Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
RADA UGL YSINGAR
Hársnyrtifólk
Hárskeranemi, sem er að Ijúka
Iðnskólanum, óskar eftir vinnu.
Hef meðmæli.
Uppl. f síma 653508 eftir kl. 18.00.
Gott húsnæði
við Dragháls
350 fm húsnæði, upplagt fyrir heildsölur og
léttan iðnað. Stór innkeyrsluhurð.
Upplýsingar í símum 985-20369 og 877535,
á kvöldin Hans 35832 og Stefán 685853.
Ókeypis námskeið hjá Kolaportinu
Árangursríkar
fjáröflunarleiðir
Ókeypis námskeið í kvöld, 1. desember,
kl. 20.00, fyrir þá, sem hafa áhuga á tekjuöfl-
un í Kolaportinu. Farið verður yfir ýmsar ár-
angursríkar leiðir til tekjuöflunar á markaðs-
torginu, allt frá því að selja eigið kompudót
til fulls atvinnurekstrar í þessu umhverfi.
Fullt var á síðasta námskeiði og þeir, sem
lentu þá á biðlista, eru beðnir að láta vita,
ef þeir vilja komast að á þessu námskeiði.
Skráning fdag kl. 9.00-17.00 hjá Kolaportinu
í síma 625030.
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Samkeppni um
hönnun Engjaskóla
Reykjavíkurborg efnir til tveggja þrepa sam-
keppni um hönnun ca 4.500 ferm. skóla í
Engjahverfi í Reykjavík. Fyrra þrep sam-
keppninnar er opin hugmyndasamkeppni,
þar sem leitað verður eftir hugmyndum kepp-
enda um einsetinn, heildstæðan grunnskóla.
Sex tillögur verða valdar í síðara þrep sam-
keppninnar og að samkeppninni lokinni verð-
ur samið við höfund (höfunda) þeirrar tillögu,
sem hlýtur 1. sæti, um áframhaldandi hönn-
un Engjaskóla. Jafnframt verða á síðari stig-
um valdir hönnuðir grunnskóla í Víkurhverfi
og Borgahverfi úr hópi þeirra höfunda, sem
keppa í síðara þrepi.
Öllum, sem eru félagar í Arkitektafélagi ís-
lands eða hafa réttindi til að leggja aðalupp-
drætti fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur, er
heimil þátttaka í samkeppninni.
Keppnisgögn verða afhent þátttakendum hjá
trúnaðarmanni dómnefndar, Sigurði Harðar-
syni, arkitekt, á skrifstofu Arkitektafélags
íslands, Freyjugötu 41 (Ásmundarsal),
Reykjavík, á milli kl. 8 og 12 virka daga frá
og með föstudeginum 2. desember og önnur
gögn frá þriðjudeginum 6. desember nk.
Skiladagur tillagna í fyrra þrepi er miðviku-
dagurinn 25. janúar 1995.
Dómnefnd.
Aðalfundur HK
sem vera átti í kvöld, 1. desember, er frest-
að um óákveðinn tíma.
Aðalstjórn HK.
Hvað er framundan
í f ramkvæmdum?
Hvernig þróast verktakamarkaðurinn?
Opinn félagsfundur laugardaginn 3. desem-
ber 1994, kl. 15.00, á Hótel Loftleiðum.
Gestir fundarins: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, og Helgi Hallgrímsson, vega-.
málastjóri.
Frummælandi: Ólafur Þorsteinsson.
Allir velkomnir.
Félag vinnuvélaeigenda.
Hjúkrunarfræðingar, sem
áhuga hafa á menntunar-
og fræðslumálum
Framhalds stofnfundur fagdeildar fyrir hjúkr-
unarfræðinga, sem áhuga hafa á menntun-
ar- og fræðslumálum, verður haldinn í húsi
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Suður-
landsbraut 22, 3. hæð, 1. desember 1994
kl. 20.30.
Allir, sem áhuga hafa á þessum málum, eru
hvattir til að mæta.
Undirbúningsnefnd.
Kaupi gamla muni
s.s. skrautmuni, bækur, myndir, málverk,
silfur, silfurborðbúnað, Ijósakrónur, lampa,
bollastell, hatta, platta, gömul póstkort og
smærri húsgögn.
Upplýsingar í síma 91-671989.
Geymið auglýsinguna.
Reyðarfjarðarhreppur
auglýsir
Þeir aðilar, sem hyggjast sækja um húsa-
leigubætur fyrir árið 1995, er bent á, að
leggja þarf inn umsóknir fyrir 15. desember
nk. ef bætur eiga að greiðast í janúar 1995.
Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu sveitar-
félagsins þar sem einnig eru veitta nánari
upplýsingar.
Sveitarstjóri Reyðarfjarðarhrepps.
Hafnarfjörður
Verkakvennafélagið
Framtíðin
Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé-
lagsins um stjón og aðrar trúnaðarstöður
liggja frammi á skrifstofu félagsins, Strand-
götu 11, frá og með fimmtudeginum 1. des-
ember til og með 6. desember nk.
Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17.00
þriðjudaginn 6. desember og er þá fram-
boðsfrestur útrunninn.
Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 fullgildra
félagsmanna.
Verkakvennafélagið Framtíðin.
Auglýsing um starfs-
leyfistillögu skv. 8. kafla í
mengunarvarnareglugerð
nr. 48/1994
í samræmi við gr. 70.1. ofangreindrar reglu-
gerðar liggur frammi til kynningar á skrifstofu
Kjalarneshrepps í Fólkvangi frá 2. desember
1994, starfsleyfistillaga fyrir fyrirtækið:
Stjörnugrís hf., Vallá, Kjalarnesi.
Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir
aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og
forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar
eða nálægrar starfsemi.
2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti
orðið fyrir óþægindum vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, er
málið varðar.
Athugasemdir ef gerðar eru, skulu vera skrif-
legar og sendast Heilbrigðisnefnd Kjósar-
svæðis, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ, fyrir
31. desember 1994.
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.
Nauðungaruppboð
á lausafé
Eftir kröfu Atla Gíslasonar hrl., vegna Lífeyr-
issjóðs verksmiðjufólks, fer fram nauðungar-
sala á eftirfarandi lausafé, talið eign Hrað-
hreinsunar:
Philipp Loos Gmbh Monarc Bn 18481/04,
gufuketill, serisnr. 26560.
Uppboðið fer fram þar sem lausaféð er stað-
sett í Súðarvogi 7, Reykjavík, fimmtudaginn
8. desember 1994 kl. 11.00.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.
. V
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
Landsmálafélagsins Varðar
Boðað ertil aðalfundar Landsmálafélagsins
Varðar fimmtudaginn 8. desember nk. kl.
20.30 í Valhöll v/Háaleitisbraut.
Dagskrá er skv. lögum félagsins.
Aðalræðumaðurverðurdr. Hannes H. Giss-
urarson, lektor.
Stjórn Landsmálafélagsins Varðar.
Hvert stefnir í
Rússlandi?
f kvöld, fimmtudaginn 1. des. kl. 20.30,
heldur Heimdallur, f.u.s., fund með Arnóri
Hannibalssyni, prófessor, um ástandið
Rússlandi ( dag. Hver heldur um valdatau
mana? Er virkt lýðræði í Rússlandi?
markaðsbúskapur komist þar á legg eða
hafa Rússar ekki náð að brjótast undan
oki sósíalismans? Þessu, ásamt spurning-
um fundarmanna, mun Arnór reyna að
svara í kvöld. Boöið verður upp á itaffi og
eru allir velkomnir.
Stjórn Heimdallar er með viöverutíma á skrifstofu sinni á Háaleitis-
braut 1, sími 682900, á mánudögum milli kl. 16 og 18.