Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR BC/D
14. TBL. 83. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
ÞAU SEM LETUSTISNJOFLOÐINUISUÐAVIK
Aðalsteinn Rafn Haf- Kristján Númi Haf- Hrefna Björg Hafsteins- Hafsteinn Björnsson, Júlíanna Bergsteins- Bella Aðalheiður Vest- Petrea Vestfjörð Vals-
steinsson, tveggja ára, steinsson, fjögurra ára, dóttir, sjö ára, 40 ára, dóttir, tólf ára, fjörð, 39 ára, dóttir, tólf ára,
Túngötu 5. Túngötu 5. Túngötu 5. Túngötu 6. Túngötu 6. Túngötu 7. Túngötu 7.
Hjördís Björnsdóttir, Birna Dís Jónasdóttir, Helga Björk Jónasdótt- Sigurborg Guðmunds- Sveinn G. Salómonsson, Hrafnhildur Þorsteins- Hrafnhildur Þorsteins-
37 ára, 14 ára, ir, 10 ára, dóttir, 66 ára, 48 ára, dóttir, eins árs, dóttir, 49 ára,
Túngötu 8. Túngötu 8. Túngötu 8. Njarðarbraut 10. Nesvegi 7. Aðaígötu 2. Nesvegi 7.
Fjórtán fórust í Súðavík • Mannskæðasta snjóflóð á
Islandi frá 1919 • Leit lokið og björgnnarmenn á för-
um • Tólf komust af úr hamförunum • Tíu ára piltur
fannst lifandi nærri sólarhring eftir snjóflóðið
„Hvar er ég?“ spurði dreng-
urinn björgunarmanninn
FJÓRTÁN manns, þar af átta börn, fórust
í snjóflóðinu sem féll á Súðavík á mánu-
dagsmorgun. Snjóflóðið í Súðávík er það
mannskæðasta á landinu frá því árið 1919,
er átján manns fórust í snjóflóðum í Siglu-
firði. Leit að fórnarlömbum lauk um átta-
leytið í gærkvöldi er sá síðasti fannst í flóð-
inu. Snemma í gærmorgun fannst tólf ára
piltur lifandi í fönninni, rúmlega 23 klukku-
stundum eftir að snjóflóðið féll.
Leitarhundar skiptu sköpum
Þar sem enn er talin mikil snjóflóða-
hætta í Súðavík var hafizt handa um að
flytja björgunarmenn burt sjóleiðina strax
og ailir höfðu fundizt. Áfram er ófært land-
veginn til Súðavíkur, enda versta veður.
Skipin, sem tekið hafa ríkan þátt í björgun-
arstarfínu, hafa sum orðið fyrir áföllum á
leið sinni til og frá bænum.
Tuttugu og sex manns voru í húsunum
sem snjóflóðið féll á. Fjórir fundust strax
eftir að flóðið hafði sópað húsunum á und-
an sér og aðrir ellefu næstú klukkustund-
irnar. Þar skiptu sköpum sérþjálfaðir leitar-
hundar, sem komu með björgunarsveitar-
mönnum frá ísafirði og er talið að þeir
hafi bjargað nokkrum mannslífum.
Fjórir til viðbótar fundust á bilinu kl.
19-22 á mánudagskvöld. Fjórtán ára
stúlka fannst á lífi en þrír voru látnir. í
fyrrinótt fannst einn látinn til viðbótar.
Fannst vafinn í sængina
Laust fyrir klukkan sex í gærmorgun
fannst sá síðasti á lífi í flóðinu, tíu ára
pólskur drengur, Tomasz Lupinski. Tomasz
var vafinn innan í sængina í rúmi sínu, en
milliveggur og annað brak hafði lagzt ofan
á rúmið. Flóðið hafði borið drenginn út í
garð í rúminu. Þegar menn höfðu grafið
frá honum spurði hann björgunarmanninn
sem kom að honum: „Hvar er ég?“ og vissi
ekki hvað hafði gerzt. Hann var illa marinn
í andliti og kaldur á fótum, en virtist ann-
ars heitur, að sögn björgunarmanna.
í gærdag fundust þeir fimm, sem enn
var saknað, allir látnir. Síðasta líkið fannst
á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Áfallið að koma fram
Tólf manns sluppu lifandi úr flóðinu. Þar
af lágu níu á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Isafirði í gær. Enginn þeirra er í bráðri lífs-
hættu, en fram kom á blaðamannafundi í
gær að fólkið á við mikla andlega vanlíðan
að stríða og treystir sér ekki til að ræða
reynslu sína opinberlega. Fólkið er undir
eftirliti og aðhlynningu áfallahóps presta,
lækna og hjúkrunarfræðinga.
„Súðvíkingar eru flestir nátengdir inn-
byrðis og það tekur hvert áfallið við af öðru.
Ekki aðeins hefur fólkið lent í þessum miklu
raunum heldur er það nú að fá fréttir af
afdrifum hvers annars og áfallið er smátt
og smátt að koma fram hjá hveijum og
einum,“ sagði Rúdolf Adolfsson, geðhjúkr-
unarfræðingur, í samtali við Morgunblaðið.
Áfallahjálp fyrir björgunarmenn
Tómas Zoega geðlæknir sagði að sumir
hefðu ekki einvörðungu misst sína nánustu,
heldur allar eigur sínar og hefðu ekki að
miklu að hverfa. Flestir yrðu útskrifaðir
af sjúkrahúsi fljótlega eftir að hafa fengið
nauðsynlega byijunaraðstoð við að vinna
úr áfallinu.
Áfallahjálp hefur einnig staðið björgun-
armönnum tii boða, en hrikaleg aðkoman
og hinar erfiðu aðstæður hafa tekið mjög
á marga þeirra.
■ Snjóflóð og illvlðri
2/4/6/10-11/28-29/56