvæmt lögum frá 1973 og er óheimilt að breyta útliti þess eða hrófla við innréttingum. „Húsið er auk þess að vera byggingarsögu- leg gersemi, alveg einstakt hér á landi,“ sagði Pétur. „Það er engin hliðstæð bygging til frá þessu tímabili sem er jafn vel varðveitt. Gildið liggur ekki síst í að innviðum hefur ekki verið rask- að. Allar hurðir, þiljur, bókahillur og allt svipmót hússins, hönnun og mjög mikið af húsgögnunum hafa verið í húsinu frá upphafi. Húsið er listaverk í sjálfu sér.“ Óarðbært fyrirtæki Árið 1894 var samþykkt tillaga á Alþingi um að þess yrði minnst að 50 ár voru liðin frá endurreisn Alþingis. Reisa skyldi stórhýsi úr steini fyrir söfn landsins og fleira eftir því sem Alþingi 1895 tæki ákvörðun um. Það var síðan með stjórnarskrárbreytingu og innlend- um ráðherra búsettum í Reykjavík sem hreyfing komst á byggingar- mál safnsins. Jón Jakobsson landsbókavörður rekur aðdraganda framkvæmdanna í aldarsögu safnsins 1818 til 1918 og segir þar meðal annars: „Honum [Hannesi Hafstein] var jafnkunnugt sem oss hinum, sem þá áttu sæti á þingi, hvílík heljar grýla bókasafns- húsið var í augum ýmissa sparnað- armanna á þinginu bæði lærðra og leikra, sem óttuðust auðn í lands- sjóði ef farið væri að eyða fé í hundr- uðum þúsunda í svo „óarðbært“ fyrirtæki sem húsaskjól fyrir bók- menntir, visindi og listir." Ráðherrann lagði fram frumvarp til laga um stofnun byggingarsjóðs, Byggingarsjóðs Islands, og var lagt í hann andvirði Arnarhólsjarðarinn- ar, Klapparlóðar og Örfiriseyjar. Þá var Landsbankanum gert að greiða 7.500 krónur á ári til sjóðsins auk þess sem honum mátti veita lán úr viðlagasjóði eftir þörfum. Frumvarpið varð að lögum og í 6. grein er stjórninni veitt heimild til „1. að láta reisa bókasafnsbygg- ing úr steini eða steinsteypu. Hún skal vera þannig byggð, að auka megi við hana síðar eftir þörfum, en í bráð skal hún rúma Landsbóka- safnið og Landsskjalasafnið eins og þau eru nú ásamt viðauka þeim, er ætlað má, að þau fái næstu 50-60 ár. Skal haga svo til, að fyrst um sinn geti orðið geymd þar einnig hin önnur söfn landsins, eftir því sem rúm leyfir. Til byggingar þess- arar má veija allt að 160 þúsund krónurn." Mennt er máttur Hannes Hafstein ráðherra Iagði hornstein að húsinu 23. september árið 1906 á ártíðardegi Snorra Stur- lusonar. Jón Jakobsson landsbóka- vörður segir í bók sinni um safnið, að á steininn sé höggvið Mennt er máttur, og að honum væri svo fyrir komið að hann sjáist að innan úr kjallaranum. Eitthvað virðist það hafa misfar- ist því Árni Óla segir í bók sinni Reykjavík fyrri tíma að þrátt fyrir ítrekaða leit hafi hann ekki fundið steininn í kjallaranum. Sigurður Björnsson brúarsmiður, sem vann við bygginguna og Var viðstaddur er Hannes Hafstein lagði homstein- inn, gat loks vísað honum á stein- inn. Kom þá í ljós að hann snýr ekki að kjallara hússins heldur inn í kolageymslu, sem upphaflega var gerð undir útidyraþrepum. Þar hafði hann verið settur undir fremsta þrep, utan við húsið sjálft og gæti því naumast talist hornsteinn þess. Steinninn var að sögn Árna illa farinn þegar hann fann hann og skemmdur af kolum og vatni. Öll loft steypt í lýsingu Jóns Jakobssonar á framkvæmdum og tilhögun við byggingu Landsbókasafnsins kem- ur fram að ytri veggir hússins eru úr grásteini, 16 tommur að þykkt og innri veggir eru úr Steinarssteini Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veittir, landið, sem aldregi skemmdir þín börn, hvertþinnar fjærstöðu hingað til neyttir, hún séþér ódugnaðs framvegis vörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.