Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska ( þinnC,og , > þar StmnLf er matar,- yi&pK. þettouerJÓ, aarntöstóteu-,) ’IMíMí K7~\ Hvab fr' _ aJdrC / Ferdinand Smáfólk Jæja, hvað eigum við að lesa í kvöld? „Á hverfanda hundi“, „Möltu- hundinn", eða „Mjallhvíti og hundana fimm“? Við komumst aldrei að „Þriðja hundinum" . . . BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Afturhvarfið í fiskveiðunum Frá Önundi Ásgeirssyni: S JÁ V ARÚTVEGSRÁÐUNE YTIÐ valdi föstudaginn 13. (janúar 1995) til að halda ráðstefnu um viðreisn þorskstofnsins en sumir hafa talið það orðið tímabært að leiða hugann að því verkefni. Síðustu 700 ár eða svo, hefir þessi dagsetning verið talin und- anfari hruns og endaloka, og er vonandi að svo fari ekki um ís- lenzka þorskinn. Ráðstefnuna sóttu um 200 manns úr öllum greinum útgerðar, vinnslu, þjón- ustu og ráðgjöf, svo og mikill fjöldi manna úr stjórnsýslunni. Ráðu- neytið á þakkir skildar fyrir fram- takið, en eftir stendur að sanna að hugur fylgi máli, svo og að viðreisn takist. Til þess að það gerist, verður að taka af meiri ákveðni á málum, en fram til þessa. Meginefni ráðstefnunnar var kynning á nýrri aflareglu í Hafró, sem ætlað er að skuli skila hag- kvæmari nýtingu fiskistofna. Afla- reglan var ýtarlega kynnt af fram- sögumönnum og dyggilega studd af liði Hafró. Vonandi kemur þetta að einhveiju gagni, en hingað til hafa útgerðir og áhafnir ekki farið að ráðgjöf Hafró, og þarf því harð- ari framkvæmd en hingað til. Viðvörun Brians Tobin Ráðstefnan myndi sennilega hafa komið að litlu gagni, miðað við fyrri reynzlu, ef ekki hefði komi til hið stórkostlega og lærdómsríka fram- lag sjávarútvegsráðherra Kanada, Brians Tobin. Hann rakti af miklum kunnugleika og íþrótt hvernig fiski- stofnum við Nýfundnaland var eytt með ofveiði og smáfískadrápi allra fiskistofna, hvernig lygum og blekkingum hann var endalaust beittur til að leyna réttu ástandi fiskistofna, þar til algjört hrun var skollið á, og 40.000 manns í 300 fiskibyggðum stóðu uppi atvinnu- laus, ráðþrota og örvilnuð. Hann benti Islendingum á að athuga sinn gang áður en slíkir hlutir gerðust hér við land. Þessi ræða ráðherrans á erindi til hvers manns hér á landi, og hana ætti að flytja vikulega í sjónvarpi og útvarpi fram til næstu alþingiskosninga, því að þetta eru síðustu kosningarnar fyrir hrunið hér, ef ekki kemur til breyttra fiski- stefnu. Kanada er stórt land með mikla atvinnumöguleika, og getur því tekið á sig slíkan skell í fiskveið- um, þótt erfitt sé. Hér gegnir öðru máli. Hið fyrirsjáanlega hrun fiski- stofnana hér, er hruns alls samfé- lagsins, því að menn hafa ekki aðra möguleika. Fiskveiðarnar eru fjör- egg íslenzks samfélags. Að spilla þeim af ábyrgðarleysi, svo sem nú er gert, er glæpur glæpanna. Burt með kvótakerfið Alveg sérstaklega var athyglis- vert að hlýða á þennan kanadíska ráðherra lýsa því, hvernig hann varð að beita ráðherravaldi sínu til að stöðva gjöreyðinguna. Skyldum við hafa kjark til að taka slíkar ákvarðanir? Þetta er í höndum ráð- herra hér eins og þar. Það verður að taka ákvarðanir hér strax. Við getum ekki látið 9. samfellda árið líða án eyðileggingar nýliðunar þorsksins. Við getum ekki geymt þessar ákvarðanir fram yfir kosn- ingar, því að vertíðin fer nú í hönd. Það kom ekki fram á ráðstefnunni að neinar nýjar ákvarðanir séu í undirbúningi. Ég sting upp á að við gerum alvarlega tilraun með því að fella strax niður kvótakerfíð, stöðva allar togveiðar innan 5 mílnanna, gefa allar veiðar með línu og færi frjálsar og banna allar netaveiðar á helztu hrygningastöðvum. Ákvörðunin verður tekin strax og þing kemur saman. Hrygningin er að byija. Ráðherrann hefír nokkra daga til að útfæra þetta nánar. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, fyrrverandi forstjóri OLÍS. Önundur Ásgeirsson Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.