Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR SNJÓFLÓÐIÐ í SÚÐAVÍK
#\
Björgunarfólkið starfaði saman sem einn maður við erfiðar aðstæður á Súðavík
Snerting
meira en
1000 orð
Mikið álag og* stuttar hvíldir
BJÖRGUNARSVEITARFÓLK, hjúkrunarfólk og heima-
menn stóðu sem einn maður að hjálparstarfinu í Súðavík
þegar ástandið var hvað verst á mánudag. Björgunarsveit-
armenn voru staðsettir á neðri hæð frystihússins Frosta.
Þeir sinntu störfum sínum í smáum hópum og ávallt var
eitt boðtæki í hverjum hóp. Eftir þriggja til fjögurra stunda
útiveru var skipt um hópa og við tók fjögurra tíma hvíld.
Hjúkrunarfólkið var að störfum á efri hæð Frosta. Álagið
var mikið og hvíldir stuttar. Á hvíldartíma fleygði mann-
skapurinn sér yfirleitt niður og var fljótur að festa svefn
vegna líkamlegrar þreytu.
^ Morgunblaðið/RAX
Félagar í Björgunarsveit skáta á Isafirði sem jafnframt eru félagar í Björgunarhundasveit íslands
tóku þátt í leitinni í Súðavík. Frá vinstri: Arnar Þór Stefánsson með Hnotu, Kristján Bjarni Guð-
mundsson með Erlu, Hermann Þorsteinsson með Mikka og Trópí og Auður Björnsdóttir með Tuma.
Landssöfnun vegna náttúruhamfara í Súðavík
Samhugur í verki
Eftir að yfir 90 Súðvíkingar höfðu
verið fluttir til Ísafjarðar minnkaði
spennan í frystihúsinu og hjálpar-
fólkið reyndi að ýta umhugsuninni
um harmleikinn frá sér með því að
slá á léttari strengi. Hver hug-
hreysti annan í orði og snerting gat
sagt meira en þúsund orð að sögn
eins úr hópnum. Ekki veitti heldur
af því að skipa fólki til hvíldar því
annars var haldið áfram og ekki
hægt að skipta út liði þegar á þurfti
að halda. Því var heldur ekki að
leyna að eftir því sem leið á nóttina
minnkaði vonin um að fleiri fyndust
á lífí. Því var eins og vítamíns-
sprauta þegar 10 ára drengur fannst
í rústunum snemma á þriðjudags-
morgun. Björgunarmennimir gengu
út tvíefldir. Þeir höfðu fengið full-
vissu um að enn var von.
Heimamenn þykja hafa staðið sig
frábærlega í hjálparstarfinu og
margir borið harm í hljóði. Konumar
gengu snöfurmannlega til verks inn-
an húss og hópur karla tók þátt í
björgunarstarfínu utan dyra. Oft var
leitað að ættingja eða vini. Fatnaður
og matföng voru í húsinu. Matartil-
búningur stóð yfír allan sólarhring-
inn og gripið var til þvottavélar og
þurrkara þegar á þurfti að halda.
Þannig starfaði björgunar- og hjúkr-
unarfólk við gífurlegt andlegt- og
líkamlegt álag. Margir voru við störf
með litlum hvíldum í meira en sólar-
hring. Þeir eru enn örþreyttir og ljóst
að margir þurfa andlega hjálp.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna
til söfnunar meðal allra lands-
manna til hjálpar og stuðnings
íbúum í Súðavík. Söfnuninni
hefur verið valið nafnið Sam-
hugur í verki.
Þeir sem standa að söfnun-
inni eru Stöð 2 og Bylgjan, Rík-
isútvarpið (Rás 1 og Rás 2) og
Ríkissjónvarpið, FM 957, Aðal-
stöðin, X-ið, Brosið, Alþýðublað-
ið, Dagur, DV, Morgunblaðið,
Morgunpósturinn og Tíminn
ásamt Pósti og síma í samvinnu
við Rauða kross íslands og
Hjálparstofnun kirkjunnar.
Hefst annað kvöld
Landssöfnunin hefst annað
kvöld, 19. janúar, kl. 19.55 með
ávarpi forseta íslands, frú Vig-
dísar Finnbogadóttur, samtímis
á báðum sjónvarpsrásum og öll-
um útvarpsrásum landsins. Síð-
an verður tekið á móti framlög-
um í símamiðstöð söfnunarinn-
ar til sunnudagskvölds 22. jan-
úar.
Landssöfnunin verður með
því sniði að fólk getur annars
vegar hringt í símanúmer lands-
söfnunarinnar og tilgreint fjár-
hæð sem er sett á greiðslukort
eða heimsendan giróseðil. Hins
vegar er hægt að leggja beint
inn á sérstakan bankareikning
söfnunarinnar hjá öllum bönk-
um og sparisjóðum.
Safnað til 3. febrúar
Símanúmer söfnunarinnar er
800 5050 (grænt númer). Banka-
reikningur söfnunarinnar er
1117-26-800 í Sparisjóðnum í
Súðavík.
Tekið verður á móti framlög-
um í símamiðstöð söfnunarinn-
ar-kl. 20-22 fimmtudaginn 19.
janúar, kl. 9-22 föstudaginn 20.
janúar, kl. 10-22 laugardaginn
21. janúar og kl. 10-22 sunnu-
daginn 22. janúar. Tekið verður
á móti framlögum inn á banka-
reikning landssöfnunarinnar
frá föstudeginum 20. janúar til
föstudagsins 3. febrúar.
Sjóðsstjórn
Sjóðsljórn landssöfnunarinn-
ar er skipuð fulltrúum Rauða
kross íslands, Hjálparstofnunar
kirkjunnar, stjórnvalda, sóknar-
prestinum í Súðavík og fulltrúa
Rauða kross deildar ísafjarðar-
sýslu. Fjárgæsluaðili söfnunar-
innar er sparisjóðirnir á íslandi.
Sýnum samhug í verki
Þeir sem standa að landssöfn-
un vegna náttúruhamfara í
Súðavík hvetja alla íslendinga
til að sýna samhug í verki og
láta sitt af hendi rakna svo að
milda megi áhrif hinna válegu
atburða á Iíf og afkomu fjöl-
skyldna og einstaklinga í Súða-
vík.
Hundarnir
skiptu sköp-
um við leitina
Morgunblaðið, Súðavík.
„ÉG HELD að óhætt sé að full-
yrða að þessir hundar hafi skipt
sköpum við Ieitina," sagði Krist-
ján Bjarni Guðmundsson félagi í
Björgunarsveit skáta á ísafirði.
Kristján sagði að vinnulagið við
leitina hafi verið þannig að hund-
arnir hafi farið yfir svæðið og
gefið vísbendingar um hvar ætti
að leita. Björgunarmenn hefðu í
kjölfarið grafið niður og hund-
arnir síðan komið aftur og leið-
beint leitarmönnum við gröftinn.
Sagði hann að í lang flestum til-
fellum hefðu vísbendingar hund-
anna reynst réttar.
„Ég held að miðað við aðstæður
sé álls ekki hægt að segja að bet-
ur hefði verið hægt að standa að
Ieitinni. Allir sem að þessu komu
unnu sitt verk betur heldur en
raunverulega var hægt að ætlast
til. Kristján Bjarni sagði að and-
legt álag björgunarsveitarmanna
og heimamanna hefði verið gríð-
arlegt. Afleiðingar álagsins ættu
eftir að koma fram þegar lengra
liði frá þessum hryllilegu atburð-
um.
Átta böm meðal látinna
FJÓRTÁN létust í snjóflóðinu í Súðavík,
þar af átta börn, tólf komust lífs af og af
þeim liggja níu á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Isafirði. Þeir sem létust eru:
Aðalsteinn Rafn Hafsteinsson 2 ára,
fæddur 29. september 1992, Kristján
Númi Hafsteinsson 4 ára, fæddur 7. októ-
ber 1990, og Hrefna Björg Hafsteinsdótt-
ir, 7 ára, fædd 10. ágúst 1987. Þau eru
systkini, börn hjónanna Hafsteins Núma-
sonar sjómanns og Berglindar M. Kristjáns-
dóttur til heimilis á Túngötu 5. Berglind
komst lífs af úr snjóflóðinu og liggur slösuð
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafírði.
Hafsteinn Björnsson, 40 ára, fæddur
9. júlí 1954, og fósturdóttir hans, Júlíanna
Bergsteinsdóttir, 12 ára, fædd 21. mars
1982. Þau voru til heimilis á Túngötu 6.
Móðir Júlíönnu og sambýliskona Hafsteins
er Björk Þórðardóttir. Faðir Júlíönnu er
Bergsteinn R. Sörensen. Júlíanna á systur,
Maríönnu Bergsteinsdóttur, og hálfbróður,
Bimi Smára Hauksson.
Bella Aðalheiður Vestfjörð 39 ára,
fædd 15. mars 1955, og dóttir hennar,
Petrea Vestfjörð Valsdóttir. 12 ára, fædd
21. mars 1982. Þær bjuggu á Túngötu 7.
Faðir Petreu er Valur Hauksson.
Hjördís Björnsdóttir, 37 ára, fædd 15.
október 1957, og dætur hennar, Birna Dís
Jónasdóttir, 14 ára, fædd 23. ágúst 1980,
og Helga Björk Jónasdóttir, 10 ára, fædd
17. maí 1984. Þær áttu heima á Túngötu
8. Eftir lifa eiginmaður Hjördísar og faðir
telpnanna, Jónas Sævar Hrólfsson sem
slapp úr flóðinu og Iiggur á sjúkrahúsi, og
elsta dóttir þeirra og systir, Sigurrós Jónas-
dóttir, 15 ára.
Sigurborg Árný Guðmundsdóttir, 66
ára, fædd 14. ágist 1928, Njarðarbraut
10. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn,
Barða, Maríu og Guðrúnu Ingibjartsbörn.
Sveinn Gunnar Salómonsson, 48 ára,
fæddur 29. október 1946, og eiginkona
hans, Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdótt-
ir, 49 ára, fædd 2. júlí 1945, til heimilis á
Nesvegi 7. Hrafnhildur lætur eftir sig fjög-
ur uppkomin börn, Þorstein Örn, Kristínu
Ósk og Maríu Gestsböm og írisi Björk Jóns-
dóttur. Sveinn lætur eftir sig uppkomna
dóttur, Andreu. Þrettán ára uppeldissonur
þeirra, Daníel Sveinsson, og Bjarni Guð-
bjartsson, maður Kristínar Oskar, komust
lífs af.
Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir, 1
árs, fædd 8. September 1993, Aðalgötu 2.
Foreldrar hennar eru Þorsteinn Örn Gests-
son og Sigríður Rannveig Jónsdóttir og
hálfsýstur Linda Rut Ásgeirsdóttir og Tanja
Björk Þorsteinsdóttir. Þau Þorsteinn, Sig-
ríður og Linda björguðust úr flóðinu og
liggja slösuð á sjúkrahúsi. Hrafnhildur
Kristín er sonardóttir Hrafnhildar Kristínar
eldri.
Þeir sem lifðu af og liggja enn á sjúkra-
húsi, auk þeirra sem að framan greinir, eru
hjónin Frosti Gunnarsson og Björg Valdís
Hansdóttir og fjórtán ára dóttir þeirra,
Elma Dögg Frostadóttir, til heimilis á Tún-
götu 8, og Tómasz Lupiski, 10 ára, á Tún-
götu 7. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um
nafn eins þeirra sem bjargaðist úr snjóflóð-
inu.