Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Hei ! þu hteupur- í ÖfugcScLtt! A/eóþú.h/et/pur'iöAjoóh |fe Smáfólk I FAILEP A PI6 TE5T TOPAY.. ALL THE TRUE5 IaJERE FAL5E ANP ALL THE FAL5E5 10ERE TRUE.. Ég féll á stóru prófi í dag ... alit það rétta var rangt og allt það ranga var rétt ... THAT'5 LIFE..ALLTHE LIFE 15 PROBABLyYtHAT'sN TRUE5 ARE FAL5E ANP EA5IER IF YOU'RE/ TRUE.. ALL THE FAL5E5 ARÉ TRUE £ A DOG.. j OR 15 IT y £ "'T PAL5E7 y \ c CJ 5 re QJ LL T> /al f ~S\ C ié,y* í © | m y * Þannig er lífið ... allt það rétta Lífið væri sennilega auðveldara er rangt og allt það ranga er rétt. ef maður væri hundur ... Það er rétt ... eða er það rangt? BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími691100 # Símbréf 691329 Ert þú meðsekur, Stefán? I tilefni (ó)viðeigandi hneykslunar Stefáns Edelsteins skólastjóra Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: STEFÁN Edelstein skólastjóri rit- ar blaðinu bréf hér á laugardaginn (26. nóv.) um ofbeldi í samfélagi okkar, bæði um nauðganir sem og annað líkamlegt ofbeldi sem sífellt gerist algengara í samfélagi okkar. Það vill svo til kæri Stefán að flestir uppeldisfræðingar eru búnir að benda alþjóð á í marga áratugi hvert stefndi í þessum málum. Svo ástandið í dag á ekki að þurfa að koma hvorki þér, mér eða neinum öðrum á óvart. Ekki svo fremi að viðkomandi hafi verið læs á prent- miðla landsins og hlustir hans hafi virkað í návist ljósvakafjölm- iðlanna. Börnin hafa setið á hakanum En hvað er það sem er þá að? Það er einkum tvennt. í fyrsta lagi er nánast þjóðar- sátt um það að enginn tími sé og eða geti orðið afgangs til að sinna ungviði þessa lands. Heimilin eru ekki bara brotin og margbrotin af neyslukaupphlaupinu og vegna stéttaskiptingar og tekjumisskipt- ingar samfélagsins, heldur er eng- inn lengur til að hafa ofan af fyr- ir börnum og unglingum landsins eða kenna þeim og innræta góða siði og kærleik í garð náungans sem sjálfs síns. Að ekki sé nú tal- að um að uppfræða ungu kynslóð- ina inni á heimilinu eða úti í nátt- úrunni ,um flest þjóðlegt og fallegt sem menning þessa lands hefur upp á að bjóða. Þó stendur dreif- býlið sig áberandi betur í þessu efni en foreldrarnir hér á höfuð- borgarsvæðinu gera. Meginreglan virðist því vera: Þess meira dreif- býli sem krakkar alast upp í þess minna eru þeir skemmdir í dag (þetta er þó ekki algilt.) Það skyldi þó ekki vera að á heimili Stefáns eða annarra sem sífellt eru hissa á ofbeldisþróun samfélagsins hafi ekki verið nægj- anlegur samgangur á milli kyn- slóðanna vegna vinnu eða annarra neyslukapphlaupstilburða, eins og er á flestum íslenskum heimilum í dag? Ég er ekki að segja að svo hafi verið endilega heima hjá Stef- áni sjálfum, heldur aðeins það að allir sem eru að eignast ungviði takast á hendur geysilega ábyrgð sem ekki er hægt að kasta höndun- um til eins og virðist vera orðið allt í lagi í hugum sífellt fleiri for- eldra í dag. Svo undarlegt sem það er þá þarf próf til að aka bifreið eða bara aka dráttarvél. En það þarf ekki próf í samfélagi okkar til að ala upp hvítvoðung. Og hvort skyldi nú vera vandmeðfarnara? Svari hver fyrir sig. • Foreldrar meðsekir í öðru lagi þá er ég nánast al- veg viss um það að Stefán og nánast allir aðrir ábyrgðaraðilar íslenskra heimila eru fullkomlega meðsekir í ofbeldi samfélagsins hvað það varðar að á heimili þeirra flæðir ofbeldiskennslan inn um skjáinn á hveiju kvöldi meira eða minna. Þessu þarf enginn að neita. Fyrir hvert eitt ofbeldisatriði sem maður horfir á á skjánum án aðgerða gegn því þá er viðkom- andi meðsekur um þessa þjóðfé- lagsiðju. Þetta á alveg jafnt við Stefán sem aðra góðhjartaða borg- ara þessa Ignds. Það að horfa aðgerðalaus á of- beldi á skjánum er að samþykkja þá siðfræði með einum eða öðrum hætti. Eða halda menn að veikar og skemmdar sálir læri ekki þessa tegund samskipta? Fátt er jafn öruggt hvað sem Páll Magnússon fyrrverandi sjónvarpsstjóri og aðr- ir sjónvarpsstjórar og kvikmynda- stjórar heimsins halda fram gegn betri vitund. Niðurstaða umræðunnar er því einföld kæri Stefán og aðrir sem vilja láta þessi mál sig einhveiju varða: — Allir þeir sem horfa á, eða leyfa áhorf eða aðra notkun og eða dreifingu á ofbeldisómenn- ingu á heimili sínu, eða annars staðar eru fullkomlega meðsekir í því sem er að gerast í samfélagi okkar í dag, hvort sem þeir þykj- ast vita af því eða ekki. Og hvort sem það er í miklum mæli eða litl- um. Að reyna að halda því fram að ekki hafi margverið búið að benda á hvert stefndi í þessu efni fyrir lifandis Iöngu síðan er í besta falli lélegur brandari þó hann sé hins vegar þjóðfélaginu að verða sífellt dýrkeyptari. Minnumst þess líka varðandi þessar dökku hliðar á okkar annars litla samfélagi. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.