Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
, A Háskóli
Islands vini?
í NÚTÍMASAMFÉLAGI verður
það sífellt algengara að ungt fólk
sæki sér æðri menntun til Háskóla
íslands eða annarra æðri mennta-
stofnana. Það er enda svo að mennt-
un er traustasta haldreipið í ólgusjó
lífsins og svo verður áfram. Þegar
stúdentar sem velja sér Háskóla
íslands útskrifast er það ýmist að
þeir skunda utan í nám eða fara
beint út á vinnumarkaðinn. Þá vilja
oft gleymast furðufljótt þau ár sem
var varið í HÍ. Jafnvel hefur það
verið svo að þeir sem hafa aflað
sér framhaldsmenntunar erlendis
mynda sterkari tengsl við þann
skóla en þeir gera nokkurn tíma
við HÍ. Háskóli íslands vill gleym-
ast, af og til heyrist af niðurskurði
til hans í fréttunum en að öðru leyti
virðast útskrifaðir stúdentar fylgj-
ast lítið með því sem gerist innan
veggja skólans. Þannig eru fræð-
ingarnir oft lítt meðvitaðir um þær
nýjungar sem HÍ vinn-
ur að, tengslin við sam-
nemendur rofna og
margar þær hugmynd-
ir sem vöknuðu á há-
skólaárunum fyrnast.
Mamma, hvað á
ég að læra?
Nú er það svo með
útskrifaða fræðinga
eins og marga aðra að
þeir eignast börn sem
mörg hver vilja einnig
ganga menntaveginn.
Það er oft ekki fyrr en
börnin eru að úskrifast
úr menntaskóla og
velta því fyrir sér hvert
skal halda að HÍ rifjast upp í huga
foreldrisins. Þá er reynt að rifja upp
hvað var nú verið að kenna og hvað
ætli sé hagkvæmast
(eða skemmtiiegast)
fyrir ungann að læra.
Mamman segir við
dótturina að viðskipta-
fræðin sé eflaust best
fyrir hana, það nám
hafi nýst sér vel. Hún
þekkir þó ekki hvað
hefur breyst og veit
ekki hvernig fyrir-
komulagið er í deildinni
nú til dags og lítur með
eftirsjá til þess að hafa
ekki fylgst betur með
hvað hefur verið að
gerast innan deildar-
innar, finnst jafnvel
hún sjálf vera að drag-
ast aftur úr þeim viðskiptafræðing-
um sem eru að koma nýútskrifaðir
út á vinnumarkaðinn.
Háskólinn þarfnast
tengsla við umhverfi sitt
og fjárhagslegt bol-
magn, segir Hrönn
Hrafnsdóttir, til að
standast samkeppni við
erlenda skóla.
Hollvinasamtök
Það má spyija sig þeirrar spurn-
ingar hvort þetta þurfi óhjákvæmi-
lega að vera svona. Er ekki fær
leið til að efla tengsl útskrifaðra
stúdenta við skólann, þeim sjálfum
og skólanum til góða. Erlendis hef-
ur ein leið sérstaklega verið tíðkuð
til lausnar á þessu vandamáli. Það
er stofnsetning svokallaðra holl-
vinasamtaka skólans. Slík samtök
byggjast á gagnkvæmum samskipt-
um stúdents við skólann sinn. Með-
limur í hollvinasamtökum fengi
þannig upplýsingar um nýjungar í
háskólastarfinu, afslætti á menn-
ingarviðburði, s.s. tónleika, afslátt
af happdrættismiðum o.fl. Á móti
gæfist viðkomandi kostur á að
styrkja rannsóknir í sinni deild eða
víðar, kennarastöður á ákveðnu
sviði, tækjakaup o.s.frv. Sérstakur
þáttur í starfsemi hollvinasamtaka
yrði útgáfa fréttabréfs þar sem
margs konar upplýsingum yrði
dreift til meðlima, ekki eingöngu
um HÍ heldur ekki síður um þá stúd-
enta sem útskrifaðir eru, hvar þeir
starfa og hvernig þeim hefur vegn-
að. Hér á landi eru þessi mál ekki
komin í fastan farveg. Að vísu má
segja að endurmenntunarstofnun
HI hafi komið að nokkru til móts
við þörf á endurmenntun í síbreyti-
legu þjóðfélagi en tengsl útskrif-
aðra stúdenta við skólann er lítil
sem engin.
Tengsl HÍ við atvinnulífið
Með því að efla tengsl útskrif-
aðra stúdenta við HÍ myndu skap-
ast betri tengsl skólans við atvinnu-
lífið sem sífellt er verið að kalla
eftir. Jafnvel gætu útskrifaðir stúd-
entar nýst til þess að gefa ráð til
þess að bæta námið eftir því sem
þeir öðlast reynslu á öðrum vett-
vangi. HÍ er fjölbreytt fyrirbæri og
því væri e.t.v. heppilegra að hafa
svona samtök bundin við deildirnar
enda eru tengsl stúdenta við sína
deild yfirleitt sterkari en við skólann
í heild. Sem dæmi má nefna að HÍ
hefur útskrifað u.þ.b. 2.500 stúd-
enta úr læknadeild frá upphafi,
lagadeild hefur útskrifað u.þ.b.
1.300 stúdenta o.s.frv. í raun er
allt til staðar til þess að koma af
stað svona samtökum, búið er að
vinna gagnagrunn með nöfnum út-
skrifaðra og var sá grunnur t.d.
notaður við bókasöfnun stúdenta
sem nú stendur yfir og einnig vann
Björn Ársæll Pétursson, fyrrverandi
háskólaráðsliði Vöku, viðamikla
skýrslu um möguleika HÍ til að
koma svona samtökum á fót.
Lykill að lausn
Tilgangurinn með Hollvinasam-
tökum Háskóla íslands er marg-
þættur og gagnsemin augljós. Skól-
inn þarfnast tengsla við umhverfi
sitt, ráðgjafar frá útskrifuðum stúd-
entum og fjárhagslegs stuðnings til
þess að mega sækja fram í vaxandi
samkeppni við erlenda háskóla.
Háskólamenntað fólk þarf aukin
samskipti við fróðleiksuppsprettu
sína, bætta möguleika til að vera
meðvitað um þá hröðu framþróun
sem á sér stað allt í kringum okk-
ur. Síðast en ekki síst myndu Holl-
vinasamtök HÍ auka og efla sam-
skiptin milli stúdenta sjálfra. í raun
leikur enginn vafi á því að Háskóli
íslands á vini. Öll vinasambönd
þarf hins vegar að rækta og báðir
aðilar þurfa að leggja sitt af mörk-
um. Hollvinasamtök HÍ eru lykillinn
að lausninni.
trtundu!
~ií"
......
PÓSTUR OG SÍMI
Hrönn
Hrafnsdóttur
Höfundur er háskólaráðsfulltrúi
Vöku fls.