Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 23 temarkaður í Haskaup, Krinalunni. ERLEINIT Achille Lauro örlag'afleyta Nairobi. Reuter. FARÞEGASKIPIÐ Achille Lauro, sem brann í gær undan ströndum Sómalíu, hefur áður komist í heimsfréttirnar. Því hefur verið rænt, það komið ríkisstjórnum í koll og verið tónskáldi innblástur að óperu. Ránið á Achille Lauro þykir ennfremur hafa ýtt undir þá mynd sem Vesturlandabúar hafi gert sér af hinum „vondu aröbum.“ Árið 1985 rændu fjórir palest- ínskir skæruliðar úr samtökum Abu Abbas-skæruliðasamtökum Achille Lauro undan strönd Ítalíu. Myrtu þeir aldraðan bandarískan farþega, Leon Klinghoffer, sem var af gyðingaættum og bundinn við hjólastól. Líkinu fleygðu þeir fyrir borð og vakti morðið gífur- lega reiði um allan heim. Samningaviðræður hófust og tókust fljótlega samningar um að skæruliðarnir myndu láta skipið og farþegana lausa, ef öryggi þeirra fyrrnefndu yrði tryggt. Þeir höfðu hins vegar ekki fyrr haldið á brott í flugvél en bandarísk her- þota neyddi hana til að lenda aftur. ítalir kölluðu siðar yfir sig reiði Bandaríkjamanna er þeir létu Abu Abbas lausan en hann hafði verið um borð í vélinni eftir að hafa tekið þátt í samningaviðrænunum. Varð málið að endingu til þess að ítalska stjórnin varð að segja af sér. Sjónvarpsmynd hefur verið gerð um ránið en mun óvenjulegri þótti óperan „Dauði Klinghoffers“ eftir John Adams, sem sett var á svið í Belgíu árið 1991. Hlaut hún ágætar viðtökur gagnrýnenda en vakti mikla reiði barna Klinghof- fers. ACHILLE Lauro á siglingu. Major ekki ógnað að sinni EKKERT verður af nýju leið- togakjöri í breska íhaldsflokkn- um eins og Evrópuandstæðing- ar Johns Majors forsætisráð- herra í þingliði hans höfðu látið liggja að. Rann frestur til að krefjast kjörsins út í gær án þess að ósk um það kæmi fram. Þurfti hún að vera með nöfnum 34 fjögurra þingmanna eða tí- unda hluta þingflokksins en fréttir eru um, að þijú nöfn hafi vantað upp á. Fyrirætlanir Evrópuandstæðinga í flokknum stöfuðu af gremju með að Maj- or skyldi hóta að efna til nýrra kosninga styddu þeir ekki frum- varp um aukin framlög til Evr- ópusambandsins. Annaö „Bulg- er-morð44? SEX ára gamall drengur fannst myrtur í gær í Cambridgeskíri í Englandi í gær og þykir at- burðurinn minna um margt á morðið á James Bulger í Li- verpool á síðasta ári. Drengur- inn, Rikki Neave, sem fannst látinn í gær, hafði verið kyrktur og var nakinn og sást síðast í fylgd með tveimur eldri böm- um. Er þeirra nú ákaft leitað. Sólarbrúnka án sólar ÞEIR, sem hafa áhuga á að vera sólbrúnir og sællegir, þurfa ekki lengur að flatmaga í sólinni eða undir sólarlömpum tímunum saman. Nóg er að bera á sig áburð, sem gerður er úr DNA-efnasamböndum, og þá verður fólk fallega brúnt án þess að eiga á hættu að fá krabbamein. Hafa vísindamenn við læknaháskólann í Boston í Bandaríkjunum komist að því, að efnasamband, sem líkaminn framleiðir til að veijast útijólu- bláum sólargeislum, gerir fólk sólbrúnt eitt og sér þótt sólin komi hvergi nærri. Þorskur með falskar tennur Jólatré 30 sm kr. 199,- stk. Tennissokkar 10 í pakka. Barna- og fullorðinsstærðir. Verð kr. 499,- HAGKAUP fyrir fjölskylduna SKEIFUNNI, AKUREYRI, NJARÐVÍK, KRINGLAN MATVARA Tilboðin gilda aðeins í viku.eða á meðan birgðir endast. Grænt númer póstverslunar er 996680. FALSKAR tennur, sem týndust í Norðursjó fyrir þremur mán- uðum, eru nú aftur komnar upp í réttan eiganda eftir að hafa fundist í þorskmaga. Var sagt frá þessu í hollenskum blöðum í gær en eigandi tannanna, Cor Stoop, missti þær þegar hann varð sjóveikur í skemmtisigl- ingu. Um síðustu helgi fékk svo sportveiðimaður í Amsterdam þorsk á öngulinn og þegar hann var slægður komu tennumar í ljós. Var sagt frá því í ein- hveiju blaði og Stoop fór þá að kanna málið með fyrrgreindum árangri. Fjöldamorð- ingi myrtur JEFFREY Dah- mer, einn ill- ræmdasti fjölda- morðingi Bandarikjanna, var myrtur af samfanga í rammgerðu fangelsi við bæ- Dahmer inn Portage í Wisconsin-ríki á mánudag. Morðið átti sér stað á salemi og lést annar fangi af sárum sem hann hlaut í árá- sinni. Dahmer var 34 ára og hóf í febrúar 1992 afplánun 15 lífstíðardóma fyrir að myrða 17 unga menn á 13 ára tímabili. ame Ofnpottar, stórir kr. 1.495,- stk Ofnpottar, minni kr. 895,- stk Jólaskraut fyrir glugga kr. 199,- stk. Heklaðar töskur 3 teg. kr. 989,- stk. Ungbarnasamfella. Stærðir 56-62, 68-74, 80-86. Verð kr. 169,- Eldvarnarbrúsi Meteor kr. 349,- stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.