Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 59
25. ÓLYMPÍULEIKARNIR í EÐLISFRÆÐI
Erfið keppni
afburðaungmenna
frá 46 löndum
ÞAÐ var árið 1984 sem íslending-
um var fyrst boðið að senda lið á
Ólympíuleikana í eðlisfræði sem
voru það ár haldnir í Sigtuna í
Svíþjóð. Síðan þá hafa íslenskir
framhaldsskólanemar átt þess kost
að keppa árlega í eðlisfræði við
jafnaldra sína víðs vegar úr heim-
inum. Ekki eru allir á einu máli
um ágæti keppni á borð við þessa
en því verður ekki á móti mælt
að þátttakan í Ólympíuleikunum
hefur orðið mikil lyftistöng fyrir
eðlisfræði á íslandi. Margir ólymp-
íufaranna hafa seinna farið í há-
skólanám í eðlisfræði eða skyldum
greinum og landskeppnin þar sem
um 200 nemendur taka þátt hefur
vakið athygli og kveikt áhuga
margra nemenda á skemmtilegum
viðfangsefnum greinarinnar.
Við ramman reip að draga
Vissulega er við ramman reip
að draga fyrir íslensku nemana
þegar þess er gætt að kennsla í
raungreinum er mun minni í
grunnskólum hér á landi en í flest-
um öðrum löndum. í framhalds-
skólum er sérhæfingin einnig mun
meiri víðast hvar erlendis þannig
að stærðfræði- og eðlisfræðinám
hér er oft aðeins brot af því sem
telst hæfilegt hjá öðrum þjóðum.
Reynt hefur verið að undirbúa
keppnisliðið sem best með sum-
arnámskeiði fyrir keppnina þar
sem það er fullt starf frá morgni
til kvölds í sex vikur að læra eðlis-
fræði, leysa dæmi og gera tilraun-
ir. Eðlisfræðingar frá Háskóla ís-
lands og Orkustofnun hafa lagt
fram mikið og óeigingjarnt starf
við þessa þjálfun. Það hefur komið
í ljós að erfiðið skilar árangri þótt
það geti að sjálfsögðu ekki komið
í stað margra ára náms.
Fimm íslenskir nemendur fóru
til Beijing í Kína nú í sumar til
að keppa á Ólympíuleikunum. Það
voru þeir Arnar Már Hrafnkelsson,
Burkni Pálsson, Gunnlaugur Þór
Briem og Stefán Bjarni Sigurðs-
son, allir úr MR, og Jóhann Sig-
urðsson úr MH. Fararstjórar voru
þau Þorsteinn Vilhjálmsson pró-
fessor við eðlisfræðiskor Háskóla
íslands og Ingibjörg Haraldsdóttir
eðlisfræðikennari í MK.
Ströng fyrirgjöf
Keppnin var frekar erfið að
þessu sinni, einkum var fyrirgjöfin
ströng og var árangurinn því ekki
mjög góður í fræðilega hluta
keppninnar. Sú afstaða kínversku
dómnefndarinnar að heimta allt
eða ekkert og gefa helst ekkert
fyrir verkefnin nema þau væru
bæði rétt leyst og með þeirri einu
aðferð sem þeir sem sömdu dæmin
GULLVERÐLAUNAHAFARNIR.
höfðu hugsað sér reyndist ekki
færa íslensku keppendunum ýkja
mörg stig. Þannig töldu kínversku
dómararnir að keppandi sem gerði
villu í byijun verkefnis ætti ekki
að fá nein stig þó útreikningar og
röksemdafærsla sem á eftir kæmi
væri rétt. Vakti ósveigjanleiki
þeirra litla hrifningu hjá fararstjór-
unum sem margir hveijir töldu að
ekki fengist rétt mynd af árangri
keppenda og að með því að setja
svo strangar skorður í fyrirgjöf
væri auk þess hætta á að ekki
yrði umbunað fyrir frumlegar
lausnir en það er jú mjög nauðsyn-
legt að eðlisfræðingar geti sett
fram nýjar frumlegar lausnir á
þeim vandamálum sem glímt er
við.
Kínveijar voru ótvíræðir sigur-
vegarar keppninnar. Stigahæsti
keppandinn var Kínveijinn Liang
Yang en hann fékk 44,3 stig af
50 mögulegum. Hann var lang-
hæstur í fræðilega hlutanum og í
öðru sæti í þeim verklega á eftir
öðrum Kínveija, Jingxiang Rao.
Fimm gullverðlaun
Vegna þess hve fyrirgjöfin var
ströng að þessu sinni fengu færri
verðlaun en oft áður. Fimm fengu
gullverðlaun, en þau eru veitt fyrir
yfir 90% af bestu lausn. í þeim
hópi voru auk Liangs tveir aðrir
kínverskir nemendur, einn breskur
og einn þýskur. Aðeins sex nem-
endur fengu silfurverðlaun í
keppninni og tuttugu og tveir
brons. Kínveijar voru líka lang-
hæstir að stigatölu og var meðal-
stigatala keppenda kínverska liðs-
ins 40,6 stig af 50 mögulegum en
þýska liðið var í öðru sæti með
31,4 stig að meðaltali. Eins og
nefnt var hér að framan var árang-
ur íslensku piltanna í fræðilega
hlutanum ekki til að hrópa húrra
fyrir. Árangur þeirra var mun betri
í verklega hlutanum og náði einn
þeirra, Arnar Már Hrafnkelsson,
frábærum árangri. Arnar fékk sér-
staka viðurkenningu en hann var
í 16. sæti af 229 keppendum í
verklega hlutanum en þar átti að
ákvarða endurkast ljóss frá
gagnsæju yfirborði rafsvara og
finna óþekkta íhluti í „svörtum
kassa“ með raffræðilegum aðferð-
um.
Gífurlega yfirburði kínversku
nemendanna í keppninni má að
nokkru leyti skýra með stærð
landsins því við setningarathöfnina
kom fram að 400 þúsund kínversk-
ir nemendur tóku þátt í forkeppn-
inni fyrir þessa Ólympíuleika. Til
samanburðar má nefna að tæplega
200 íslenskir nemar kepptu í lands-
keppninni hér í byijun árs 1994.
Keppnin á íslandi 1998
Islendingar hafa nú skuldbundið
sig til að halda Ólympíuleikana í
eðlisfræði hér á landi sumarið
1998. Það er ljóst að slík fram-
kvæmd krefst mikils undirbúnings
og gífurlegrar vinnu og er hún
raunar þegar hafin. Búast má við
að þátttökuþjóðirnar verði allt að
60 en það þýðir að hingað kæmu
væntanlega um 300 keppendur og
a.m.k. 120 farastjórar.
íslendingar eru fámennasta
þjóðin sem tekið hefur að sér að
halda leikana en ljóst er að hún
getur orðið mikil lyftistöng fyrir
eðlisfræði í landinu. Það hefur
komið fram m.a. í máli háskóla-
rektors nýlega að aðsókn að verk-
fræði- og raunvísindadeild Háskóla
íslands hefur farið dvínandi á und-
anförnum árum. Þetta má að
nokkru skrifast á reikning þess að
raungreinakennslu hefur ekki verið
nægilega vel sinnt í íslenskum
skólum. Einnig hefur hvatning til
nemenda til að velja þessar greinar
ekki verið næg. Virk þátttaka okk-
ar í keppni á borð við Ólympíuleik-
ana er ein þeirra leiða sem hægt
er að fara til að glæða áhuga ís-
lenskra ungmenna á raunvísindum
og tryggja að hér verði ætíð nóg
af menntuðu fólki til að halda uppi
tæknivæddu nútímasamfélagi.
Á Torgi hins
himneska friðar
Á TORGI hins himneska friðar þar seni engin merki sjást
lengur um uppreisn stúdentanna sem var barin niður árið
1989. „Það er þó augljóst ef kínverskir túlkar og fararstjórar
eru inntir eftir þeim atburðum að þeir vilja helst ekkert um
þá ræða. Kínveijar virðast átta sig á fordæmingu heimsins á
þeim ofbeldisverkum sem þarna voru framin og fara því und-
an í flæmingi þegar þessa atburði ber á góma“, segir íslenzki
fararstjórinn á ólympíuleikunum í eðlisfræði.
\
Ekki bara strákagrein i
I
PORTÚGALSKA liðið sem nú tekur þátt í keppninni í
fyrsta sinn. „Andinn í liðinu er góður og strákarnir
eru bara ágætir," sögðu Teresa og Claudia.
ÞAÐ hefur einkennt ólympíuleikana
í eðlisfræði að meginþorri keppenda
á þeim eru drengir. í fyrra voru t.d.
aðeins fimm stúlkur af um tvöhundr-
uð þátttakendum. Hlutfallið var að-
eins skárra í ár eða fjórtán stúlkur
frá tíu löndum. Tvær stúlknanna
fengu viðurkenningu fyrir árangur
sinn í keppninni og var íranska stúlk-
an Yasaman Farsan í 43. sæti með
24,3 stig sem er mjög góður árangur.
Þótt stúlkurnar séu fáar er greini-
legt að þær njóta þess engu síður
en drengirnir að hafa fengið tæki-
færi til að taka þátt í því ævintýri
sem Ólympíuleikarnir óneitanlega
eru. Keppendur hafa mjög oft lokið
prófum frá menntaskóla í heimalandi
sínu og framundan bíður háskólanám
í eðlisfræði eða skyldum greinum auk
þess sem margir hyggja á tónlist-
arnám. Það fylgir því alltaf nokkur
spenna að velja sér braut í lífinu.
Þannig er um Metku Demsar, 18 ára
stúlku frá Slóveníu, sem verður nú
að velja á milli raunvísindanna og
þess að ná frekari árangri á fiðluna
sína. „Ég verð að velja því það er
vonlaust að ætla að ná toppárangri
á báðum sviðum, en valið er vissu-
lega erfitt.“
Portúgalar með fyrsta sinni
í portúgalska liðinu sem tekur nú
þátt í ólympíuleikunum í fyrsta sinn
eru tvær stúlkur. Fréttaritari Morg-
unblaðsins tók þær Teresu Maríu
Freitas og Claudiu Patriciu Cruz tali
og spurði þær fyrst hvernig þær
hefðu verið valdar til keppninnar.
Þær sögðust hafa verið í hópi fimm
bestu í landskeppninni enda væru
stærðfræði og eðlisfræði þeirra uppá-
haldsfög í skóla. Þær stefna báðar á
háskólanám í verkfræði næsta vetur.
Aðspurðar um það hvers vegna þær
teldu að svo fár stúlkur væru með í
keppninni sögðust þær telja að þar
réðu mestu fordómar fólks um að
eðlisfræði væri bara strákagrein. í
Portúgal er hlutfall stúlkna í eðlis-
fræðideildum menntaskólanna þó
mun hærra en í ýmsum öðrum lönd-
úm, t.d. hér á íslandi, og sögðu þær
að margar vinkonur þeirra hefðu
gaman af eðlisfræði. Hins vegar
krefðist það gífurlegrar vinnu að ná
svo langt að vera valinn í ólympiulið-
ið og þær hefðu þurft að leggja tals-
vert hart að sér til að ná þeim
árangri. Helsta muninn milli kynja
varðandi eðlisfræðina töldu þær vera
þann að strákarnir væru áhugasam-
ari um allt sem tengdist tækninni
og þeim tækjum sem notuð væru við
eðlisfræðitilraunir á meðan áhugi
stúlknanna væri meiri á eðlisfræðinni
sem vísindum.
Texti og myndir: Ingibjörg
Haraldsdóttir.