Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ t" Söngvar Jónasar Amasonar LISTIR STEINUNN ÓLÍNA og Ingrid í hlutverkum sínum sem Dídí og Anna. Sannar sögur af sálarlífí systra NÚ eru aðeins 4 sýningar eftir á leikritinu Sannar sögur af sál- arlífi systra, sem sýnt hefur ver- ið á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins. Sannar sögur er leikgerð Við- ars Eggertssonar á þremur skáldsögum Guðbergs Bergsson- ar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu, „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammís- lensku sjávarplássi á sjötta ára- tugnum. Leikritið hefur verið sýnt við mikla aðsókn og hafa fengið góðar viðtöku. Það víkur nú af Smíðaverkstæðinu fyrir næstu uppfærslu, gamanleik Jim Cartwrights Taktu lagið, Lóa!, í leikstjórn Hávars Siguijónsson- ar,“ segir í kynningu. Leikendur í Sönnum sögum af sálarlífi systra eru Guðrún S. Gísladóttir, Ingrid Jónsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Marjgrét Guðmundsdóttir, Valdimar Orn Flygenring, Her- dís Þorvaldsdóttir, Björn Karls- son, Jón St. Kristjánsson, Hös- kuldur Eiríksson og Sverrir Arn- arsson. Leikmynd er í höndum Snorra Freys Hilmarssonar, Asa Hauks- dóttir sér um búninga, en lýsingu annast Ásmundur Karlsson. Að- stoðarleikstjóri er Ásdís Þór- hallsdóttir en leikstjóri er Viðar Eggertsson. Síðustu sýningar á Sönnum sögum eru 1., 2., 4. og G. desem- ber. BÓKMENNTIR Söngvasafn EINU SINNI Á ÁGÚST- KVÖLDI Söngvasafn með nótum eftir Jónas Amason. Ólafur Haukur Amason bjó til prentunar. Myndskreytingar eftír þrettán myndlistarmenn. Hörpuút- gáfan, 1994 - 260 síður HÉR eru samankomnir í eina bók söngvar Jónasar Árnasonar ásamt nótum. Útgáfan er ánægjuleg tíðindi fyrir unnendur söngs, og aðdáendur Jónasar að sjálfsögðu, en eins og flestir vita fara þeir tveir hópar oft- lega saman; og eru kannski einn og sami hópurinn. í forspjalli Ólafs Hauks Ámasonar kemur fram sú skoðun, að ekki verði ólíklegt að eitt og annað af því sem Jónas hefur sett saman til söngs muni ennþá verða raulað og sungið þegar „margt það sem hæst hefur verið hossað af menningarvitum og bestvitendum síðasta aldarfjórðung- inn muni löngu dauður bókstafur“. (bls. 7). Ekki skal því andmælt enda ágætis skáldskapur sem átt er við í því sambandi, kvæði eins og Einu sinni á ágústkvöldi og vögguvísan Bíumbíum bambaló. Hér örlar þó á þeirri afstöðu að bilið milli „menning- arvitanna" og þeirra sem syngja Jón- as sé óbrúanlegt, en það er auðvitað ekki rétt: Allir syngja Jónas. Þessi útgáfa byggist á tveimur bókum Jónasar sem komu út á síð- asta áratug, Til söngs (1986) og Meira til söngs (1988). Út frá bók- fræðilegum forsendum hefði verið eðlilegt að geta þess í forspjalli. Efn- ið er hið sama með örfáum undan- tekningum, en þær eru helstar að sleppt er tveimur þuium og bragnum um Ragnar pokamann. Skýringar hafa auk þess verið styttar dálítið, en þessum lesanda fannst að það hefði átt að nota tækifærið og auka frekar við þær. Fylgt er sömu kafla- skiptingu og áður og er söngvunum raðað upp eftir efni og andblæ. Veigamesta breytingin frá fyrri útgáfu er að hér er um smærra brot að ræða og uppsetning er önnur þannig að nú fylgja nótumar hvetju kvæði, en voru áður hafðar sér. Karl J. Sighvatsson útsetti lögin í þeim hluta sem birtist áður í Meira til söngs, en Hlöðver Smári Haraldsson sá um nótnaskrif sem birtust í bók- inni Til söngs. Samstarf Jónasar og Jóns Múla bróður hans er vel þekkt og skilaði sér m.a. í leikverkunum Deleríum Búbónis og Jámhausnum. Textar Jónasar við erlend þjóðlög, og þá sérstaklega írsk, hafa náð fádæma vinsældum. Ber þar hæst texta hans við lögin í Gísl Brendans Behans og söngvarnir úr Þið munið hann Jör- ’und. Tókst íslenskun þeirra svo vel að þessir söngvar hafa öðlast varan- legan sess í sögu íslenskrar þjóðlaga- tónlistar. Húmorinn er vissulega fyrirferðar- mikill tónn í söngvísum Jónasar, græskulaust gaman og ádeila stund- um í undirtón, en innanum hljóma einnig aðrir og oft tregablandnir tón- ar og einhverra hluta vegna hafa þau kvæði orðið þessum lesanda hug- fólgnari. Kristján Kristjánsson Ævintýra- heimur Armanns Sögubrot í myndum BOKMENNTIR Barnabók VALLI VALTARI eftir Ármann Kr. Einarsson. Kápu- mynd og teikningar. Anna Cynthia Leplar. Vaka-Helgafell, 1994. ÁRMANN Kr. Einarsson á 60 ára rithöfundarafmæli á þessu ári. Líklega hefur enginn íslendingur ritað jafnlengi og jafnmargar bæk- ur fyrir böm og unglinga og hann. Og þó að hann eigi nú aðeins tvo mánuði eftir í áttrætt hefur hann ekki látið deigan síga. Fyrir stuttu sendi hann frá sér nýja bók með ljór- um smásögum í bóka- flokknum „Ævintýra- heimur Ármanns". Nefnist hún Valli valt- ari eftir fyrstu sögunni. Smásögur þessar tengjast allar jólunum, hver með sínum hætti. Þær gerast ýmist í nút- íð eða fortíð, í borg eða sveit. Óþreyju barn- anna eftir því- að hátíð- in gangi í garð er lýst á trúverðugan hátt og kunnugleg minni setja svip sinn á sögurnar: Snjór og snjó- hús, jólasveinar og jólaverslun, samspil manns og náttúm. Um- stang það sem fylgir komu hinnar helgu hátíðar fær nokkurt rúm - en lesendur eru þó minntir á að aldrei megi gleyma tilefni jólanna (s. 50). Er það vel því að barnabæk- ur hafa mikið uppeldislegt gildi. Þó að smásögur þessar eigi það sameiginlegt að fjalla um börn sem bíða jólanna í ofvæni eru þær hver um sig sjálfstætt verk. Helst má að því finna, sé bókin metin í heild sinni, að tvær sagnanna, Snjóhúsið og Lifandi jólagjöf, eru ansi líkar að því leyti að þær gerast að stórum hluta í snjóhúsi. Það hefði styrkt heildarsvip bókarinnar að láta síð- arnefndu söguna (sem er örlitlu síðri en hin) víkja fyrir nýrri sögu sem hefði haft annað sögusvið en þetta. En sögumar em engu að síður allar prýðilega samdar. Höfundurinn skrifar einfaldan en blæbrigðaríkan og fallegan texta. Hér, líkt og í fyrri bókum hans, er kímnigáfan stutt undan - eins og t.d. í frásögninni af Valla valtara, miklum ístrubelg, sem gekk alltaf með málband í vasan- um til að geta fylgst með því hvort hann hefði grennst nokkuð. Skeggi gamli er líka skemmtileg persóna í annarri sögu: Það mátti spegla sig í gljá- andi skallanum á hon- um! (s. 37). Dálítil spenna er í öllum sög- unum. Á bls. 43 er myrkfælni söguhetj- anna lýst og er blaðsíð- an „negatív", svört með hvítum texta til að magna andrúms- loftið. Góð hugmynd hjá útgefanda! Ármann Kr. Einars- son hefur á langri starfsævi glatt æsku þessa lands með sögum sínum og leikritum. Bækur hans hafa lifað með þjóðinni, ef svo má að orði komast, og nokkrar þeirra verið þýddar á erlendar tungur. Þessi nýja bók mun sóma sér vel á meðal annarra verka hans. Hún hefur mörg þau einkenni sem prýtt hafa fyrri bækur höfundar; er skemmti- leg, spennandi og rituð á lipru og góðu máli. Allar frágangur, prentun og blýantsteikningar, er með ágæt- um. Eðvarð Ingólfsson. MYNPLIST Ilafnarborg Ijós- m y n d i r GUÐBJARTUR ÁSGEIRS- SON, HERDÍS GUÐ- MUNDSDÓTTIR, MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Opiðfrá 14-18 alla daga, nema þriðjudaga, en þá er iokað. Til 23. desember. Aðgangur ókeypis. SÉRSTÆÐ sýning, „Hafnar- fjörður fyrr og nú“, var opnuð í Sverrissal Hafnarborgar sl. laugardag og mun hún vafalítið vekja almenna athygli, því hér eru á ferð staðbundnar samanburðar- ljósmyndir. Eldri hlutinn er tekinn af þeim hjónum Guðbjarti Ásgeirs- syni (1889-1965) og Herdísi Guð- mundsdóttur (1898-1990), en nýrri myndirnar, sem að einni undanskilinni eru allar frá þessu ári, eru verk Magnúsar Hjörleifs- sonar dóttursonar þeirra hjóna. Gamli og nýi tíminn eru hlið við hlið, þar sem myndimar eru hengdar upp í pörum, en leitast var við að taka nýju myndirnar frá svipuðu sjónarhorni. Ekki var alltaf ljóst hvaða ár eldri myndim- ar voru teknar, en Magnús Jóns- son forstöðumaður Byggðasafns- ins hefur leitast við að tímasetja þær. Guðbjartur var mikill áhuga- maður um ljósmyndun og mun hafa eignast sína fyrstu kassavél, sem hann fékk í skiptum fyrir gamalt reiðhjól, átján ára gamall. Hann starfaði sem matsveinn á sjó í 60 ár, en myndavélin fylgdi honum hvert sem hann fór og m.a. útbjó hann myndplötur sínar sjálfur við frumstæðar aðstæður á vinnustað, þ.e. skipseldhúsinu, en hann mun jafnaðarlega hafa full- unnið myndimar að loknum vinnu- degi, Tók hann myndir allt frá því skip leystu festar, meðan verið var á veiðum, og þar til lagt var að bryggju- Þannig var hann vakinn og sof- inn við þessa iðju sína og það lætur að' líkum, að myndimar munu teljast merk heimild um líf sjómannsins á ámm áður, allt frá vélbátum og til skipa Eimskipafé- lagsins. Guðbjartur stofnaði ljósmynda- stofuna Amatör árið 1922 og munu þau hjón hafa unnið þar jöfnum höndum í fyrstu, en 1930 tók Herdís af fullum krafti við rekstrinum. Menntunin var aðal- lega lestur fagrita og sjálf þjálfun- in við meðhöndlun ljósmyndavéla, sem urðu margar og mismunandi í tímans rás. Það bíður svo auðvit- að seinni tíma, þegar úrval vinnu þeirra hjóna verður sýnt að fjalla um æviverk þeirra, en þau munu bæði hafa lagt hönd að við mynd- imar af Hafnarfirði. Það sem mun hafa vakið fyrir þeim Guðmundi og Herdísi, var að bregða upp sannverðugri mynd af húsum og húsaþyrpingum í Hafnarfirði og skjalfesta þar með sjónrænt útlit staðarins. Þetta hef- ur þeim tekist í mjög sannverðug- um myndum, sem hafa drjúgt heimildargildi. Dóttursonurinn hefur svo fylgt dæmi þeirra og lagt útaf á svipuðum nótum og þar sem hann hefur notað sama vinnsluferli á allar myndimar, gætu þær hægast verið teknar af sama manninum! Slík tillitsemi er aðal góðra verkmanna, en nútíma tækni í ljós- myndagerð er svo fullkomin, að auðvelt hefði verið að taka mun skýrari og hrifmeiri myndir og auka þar með áherslur frumstæð- ari vinnubragða. Fyrir vikið er mjög jafn og samstæður heildar- svipur yfir sýningunni. Þá em myndimar mjög vel unnar í brún- um tónum og ber hinum snjalla fagmanni vitni. það mun öðru fremur hafa vak- ið fyrir hjónunum að taka „góðar myndir" en þau munu síður hafa verið í leit að listrænum sjónar- homum, en það gerir þær einmitt svo hreinar, og beinar. Menn geta kallað þetta alþýðulist, sem er svo einmitt kímið að svipmeiri athöfn- um á öllum sviðum lista. Rýninum þykir vænt um Hafnarfjörð fyrri ára, en þangað kom hann reglulega á áranum er hann var við nám í Handíða og myndlistarskólanum, og einmitt til að njóta lista, kvikmynda og lista- verkabóka, en af þeim átti frændi hans Ásgeir Júlíusson teiknari reiðinnar býsn á þeirra tíma mæli- kvarða. Hann hefur því nokkurn samanburð og vissulega var byggðin fegurri og innilegri í þá daga. Það kemur einkar vel fram í myndinni sem er tímasett 1929, og er afar vel tekin, en byggðin breyttist ekki tiltakanlega mikið næstu tvo áratugi, en hins vegar vom forljótir steinkassar farnir að skjóta upp kollinum. En það er önnur saga og Magnús hefur ekki lagt áherslu á að draga öfugþróun- ina fram, sem er svo enneigin styrkur sýningarinnar. Fyrir miðju salarins hefur verið komið fyrir sýningarskáp og sjást þar hin fmmstæðu tæki sem notuð voru við töku og vinnslu eldri myndanna og er það góð viðbót. En maður saknar skilrúma, sem hefðu gefíð tækifæri til að koma fleiri myndum fyrir, auka áherslur og skapa að auk meiri nálgun. Hér er um menningarlega fram- kvæmd að ræða, að vísu að hluta dálítið frumstæða, en sem á í sinni sérstöku mynd brýnt erindi til íbúa Hafnarfjarðar, og allra þeirra er hafa áhuga á íslenzkri byggða- og Ijósmyndasögu. Bragi Ásgeirsson. Ármann Kr. Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.