Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ_________ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 61 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Hringtorg á gatnamót- um Hlíðar- bergs og Hamrabergs Frá Krístni Ó. Magnússyni: í TILEFNI lesendabréfs í Morgun- blaðinu föstudaginn 25. nóvember vil ég benda á eftirfarandi: Gangstétt sú, sem börnin nota á leið í skóla, var steypt hinn 7. október, að undanskildum nokkr- um metrum, sem ekki tókst að ljúka vegna annarra framkvæmda. Kveikt var á götulýsingu í lok október. Lýsing er á vegum Raf- veitu Hafnarfjarðar. Unnið er að gerð nýrrar bið- stöðvar strætisvagna við Hlíða- berg, vestan við hringtorgið og er malbikun og kantsteypu lokið. Verið er að undirbúa steypu gang- stéttar. Þegar því er lokið verða gangbrautir yfir Hamraberg og Hlíðaberg merktar en fyrr eru eng- ar fosendur fýrir slíku. Hafi fólki þótt verkið sækjast seint er hluta af skýringunni að leita í því að verktakinn, sem vann við gerð hringtorgsins, varð gjald- þrota áður en verkinu lauk. Einnig var ákveðið að breyta torginu eftir að kantsteypu var lokið og var þar komið á móts við óskir frá strætis- vögnum. Um þann vilja bréfritara að tengja framkvæmdir á þessum stað stjórnmálum er það að segja, að það sem þarna hefur farið úrskeið- is af mannavöldum er að mestu á ábyrgð starfsmanna Hafnar- fjarðarbæjar en hvorki bæjarstjóra né nýs meirihluta. Fyrirsögn lesendabréfsins, „Á að drepa börnin?“, er kapítuli út af fyrir sig. Því miður er mjög al- gengt að fólk ræði umferðarörygg- ismál í þessum stíl. Það þarf að mínu viti að vera afskaplega brengluð manneskja, sem slíkar ýfirlýsingar hafa jákvæð áhrif á. Ég þori að fullyrða að slíkt fólk vinnur ekki að þessum málum hjá Hafnarfjarðarbæ. Við erum auk þess boðin og búin að ræða við bæjarbúa og taka ábendingum um það sem betur má fara. Að lokum við ég benda Morgun- blaðinu á að bréfritari kveðst vera Guðrún Gísladóttir, Hlíðarbergi 47, Hafnarfirði. Hlíðarberg er safn- gata og við hana standa engin íbúðarhús. í Setbergshverfinu er enginn með þessu nafni skráður í (Iju 3,skrá KRISTINN Ó. MAGNÚSSON, aðstoðarbæj arverkfræðingur. -kjarni málsins! Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabið fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu Hjartsláttur tímans Frá Filippíu Kristjánsdóttur: „DÖGUN við Dagmúla“, ný skáld- saga eftir Arinbjörn Árnason. Hér er komin út falleg bók og stórkost- legt afreksverk, er flytur mér er- indi sem er hug- næmt að hugsa um og leyfa huganum að dvelja við, enda er höfundurinn enginn nýgræð- ingur á ritvellin- um, því eftir hann hefur oft birst í blöðum og tímaritum margskonar efni og óbundnu máli hliðar mannlegs Arinbjörn Arnason bæði í bundnu um hinar ýmsu lífs, því fagna ég þessari bók. Ég staldra við lesturinn og hlusta á tifið í gömlu klukkunni minni, ættargripnum, sem er víst orðin 200 ára gömul. Allt í einu verður þetta tif klukkunnar að þægilegum nið mikillar uppgötvun- ar, ég er með brotasilfur lífsham- ingjunnar í höndunum, þar hjart- sláttur tímans er skráður á blöð þeirrar bókar er ég held á. Ég legg frá mér bókina, sem vakið hefur hjá mér þau hughrif að mér finnst ég skoða í opinberun svið mikilla atburða horfinna kyn- slóða. Milli liandanna hef ég lær- dómsríka sagnfræði, sem auk þess að vera vel samið skáldverk, er málið gott og stíllinn spennandi svo erfitt er að hætta lestri. Þetta er saga fortíðarinnar, dálítið dularfull á köflum, sem mér finnst þó gefa henni slíkt gildi að hún hvetur les- andann til löngunar að skyggnast á bak við sviðið. Undirfyrirsögn bókarinnar er „Örlagaþræðir á skapbrún“ og sannarlega er það réttnefni því þetta er baráttusaga milli tveggja áhrifasvæða hins mannlega lífs, milli þess góða og hins illa. Höfundúrinn er ekki að prédika, heldur dregur fram sigur lífsins yfir valdi dauðans. í raun finnst mér það vera hápunktur sögunnar, þegar Þorbjörn stórbóndinn í Hvammi bjargar lífi þess manns, sem mest böl hafði honum valdið í lífínu og meira segja rænt hann með skjalli og flærð æskuunnustu sinni. Þessi dularfulla atburðarás er svo stórbrotin og knýr á hugann að hugsa um hversu margslungin lífkeðjan er og tilveran rík af möguleikum, sem manninum er gefin til að vinna úr sinn silfurþráð er hann ber í hendi sér eins og höf. kemst svo vel að orði í bók sinni. Ég tala þó ekki um þá hugljúfu persónu sem Silla selráðskona er í sögunni og auðgar alla sem hún umgengst með þeim auði er hún ber í sál sinni, og síðar uppsker sem svo sannarlega var sáð til. Allar eru persónur sögunnar sjálfstæðar, hver með sín sérkenni og bera með sér sín eðlisáhrif og mannlegar tilfinningar, sem lýsa þeim bæði í stolti þeirra og smæð. Þetta er sannarlega góð bók, sem sómir sér vel í öllu jólabóka- flóðinu, og eftirsótt lesning til að leyfa huganum að dvelja við í jól- afríinu. Eg óska höfundi sannar- lega til hamingju með góða bók. FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR. - ftVCÍKÍ ócttv ctvcliót ATHLETIC VERSLUN LAUGAVEGI 5’ S. 1771 OG ENDURBÆTT BftEVTT V^SiUfu HREYSTI tí K A M S » Æ KT AH V Ó RH R SKEiFUNNÍ 19 - S; 6B 1/17- FAX: 81 30 íy *RUSSELL ATHLFTIC Á ÍSLANDIERÁ SAMA EÐA LÆGRA VERÐIOGÍSTÓRA BRETLANDI, ÞARSEM VERÐLAG ER MEÐ ÞVÍ LÆGSTA í EVRÓPU. SIAÐGRtlÐSLUAf SLATTUR AÐRIR UTSOLUADILAR SPORTVER - AKUREYRI STUDIO DAN ISAHRÐI K SPORT KtFIAVIK SPORTLÍF SELFOSSI NINA AKRANtSI VIÐIAKINN - NESKAUPST. TÁP OG FJÖR - EGILSST. SIGLÓ SPORT SIGIUF. AXL10 VISIMANNAÍI. KAUPF. BORGF. BORGARN. SYN SAUÐÁRKRÓK ORKUVER HÖFN HLIMAHORNIÐ STYKKISH Í-SPORT ÍSAHRÐI FJ01SP0RT HAFNARFIROI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.