Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SNJÓFLÓÐAVARNIR AÞRIÐJA TUG manna fórst í snjóflóðum í Hnífsdal veturinn 1910. Átján manns týndu lífi í snjóflóðum við Siglufjörð 1919. Tólf létust í snjóflóðum í Neskaup- stað 1974. Um þessar mundir ríkir þjóðarsorg vegna náttúruhamfaranna í Súðavík. Ymsar fjallaþjóðir, eins og Norðmenn og Svisslending- ar, hafa langa reynslu af snjóflóðavörnum. Trúlega get- um við sitthvað af þeim lært. Við höfum byggt upp al- mannavarnir, sem eru til fyrirmyndar um margt, en eig- um trúlega ýmislegt ólært þegar kemur að hættumati og snjóflóðavörnum. Haft var eftir Magnúsi Má Magnús- syni, verkefnisstjóra snjóflóðavarna hjá Veðurstofu ís- lands, í Morgunblaðinu í desember sl. að „snjóflóðavarn- ir hafa verið dálítið útundan“ hér á landi. Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá 1985 fela Almannavörnum ríkisins gerð neyðaráætlana og hættumat. Þær setja og reglur um forsendur og að- ferðir við gerð matsins, um flokkun hættusvæða og nýt- ingu þeirra, sem félagsmálaráðherra staðfestir. Sérstök nefnd, Ofanflóðanefnd, er Almannavörnum til ráðuneyt- is. Veðurstofa, sem heyrir undir umhverfisráðuneyti, annast síðan öflun gagna um snjóflóð og snjóflóðahættu, mælingar á snjóalögum, rannsóknir á þeim og gefur út viðvaranir. Sveitarstjórnir fela og sérstökum starfs- manni, sem starfar að fyrirmælum Veðurstofu, að fylgj- ast með snjóalögum. Sveitarfélög eiga og að gera tillög- ur að varnarvirkjum fyrir hættusvæði. Samkvæmt framansögðu koma ekki færri en tvö ráðu- neyti, sveitarstjórnir, Almannavarnir, Ofanflóðanefnd og Veðurstofa að málum. Mikilvægt er að samhæfa vel starf þessara aðila. Magnús Már Magnússon, snjóflóðafræð- ingur Veðurstofu, hefur sagt í fjölmiðlum að taka verði til gagngerrar endurskoðunar allt hættumat vegna snjó- flóða. Það þarf einnig að efla staðbundið eftirlit, m.a. með nýtingu sjálfvirkra mælitækja. Félagsmálaráðherra flutti frumvarp um snjóðflóðavarnir í desembermánuði sl. Það er vonandi merki þess að stjórnvöld hafi í hyggju að styrkja vel fyrirbyggjandi varnir af þessu tagi. BJÖRGUNARMENN standa í hnipri í vélskóflu á leið inn á snjóflóðasvæðið til leitar. Þ Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í 1< RÉTT VIÐBRÖGÐ ÞRÁTT FYRIR ólýsanlega erfiðar aðstæður sem blöstu við Súðvíkingum, björgunarmönnum og skipuleggj- endum almannavarna í bítið í fyrradag, eftir að hörmung- arnar höfðu riðið yfir hið litla sjávarpláss, virðist sem fyrstu viðbrögð heimamanna, með sveitarstjórann Sigríði Hrönn Elíasdóttur í fararbroddi, hafi verið hárrétt, skipu- lögð og þaulhugsuð. Sömu sögu er að segja af skjótum viðbrögðum björgunarsveitarmanna frá Isafirði og Al- mannavarnanefnda ísafjarðar og ríkisins. Það vekur aðdáun, með hversu skjótum hætti Sigríður Hrönn brást við, eftir að hún hafði fengið fregnir af óförunum. Aðeins örfáum mínútum eftir að snjóflóðið skellur á kjarna byggðarinnar í Súðavík, hefur hún gef- ið fyrirmæli um að rýma öll, hús í þorpinu og er búin að koma upp stjórnstöð í frystihúsi staðarins, Frosta hf., og skipuleggja móttöku allra íbúa þorpsins, með sérstökum svæðum fyrir mikið slasaða og minna slasaða. Mikið þrekvirki var unnið af heimamönnum og björgun- arsveitarmönnum, við rafmagnsleysi og fjarskiptaörðug- leika, í glórulausu veðri, þar_ sem skyggni var aldrei meira en 30 metrar, eins og Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði og formaður Almannavarnanefndar Isafjarðar, lýsti hér í Morgunblaðinu í gær. Þá er ekki síður ástæða til þess að nefna hlut Almanna- varna ríkisins, hér í Reykjavík, sem hafa yfirumsjón með skipulagi björgunarstarfs á landsvísu vegna snjóflóðsins í Súðavík. Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Álmanna- varna ríkisins lýsir því í samtali við Morgunblaðið í gær að á fjórða hundrað manns, víðs vegar að af landinu, sé viðriðið hjálparstarfið, flestir af norðanverðum Vest- fjörðum. Samkvæmt þeim fregnum sem borist hafa af starfinu í höfuðstöðvum Almannavarna og umfangsmiklum flutn- ingum á sjó, virðist allt skipulag og yfirstjórn þessa mikilvæga öryggisþáttar í lífi þjóðarinnar á stund sem þessari, virka. Slíkt er mikilvægara, en nokkur orð fá lýst. Við leit í einn oghálfan sólarhring Var við leit að týndum manni á Isafirði þegar fregnir bárust um snjóflóðin í Súðavík AUÐUR Yngvadóttir, sena býr á ísafirði ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, hafði hvorki séð né heyrt í eiginmanni sínum í einn og hálfan sólarhring í gær en hann er einn fjölmargra björgunarsveitar- manna sem hafa tekið þátt í leit að fórnarlömbum snjóflóðsins í Súða- vík. Eiginmaður Auðar, Arnar Stef- ánsson, er félagi í Hjálparsveit skáta á ísafirði, og er eigandi leitarhunds sem notaður er við leitina í Súðavík. Arnar var kallaður út aðfaranótt mánudagsins til að leita _að manni sem talinn var týndur á Isafirði en þegar leit að honum stóð yfir bár- ust honum tíðindi af snjóflóðunum í Súðavík. Langvarandi vont veður „Arnar og bróðir minn, sem er formaður Hjálparsveitar skáta hér á Isafirði, voru kallaðir út til að leita að manni og þá var veðrið vitlaust. Um klukkan sjö um morguninn hringdi hann í mig og sagði mér að þeir væru að fara til Súðavíkur. Þar hefði fallið snjóflóð og orðið mikið slys. Síðan hef ég ekki meira af þessu að segja, nema það sem ég heyri í útvarpinu og reyndar hefur verið rafmagnslaust frá því klukkan ellefu í [gærmorgun]. í dag var mun skárra veður en það er orðið kolvit- laust aftur. Við höfum lítið heyrt af þeim, nema reyndar í [fyrradag] en þá hringdi bróðir minn í konuna sína sem býr í Bolungarvík. Þá voru ÖRÞREYTTIR bjöi þeir staddir í grunnskólanum í Súða- vík í hvíld og komust ekki á milli því seinna flóðið féll þarna á milli. Þeir voru lokaðir þarna inni í [fyrra- dag] en það er þó tiltölulega örugg- ur staður og það gekk allt vel hjá þeirn. Ég býst nú alltaf við að þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.