Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 10
.10 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fasteignaeigendur í Reykjavík greiða 0,15% holræsagjald í fyrsta sinn á næsta ári INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að holræsagjald- ið, sem í fyrsta sinn verður lagt á eigendur fasteigna í Reykjavík á næsta ári, fari óskipt til holræsa- framkvæmda á vegum borgarinnar, en á næstu tíu árum er áætlaður kostnaður við slíkar framkvæmdir að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. Borgarstjóri segir að gjaldið skili borgarsjóði um 550 milljónum króna á ári, en það verður 0,15% af fasteignamati og leggst það bæði á íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði. Sem dæmi má nefna að fyrir íbúð sem metin er á sjö milljón- ir króna verður gjaldið tíu þúsund krónur. Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, kallar holræsagjaldið klósettskatt, og segir hann samanburð á milli sveitarfélaga sýna að engin þörf sé á þessum aðgerðum nema til þess eins að íjármagna loforðalista R- listans. Mishátt gjald Holræsagjald er nú lagt á í 26 af 31 kaupstað á landinu, en auk Reykjavíkur er það ekki lagt á í Neskaupstað, Dalvík, Vestmanna- eyjum og á Seltjarnarnesi. Hvað önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu varðar eru álagningarregl- ur þær fyrir árið 1994 að í Kópa- vogi er lagt á 0,13%/holræsagjald, í Garðabæ 0,07%, í Hafnarfirði 0,1% og í Mosfellsbæ 0,1%. Árið 1993 var álagningin í Kópavogi 0,13%, í Hafnarfirði 0,1% í Mosfellsbæ 0,15% og í Garðabæ 0,15%, en þar var lagt á sérstakt holræsagjald frá 1987 til sjö ára til að standa undir framkvæmdum við holræsagerð. Kostnaður vegna framkvæmda við holræsagerð á vegum Reykja- víkurborgar hefur undanfarin ár að mestu leyti verið ijármagnaður með lántökum, og nú í árslok nemur kostnaðurinn tæplega _____________ 1.900 milljónum króna. Áætluð heildarfjárfesting Reykjavíkurborgar í hol- ræsamálum á næstu 12 árum er hins vegar áætl- uð tæplega 8,5 milljarðar króna, og er þá meðtalinn vaxtakostnaður og afborganir af þeim lánum sem sérstaklega hafa verið tekin vegna þessa verkefnis. Gjaldið er innheimt í 26 af 31 kaupstað Mætti ná 6% sparnaði með hagræðingu Holræsagjald er inn- heimt í flestum kaup- stöðum. Borgarstjóri segir það ganga óskert til holræsamála. Oddviti sjálfstæðis- manna segir það fjármagna kosningaloforð R-listans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að hún liti svo á að þó um fasteignaskatt sé að ræða sé holræsagjaldið ekki skattur í þeirri merkingu að nota megi hann til hvers sem er, heldur eigi einungis að nota gjaldið til að greiða kostnað vegna holræsagerð- ar. „Ef við hefðum hins vegar farið eins að og Kópavogur ætlar að gera og hækkað útsvarsprósentuna úr 8,4% í 9,2% þá hefði það skilað okkur um 750 milljónum, en við tókum hins vegar þá ákvörðun að hækka útsvarið ekki,“ sagði hún. Aðspurð um hvert holræsagjaldið væri reiknað á hvern íbúa í höfuð- borginni sagði hún að slíkir útreikn- _________ ingar lægju ekki fyrir. Aðspurð hvort borgar- stjórnarmeirihlutinn væri að afla fjármagns með holræsagjaldinu til þess að greiða niður skuldir borgarinnar sagði Ingibjörg Sólrún svo ekki vera, því meira og minna allt það fé sem innheimtist með þessum hætti færi til holræsafram- kvæmda. „Við erum á næsta ári með slík- ar framkvæmdir upp á 400 milljón- ir króna og árið 1996 sjáum við fram á að kostnaðurinn verði allt að milljarður vegna þess að þá kem- ur dælu- og hreinsistöð á Mýrar- götu inn af fullum þunga. Áfallinn kostnaður vegna holræsamála er í árslok um 1.850 milljónir, en mest af því er fyrir lánsfé. Á næstu árum verðum við að greiða í vexti og afborganir vegna þessara lána sem tekin hafa verið 1.620 milljónir. Það er partur af þessum vanda sem við erum að takast á við,“ sagði hún. Aðspurð um hvort fyrirhugaðar væru einhveijar fleiri álögur á borg- arbúa eða gjaldahækkanir sagði Ingibjörg Sólrún að svo væri ekki. „En auðvitað skoðum við sjálf- sagt eins og öll sveitarfélög á land- inu eru að skoða allar sínar gjald- skrár og ýmislegt slíkt, en öll eigum við við verulegan fjárhagsvanda að etja og ekki síst við hér í Reykjavík þar sem reksturinn er farinn að taka nánast allar tekjumar. Við erum semsagt að skoða alla mögu- leika og sumt hlýtur svo náð fyrir augum okkar og annað ekki. Það kemur bara í ljós. En það er ástæða til að hafa það í huga að það eru nánast öll sveitarfélög í landinu sem leggja á holræsagjald." Holræsagjald kom aldrei til álita Ámi Sigfússon sagði í-samtali við Morgunblaðið að á meðan Sjálf- stæðisflokkurinn hefði __________ verið í meirihluta í borg- arstjóm hefði aldrei kom- ið til álita að leggja á holræsagjald til að standa undir kostnaði við fram- “““““ kvæmdir í þeim málaflokki. Litið hafi verið á slíkar aðgerðir sem skattahækkanir og sjálfstæðismenn hefðu lagt áherslu á að Reykvíking- ar nytu lægstu skatta. Hann sagði 1.620 milljón- ir í afborganir og vexti lána að það væri mikill misskilningur sem fram hefði komið að þessi að- gerð R-listans væri til þess að greiða upp skuldir borgarinnar, heldur væri hún til þess að fjár- magna nokkur af kosningaloforðum R-listans. „Það er búið að blása fjármál borgarinnar úr öllu samhengi við það sem er að gerast hjá öðrum sveitarfélögum. Það mætti halda að hér sé staðan langverst og þess vegna þurfi að bregðast við með svona harkalegum hætti að skatt- leggja borgarbúa. Samkvæmt nýút- kominni Árbók Sambands íslenskra sveitarfélaga skuldar Reykjavík árið 1993 94.800 kr. á hvern íbúa, en aðrir kaupstaðir skulda að með- altali 115.700 kr. Samt eru skatt- tekjur okkar undir landsmeðaltali. Líka kemur fram að greiðslubyrði lána á íbúa er 23% af landsmeðal- tali í Reykjavík en 168% hjá öðrum kaupstöðum. Auðvitað hafa þessi hlutföll versnað í Reykjavík rétt eins og hjá öðrum kaupstöðum frá 1993. En að halda því fram að Reykjavík sé í einhverjum sérstök- um vandræðum og að fárast yfir fortíðarvanda er léleg afsökun sem enginn sveitarstjórnarmaður getur tekið mark á,“ sagði Ámi. Hann sagði að með aukinni hag- ræðingu í rekstri borgarinnar mætti ná um 6% sparnaði, eða um 600 milljónum króna. Hann vildi hins vegar ekki nefna nein ákveðin dæmi um hvar mögulegt væri að ná fram þeirri hagræðingu þar sem hann vildi ekki leggja hugmyndir sjálf- stæðismanna á borðið fyrir R-list- ann. Aðspurður hvort það væri ekki borgarbúum í hag að slíkt kæmi fram sagði Árni að það ætti eftir að koma í ljós í tengslum við fjár- hagsáætlun borgarinnar hvernig minnihlutinn í borgarstjórn vildi taka á þessum málum. „Þessi ákvörðun um að skatt- leggja með þessum hætti, þ.e. að taka skatt af íbúðareign fólks, er mjög vafasöm. Það er ekki verið að miða við tekjurfólksheldureignir, og þetta kemur verst niður á öldruð- um og barnmörgum fjölskyldum sem eru eðlilega í stærra húsnæði. Þetta er klósettskattur sem er ofan á allt illa hugsaður,“ sagði Árni. Einbýlishús til sölu Þessi fallegu vel fyrir- komnu einbýlishús við Starengi nr. 108,110 og 112 (næsta gata við golfvöllinn á Korpúlfs- stöðum) eru til sölu. Fullfrágengin að utan, en tilbúin að innan undir gólfefni. Stærð: 130 fm + bílskúr 35 fm. Þetta eru timburhús, lóð er jöfnuð og hiti í gangstíg og bílastæðum. Nr. 108, sem er endahús, verður komið með hitalögn þann 31.12.1994. Til afh. 1. mars 1995. Verð aðeins kr. 13 millj. Sótt hefur verið um hús- bréf og beðið eftir þeim. Allar frekari upplýsingar að Smíðsbúð, Garðabæ, sími 656300, Sigurður Pálsson. Skagaströnd Stúlkur og bam björg- ; uðust úr sökkvandi bíl TVÆR systur, Bjamey Gunnarsdótt- ir, 14 ára, og íris Gunnarsdóttir, 17 ára, og 7 mánaða sonur írisar, Garð- ar, björguðust í land á Skagaströnd á sunnudag eftir að hafa lent út í sjó á bíl föður systranna. Beint fram af grjótgarðinum Bjarney segir að þær systur hafi verið að keyra eftir götu sem liggur í beygju við sjóinn. „Garðar var orðinn órólegur í bílnum og við fórum að leita að snuðinu hans. Þá sáum við allt í einu að við vorum á leiðinni út úr beygjunni og út í sjó, nokkurn veginn beint fram af gijótgarðinum. Ég fór strax og leysti strákinn, íris tók hann meðan ég opnaði dyrnar mín megin, hún rétti mér hann og ég synti með hann í land. íris ætlaði að koma á eftir mér en dyrnar lokuðust á hana og hún þurfti að hamast á hurðinni sin meg- in til að komast út. Ég náði að halda Garðari upp úr þannig að hann fór aldrei alveg ofan í vatnið. Ég hljóp ( inn í einhvern bíl og reyndi að hlýja stráknum. Svo kom vinkona írisar og keyrði okkur heim og svo kom I íris rétt á eftir. Ég fann eiginlega ekkert fyrir kuldanum fyrr en ég fór að klæða mig úr,“ segir Bjarney. Bíllinn í kaf Bjamey segir að engin vitni hafi orðið að óhappinu. Bíllinn fór að lok- um að mestu leyti á kaf í vatn, að- eins sást í toppinn. Hann var dreginn , upp úr sjónum og er rafmagnskerfið í honum ónýtt en bílinn óskemmdur ' að mestu að öðru leyti. | Miðvangur 8 - Hafnarfirði Nýkomin í einkasölu falleg 3ja herb. íbúð á efstu hæð (3. hæð) á eftirsóttum útsýnisstað í Norðurbænum. Sérþvottahús. Gufubað og frystiklefi. Suðursvalir. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.