Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR SNJOFLOÐ OG ILLVIÐRI
Sextán ættingjar Margrétar Elíasdóttur voru í húsi sem slapp við snjóflóðið
Súðavík var
eins og ein
stór fjölskylda
Ísafírdi. Morgnnbladiö.
SÚÐAVÍK var eins og ein stór fjöi-
skylda og við höfum flestöll misst
ættingja og vini,“ sagði Margrét
Elíasdóttir, sem er borin og bam-
fædd í Súðavík og á þar systur og
foreldra.
Margrét og ættingjar hennar, 16
manns, voru öll saman komin í Fög-
rubrekku, heimili systur hennar, Sig-
ríðar Hrannar, sveitarstjóra og
sluppu þegar snjóflóðið féll á nálæg
hús á mánudagsmorgun. -------------
„Við höfðum verið í mat-
arboði heima hjá mér, á
Aðalgötu 48, þar sem tal-
ið var að hættan væri
mest,“ sagði Margrét en
uppúr miðnætti eftir al-
mannavarnanefndarfund
var ákveðið að að rýma
heimili Margrétar og ná- ““““
læg hús og fór því öll fjölskyldan í
gröfu og bíl að heimili Sigríðar
Hrannar í hinum enda kauptúnsins.
„Ég hef búið í Súðavík mestalla
mína ævi og við höfðum öll fyrirboða
um að eitthvað væri í vændum. Þess
vegna fórum við ekki strax að sofa
heldur fengum okkur kaffi og sátum
lengi og töluðum saman. Við vorum
svo að fara í rúmið um morguninn
þegar síminn hringdi og ég heyrði
systur mína segja að það hefði fallið
snjóflóð og manni væri að blæða út.
Við fórum að sjoppunni. Þar hlúði
ég að konu sem var föst í bíl en
maðurinn hennar hafði skorið sig á
hendi og blæddi mikið úr. Þau voru
í miklu uppnámi og konan bað okk-
ur að fara að leita að börnunum
hennar og grafa þau upp. Við reynd-
um að tala róandi til þeirra og vorum
hjá þeim þangað til læknar og hjúkr-
unarfólk kom frá ísafirði. Þá var
eldra barnið fundið en ekki það
yngra sem er innan við eins árs.
Allt á tjá og tundri
Þetta er ólýsanlegt að litast um
í bænum. Allt á tjá og tundri. Bílar
og húsþök á víð og dreif. Eftir að
björgunarliðið kom fórum við í
frystihúsið og vorum þar þangað við
vorum flutt til ísafjarðar með Fagra-
nesinu," sagði Margrét en hún og
fjölskylda hennar eru meðal um 20
Súðvíkinga sem nú búa á hótelinu á
ísafirði.
Fjölmennt sérþjálfað lið í sálrænni
áfallahjáip hefur verið flutt til ísa-
fjarðar og Margrét var spurð hvort
hún og hennar fólk hefði hlotið slíka
aðhlynningu til að vinna úr áfallinu.
„Nei, okkur finnst eðlilegt að þeir
Fyrirboði
um að eitt-
hvað væri
í vændum
sem hafa misst sína nánustu fái for-
gang.“ Margrét sagðist telja óvíst
hvort samfélagið í Súðavík ætti eft-
ir að bíða bætur þess áfalls sem
snjóflóðin hafa valdið. Hún sagðist
telja líklegt að eldra fólkið vildi snúa
aftur en óvissara væri hvað barna-
fólk gerði og þeir sem misst hefðu
ástvini. Margi’ét sagði að hún sjálf,
eiginmaður hennar, Douglas Eddy,
og börn þeirra tvö, 8 og 12 ára, flytt-
ust eftir þetta til Kanada
en þar voru þau búsett
um tíma en höfðu snúið
aftur til Súðavíkur og
höfðu búið þar í sjö mán-
uði.
Aðspurð hvaða áhrif
hamfarirnar hefðu haft á
börn hennar sagði Mar-
grét að eldra barnið, sem
er drengur, virtist ekki enn hafa
meðtekið til fulls hvað hefði gerst
en dóttir hennar virtist gera sér
betri grein fyrir atburðunum. Bæði
börnin hefðu misst leikfélaga í snjó-
flóðunum.
Margrét sagði að meðal þess sem
leitaði nú á hugann væri sú stað-
reynd að þegar byggt var við Tún-
götu í Súðavík hefðu eldri menn í
þorpinu haft á orði að þar hefðu
áður fallið snjóflóð. 1983 hefðu svo
fallið snjóflóð ofan við byggðina,
hrifið með sér fjárhús en staðnæmst
skammt ofan við byggð. Því hlytu
menn að spyrja sig nú hvort hættan
hafi verið vanmetin af snjóflóðasér-
fræðingum.
Morgunblaðið/Ingibjörg
MARGRÉT Elíasdóttir og Douglas Eddy eiginmaður hennar.
EYÐILEGGING af völdum snjóflóðsins blasti við
björgunarmönnum hvarvetna í Súðavík.
Stöð 2
Vaknaði við hávaða í veðrinu
Bergljót
Jónsdóttir
BERGLJÓT Jónsdóttir,
skólastjóri grunnskólans i
Súðavík, vaknaði á sjö-
unda tímanum við það sem
hún taldi vera hávaða í
veðrinu. Hún sagðist í
samtali við Morgunblaðið
fyrst farið að hugsa um
skólastarf dagsins, hringt
á fréttastofu útvarps til
að aflýsa skólahaldi og
síðan í kennaralið skólans.
Einn af þeim fyrstu sem
hún hringdi í hefði hins
vegar sagt henni hvað
hefði gerst og sagt henni
að drífa sig.að heiman.
Eiginmaður Bergljótar
var á sjó og sjálf sagðist
hún hvorki hafa misst eig-
ur né nána ættingja í flóð-
inu. Hins vegar var talið í
gær að þrír nemendur
skólans hefðu farist. Berg-
ljót sagði það taka mikið
á að fylgjast með raunum
og þjáningum nágranna
sinna og samstarfsmanna
sem misst hefðu nána ætt-
ingja í flóðinu.
Leitað Ieiðsagnar
Aðspurð hvaða áhrif
hún teldi þetta áfall hafa
á samfélagið í Súðavík
sagðist Bergljót vera Vest-
firðingur og hamfarirnar
mundu ekki hafa áhrif á
búsetu hennar í Súðavík.
Hún kvaðst telja brýnt að
opna skólann á ný sem
fyrst en sagðist telja víst
að fjölmargir nemendur
yrðu fjarverandi enn um
sinn og jafnvel út skólaár-
ið. Hins vegar kvaðst hún
mundu leita leiðsagpiar og
aðstoðar sérfróðra manna
um áfallahjálp sem yrði
eflaust ríkur þáttur í starf-
inu fyrst um sinn.
í grunnskólanum í
Súðavík eru fimmtíu nem-
endur. Þar starfa fimm
kennarar, þrír þeirra bom-
ir og barnfæddir Súðvík-
ingar.
Anette Hansen
Högnason
Börnin
voru ein
heima
ANETTE Hansen Högnason,
hjúkrunarfræðingur, er búsett
í Súðavík og fékk fréttir af flóð-
inu þegar hún kom til vinnu
fyrsta vinnudag sinn á sjúkra-
húsinu á ísafírði eldsnemma á
mánudagsmorgun.
Anette segir að aðeins hafi
liðið stutt stund þar til Sigríður
Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri,
hefði látið vita að eiginmaður
hennar, Guðmundur Högnason,
verkfræðingur í Frosta, og þijú
börn þeirra, Kristrún 11 ára,
Tómas Emil 9 ára og Edit 7
ára, væru heil á húfi í Súðavík.
Fjölskyldan býr í Túngötu 17,
tveimur húsum frá snjóflóðinu.
„Ég hafði gist héma í húsi
tengdaforeldra minna um nótt-
ina því ég átti að fara í vinnu
snemma um morguninnn. Guð-
mundur hringdi til að vekja mig
um hálf sjö og fór síðan í vinn-
una niður í frystihús. Stuttu
seinna féll snjóflóðið og björg-
unarmenn voru sendir til að ná
í börnin inn í hús,“ segir Anette.
Hún segist hafa orðið ofsalega
hrædd og nánast fengið áfall
þegar hún heyrði fréttirnar af
flóðinu niður á sjúkrahúsi. En
börnin höfðu ekki vaknað við
drunurnar.
„Björgunarsveitarmennirnir
vöktu þau og fóru með þau nið-
ur í frystihús. Síðan komu þau
hingað til ísafjarðar með
Fagranesinu klukkan fjögur í
gær. Ég var búin að vinna og
tók á móti þeim. Við höfum
verið hérna síðan. Börnin þurfa
á mér að halda. Þau leika sér
en stundum stara þau hugsandi
út um gluggann og skrifa nið-
ur. Núna er stemmningin erfíð
því við erum nýbúin að fá að
vita hveijir fórust í flóðinu. Á
meðal þeirra eru vinir okkar og
leikfélagar barnanna."
Vill ekki búa í Súðavík
Anette er frá Suður-Jót-
Iandi og bjó á ísafirði á árin-
um 1984 til 1990 þegar fjöl-
skyldan fluttist til Danmerk-
ur. Guðmundur og bömin
þijp fluttust síðan til Súða-
víkur í sumar, og Anette kom
á eftir þeim þegar hún hafði
lokið námi í desember. Eins
og gefur að skilja hefur hún
enga reynslu af snjóflóðum á
Jótlandi. „Samt hef ég alltaf
heillast af fjöllunum hérna,“
segir hún. Nú segist hún ekki
geta hugsað sér að flytja aft-
ur til Súðavíkur.
Snj óflóð féllu á raflínur
MIKLAR rafmagnstruflanir og raf-
magnsleysi var á Vestfjörðum í gær en
siyóflóð féllu á raflínur á mörgum stöð-
um. Rafmagn var skammtað á Isafirði
og í Hnífsdal en þar voru keyrðar dísil-
vélar og ein lítil vatnsaflsstöð.
Kristján Haraldsson orkubússtjóri
sagði að dísilvélar væru keyrðar á öllun
norðanverðum Vestfjörðum. Hann sagði
að varaaflstöðvarnar á ísfirði yrðu
keyrðar áfram næstu daga og ekki væri
vitað um tjón vegna þess hve erfitt væri
að kanna aðstæður. Dísilvélar voru
keyrðar á Flateyri og Suðureyri og allar
sveitir í Önundarfirði voru án rafmagns.
21 staur brotinn
Fjögur snjóflóð hafa fallið í norðan-
verðum Dýrafirði í ofviðrinu síðustu
daga og stórskemmt rafmagnslínur í
Mýrarhreppi auk girðinga. Ekki hafa
orðið skemmdir á mannvirkjum að und-
anskildu íbúðarhúsinu á Núpi.
Stórt snjóflóð, u.þ.b. 5-600 metra
breitt, féll fyrir utan bæinn Gil og klippti
allar þrjár rafmagnslínurnar í sundur,
þ.e. byggðalínuna, sveitalínuna og línuna
yfir í Breiðadal. Rafmagnslaust hefur
því vcrið í Mýrarhreppi síðan í gærmorg-
un. Talið er að 21 staur í línunum þrem-
ur hafi brotnað í þessu snjóflóði sem
gekk alveg niður í sjó og var þá farið
að reka að landi við Þingeyri hinum
megin fjarðar.
Að sögn Sigurðar Gunnarssonar, um-
dæmisstjóra Orkubús Vestfjarða, verður
ekki farið að huga að viðgerð fyrr en
vcðrinu glotar en ljóst er að fá verður
staura og varahluti frá ísafirði. Mýr-
hreppingar verða því rafmagnslausir
áfram en þeir voru rafmagnslausir á
þriðja sólarhring um jólin. Þess má geta
að í Mýrarhreppi er allt rafmagnskynt,
en flestir hafa komið sér upp gasofnum
eða hafa litlar dísilvélar til rafmagns-
framleiðslu.
Rafmagn eftir krókaleiðum
Rafmagn hefur haldist að mestu leyti
á Þingeyri en rafmagn þangað er fengið
eftir löngum krókaleiðum þar sem línan
á milli Mjólkár og Hrafnseyrar er í sund-
ur.
„Við fáum rafmagn frá Mjólká eftir
línu til Tálknafjarðar og þaðan yfir á
Bíldudal og síðan eftir sæstreng yfir
Arnarfjörð í Tjaldanesodda. Þaðan er svo
lína til Hrafnseyrar og loks til Þingeyrar
yfir Hrafnseyrarheiði,“ sagði Sigurður
Gunnarsson.
Að sögn Ingimundar Pálssonar, línu-
manns hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólma-
vík, féll snjóflóð á línuna í Óspakseyrar-
hlíð í Bitrufirði og þar voru fimm bæir
án rafmagns í gær. Þá sagði hann að
Ögurhreppur væri rafmagnslaus en þar
væri það sennilega selta sem ylli útslætti.
Ingimundur sagði að Orkubúsmenn
kæmust ekkert vegna veðurs til að at-
huga með bilanir.
A mánudag var rafmagnslaust norðan
Hólmavíkur en Orkubúsmönnum tókst
að koma rafmagni aftur á í fyrrinótt.
Meðan það rafmagnsleysi varði var
keyrð dísilvél á Drangnsensi en sveitir
voru allar rafmagnslausar.