Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR1995 35 Maður tók strax eftir Lofti enda ekki hægt annað, því hann söng mest og hæst af öllum. Þessi há- vaxni, holdskarpi maður, sem talaði svo skýrt og kvað fast að orðunum, með andlitsdrætti sem voru eins og meitlaðir, virtist með einhveijum hætti vera í ætt við atvinnu sína, viðureign við eld og jám. Þennan hálfa mánuð sem við dvöidum í Vingelen í Austurdal við skógræktarstörf og skemmtun, var alltaf sól og blíðviðri og unun að vera úti í norskum skógi í skemmti- legum félagsskap, þó að plöntumar sem við gróðursettum vökvuðust að sönnu einhveijum svitadropum. Við nutum mikillar gestrisni heimafólks og það var glatt á hjalla og mikið sungið, meira að segja í norska út- varpið! Við vorum eiginlega hátt uppi í tvennum skilningi þama, í 650 m. hæð yfir sjávarmáli. Islendingahópurinn hélt til í bama- skólanum og svefnstaðurinn var gólf í þremur skólastofum. Höfðum við Ólafur eina þeirra til afnota ásamt Ágústu og Lofti og Guðmundi og Hildi skólastjórahjónum í Borgamesi. Svona mikið nábýli hlaut auðvitað að leiða til talsverðra samskipta og kynna. Ekki þýddi að vera með neinn sérstakan tepruskap, enda var slíkt víst fjarlægt okkur öltum. En þessi sambúð varð okkur svo ánægjuleg að við urðum vinir upp frá því. Loftur og Ágústa reyndust ein- staklega skemmtilegir félagar. Þau voru margfróð, höfðu víða farið, þekktu íslenzka náttúru, bókmenntir og skáldskap manna bezt og voru bæði söngelsk og ljóðelsk. Loftur kunni þau ógrynni af ljóðum að ég veit engan hans líkan og ekki nóg með það, heldur flutti hann þau svo framúrskarandi vel. Norðmenn rak í rogastans og við vorum ekki lítið stolt af Lofti þegar hann kom fram á skemmtun sem okkur var haldin og flutti kvæðið „Þorgeir í Vík“ eftir Henrik Ibsen í þýðingu Matthíasar Jochumssonar, svona til að lofa Norðmönnum' að heyra hvemig þetta kvæði skáldjöf- urs þeirra hljómaði á íslenzku. Kvæðið um Þorgeir í Vík er bæði stórbrotið og dramatískt, og hvorki meira né minna en 43 erindi, 8 ljóðl- ínur hvert. Loftur flutti það blaða- laust, og lifði sig inn í efni kvæðisins og lagði því til þær leikrænu áherzl- ur sem hæfðu. Hvílík tilþrif og minni! Sjálfur var Loftur ágætlega hag- mæltur og orti t.d. talsvert af hnyttn- um tækifærisvísum sem voru vel þegnar. Eftir að þau Ingibjörg Sveinsdóttir á Akureyri höfðu verið saman í verki kvað Loftur: í Vingelen er veðursæld og hlé, þar vaxa í fjallahlíðum bjarkir margar. Eins grunar mig þar grói fógur tré af gróðursetning minni og Ingibjargar. Hann var meira að segja farinn að yrkja á norsku! Eftir að okkur hafði verið boðið upp til selja, og hitt þar álitlegar stúlkur, orti Loftur Veinskonar tilbrigði við „Sunnudag selstúlkunnar": Ingeborg har ingen sorg, oppe i seter bor hun. frændi minn hafði mjög skemmti- lega og sérstaka frásagnargáfu og hann var sagnaglaður. Hann sagði okkur margar sögur af bemsku- og æskubrekum þeirra og ýmsum ævintýrum, sem þeir félagar lentu í. Við systkinin hlustuðum á þessar sögur með opin eym og augu og sum ævintýrin fannst okkur æði skuggaleg. En svo tóku ævintýrin á sig nýjar myndir og Axel fann sína ævintýra-prinsessu, hana Lov- ísu. Hún Lovísa varð síðan „drottn- ingin í ríki hans“. Helgi bar alla tíð mikið lof á þau hjón og mat Lovísu mikils. Persónuleg kynni okkar Lovísu urðu fyrst veruleg, þegar við báðar gengum til liðs við Oddfellowregl- una á Akranesi og vorum saman í stjórn. Þá kynntist ég mjög vel þeirri heiðarlegu, skylduræknu og góðu konu, sem Lovísa var. Hún gekk heil að hveiju verki. Lovísa var heilsteypt kona. En það sem einkenndi hana mest var hin ljúfa skaphöfn, fágun í framkomu og MJÖLL BORGÞÓRA SIG URÐARDÓTTIR 0m sommerdag hun synger lag om söndag i kirken gár hun. Við Loftur vomm sessunautar í flugvélinni á leiðinni heim og hann flutti mér ljóðið „Stjörnufákur" eftir Jóhannes úr Kötlum, kvæði á lengd við „Þorgeir í Vík“. Ég skildist við ferðafélagana með eftirsjá. Við hétum hvert öðru að hittast aftur, rifja upp ferðaminning- arnar og skoða myndir hvert hjá öðru, sem og varð. Þó er hætt við að samfundir hefðu orðið stijálir er frá leið, ef hins ágæta „Múlagengis" hefði ekki notið við. Múlagengið var vinafólk Diddu (Ingibjargar) í Síðu- múla og kennt við þann bæ, því þau tóku sig stundum saman og fóm í heimsókn þangað. í þessum hópi voru Ágústa og Loftur, Jón E. Bald- vinsson og Jómnn kona hans, og svo hann Steini (Steindór), sem lagði til farartækið Gurg. Það urðu fagnaðarfundir þegar þau birtust hér einn góðan veðurdag, hvert öðm skemmtilegra og hress- ara, Loftur með frumsamdar vísur og ljóð á takteinum sem vöktu hlátur og gleði. Eftir það litu þau hér inn á Síðumúlaferðum sínum, og eftir að Didda flutti suður kom hún með þeim, og þá var nú hátíð í mínu koti. Svo hlotnaðist okkur hjónunum sá heiður að vera tekin í „gengið". Fé- lagar þess hafa skipzt á um að halda mannfagnað á heimilum sínum fyrir okkur hin, og við höfum svo sannar- lega gert okkur glaðan dag í návist hvers annars. Margar stundir áttum við saman við elskulega gestrisni á heimili Lofts og Ágústu að Hlíðar- vegi 23 í Kópavogi. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. E. Ben. Líf unga föðurlausa piltsins frá Sandlæk hefur án efa verið erfitt á köflum. Hann var stórbrotinn per- sónuleiki með mikla hæfíleika. Gæfa hans varð að eignast ljúflinginn hana Ágústu fyrir eiginkonu. Þau voru ólík hjón, en þó samrýnd og kunnu vel að meta hvort annað. Ágústa hafði einstakt lag á að láta Loft njóta sín, og laða fram mýkri hliðarnar á honum. Á seinni árum urðu þau hjón bæði fyrir slæmum heilsufarslegum áföll- um og þar kom, að Loftur varð að yfirgefa heimili sitt og flytjast á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Þrátt fýrir góða umönnun þar, og að Ág- ústa gerði fyrir hann allt sem hún gat, er hætt við að honum hafí stund- um fundizt dagamir lengi að líða. Heymardeyfa ásótti hann og gerði honum erfitt fyrir um samskipti við hitt fólkið, auk þess sem hann var alveg bundinn við hjólastól. Er Loftur varð áttræður fyrir tveimur mánuðum, var haldin af- mælisveizla heima á Hlíðarveginum. Þar vom allir hans nánustu saman komnir til að heiðra hann, Ágústa og bömin þeirra þijú, tengdabörn, bamaböm, systkini og vinir, þar á meðal flestir úr Múlagenginu. Þetta var stór dagur fyrir Loft, og ég vil muna hann með andlitið ljóm- andi af gleði þegar við sungum með honum íslenzka ættjarðarsöngva. Það er gott að hugsa til þess að hógværð. Hún var drengur góður. Vönduð kona til orðs og æðis, rétt- lát, sanngjörn og sáttfús. Hún var hjálpsöm og fór með friði. Nú er ævi hinnar öldnu heiðurs- konu öll, og við sem til hennar þekktum kveðjum hana með sökn- uði og eftirsjá, þrátt fyrir að tími hvíldarinnar hafi verið kominn. Við félagarnir í Oddfellowregl- unni á Akranesi sendum hlýjar samúðarkveðjur til ástvina allra og biðjum ykkur öllum heilla og bless- unar um ókomna tíð. Kær vinur og félagi Axel, sem nú kveður elskaða eiginkonu þína, eftir svo langa samleið á lífsins göngu. Þér sendum við hlýjar vina- kveðjur og einlæga samúð. Friður guðs og blessun veri með þér, kæri vinur. Nú er hönd að hægum beði hnigin eftir dagsins þrautir. Signt er yfír sorg og gleði, sæst við örlög. - Nýjar brautir. MINNINGAR þau hjónin gátu verið saman hjá fólk- inu sínu fyrir norðan um síðustu jól og áramót. En nú hafa leiðir skilið og Loftur horfið okkur yfír á æðra tilverustig. Við vinirnir í Múlagenginu vottum elsku Ágústu okkar og fjölskyldu innilega samúð og biðjum þess af alhug að henni veitist styrkur til að sigra hvetja þraut. Blessunaróskir okkar allra fylgja Lofti yfir móðuna miklu, með þökk fyrir það sem hann var okkur. Blessuð sé minning hans. Þórunn Eiríksdóttir. Kveðja frá Kór Kópavogskirkju Þeini fækkar nú óðum frumbyggj- um Kópavogs. Einn þeirra manna sem nú' hefur horfið af sjónarsviði er Loftur Ámundason, en hann flutti til Kópavogs í desember árið 1950. Langar okkur félaga í Kór Kópavogs- kirkju að minnast hans fáeinum orð- um. Þegar Kópavogsprestakall var myndað árið 1952 var stofnaður hér kirkjukór til að annast messusöng við guðsþjónustur sem fram fóru þá í Kópavogsskóla. Eitt sinnfór Loftur til messu með litla dóttur sína og tók vel undir sönginn eins og kirkjugest- um ber að gera. Eftir athöfnina kom einn kórfélaginn til hans og sagði: „Þér sleppum við ekki aftur." Að þeim orðum töluðum gekk Loftur til liðs við kórinn og starfaði með honum þar til fyrir fáum árum að hann varð að hætta sökum veikinda. Loftur var eftirminnilegur per- sónuleiki og setti svip sinn á bæjarlíf- ið. Hann fékkst talsvert við Ieiklist og starfaði með Leikfélagi Kópávogs um árabil á fyrstu starfsárum þess. Hann var eldsmiður, einn af þeim síðustu eftirlifandi sem lærði þá iðn, og vann í Landsmiðjunni í 40 ár. Trúlega hefur hans iðja mótað per- sónuleikann að nokkru, því að öllum hlutum gekk hann með miklum eld- móði og ákveðni. Frá okkar samstarfí í Kór Kópa- vogskirkju er margs að minnast. Loftur reyndist okkur hinn besti fé- lagi og oft var glatt á hjalla í góðra vina hópi og kviðlingamir fuku enda maðurinn skáldmæltur vel. Ósjaldan skiptust þeir á hnyttnum stökum, Loftur, Egill Bjamason og fleiri, þar „hittust stálin stinn“, og allir hentu gaman af. Varla þurfti Loftur að líta í sálma- bók þvi sálmana kunni hann utanað og lítill tími fór í að læra lögin því þau kunni hann líka. Aldrei höfum við kynnst manni sem kunni slík ógrynni af kvæðabálkum og drápum sem hann þuldi utanað án þess að vefjast tunga um tönn. Við þökkum Lofti fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum ámm, hann gaf okkur mörg gullkom í sjóð minning- anna. Hans ágætu konu, Ágústu Bjöms- dóttur, sendum við innilegar samúð- arkveðjur, hún stóð sem klettur við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Einnig sendum við bömum hans og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. • Blessuð sé minning Lofts Ámundasonar. Kór Kópavogskirkju. Biðjum þess á blíðum tónum, berast megi þreyttur andi, endurborinn ljóss að landi lofandi dag með ungum sjónum. (J.H.) Blessuð sé minning hennar, frið- ur sé með sálu hennar. Hallbera Leósdóttir, Akranesi. í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar, Lovísu Jónsdóttur, hinstu kveðju. Minningarnar um allar góðu stundirnar sem við áttum hjá ykkur afa á Merkigerðinu geymum við í hjarta okkar. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir iáttu vaka þinn engil, svo ég vaki rótt. (S. Egilsson) Barnabörnin. + Mjöll Borgþóra Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1937. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði hinn 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 13. janúar. í DAG kveðjum við hinstu kveðju elskulega vinkonu okkar, Mjöll Sig- urðardóttur, sem er látin langt um aldur fram. Mjöll var aðeins 57 ára, sem ekki telst hár aldur. Undanfarin ár átti Mjöll við erfíð- an sjúkdóm að glíma, en alltaf trúði hún á það góða og aldrei heyrðum við hana kvarta. Allt sl. ár var bar- áttan hörð, en Mjöll stóð ekki ein, því Ragnar eiginmaður hennar stóð eins og klettur við hlið hennar og sýndi einstakan vilja og kjark með því að hjúkra henni á heimili þeirra til síðasta dags. En þannig tókst honum að uppfylla þá ósk Mjallar að geta verið heima í veikindum sínum. Mjöll var vönduð og fíngerð kona og allt sem hún tók sér fyrir hend- ur bar þess merki. Hún var fróð um land og þjóð enda ferðuðust þau hjónin mikið um landið, bæði að sumri og vetri. Ég man alltaf þegar Siggi Þór fór með mig í heimsókn til Mjallar í fyrsta sinn. Það var eins og ég væri að hitta gamlan vin, því mót- tökurnar voru svo hlýjar og notaleg- ar. Æ síðan áttum við góðar stund- ir með þeim Ragnari og Mjöll, bæði á ferðalögum og í sælureitnum þeirra við Meðalfellsvatn. Oft sátum við saman og töluðum um liðna tíð, því margs var að minnast. Mikið var talað um böm og bamabörn, sem áttu allan hug þeirra hjóna. Ekki hitti ég Mjöll svo, að hún ekki spyrði um drengina okkar og barna- böm, sem lýsir best hlýju hugarfari hennar. Elsku Mjöll, við þökkum þér fyr- ir minningarnar sem þú gafst okk- ur. Elsku Ragnar, börn, barnabörn og tengdabörn, þið hafið misst góð- an vin en minningarnar geymast. Við sendum ykkur samúðarkveðju á þessari erfíðu stundu. Ó, að trúa, treysta mega, treysta þér sem vini manns, Drottin Guð, að elska og eiga æðstu hugsjón kærleikans. (Ólöf Sigurðardóttir.) Sigurður Þór og Kristín. Elskuleg vinkona okkar, Mjöll Sigurðardóttir, er látin eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Minningamar hrannast upp. Fyrir nær 20 árum hófum við sex hjón, öll uppfull af ferðaáhuga, að ferðast saman. Á hveiju ári síðan höfum við farið saman margar ferð- irnar, sumar, vetur, vor og haust, upp um fjöll og firnindi, um vegi og vegleysur. Á seinni árum höfum við einnig farið saman til útlanda og m.a. ógleymanlega ferð til Taí- lands árið 1988. Það var oft að frumkvæði þeirra hjóna, Mjallar og Ragnars, að lagt var af stað. Á ferðalögum kynnist fólk ákaf- lega vel. Hún Mjöll var góður fé- lagi, kát, glettin og einstaklega hlý manneskja, átti svo auðvelt með að gleðja með orðum og handtaki. Hún var líka mjög listræn og var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var svo fallega gert. Því leituðum við alltaf til hennar, ef eitthvað þurfti að gera í nafni ferðaklúbbs- ins. Þær eru ófáar tækifærisræð- urnar sem hún samdi og flutti fyrir okkur og þá gjarnan með frumsa; minni vísu, sem hún átti auðveit með að setja saman. Það var ekki skrifað á kort svo Mjöll væri ekki beðin um það því hún hafði alveg einstaklega fallega rithönd. Alltaf var allt gert af sömu ljúfmennsk- unni. Það verður ekki fyllt skarðið hennar Mjallar í klúbbnum okkar. Okkur verður minnisstæð haust- ferðin okkar nú í september en það var síðasta ferðin hennar með okk- ur. Mjöll var vakandi yfir velferð barnanna sinna fjögurra, tengda- barna og barnabarnanna, sem hún hafði ómælda ánægju af. Þau eiga minningar um yndislega mann- eskju. Elsku Ragnar, umhyggja þín og dugnaður var aðdáunarverður, þú gafst henni yndislegt sumar, m.a. í sælureitnum ykkar í Kjósinni. Við kveðjum elsku Mjöll okkar með sárum söknuði. Megi hún hvfla í friði. Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjömunni hér. það hjarta sem þú átt en er svo langt þér frá. Þar mætast okkar aup þó ei oftar sjáumst hér Guð mun ávallt gæta þín ég gleymi aldrei þér. (Hjalmar Söderberg) Ragnari, börnum, tengdabömum og bamabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ferðaklúbburínn. Mjöll Sigurðardóttir hóf störf í innkaupadeild ÍSAL í ágúst 1981 og fyllti deildina glaðværð og kátínu sem voru ávallt fylgifiskar hennar ásamt góðu skopskyni. Auk þess eignuðumst við sasiv viskusaman, jákvæðan og iðinn vinnufélaga sem lauk aldrei starfi að kvöldi dags án þess að raða öll- um verkefnum saman eftir úthugs- uðu kerfí sínu, stundum svo dyggi- lega að ætla mátti að komið væri langt frí. Mjöll var grönn og lágvaxin en í starfi og langvarandi veikindum var hún stór kona. í febrúar sl. gekkst Mjöll undir skurðaðgerð og var hennar sárt saknað og hlökkuð- um við til að fá hana til starfa á ný. Sú von brást, hún komst ekki til heilsu aftur og lést eftir mikla baráttu. ■Við sendum eiginmanni og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. ' Góða ferð, vinkona. Starfsfélagar. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ANNA SVALA JOHNSEN, Suðurgarði, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mónu- daginn 16. janúar sl. Ólafur Þórðarson, Árni Óli Ólafsson, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Jóna Ólafsdóttir, MárJónsson, Margrét Ólafsdóttir, Paul Hyatt, Ásta Ólafsdóttir, Eyjólfur Pálsson, Þuríður Ólafsdóttir, Jón Svan Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ____________________________________________________;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.