Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKMENNTIR
Viðtalsbók
AÐ ELSKA ER AÐ LIFA
Hans Kristján Ámason
ræðir við Gunnar Dal.
Útgefandi: Hans Kristján Amason,
1994.473 bls. með nafnaskrá.
3420 kr.
ÞESSI viðtalsbók hefur sérstöðu
bæði að því er varðar form og efni.
Hún skiptist í 200 sjálfstæða kafia,
sem hver ber sína fyrirsögn. Kafl-
arnir eru misjafnlega langir. Sumir
aðeins fáeinar línur, aðrir nokkrar
blaðsíður. Viðfangsefnið er marg-
brotið. Raunar er glímt við sjálfa
Iífsgátuna. Fjallað er um uppruna
mannsíns,. trúarbrögð, tungumál,
sögu, bókmenntir, stjórnmál, menn
og málefni líðandi stundar, svo að
nokkúð sé nefnt.
Gunnar Dal hefur sent frá sér
48 bækur á jafnmörgum árum.
Markmið Hans Kristjáns Árnason-
ar með viðtölunum við Gunnar er
ekki að fá hann til að rekja ævi
sína heldur lýsa viðhorfum. Þeir
koma víða við. Nokkur kaflaheiti
duga til að sanna það: Um ljóða-
gerð ög afmenningu. íslensk glíma.
Deilur Galileos við rannsóknarrétt-
inn. Heiðni og trúin á Appolló.
Músasamfélagið. Hvers vegna ég
gerðist ritnöfundur? Hugtakið
„góður“. Um orsakir og eðli
drauma. fsland þýðir land guðs:
Höfum við lifað áður? Rousseau og
íslensk skólastefna. Gro Harlem
Brundtland og áhrif Norðmanna í
Evrópu. Afkomendur Kains.
Tíminn er óskiljanlegur. Fjarlægðir
í geimnum. Hvað er heimspeki?
Hvar var . Viðeyjarklaustur?
Skyggnigáfa Valtýs Stefánssonar
ritstjóra. Eru íslendingar gyðingar?
Karl Gúsatv Svíakonungur og
Stasi, Hvernig fóstur skynjar fæð-
ingu sína. Hinn endanlegi tilgang-
ur.
Gunnar Dal skipaði sér í þann
hóp íslenskra rithöfunda, sem hafn-
aði því að ganga undir ok marxism-
ans. Hann hlaut því ekki náð fyrir
augum hins marxíska bókmennta-
páfa, Kristins E. Andréssonar, og
þeirra, sem enn ganga erinda hans,
þótt marxisiminn sé ekki lengur
leiðarljósið. Gunnar telur, að enn
_________LISTIR
Glimt við
lífsgátuna
Hans Kristján Gunnar
Árnason Dal
hafi ekki verið rituð
íslensk bókmennta-
saga, sem stendur
undir nafni. Af ann-
arlegum ástæðum en
ekki listrænum sé
gengið fram hjá rit-
höfundum og skáld-
um og leitast við að
þaga í hel með því
að geta þeirra ekki í
ritsmíðum, sem eigi
að lýsa íslenskum
bókmenntum þessar-
ar aldar. Lýsing hans
á afstöðunni til Krist-
manns heitins Guð-
mundssonar er til
marks um það,
hvemig að því hefur verið staðið
að iítillækka menn í umræðum um
íslenska menningu og bókmenntir.
Til þess að kynnast því, hve langt
marxistar geta gengið í því efni
að draga fólk í dilka og niðurlægja
má benda á aðra bók, sem gefin
er út á íslensku um þessar mundir,
Villta svani eftir Jung Chang, en
þar er meðal annars brugðið upp
ótrúlegri mynd af grimmd menn-
ingarbyltingarinnar undir forystu
Maó í Kína.
Of lengi hefur tekist að halda
umræðum um menningarmál, ekki
síst bókmenntir, á því stigi hér, að
listamenn njóti ekki sannmælis fyr-
ir störf sín vegpa afstöðu sinnar
til þjóðfélagsmála. Það á við um
fleiri ert okkur íslendingá, að
vinstrisinnar og marxistar hafa
talið sig sjálfskipaða fulltrúa menn-
ingar og lista. Þeir hafa meira að
segja einnig talið sig eina færa um
að dæma, hverjir séu menningar-
og listamenn og hváð það er, sem
sé við hæfi að kalla menningu og
list. Slíkar kreddur ættu að vera á
undanhaldi, þegar sýnt hefur verið
fram á, hvílík blekking felst í þjóð-
félagsboðskap marxista, boðskap
sem Gunnar Dal kallar réttilega
heimslygi. Hann hefur miklar
áhyggjur af því, að þessi lygi sé
enn stunduð að einhveiju ráði í ís-
lenska skóla- og menntakerfmu.
Ekki er unnt að segja, að les-
andinn komist mjög nærri Gunnari
Dal í þessari bók. Hann talar um
sjálfan sig án þess að segja frá
öðru en skoðunum sínum. Gunnar
lítur einnig á íslenska þjóðfélagið
úr fjarlægð. Hann segir: „Mér
fínnst vænt um íslendinga. Mér
finnast íslendingár vera afskaplega
gott fólk. Mér fínnst þeir eiginlega
til muna betri en aðrar þjóðir. Og
landið er hrein perla.“ (455.) Hér
er engu líkara en útlendingur tali.
Þessi fjarlægð getur orðið til-
gerðarleg og sumir kynnu að álykta
að í henni felist yfírlæti.
Þótt viðmælandi Hans Kristjáns
sé vel að sér í hinum flóknustu
fræðum, eigi svör við flestu og líti
á mannkyns- og menningarsöguna
eins og aðrir sína heimabyggð, lifír
Gunnar Dal og hrærist í hinu hvers-
dagslega íslenska umhverfi eins og
við hin. Hann telur meira að segja
Sagan ófullburða
Nýjar bækur
• SKJÓLSTÆÐINGURINN er
spennusaga eftir John Grísham,
sem er einn vinsælasti spennusagna-
höfundur veraldar. Eftir hann hafa
áður komið út spennusögurnaf Fyr-
irtækið og Pelíkanaskjalið. Kvik-
myndin „The Client" sem gerð er
eftir bókinni var nýlega sýnd í kvik-
myndahúsum í Reykjavík.
í kynningu segir m.a.: „Þegar
Mark Sway laumast einn daginn
ásamt litla bróður sínum út í skóg
fyrir utan heimili þeirra í Memphis
verða þeir vitni að óhugnanlegum
atburði. Maður ekur bíl sínum inn í
rjóður í skóginum og hefur augljós-
lega í hyggju að svipta sig lífi. En
áður en það gerist fær Mark að
heyra hættulegt leyndarmál sem
getur kostað mafíubófa langa fang-
elsísvist."
Útgefandi er Iðunn. Nanna
Rögnvaldsdóttir þýddi bókina
sem er262 bls., prentuð í Prentbæ
hf. Verð hennar er 2.480 kr.
• HELJARBRÚIN er ný skáldsaga
eftir spennusagnahöfundinn Hamm-
ond Innes. Þetta er 26. bók hans
sem kemur út á íslensku frá því að
hin fyrsta, Ofsi Atlantshafsins, kom
út árið 1967. Heljarbrúin gerist í
lofti, á sjó, á Falklandseyjum og
suður í Ishafinu.
í kynningur segir: „Edwin Cruse
er fífldjarfur ofurhugi sem breski
flugherinn getur ekki hamið og eftir
að hann flýgurvélinni sinni undir
brú í annað skiptið á ferlinum neyð-
ist hann til að hætta störfum."
Útgefandi er Iðunn. Nanna
Rögnvaldsdóttir þýddi bókina
sem er 290 bls., prentuð íPrentbæ
hf. Verð hennar er2.280kr.
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
HVERGI ÓHULT
Eftir Susan Francis og Andrew
Crofts. Ingimn Ásdisardóttir íslensk-
aði. Forlagið 1994.
BÆKUR um kúgun kvenna eru
ekki ný bóla. Sumar eru hinar þörf-
ustu og ágæt lesning. Bækur um
kúgun í skjóli trúarinnar — og þá
helst íslam — hafa verið góð sölu-
vara síðustu ár. Á kápusíðu er vitn-
að til bókar Betty Mahmoody,
„Aldrei, aldrei án dóttur minnar“,
sem Fjölvi gaf út fyrir tveimur
árum eða svo. Kannski það eigi að
gefa væntanlegum lesendum þá
hugmynd að hér sé ámóta sága á
ferðinni.
Því fer fjarri. Saga Betty Mah-'
moody var margt í senn, vel sögð,
skrifuð af næmi og skilningi —
þrátt fyrir allt — á þeim manneskj-
um og því umhverfí sem kúgaði
hana. Þýðingin var afbragð. f bók-
inni „Hvergi óhult“ sem Susan
Francis (sem er dulnefni) og
Andrew Crofts vinna er fæstu af
þessu til að dreifa.
Þó er efnið forvitnilegt. Ung
ensk stúlka giftist íraka sem er við
nám í London og flytur með honum
til heimalands hans. Þar sætir hún
illgirni og ofsóknum lengi framan
af hálfu frændgarðs hans. Samt
er eiginmaðurinn í sjálfu sér ágæt-
ur maður og sambúð þeirra hjóna
svosembara^ætaðmörguJe^U
þó hann sýni henni ekki alltaf þá
tillitssemi sem hún telur að hann
ætti að gera. Þau búa við erfiðan
kost og fáfræði stúlkunnar þegar
hún kemur á heimaslóðir mannsins
er með miklum ólíkindum. Henni
tekst samt furðanlega að laga sig
að þessu lífi, eignast sín börn með
þraut og þjáningu og henni lánast
að sætta sig við þetta líf og smám
saman vænkast hagur fjölskyld-
unnar.
Hún lýsir því þegar stríðið milli
írans og íraks brestur á og friður-
inn eftir það langa og vonda stríð
er varla orðinn veruleiki þegar
írakar gera innrás-í Kúveit og hefst
þá barningurinn fyrir alvöru. Þau
flýja úr einum stað í annan og eru
sem sagt hvergi óhult. Síðasti og
lengsti kaflinn er um hrakninga-
sögu þeirra í Kúrdahéruðunum og
ölýsanlegar þjáningar. Því kemur
það eins og skrattinn úr sauða-
leggnum þegar hryllingnum hefur
verið lýst í smáatriðum og allir eru
í þann veginn að verða vitlausir
af skorti og hörmungum að höfund-
ur segir: Ástand fjölskyldunnar var
orðið verulega slæmt...
En efniviðurinn er girnilegur og
ætti að vera hægt að búa til fróð-
lega bók úr fjörutíu ára lífi Susan
í Irak. En frásögnin er með furðu-
legri fljótaskrift, það er stiklað á
þessum 38 fyrstu árum af mikilli
yfirborðsmennsku svo að hver kafli
skilur eftir hjá lesanda óánægju;
af hverju er ekki spurningum svar-
að, af hverju er ekki skrifað af ein-
hveiju viti heldur vaðið úr einu í
Ólaf Ragnar Grímsson skýringu á
því, að þeir Reagan og Gorbatsjov
hittust hér 1986. Vakti sú tilgáta
Gunnars efasemdir um ýmislegt
annað, sem hann segir, og ég hef
minni vitneskju um en leiðtoga-
fundinn 1986. Margar skoðanir
Gunnars koma vafalaust fleirum
en mér á óvart og sú spurning
vaknar stundum, hvar mörkln séu
á milli þess sem er og liins sem
talið er vera. Hafa verður hugfast,
að hér er ekki um sagnfræðirit eða
ævisogu að ræða.
Gunnar Dal þýddi bókina Spá-
manninn eftir Khalil Gibran, krist-
inn mann frá Líbanon, sem birtist
Gunnari í afar sérkénnilegum
draumi. Bókin er mjög vinsæl hér
á landi og í fáa er oftar vitnað í
minningargreinum í Morgunblað-
inu en Khalil Gibran. Gunnar minn-
ist þó ekki á þá staðreynd, þegar
hann leitar skýringa á hinum
óvenjulega miklu vinsældum Spá-
mannsins hér á landi.
Eitt af _sérkennum texta Hans
Kristjáns Árnasonar í bókinni, sem
er skýr og einfaldur, er, hve flókin
umræðuefni eru skipulega brotinn
til mergjar. Gunnar Dal hefur
greinilega hæfíleika til að flokka
viðfangsefnið niður og lýsa því
skipulega stig af stigi. Af ná-
kvæmni fylgir höfundurinn honum
eftir. Svo virðist sem þeir félagar
hafi ákveðið að nota aldagamalt
form til að skýra margbrotna hluti,
það er að við skör meistara situr
skrifari, sem lætur þá helst að sér
kveða, þegar frekari skýringa er
þörf, til að öllu sé örugglega til
skila haldið fyrir þá, sem minni
þekkingu og skilning hafa.
Formið gefur þeim færi á að
drepa á flest milii himins og jarð-
ar. Það fer síðan eftir áhúga'lesand-
ans við hvaða kafia hann staldrar
sérstaklega, hveija hann hraðles
og sumum kann hann hreinlega að
sleppa. Eftir stendur, að Gunnar
Dal, sem nefndur er hugsuður á
bókarkápu, er fjölfróður og af-
kastamikill rithöfundur, sem fer
ekki troðnar slóðir og hefur kynnt
fyrir íslendingum austrænan hug-
myndaheim án þess að segja sjálfur
skilið við trúna á Krist og hollustu
við íslenska menningararfleifð.
Björn Bjarnason
annað; konan nær aldrei tengslum
við lesanda svo erfiðleikar hennar
snerti hann. Þó vantar ekki að allt-
af öðru hveiju sé reynt með sam-
blandi af dramatík og drýldni að
gera lesanda spenntan: Ef mig
hefði órað fyrir þá hvað í vændum
var . . . o.s.frv. er viðkvæðið og
verður leiðigjarnt.
Það getur verið að sagan sé
skárri en hún er á íslensku. Því
hér er ekki vandað til þýðingar og
máltilfinning virðist stundum víðs
fjarri. Hroðvirkni, röng orðaröð,
stirðar setningar og flatneskjuleg-
ar, óíslenskulegt orðalag skar í
augun. Dæmin gætu fyllt heila
blaðsíðu, en má taka nokkur af
handahófi: ... Hilal fór vel að
grennast, bls. 181, ... [ég var] að
niðurlotum komin ... og horaðist
óðum bls. 179, Aziz var ekki mikið
heima fyrstu árin [leturbr. mín].
Hann var alltaf að leita að
vinnu... bls. 27, stjórnmála-
ástandið stóð ákaflega völtum fót-
um bls. 59, og urðu þær að sjá
fyrir börnunum hjálparlaust með
allt aukaálagið sem fylgdi lífsbar-
áttunni á stríðstímum í ofanálag
bls. 77, laukur hætti algjörlega að
fást bls. 76, sprengikrafturinn
hafði ferðast auðveldlega eftir víð-
áttumiklum sléttunum bls. 104,
konur krömdu börnin sín í fanginu
[ekki til bana sem betur fer, inn-
skot mitt] bls. 111, á leiðinni rann
ég og datt í sleipri brekku og gerði
okkur báðar dauðskelkaðar bls.
160, og svona mætti halda áfram.
Reynslusögur úr ólíkum menn-
ingarheimum geta verið einhver
besta lesning sem rekur á fjörur
mínar. En ekki þessi bók.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Kammermúsík-
klúbburinn
Þriðju tón-
leikarnir
í vetur
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN
heldur þriðju tónleika sína á
starfsárinu í Bústaðákirkju nk.
sunnudagskvöld 4. desember kl.
20.30. Á efnisskránni eru þijú
verk: Fyrst klarínettutríó Beetho-
vens op. 11 frá 1797, þá klarí-
néttukvintett op. 30 eftir Paul
Hjndemith frá árinu 1923 og loks
píanókvintett Dvoraks op. 81 frá
1887. •
Flytjendur tónlistarinnar á þess-
um tónleikum eru: Anna Guðný
Guðmundsóttir píanóleikari, Sig-
urður Ingvi Snorrason klarínettu-
leikari, Guðný Guðmundsdóttir og
Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu-
leikarar, Guðmundur Kristmunds-
son lágfiðluleikari og Gunnar
Kvaran sellóleikari.
Aðgöngumiðar fást við inn-
ganginn.
-----♦------- .
Nýjar plötur
• SPOR HF. hefur endurútgefið
á geislaplötum þijú barnaleikrit
Thorbjörns Egner og endurbætt
þáu til muna bæði hvað lengd
verkanna snertir og hljóminn.
Þetta eru hin vinsælu leikrit Dýr-
in íHálsaskógi og Kar-
demommubærinn sem koma nú
út í mun lengri útgáfu en fyrr auk
jólaleikritsins Verkstæðijóla-
sveinanna. Þar sem geislaplötur
rúma mun meira efni en hljójmplöt-
urnar gerðu var ákveðið að endur-
skota útgáfurnar frá grunni. Úpp-
runalegar útgáfur verkanna eru
rétt um 90 mínútur að lengd en
geislaplötur bera um 75 mínútur
af efni með góðu móti. Vora verk-
in látin njóta þessa og spanna því
um 75 mínútur, hvort leikrit fyrir
sig, á nýju geislaplötunum. Að
auki fylgja margra síðna
textabækur með fjölda teikninga
í lit eftir Thorbjörn Egner af helstu
persónum Ieikverkanna.
Það er Spor hf. sem gefur
geislaplöturnar út og annast
dreifingu en Jónatan Garðars-
son annaðistað mestu tækni-
vinnslu og hafði alla umsjón
með útgáfunni á hendi.
• ÚT er komin á vegum Skífunn-
ar ný geislaplata með Tríói Ólafs
Stephensen en auk Ólafs skipa
tríóið Tómas R. Einarsson,
bassaleikari og Guðmundur R.
Einarsson trommuleikari. Þeir
þremenningar hafa leikið víða sl.
tvö ár enda eru þeir þekktir fyrir
að djassa upp vinsæl og sígild lög.
Á þessari plötu fara þeir þannig
höndum um lög eins og Kvæðið
um fuglana eftir Atla Heimi
Sveinsson, Jólasveinninn kemur í
kvöld og 16 önnur lög úr kvik-
myndum, af kúrekaslóðum, kurt-
eislegar blússtrófur, dægurflugur
og sönglög. Sjálfir lýsa þeir tón-
listinni sem „sígrænni og kátri".
• STRUMPARNIR með aðstoð
Ladda hafa sungið 15 jólalög inn
á geislaplötu. Þessi geislaplata er
reyndar endurútgefín en fyrir 9
árum kom út hljómplatan Strump-
arnir bjóða gleðileg jól. Nú hefur
einu lagi verið bætt við sem ekki
var að finna á upprunalegu útgáf-
unni og textarnir prentaðir í sér-
stakri textabók sem einnig inni-
heldur Iitmyndir af Strampunum.
Spor Itf. gefur út Strumparnir
bjóða gleðilegjól á geislaplötu
og snældu.
mmftmwmtfmúmwMan-vi