Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 41 r OPNUN ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNAR SÉRA Jón Sveinsson (Nonni) og Haraldur Hannesson í London 1938. VIÐ afhendingu Nonnasafns: Sverrir Hermannsson, Jóhann Salberg Guðmundsson, Haraldur Hannes- son, Ragnheiður Hannesdóttir, Matthías A. Mathiesen. skólaárum mínum í Þýskalandi og safnað efni í stutta ritgerð, sem birtist í Eimreiðinni vegna áttræð- isafmælis. hans árið 1937. Hann ræddi þetta mál við mig og fól mér að reyna að hafa upp á hinum eftir- látnu verkum séra Jóns og helst að fá þau hingað heim til ævinlegr- ar varðveislu. „Hér á íslandi eru rætur Nonna,“ sagði hann, „hér.er ættjörð hans, hér mun minning hans varðveitast best, öldnum og óbornum til ánægju og andlegrar uppbyggingar." Eg hef ævinlega verið Jóhannesi biskupi þakklátur fyrir að hafa treyst mér til þessa verks, enda haft ómælda gleði af því öll þau ár sem síðan eru liðin. Á árunum 1946 til 1950 fór ég nokkrar ferðir til útlanda fyrir til- stuðlan og aðstoð Jóhannesar bisk- ups, og kom brátt í ljós að eftirlát- in verk séra Jóns höfðu tvístrast víðsvegar um Evrópu. Þannig hafði hluti bóka hans og handrita verið grafinn í hlöðugólfi skammt frá Valkenburg í Limburghéraði í Suð- ur-Hollandi, þar sem séra Jón átti heima síðustu æviár sín. Þessi plögg komu í leitirnar að mestu óskemmd. En þótt séra Jón hefði gengið vel frá þeim, bera þau eigi að síður merki þessara ára, því að mölur og ormar hafa skilið eftir nokkur sár. Ekki auðnaðist séra Jóni að líta þessi verk sín og rit- smíðar aftur þessa heims, þvi að þau voru ekki grafin upp fyrr en að styrjöldinni lokinni. Þýski herinn hertók Limburg- hérað í upphafi stríðsins og lagði hald á hina miklu klausturbygg- ingu þar sem séra Jón átti heima. Voru klausturbúar hraktir á brott og máttu ekkert hafa með sér. Tóku þýskir nasistar allt sem þar var í sína vörslu, þar á meðal öll þau gögn og skilríki sem séra Jón hafði enn hjá sér, svo sem bréf, bækur og skjöl, sem hann notaði við dagleg störf og sér til dægra- styttingar. Þessi plögg fékk hann þó aftur sakir vinsælda sinna og virðingar sem hann naut hjá þýsk- um æskulýð og öllum góðum Þjóð- veijum. Ymislegt af heimildum um séra Jón var að sjálfsögðu varðveitt hjá útgefanda Nonnabókanna í Þýska- landi, Herderforlaginu í Freiburg im Breisgau. Því miður kom í ljós að öll bréfaviðskipti séra Jóns við forlagið, svo og mörg önnur mikil- væg gögn, höfðu eyðilagst í hrika- legri loftárás sem gerð var á Frei- burg í nóvembermánuði 1944, og var það óbætanlegt tjón. í höfuðstöðvum Jesúítareglunn- ar í Köln var mikið af prentuðu máli, bæði íslensku og erlendu, sem þangað hafði verið flutt að Nonna látnum. Þar voru einnig dagbækur hans, sem varðveist hafa, og önnur mikilvæg skilríki og skjöl, sem reglubróðir hans, séra Hermann A. Krose S.J. sem síðar ritaði ævi- sögu séra Jóns á vegum Herders, hafði undir höndum. Loks má geta þess að nokkuð af plöggum séra Jóns höfðu borist allt leið til Prag, höfuðborgar HARALDUR Hannesson sýnir Gunnari J. Friðrikssyni og sr. Georg í Landakoti dýrmæta gamla útgáfu af bók Nonna. Bak við þá sjást Elín Kaaber og Einar Sigurðsson. Tékkóslóvakíu. Voru þau þangað komin á vegum séra Jan Hrubý S.J. reglubróður séra Jóns, sem þýddi allar Nonnabækur á tékk- nesku, ritaði þar að auki ævisögu Nonna, þá ýtarlegustu sem enn er til. Á þessa staði alla fór ég, og raunar víðar, og varð vel til fanga. Er skemmst frá að segja að mest- ur hluti þessara heimilda um ævi og störf séra Jóns Sveinssonar sem varðveist hafa, komu hingað heim á árunum 1950 til 1953 og hafa síðan verið í minni vörslu. Margt hefur bæst við, og geymir þetta safn nú orðið hinar mikilvægustu heimildir um ævi og störf eins af merkustu rithöfundum íslensku þjóðarinnar. Um skeið ríkti nokkur óvissa um það hvað um þetta sérstæða safn mundi verða þegar mín nyti ekki lengur við. í safninu eru eins og áður var sagt allar þær heimild- ir, handrit og útgáfur sem vitað er um að til séu. Mátti ég vart til þess hugsa að þær yrðu fluttar úr landi. Reglubræður séra Jóns höfðu lánað nokkurn hluta þeirra hingað til lands, og mátti því gera ráð fyrir að þeir mundu vilja fá hann aftur. Það var einlæg ósk mín að allar þessar heimildir mættu vera hér áfram og að þeim yrði fundinn verðugur staður sem sæmdi minningu Nonna, íslenska ævintýradrengsins sem hélt út í heim slyppur og snauður, en vann sjálfum sér og ættjörð sinni frægð og frama. Ég færði þetta í tal við yfirmenn Jesúítareglunnar í Köln. Þeir féll- ust a þessar hugmyndir og er safn- ið nú komið í eigu íslensku þjóðar- innar og verður komið fyrir í ný- byggingu Landsbókasafns þar sem því verður fundinn verðugur staður til frambúðar. Uni ég þeim mála- lokum vel. Séra Jón Sveinsson var ímynd hins góða og sanna íslendings. Öll hans ritstörf voru sprottin úr ís- lenskum jarðvegi. Þess vegna á þessi bókmenntaarfur hans hvergi heima nema á ættjörð hans, sem hann unni af fölskvalausri ást og virðingu, þótt-örlögin höguðu því svo, að hann hlaut að lifa og starfa meðal framandi þjóða, víðs fjarri ættjörð sinni og ástvinum. Hann kom aðeins tvisvar sínnum hingað til lands eftir að hann yfirgaf æskustöðvar sínar á Akureyri í ágústmánuði 1870 ... Útbreiðsla Nonnabóka er mikil. Þær hafa komið út í flestum lönd- um Evrópu og í Austurlöndum fjær. Telst mér svo til að þær hafi birst á um 30 þjóðtungum. Þetta er þó engan veginn víst, því að þær hafa sums staðar verið gefnar út án leyfis. Um eintakafjölda þeirra gegnir sama máli. Sumir hafa jafn- vel haldið því fram að þær muni hafa verið prentaðar í nærri sex milljónum eintaka. Slíkan eintaka- fjölda tel ég þó vera fjarri öllu lagi, þegar tekið er tillit til þess að Nonni, útbreiddasta bókin, hefur ekki komið út nema í rösklega eitt hundrað þúsund eintökum, sem er óvenjuleg útbreiðsla. Eftir því sem ég hef komist næst munu tvær milljónir vera nærtækari tala sem sýnir þó gjörla hinar miklu vin- sældir Nonnabóka út um allan heim. Nonni lifir enn góðu lífi þrátt fyrir háan aldur. Fyrir skömmu gaf Herderforlagið úr þijár nýjar útgáfur, og nú eru þær jafnvel farnar að koma út í Austur-Þýska- landi þar sem stjórnvöld hafa til þessa talið nauðsynlegt vegna and- legrar heilsu landsmanna að banna útgáfu þeirra. En það verður að segjast eins og er, að austur-þýska útgáfan er ein hin fegursta og vandaðasta sem ég hef séð. Ef til vill vita þeir upp á sig skömmina og vilja með þessu bæta fyrir aftur- MANNRÉTTINDI 0G STJÓRNARSKRÁ Borgarafundur Á 50 ára afmæli íslenska lýöveldisins 17. júní 1994, sam- þykkti Alþingi að stefnt skuli að því að Ijúka endurskoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar fyrir næstu reglulegu al- þingiskosningar. Af því tilefni boðar Mannréttindaskrifstofa íslands, í samvinnu við Lögmannafélag íslands, Lögfræð- ingafélag íslands og RÁS 1, til opins borgarafundar um málið þann 1. desember n.k. í Súlnasal Hótel Sögu. Frummælendur verða Guðmundur Alfreðsson, Hjördís Hákonardóttir, Vilhjálmur Árnason og Þór Vilhjálmsson. Að því loknu verða pallborðsumræður tengdar spurningum úr sal. Fundinum verður útvarpað beint á Rás 1 og hefst klukkan 16.30. haldssemi sína og þvergirðings- hátt. Vegur Nonna virðist því fara vaxandi og er nú verið að kvik- mynda sögur hans og unnið er að tveim heimildarmyndum um ævi hans og störf. Þessu ber að fagna, svo uppbyggileg sem öll ritverk hans erm Hér á íslandi hafa Nonnabækur . jafnan notið einstakra vinsælda, ekki sjst hjá æsku landsins. Að sögn Ársæls Árnasonar gaf hann út hvorki meira né minna en 21.500 eintök af Nonnabókum á árunum 1922-1928. Þetta var gíf- urlegt upplag miðað við þá tíma. Þær seldust þó fljótt upp að sögn Ársæls, og má af því nokkuð ráða um vinsældir bókanna. Við þessa tölu má svo bæta heildarútgáfu Isafoldarprentsmiðju frá árunum 1948-1972, samtals um 69 þús- und eintökum. Þetta eru alls um 90 þúsund eintök sem komið hafa út á hálfri öld (1922-1972). Mér er ekki kunnugt um eintakafjölda annarra bóka sem gefnar hafa verið út á þessum tíma. Ég hef því engan samanburð. En þetta hlýtur að vera með nokkrum ólík- indum...“ Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína ? Skoðaðu útstillinguna okkar í Kringlunni, þar sérðu það. I öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaöar í 13 x 18 cm tilbúnar til aö gefa þar að auki fylgja 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Bama og fjölskylduljósmyndir sími: 887 644 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 4 30 20 3 Ódýrari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.