Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
STEINAR WAAGE .
SKÓVERSLUN
Kveninniskór frá
ACO
AÐSEÍMDAR GREBIMAR
Stofnun fræbanka
Landgræðslusjóðs
-kjarni málsins!
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
ORATOR, félag laganema.
á hverju fimmtudagskvöldi milli
í DAG, á fullveldis-
degi Islendinga, hefst
lokaáfangi í söfnun til
stuðnings stofnunar
fræbanka Land-
græðslusjóðs á vegum
hvatningarátaksins
Yrkjum ísland sem
efnt var til á þessu ári
í tilefni 50 ára afmælis
iýðveldisins og Land-
græðslusjóðs, en hann
var stofnaður í tengsl-
um við lýðveldiskosn-
ingarnar. Með stofnun
Landgræðslusjóðs
töldu menn sig vera Jóhann G.
að leggja gull í lófa Jóhannsson
framtíðar, því eins og
það var orðað: „Að eftir að hið
stjórnarfarslega sjálfstæði er feng-
ið, verður einn merkasti þátturinn
í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að
klæða landið skógi og öðrum nýti-
legum gróðri.“ Á þessum 50 árum
sem liðin eru frá stofnun Land-
græðslusjóðs hafa margir lagt hönd
á plóginn í baráttunni við gróður-
eyðingu sem er enn í dag gífurleg
og veldur því að sumir af fegurstu
stöðum landsins eru í hættu sökum
ástandsins. Má þar t.a.m. nefna
Mývatnsöræfin öll ásamt Dimmu-
borgum, stóran hluta Suðurlands-
hálendisins, m.a. Haukadalsheiðin,
þar sem byggð og afréttir mætast,
Rangárvallasýslu og Skaftafells-
sýslur báðar, Hólasand o.s.frv.
Landeyðing er komin úr
böndunum
Að mati David Sanders, ráðgjafa
um landgræðslu, sem kom hingað
í haust á vegum Landgræðslu ríkis-
ins til að kynna sér jarðvegseyðingu
á íslandi og veita ráðgjöf um
stefnumörkun og skipulag land-
græðslustarfs hérlendis, er land-
eyðing hér komin úr böndunum.
,Hann er doktor í jarðvegsfræðum
og yfirmaður jarðvegsvemdarsviðs
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna frá árinu
1979. í viðtali við Morgunblaðið
sem birtist þann 29. september sl.
segir hann:
„Þær skemmdir sem unnar hafa
verið á umhverfinu frá því landið
byggðist eru ansi umfangsmiklar.
Það má segja í stuttu máli að land-
ið líkist kaldri, blautri eyðimörk,
hversu mótsagnakennt sem það
kann að hljóma. Þeir staðir sem
ég hef kynnt mér eru lítið frá-
brugðnir eyðimerkursvæðum Mið-
austurlanda."
Þegar doktor David Sanders er
spurður að því hvað við getum
gert, þá svarar hann: „Aukið
fræðslu hjá yngra fólki svo það
öðlist skilning á umhverfi sínu.
Landeyðing er alþjóðlegt vandamál
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fævt á Kastrupflugvelli
og Rábbústorginu
Þorvaldur S.
Þorvaldsson
1. desember verða stór-
útgáfutónleikar á Hótel
íslandi, segja Jóhann
G. Jóhannsson og Þor-
valdur S. Þorvaldsson,
til stuðnings stofnun
fræbankans.
og ég ætla að kynna þær hugmynd-
ir sem upp hafa komið í öðrum
löndum og helst mega koma að
gagni hér. Helsta áherslubreytingin
sem orðið hefur í landgræðslu á
undanförnum árum er sú að hvetja
almenning til þess asð leggja sitt
af mörkum í stað þess að reiða sig
á hið opinbera.“
Stofnun fræbanka
Landgræðslusjóðs
Nánast allir sem þekkingu og
reynslu hafa af uppbyggingu lands-
ins telja að eitt brýnasta og þarf-
asta málefnið sé stofnun fræbanka.
Reynslan hefur kennt að bestur
árangur næst yfirleitt með fræjum
sem orðið hafa til við ísleriskar
aðstæður. Við söfnun á fræi ef vel
á til að takast þarf sérþekkingu til
að velja úrvalsfræ, sem skila best-
um árangri við uppgræðslu lands-
ins og sem fegurstum gróðri. Því
þarf að grípa tækifærið þegar góð
fræár koma eins og síðastliðið sum-
ar sem var mjög gott, þvi mörg
ár geta liðið á milli góðra fræára.
Því er stofnun fræbanka svo tíma-
bær og nauðsynleg, en til þess að
hrinda þessum áratuga gamla
draumi Landgræðslusjóðs í fram-
kvæmd þarf íjármagn að lágmarki
kr. 12-14 milljónir. Nú þegar er
búið að safna um 80 kílóum af
úrvalsfræi sitkagrenis sem tínt var
í haust, einnig gott magn úrvals
birkifræs sem sótt var í sérstökum
leiðangri í Bæjarstaðaskóg. í dag
stöndum við því á eins konar þátta-
skilum í ræktunarmálum. Þjóðin
er tilbúin og áhugi tendraður á því
að klæða landið gróðri, en til þess
að áhuginn nýtist og áhugafólk,
Skógrækt ríkisins sem og Land-
græðsla ríkisins hafi plöntur til að
gróðursetja þarf fræ. Markmiðið
með hvatningarátakinu Yrkjum ís-
land er einmitt að tryggja til fram-
búðar nóg af úrvals fræi fyrir
landsmenn sem vilja yrkja landið
og snúa baráttunni við gróðureyð-
inguna úr vöm í sókn með stofnun
Fræbanka Landgræðslusjóðs á 50.
afmælisári sjóðsins og lýðveldisins.
Stórtóníeikar 1. desember á
Hótel Islandi - Söfnunarátak
1. desember verða stórútgáfutón-
leikar haldnir á Hótel íslandi til
stuðnings stofnunar fræbanka Land-
græðslusjóðs, þar sem tónlistarmenn
kynna tónlist sem er að koma á
markað fyrir jólin á vegum helstu
útgefenda landsins. Tónleikarnir
verða teknir upp á vegum sjónvarps-
ink og sendir út laugardagskvöldið
3. desember nk. í samtengdri dag-
skrá Rásar 2 og hefst útsendingin
kl. 21.10. í framhaldi er fyrirhugað
að halda söfnunarátakinu áfram í
morgunþætti Rásar 2.
Sérstakar þakkir
Allt frá því að átakinu var hrund-
ið af stað opinberlega með frum-
flutningi lagsins Yrkjum ísland í
fréttatímanum 19:19 á Stöð 2 17.
júní sl. hefur fjöldi fyrirtækja,
stofnana og einstaklinga sýnt þessu
brýna málefni velvild og stuðning
í verki dem aðstandendur átaksins
þakka sérstaklega. Sérstakar
þakkir fá tónlistarmenn sem hafa
lagt dijúga hönd á plóginn til
stuðnings málefninu og þannig
gengið á undan með góðu fordæmi
vonandi öðrum til eftirbreytni. Nú
er komið að þjóðinni — landsmönn-
um öllum — að stuðla að því að
við skilum landinu okkar í betra
ástandi til komandi kynslóða sem
mun stuðla að betri og bjartari
framtíð þeirra. Skref í þá átt er
stofnun Fræbanka Landgræðslu-
sjóðs.
Kynningarbæklingurinn Er
þér sama um ísland?
Til frekari kynningar á málefn-
um tengdum hvatningarátakinu
Yrkjum Island, ásamt upplýsingum
um helstu stuðningsleiðir átaksins
sem enu ætlaðar einstaklingum,
fyrirtækjum, stofnunum, sveitar-
og bæjarfélögum o.fl. er vilja leggja
málefinu lið, verður í dag dreift til
þjóðarinnar bæklingnum Er þér
sama um ísland? sem gefinn er út
í 100 þúsund eintökum. Til gamans
er bæklingurinn númeraður og
verða vikulega dregin úr 20 vinn-
ingsnúmer sem birt verða í fjölmiðl-
um og fá hinir heppnu jólatré í
vinning frá Landgræðslusjóði.
Vegna gerðar bæklingsins fá eftir-
taldir aðilar sérstakar þakkir:
Gunnar Eggertsson hf. og sænska
fyrirtækið Stora Papyrus Grycksbo
sem er fyrsta erlenda fyrirtækið
er veitir Yrkjum ísland stuðning
sinn, en í samvinnu gáfu þessi fyrir-
tæki allan pappír til prentunar
bæklingsins. Pappírinn er vistvænn
og hefur hlotið norræna umhverfis-
merkið — Hvíti svanurinn. Þá fær
prentsmiðjan G. Ben. og Edda sér-
stakar þakkir fyrir prentunina,
Póstur og sími fyrir dreifingu og
öll þau fyrirtæki sem studdu útgáf-
una með einum eða öðrum hætti.
Að lokum eru sérstakar þakkir til
Búnaðarbanka íslands sem annast
fjárgæslu vegna söfnunarátaksins.
Jóhann er tónlistarmaílur og
Þorvaldur formaður
Landgræðslusjóðs.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
Tegund: Rosita
Litir: Svart lakk,
vínrautt og blátt.
Verð: 2.495
Kvæði 94
Enn færir Kristján Karlsson
út landhelgi
íslenskrar lj óðlistar.
Kristján er ekki aðeins einn virtasti bókmenntafræðingur
íslendinga heldur einnig eitt fremsta ljóðskáld okkar.
Kvæði hans eru sprottin úr þjóðlegri menningu en njóta
jafnframt víðfeðmrar þekkingar skáldsins á heimsbók-
menntunum - ekki síst því frumlegasta í ljóðagerð
tuttugustu aldar.
Bókin skiptist í þrjá aðalkafla: Upphafskaflinn fjallar um
skáldskapinn sjálfan sem virk er ópersónuleg fyrirbæri;
þriðji kaflinn geymir ákaflega persónulegar
myndhverfingar þess að eldast; miðkaflinn er öxull, sem
tengir þessa flokka.
Myndvísi og tónlist kvæðanna er ekki síður fjölbreytt en
í fyrri bókum skáldsins.
„Varla þarf að orða það beint
en skal þó gert: Kvæði 94 eru meðal
helstu tíðinda þessa bókmenntaárs"
Jóhann Hjálmarsson.
Kvæði 94
Kristján Karlsson
t&íá.
HIÐISLENSKA BOKMENNTAFELAG
SÍÐUMÚIA 2M08 REYKJAVÍK- SÍMI588 90 60
Ath: Félag eldri borgara fær 10% staðgreiðsluafslátt
■ póstsendum samdægurs • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR |
STEINAR WAAGE # SKÓVERSLUN J SÍMJ 18519 <P STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Jr
SÍAál Ó89212 ^