Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 23 Guðrún Sigtryggur Hjartardóttir Balclvinsson Styrk- veiting úr Listasjóði Pennans ÁRLEG styrkveiting úr Listasjóði Pennans fór fram 12. janúar síðast- liðinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 1992 í minningu hjónanna Margrét- ar og Baldvins Pálssonar Dungal. Markmið sjóðsins er meðal annars að styðja við bakið á ungu myndlist- arfólki sem hefur staðið sig vel í námi og er að leggja á listabrautina. 300 þús. króna styrk hlaut að þessu sinni Guðrún Hjartardóttir. Guðrún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, skúlptúrdeild, 1987 til 1991 og framhaldsnám í fjöltækni í Ensch- ede í Hollandi 1991-1994. Guðrún hefur tekið þátt í fjölda sýninga. Það er einróma álit stjórnar sjóðsins að Guðrún sé verðugur fulltrúi yngri listamanna sem ný- komnir eru úr námi. Hún hafi sýnt óvenju mikla fjölhæfni og fram- sækni í verkum sínum og er órög að tefla saman huglægu efni og hlutlægum formum. Málverk keypt eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson Sigtryggur Bjarni stundaði nám í MHI, málaradeild, og lauk þaðan námi 1990. Hann stundaði síðan nám í fjöltækni í Strasbourg í Frakklandi, sem hann lauk vorið 1994. Sigtryggur hefur haldið eina einkasýningu og tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Sigtryggur setur fram í verkum sínum mjög ákveðna hugmyndafræði sem hann kemur til skila á hefðbundinn hátt. Stjórn Listasjóðs Pennans skipa Hringur Jóhannesson listmálari, Gunnsteinn Gíslason skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans og Gunnar B. Dungal. ------»--»■-♦--- Söngtónleikar í New York Olafur Arni forfallast New York. Morgnnblaöið. SÖKUM veikinda gat Ólafur Árni Bjarnason, tenórsöngvari, ekki komið fram á árlegum söngtónleik- um Stofnunar Marilyn Horne í New York á mánudagskvöldið eins og fyrirhugað var. Olafur Árni er ann- ar tveggja skjólstæðinga sem hin heimskunna söngkona ætlaði sér að kynna áhorfendum sem fjöl- menntu í tónleikasalinn, en við upp- haf dagskrárinnar steig Horne fram á sviðið, greindi frá veikindum Ól- afs og söng síðan fímm lög við ljóð eftir Shakespeare, „til að draga úr vonbrigðunum", eins og hún orðaði það. Hinn tenórinn sem fyrirhugað var að tæki lagið, Stanford Olsen, var einnig forfallaður, en margir kunnir listamenn komu fram; þeirra á meðal píanóleikararnir John Browning og Warren Jones, fiðlu- leikarinn Pinchas Zukerman og söngvararnir Marvis Marin og Hák- an Hagegárd. Sinf óníuhlj ómsveitin Verk eftir Kokkonen, Elgar og Stravinskíj Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói á morgun, fimmtudag kl. 20, verða flutt verkin Sinfónía nr. 4 eftir J. Kokkonen, Selló- konsert eftir E. Elgar og Dísarkossinn eftir I. Stravinskíj. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vanská og einleikari á tón- leikunum er Gaiy Hoffman. Gary Hoffman er einn af eftirsótt- ustu ungu sellóleikurum heimsins í dag. Hann hlaut alþjóðlega frægð þegar hann fyrstu Bandaríkjamanna vann Rostropovitsj-sellókeppnina í París 1986. Hoffman er tíður gestur á alþjóðlegum listahátíðum og hefur hann komið fram með þekktustu hljómsveitum í Evrópu, Bandaríkjun- um og Japan. Óhætt er að skipa selló- konsert Elgars á sess með helstu konsertum sinnar tegundar. Elgar hlaut tón- listarmenntun síðan aðal- lega hjá föður sínum sem var orgelleikari í Worcester á Englandi. í kringum árið 1890 ákvað Elgar að helga sig einvörðungu tónskáld- skap og skipaði hann sér -fljótt í fremstu röð enskra tónskálda með verkum sínum En- igma-tilbrigðunum, óratóríunni Draumur Gerontíusar og síðar selló- konsertinum. Sennilega er Elgar GARY Hoffman sellóleikari. þekktastur hér á landio fyr- ir tónverkið Pomp and Circ- umstance sem er nokkurs konar þjóðsöngur Breta. .Finnska tónskáldið Joon- as Kokkonen fæddist árið 1921. Hann hefur verið mjög virkur í fínnsku tón- listarlífi og er eitt virtasta tónskáld Finna í dag. Meðal verka hans eru kammer- verk, hljómsveitarverk og óperur. Fjórða sinfónía hans var frumflutt á fimmtugsaf- mæli tónskáldsins árið 1971. Það var fyrir tilstilli. ballettmeist- arans fræga Diagíleff að Stravinskíj flutti til Parísar stuttu eftir aldamótin 1900. Samvinna þeirra bar ríkulegan ávöxt s.s. ballettana Eldfuglinn, Pe- trushka og Vorblótið. Árið 1928 þeg- ar slitnað hafði upp úr vináttu og samstarfi þeirra bað dansmær nokk- ur, Ida Rubinstein að nafni, Stra- vinskíj um að semja fyrir sig bailett- tónlist við ævintýri H.C. Andersens, Snædrottninguna. Ballettinn náði aldrei verulegum vinsældum en tón- listin við hann hefur haldið velli og er oft flutt á tónleikum. Hljómsveitarstjóri tónleikanna er sem fyrr segir Osmo Vánská en hann er aðalhljómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Dagana bjóðum 18. til 22. janúar við notaða bíla með xtalausu láni að hán X 600.000 kr. til alltl 24 mánaða. NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opíð laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl 13-16. Fólksbílamir eru afhentir á sóluðum og negldum vetrardekkjum frá Norðdekk. ...V, ’u' NOTAÐIR BIÍAR • NOTAÐIR fílIAR • NOTAÐIR BILAR • NOTADIR BILAR • NOTAÐIR BILAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.