Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ríkissjóður selur 10,2 milljarða skuldabréf í Japan Tæplega 5% vaxtakostn- aður á árí RÍKISSJÓÐUR hefur tekið að láni á japanska skuldabréfamarkaðnum 15 milljarða japanskra jena sem svara til um 10,2 milljarða króna. Lánið er tekið samkvæmt heimild í lánsfjárlögum og er til almennrar ráðstöfun- ar fyrir ríkissjóð. Skuldabréfin bera 4,90% fasta ársvexti og greiðast upp í einu lagi í lok lánstímans sem er tíu ár. Útgáfugengi bréfanna er 99,75 og útgáfuþóknun 0,325%. Heildar- kostnaður við lántökuna svarar því til um 4,98% vaxta á ári. Kaupend- ur bréfanna eru einkum stofnana- fjárfestar í Japan. Verðbréfafyrirtækið Daiwa Europe Limited í Lundúnum hafði forystu um útgáfuna en aðrar fjár- málastofnanir sem þátt tóku í henni voru Fuji Intemational, Long Temi Credit Bank Intemational, Mitsui Trust Intemational, Nippon Credit Intemational, Norinchukin Inter- national, Sanwa International og Union Bank of Switzerland. Seðla- banki Islands annaðist undirbúning lántökunnar fyrir hönd ríkissjóðs. í umsögn alþjóðlegra fjármála- rita um lántökuna kemur fram að verðlagningin hafi verið knöpp og hafa verið útgefandanum mjög hag- stæð. Að sögn Ólafs ísleifssonar, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabankans, er Daiwa Europe í hópi öflugustu fyrirtækja á þessum markaði og nýtur stuðnings ágætra japanskra fyrirtækja ásamt Union Bank of Switzerland, sem seldi hluta bréfanna í Evrópu. „Yfirleitt hefur verið heldur þungt undir fæti á skuldabréfamörkuðum undanfar- ið ár og hefur því ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir lán- tökur til lengri tíma. Japanski markaðurinn varð fyrir valinu vegna þess að hann hefur skorið sig úr að þessu leyti og gefur færi á lánsfé til tíu ára á hagkvæmum kjömm. Tímasetningin þykir sömu- leiðis vera vel heppnuð. Daginn fyr- ir lántökuna fór fram gríðarlega stórt útboð á ríkisverðbréfum í Tokýó. Þegar sýnt var að það útboð hefði tekist vel og markaðurinn væri í góðu jafnvægi var ákveðið að láta til skarar skríða." Aðspurður um horfur á gengis- þróun jensins sagði Ólafur að jenið væri nálægt sögulegu hámarki um þessar mundir og því hentugur lán- tökugjaldmiðill. Á sama tíma væm vextir í japönskum jenum mjög lág- ir. Lánsféð mun styrkja verulega gjaldeyrisforða Seðlabankans og bætir úr þeirri rýrnun sem varð á sl. ári. Olíufélagið Viðskipti fyrir 70 milljónir MIKIL viðskipti hafa verið með bréf í Olíufélaginu hf. á síðustu dögum og hafa hlutabréf fyrri nær 70 milljónir króna skipt um hendur. Þetta munu vera mestu viðskiptin á hlutabréfa- markaðnum sem skráð eru á Verðbréfaþingi það sem af er árinu. Frá 13. janúar hafa bréf að nafnvirði um 11,5 milljónir króna skipt um eigendur, en kaupverð þeirra var um 69,3 milljónir. Stærstu einstöku við- skiptin urðu á föstudag, þegar bréf að nafnvirði 7,5 milljónir voru seld á genginu 6,15, eða á rúmar 46 milljónir, sam- kvæmt upplýsingum Verð- bréfaþings. Það gengi er nokkuð hærra en það hefur verið hæst að und- anförnu, eða 5,9. Önnur við- skipti á tímabilinu 13.-17 janúar hafa verið á genginu 5,9-6. Markaðsvirði Olíufélagsins var skráð í gær 3.675 milljónir króna, þannig að viðskipti síð- ustu daga hafa náð til um 2% af heildarvirði fyrirtækisins. AGA býður út200^ millj- óna skuldabréf á Islandi KAUPÞING gengst fyrir almennu skuldabréfaútboði fyrir sænska fyr- irtækið AGA að upphæð 200 milljón- ir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent fyrirtæki býður út skuldabréf í íslenskum krónum, að sögn Sigurð- ar Einarssonar, hjá Kaupþingi. Markmið útboðsins er að afla fjár til reksturs dótturfélagsins ÍSAGA hf. og að draga úr gengisáhættu vegna reksturs dótturfélagsins hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Kaupþings hefur AGA Á/B fengið einkunnina Al/Pl hjá erlendum matsfyrirtækjum gagnvart langtíma skuldabréfum, en það er sama mat og jíkissjóður íslands hefur. Útgáfan er í 5 milljóna króna ein- ingum og eru skuldabréfin til 5 ára. Gjalddagi bréfanna er 19. janúar 2000 og vextir greiðast 19. janúar ár hvert. Af bréfunum reiknast 5,90% vextir frá útgáfudegi og þau eru bundin lánskjaravísitölu. Sala ÍSAGA 380 m.kr. Sala ÍSAGA árið 1994 nam um 380 milljónum íslenskra króna. Um helmingur sölunnar fer til fram- leiðsluaðila, 20% til matvælafram- leiðslu, 20% til heilsugæslu og um 10% til málmiðnaðar. Velta AGA A/B janúar-júní 1994 nam 6.082 milljónum sænskra króna, eða um 55,3 milljörðum íslenskra króna, og hagnaður eftir skatta nam 562 milljónum skr. eða um 5,1 millj- arði ísl.kr. Niðurstaða reikninga fyr- ir allt árið 1993 var velta upp á 146 milljarða ísl.kr (16.063 milljónir skr.) og hagnaður sem nam um 10,3 millj- örðum ísl.kr. (1.136 skr). Á tímabil- inu janúar til september 1994 jók AGA A/B sölu sína um 10% og hagn- aður af rekstri jókst um 15%. Laimagreiðendnr! Launamiðum ber að skila í síðasta lagi 21. janúar Allir sem greitt hafa laun á árinu 1994 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Skilaírestur rennur út 21. i januar Saatchi í vígahug eftir sljómarfund vondon. Reuter. SAATCHI & Saatchi strengdi þess heit í gær að Maurice Saatchi fengi ekki að koma ekki aftur að auglýs- ingafyrirtækinu, sem hann stofnaði ásamt bróður sínum fyrir 25 árum, og ákveðið var á stjórnarfundi að hefja ný málaferli og breyta nafni fyrirtækisins í marz. Vísað var á bug fréttum fjölmiðla um að bróðir Maurice, Charles, hefði reynt að fara sáttaleiðina og ná sam- komulagi um að fyrirtækið yrði leyst upp og Maurice yrði skipaður í nýja stjórn Á síðasta áratug byggði Saatchi upp tvö aðalnetkerfi, Bates Worldwide og Saatchi & Saatchi Advertising Worldwide. Sumir sem vel fylgjast með gangi mála telja að Maurice hafi áhuga á að kaupa upp Saatchi-netkerfíð. Á stjórnarfundi Saatchi & Saatchi var ákveðið að koma á fót „innra ráðuneyti" til þess að fjalla um erf- iðleika þá sem hafa háð fyrirtækinu síðan Maurice var rekinn 16. des- ember. Góð fjárhagsstaða Til þess að róa fjárfesta sagði stjórn Saatchi um helgina að hún hefði kannað fjárhagsstöðu fyrir- tækisins og teldi ekki þörf á að gefa út yfirlýsingu áður en skýrsla um afkomuna 1993 yrði birt 14. marz. En í gær var sagt að auka- fundur hluthafa yrði haldinn til þess að steypa Saatchi & Saatchi í nýtt mót. Hlutabréf í Saatchi hækkuðu um tvö pens í gær. Gert er ráð fyrir 31-32 milljóna punda hagnaði fyrir skatta 1994. Fyrirtækið hefur höfðað skaða- bótamál gegn Maurice og þremur háttsettum strokumönnum, sem ætla að verða samheijar hans í nýju fyrirtæki, „The New Saatchi Agency." Lögbanns er krafizt til þess að koma í veg fyrir „stuld“ á auglýsendum. Maurice hefur ekki gert alvöru úr hótunum um gagn- ákærur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.