Morgunblaðið - 11.01.1995, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚÁR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÖRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reýkjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NYTT
B AND ARÍKJ AÞIN G
NÝR MEIRIHLUTI tók við völdum á Bandaríkjaþingi í síð-
ustu viku. í fyrsta skipti í fjörutíu ár ráða repúblikanar
ríkjum jafnt í fulltrúa- sem öldungadeildinni.
Þetta gerist einungis tveimur árum eftir að Bill Clinton tók
við sem forseti, með það að markmiði að hverfa frá hinni
íhaldssömu 'Stefnu Ronalds Reagans og George Bush. Honum
hefur orðið lítið ágengt í að koma stefnumiðum sínum í fram-
kvæmd og nú, þegar hann getur ekki lengur treyst á stuðning
þingsins, verður erfiðara en ella að ná fram stórvægilegum
breytingum, t.d. á bandaríska heilbrigðiskerfinu.
Hinir nýju leiðtogar repúblikana á þingi, með Georgiuþing-
manninn Newt Gingrich í fararbroddi, ætla sér hins vegar
stóra hluti og hafa heitið að koma stefnuskrá sinni, sem þeir
nefna „Samning við Bandaríkin“ í framkvæmd á nakkrum
mánuðum.
Þessar breytingar á valdajafnvæginu í Washington eru ekki
fyllilega sambærilegar við þær sem áttu sér stað er Reagan
komst til valda á sínum tíma. Á þeim tíma hafði um nokkurt
skeið átt sér stað mikil fræðileg gerjun meðal bandarískra
hægrimanna sem braust út með kjöri hins íhaldssama Reagans.
Hugmyndafræðin að baki sigri Gingrich er hins vegar ekki
sprottinn upp meðal fræðimanna heldur almennings. Umskipt-
in endurspegla öðru fremur megna óánægju með „valdastétt-
ina“; stjórnmálamenn og fjölmiðla. Bandaríkjamenn telja veru-
leika stjórnmálanna í Washington eiga orðið lítið sameiginlegt
með þeirra daglega lífi.
Margar þær hugmyndir sem settar eru fram í stefnuskrá
repúblikana eru líka allrar athygli verðar, ekki síst þær sem
miðast að því að skera niður og einfalda stjórnkerfið.
Það má hins vegar draga í efa að þær róttæku breytingar,
sem nú eru boðaðar, verði að veruleika. Marga þingmenn repú-
blikana skortir pólitíska reynslu og leiðtogi þeirra hefur þegar
sýnt að hann á auðvelt með að misstíga sig. Reynslan hefur
að auki sýnt að það er ávallt auðveldara að lofa niðurskurði
en að framkvæma hann.
SKILNINGSLEYSI
HVERRA?
IMORGUNBLAÐINU á föstudag var birtur kafli úr bréfi,
sem fjármálaráðuneytið sendi Verzlunarráði vegna athuga-
semda við aukagjald, sem lagt hefur verið á innfluttan bjór til
að vernda innlenda framleiðslu. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
hefur nú gert athugasemdir við þetta gjald, þar sem það brýtur
í bága við EES-samninginn og er talið skekkja samkeppnis-
stöðu.
í bréfinu, sem undirritað er af embættismanni í ráðuneytinu
fyrir hönd ráðherra, segir: „Fjármálaráðuneytið treystir því
fyllilega að samningsaðilar okkar innan EES og stofnanir á
þess vegum hafi fullan skilning á þessum sjónarmiðum [um
vernd innlendrar framieiðslu] og telji þessar aðgerðir í fullu
samræmi við tilgang EES-samningsins . . .“
í Morgunblaðinu daginn eftir var Guðmundur Árni Stefáns-
son, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og fyrrverandi félags-
málaráðherra, spurður álits á þeirri niðurstöðu endurskoðunar-
fyrirtækis að viðskipti Hafnarfjarðarbæjar undir hans forystu
við Hagvirki-Klett hf. brjóti í bága við 89. grein sveitarstjórnar-
laga.
Þingmaðurinn svaraði: „Ég hef ekki séð þessa skýrslu og
get ekki svarað einstökum efnisatriðum en mér finnst þetta
mál endurspegla skilningsleysi núverandi meirihluta á þörfum
atvinnulífs og eðli samskipta bæjarins við stór atvinnufyrir-
tæki í bænum.“
í fyrra tilvikinu, sem hér er nefnt, heldur ráðuneyti í stjórn-
arráði íslands því fram að ekki þurfi að fara eftir alþjóðasamn-
ingi, sem lögfestur hefur verið á Isiandi og veitir erlendum
fyrirtækjum jafnan rétt á við innlend. Ráðuneytið væntir
„skilnings" og lítur því væntanlega svo á að athugasemdir
ESA nú beri vott um skilningsleysi.
í síðara tilvikinu gefur stjórnmálamaður, sem áður stýrði
einu stærsta sveitarfélagi landsins og bar síðar ábyrgð á því
ráðuneyti, sem ber að hafa eftirlit með að sveitarstjórnarlögum
sé fylgt, f skyn að það sé „skilningsleysi" að vænta þess að
farið sé að lögum í samskiptum sveitarfélags og atvinnufyrir-
tækis.
Hvort tveggja ber þetta vott um þá tilhneigingu til geðþótta-
ákvarðana og þann skort á reglufestu, sem einkenna íslenzka
stjórnsýslu og stjórnmál í alltof ríkum mæli. Spyrja má hvorir
sýni meira skilningsleysi, þeir sem vilja beygja reglurnar eða
hinir, sem benda á að bæði alþjóðasamningar og landslög eru
til þess að fara eftir þeim og hlutverk þeirra er í og með að
veita stjórnvöldum aðhald.
Tæknifijóvgunarnefnd hefur skilað tveimur útgáfum af
Notkun
gjafaeggja
álitaefni
Tæknifrjóvgunamefnd hefur skilað tveimur útgáf-
um af fmmvarpi til laga um tæknifrjóvgun. Önn-
ur gerir ráð fyrir notkun gjafasæðis. Hin leyfír
að annað hvort sé notað gjafasæði eða gjafaegg.
* +
Anna G. Olafsdóttir leitaði álits Þórðar Oskars-
sonar sérfræðings á glasafrjóvgunardeild á helstu
kostum og göllum á notkun gjafakynfruma.
EINS OG öðrum lífverum er
mannkyninu eðlilegt að
geta af sér afkvæmi.
Langflestir eignast börn
einhvern tíma á ævinni og sjaldgæft
er að gagnkynhneigð pör taki
ákvörðun um að láta barneignir eiga
sig. Þegar litið er til barneigna má
heldur ekki gleyma því að stór hópur
mannkyns á við ófrjósemi að stríða.
Reyndar segja opinberar tölur að
allt að tíunda hvert par eigi við ófijó-
semisvanda að etja af ýmsum orsök-
um.
Stórstígar framfarir á sviði lækna-
vísinda hafa valdið því að sífellt er
hægt að hjálpa fleiri ófrjósömum
pörum að eignast börn. Tæknifrjóvg-
un skiptir sköpum í því sambandi,
en með því er annars vegar átt við
getnað í framhaldi af tæknisæðingu
(sæði komið fyrir í eða við kynfæri
konu) og hins vegar glasafrjóvgun
INNLENDUM
VETTVANGI
(fijóvgun utan líkama) og hefur
hvort tveggja verið tekið upp hér á
landi. Tæknisæðing var tekin upp
árið 1980 og starfsemi glasafrjóvg-
unardeildar Landspítalans hófst
haustið 1991.
Lagagrunnur
Glasafijóvgunardeildin .var ekki
opnuð fyrr en fyrir lágu reglur
stjórnarnefndar ríkisspítalanna um
FÓSTURVÍSIR á é
starfsemina, enda ljóst að um afar
viðkvæmt svið væri að ræða. Sam-
kvæmt reglunum skal par sem
gengst undir meðferð hafa verið í
hjúskap eða óvígðri sambúð í að
minnsta kosti þijú ár áður en með-
ferð hefst. Konan skal ekki vera eldri
en 42 ára. Eigi parið fleiri en eitt
barn saman fær það ekki aðgang
að meðferðinni. Notkun gjafa-
frumna, þ.e.a.s. bæði sæðisfrumna
og eggfrumna og frysting fósturvísa
er óheimil.
Með reynslu og þekkingu hefur
krafan um traustan lagalegan grunn
hins vegar orðið háværari. Alþingi
fjallaði um málið árið 1986 og sam-
þykkti í framhaldi af því skipun
nefndar til að kanna réttaráhrif
tæknifijóvgunar og gera tillögur um
hvernig réttarstaða aðila verði
tryggð- Nefndina skipuðu Ólafur
W. Stefánsson, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, formaður,
Jón Hilmar Alfreðsson, yfirlæknir,
tilnefndur af læknadeild Háskólans,
Ásta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðu-
maður Námsráðgjafar HÍ, tilnefnd
af Barnaverndarráði, Ólafur Axels-
son og Þórður S. Gunnarsson, hæst-