Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ
62 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
NÆRFÖT - NÁTTFÖT
Aðeins
það besta
fyrir
börnin!
Söluaðilar:
Hjartað Kringlunni • Rut Glæsibæ
Rut Hamraborg • H búðin Garðabæ • Embla Hafnarfirði
Perla Akranesi • Amaro Akureyri
Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 91- 24333
»hummel^f
í Viðeyjarstofu bjóðum við nú danskt jólahlaðborð að hætti
matreiðslumeistara Hótels Óðinsvéa fyrir minni og stærri hópa.
Ekkert hús á íslandi er betur til þess fallið að skapa andrúms-
loft friðar og hátíðleika en Viðeyjarstofa.
Sigling með Maríusúð út í Viðey tekur aðeins 5 mín.
Verð: í hádegi 1.890 kr. og á kvöldin 2.590 kr.
Lifandi og lystaukandi tónlist.
VIÐEYJARSTOFA
Upplýsingar og boroapantamr
hjá Hótel Oðinsvéum í síma 28470 <)f
og 25090
Danskt jólahlaðborð út í eyju
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Erfitt að lifa af
bótunum
HVERNIG stendur á því
að fólk sem dvelur lengur
en þrjá mánuði á geðdeild
skuli missa örorkubætum-
ar og hafa síðan eingöngu
tíu þúsund krónur á mán-
uði til þess að lifa af?
Oft er fólkið svo sent í
vinnu sem það engan veg-
inn ræður við vegna
óþægilegra hugsana, van-
líðunar og andlegrar
þreytu.
Hvernig stendur á því
að fólk er útskrifað af geð-
deild án þess að eiga í
nokkurt hús að venda?
Það er skammarblettur
fyrir okkar velferðarþjóð-
félag að fólk sé á götunni.
Ég hvet stjómmála-
menn okkar og fólkið í
landinu til þess að breyta
þessu.
Gígja Thoroddsson
Gæludýr
Kettlingur óskast
SEX til átta vikna fress-
kettlingur óskast. Upplýs-
ingar í síma 92-46638.
Kettlingur
ÁTTA vikna svört og hvít
læða óskar eftir góðu
heimili. Upplýsingar í síma
653672.
Tapað/fundið
Barnahúfa tapaðist
HANDPRJÓNUÐ bleik og
blá bamahúfa með hvítum
útprjónuðum böngsum
tapaðist á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu í byijun sept-
ember. Húfan er eigandan-
um mjög kær og ef ein-
hver kannast við að hafa
fundið hana er hann vin-
samlega beðinn að hringja
í síma 652272.
Frakkar
víxluðust
í Njarðvík
SVARTUR kvenfrakki var
tekinn í misgripum í safn-
aðarheimili Innri-Njarð-
víkurkirkju föstudaginn
25. nóvember sl. Svartur
herrafrakki var skilinn eft-
ir í staðinn. Sá sem tók
frakkann vinsamlega
hringi í síma 658823, Val-
borg, eða í síma 92-16074,
Gauja.
Lyklakippa
tapaðist
LYKLAKIPPA með krist-
alskúlu, stafnum H og ein-
um lykli tapaðist líklega
fyrir utan Bónus í Kópa-
vogi eða IKEA í Holta-
görðum fyrir u.þ.b. ijórum
vikum. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma
93-81221.
Kvengleraugu
töpuðust
KVENGLERAUGU í
bládoppóttri umgjörð töp-
uðust á Hótel Sögu sl.
helgi eða í leigubíl.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 21026.
Farsi
átti leik, en B. Shovunov var
með svart.
29. Dxd6+! og svartur
gafst upp, því eftir 29. —
Hxd6, 30. Hxb8+ þá blasir
mátið við.
Ólympíuskákmótið í
Moskvu hefst í dag. íslenska
sveitin kom til Moskvu seint
á þriðjudagskvöld. Hún er í
fyrsta sinn ein-
göngu skipuð
stórmeisturum.
Um helgina:
Desember-
hraðskákmót
Taflfélags
Reykjavíkur fer
fram á sunnudag-
inn kl. 20 í félags-
heimili TR, Faxa-
feni 12.
Sveitakeppni
grunnskóla á
Akureyri og ná-
grenni fer fram
laugardaginn 3.
Elista í haust. Marat Mak- desember og sunnudaginn
arov (2.525) hafði hvítt og 4. desember.
SKAK
U íii s j 6 n M a r g c i r
Pctursson
ÞESSI staða kom upp á
rússneska meistaramótinu í
Víkveiji skrifar...
AÐ HEFUR átt sér stað grund-
vallarbreyting hjá einstak-
lingum hér á landi hvað umhverfis-
mál varðar á örfáum árum. Þetta
lýsir sér meðal annars í því að sí-
fellt færist í vöxt að fólk komi sér
upp safnhaugum í görðum sínum
þar sem öllu lífrænu sorpi er komið
fyrir, rafhlöðum er skilað og rusl
flokkað eftir því sem hægt er.
En þrátt fyrir þessa viðhorfs-
breytingu erum við enn langt á eft-
ir flestum nágrannaþjóðum okkar
í þessum efnum. Þó að þeim hafi
fjölgað verulega sem flokka sorp
er alls ekki hægt að segja að það
sé viðtekin venja ennþá. Eflaust eru
margar ástæður fyrir því. Islend-
ingar eru fámenn þjóð í stóru landi
og þrátt fyrir hlutfallslega mikla
neyslu verður sorpvandinn því ekki
eins sýnilegur og hjá stærri þjóðum.
Hann er samt sem áður til staðar
og á honum verður að taka.
XXX
ARGT hefur batnað með til-
komu Sorpu og gámastöðv-
anna sem það fyrirtæki rekur á
nokkrum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu. Þær dugar hins vegar
ekki til. Ef það á að verða sjálfsagð-
ur hlutur að fjölskyldur flokki frá
til dæmis pappír og gler verður að
vera auðvelt fyrir fólk að losna við
ruslið.
í Þýskalandi, þar sem Víkveiji
bjó um nokkura ára skeið, var i
öllum íbúðahverfum að finna sér-
staka gáma þar sem hægt var að
henda dagblöðum og glerflöskum.
Nær undantekningarlaust var þessa
gáma að finna á stöðum þar sem
fólk átti hvort eð er leið um nær
daglega, t.d. við verslanir. Ef þeir
sem með þessi mál fara ætlast í
raun til þess að fólk flokki sorp
verður að koma á svipuðu fyrir-
komulagi hér. Fyrr er ekki hægt
að búast við árangri.
Víkveiji vill ekki trúa öðru en
því að íslendingar beri það mikla
virðingu fyrir umhverfi sínu að þeir
muni smám saman átta sig á mikil-
vægi umhverfismála (líkt og svo
margir eru þegar farnir að gera)
og taki til hendinni í þeim efnum.
Hann vill ekki trúa því að við séum
í eðli okkar sóðar. Það kemur þó
fyrir að efasemdirnar sækja að Vík-
veija. Það er til dæmis sorglegt að
sjá af hve miklu virðingarleysi mörg
okkar ganga um náttúruna. Öfga-
kenndasta dæmið er samt hvernig
gengið er um miðbæ Reykjavíkur
um helgar. Virðingarleysið fyrir
umhverfinu (og eigum annarra) er
ekkert þegar ungir (og aldnir) ís-
lendingar fara niður í bæ til að
„skemmta sér“.
Víkverji á bágt með að trúa því
að fólk sem á það til að ganga svona
um umhverfi sitt geti nokkurn tím-
ann borið raunverulega virðingu
fyrir því. Það er til nokkuð sem
heitir hömlur og þær eiga að vera
til staðar hvort sem fólk er að
„skemmta sér“ eða ekki.
XXX
JÓNUSTA á íslenskum veit-
ingastöðum er almennt mikið
betri en hún var fyrir einungis
nokkrum árum og viðmót þjónustu-
fólks er oft mun vinalegra en á
mörgum erlendum veitingastöðum.
Einn ósið mætti þó íslenskt þjón-
ustufólk leggja af og það er skoð-
analeysið. Það er alltof algengt að
þegar gestir spyija nánar um ein-
hver atriði á matar- eða vínlista sé
svarið að „þetta sé voðalega
gott/fínt“. Sama hvað um er spurt.
Allt er svo gott. Þetta pirrar Vík-
veija þar sem þetta virðist fyrst og
fremst lýsa þekkingarleysi á því
sem verið er að selja. Auðvitað eru
ekki allir réttir eða vín jafngóð eða
jafnfín. Það er hlutverk þjónsins að
ráðleggja fólki en til að það sé
hægt verður hann að hafa skoðan-
ir. Víkverja finnst ekkert að því að
þjónar segi fólki sannleikann til
dæmis að einhver réttur eða eitt-
hvert vín sé í sjálfu sér ekki mjög
merkilegt en kosti á móti ekki mik-
ið og standi því vel undir verði.