Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Tilvísanir — Nýju fötin keisarans? RÍKISSJÓÐUR hef- ur verið rekinn með miklum halla undanfar- in ár með þeim afleið- ingum að gífurlegur vandi ríkisfjármála hef- ur safnast upp. Það er tími til kominn að úr þessu verði bætt og að aukinni fjárhagsbyrði _sé ekki sífellt velt yfir á komandi kynslóðir. Núverandi rikisstjóm hefur reynt að taka á þessum máium með því að draga úr ríkisút- gjöldum og hefur henni tekist að koma ýmsu jákvæðu til leiðar. Vandi ríkisfjár- mála verður þó ekki leystur nema vitað sé í hveiju hann er fólginn og með forgangsröðun verkefna. í þessari grein verður lítillega ijall- að um tilvísanaskyldu vegna sérfræði- þjónustu lækna sem felur í sér að sjúklingar verða að fá tilvísun frá heimilislækni ef þeir ætla að fara til sérfræðings að öðmm kosti mun Tiyggingastofnun Ríkisins ekki taka þátt í kostnaði. Ekki verður Ijallað um hagsmuni sérfræðinga í þessu máli heldur dregin fram ýmis önnur veigamikil rök gegn slíku kerfi. Það skal undirstrikað að undirritaður hef- ur ekki haft beina fjárhagshagsmuni í þessu máli þar sem hann hefur ekki stundað stofurekstur til þessa. Hver á forgangsröðunin að vera? Gmnnur velferðakerfisins er að allir hafi jafnan rétt til náms að sjúk- uim sé tryggð meðferð og öldruðum og öryrkjum lífsafkoma. Vissulega em þessir homsteinar velferðakerfís- ins - heilbrigðiskerfið, skólakerfíð og tryggingakerfíð - stór hluti ríkis- útgjalda. Það er gmndvallaratriði í umræðu um niðurskurð í ríkisfjár- málum, hvort ofangreindir þættir séu mikilvægari en niðurgreiðslur, út- flutningsbætur, framlög til atvinnu- vega og fyrirtækja, jarðgangagerð, dreifbýlisstyrkir, styrkir til ríkis- banka, vaxtagreiðslur vegna ríkisl- ána, húsaleigubætur og stuðningur við húsbyggjendur svo eithvað sé nefnt. Stjómmálamenn, fram- kvæmdavald og fjárveitingavald mega ekki bara líta á þá þætti ríkis- fjármála er taka til sín mest fjár- inagn heldur þarf að skilgreina for- gangsverkefni að höfðu samráði við landsmenn. Áhrif tilvísanakerfisins á vinnu almennings og heimilisiækna Um það bil fjögur hundmð þúsund komur em árlega til læknasérfræð- inga. Ef gert er ráð fyrir því að tilvís- anir dragi úr komum til sérfræðinga um 25% og heimilislæknar leysi vanda þeirra í staðinn, þá verða eftir um þijú hundmð þúsund komur. Ef gert er ráð fýrir því að sjúklingur þurfí tilvísun í þriðja hvert skipti að jafn- aði, þá hefur það í för með sér um eitt hundrað þúsund óþarfa nýkomur til heimilislækna á ári. Ef hvert slíkt toiðtal tekur tíu mínútur þá samsvarar það um 15 nýjum stöðugildum heimil- islækna til að sinna þessum skyldum miðað við 60% nýtingu (10 mín. x 100.000 / 60 mín. x 160 klst. x 12 mán. / 0,6 nýting ==" 14,5). Við þetta bætist síðan aukið álag hjá öðm heil- brigðisstarfsfólki sem vinnur í sam- vinnu við heimilislækna eins og hjúkr- unarfólki og ritumm. Það má gera ráð fyrir að það taki viðkomandi sjúkl- ing að minnsta kosti eina klukkustund að fá vottorðið (ferðir, biðtími og læknisviðtal). Ef áætlað er að um þriðjungur þeirra sé í vinnu, þá þurfa "þeir að taka sér frí, eða með öðmm orðum um 17 ársverk myndu tapast hjá atvinnurekendum (100.000 klst. x 0,33 / 160 klst x 12 mán. = 17,2) og þá er ótalinn sá tími, sem sjúkling- ar í landinu þurfa að eyða til að nálg- ast þessar tilvísanir, sem mótsvarar hundrað þúsund klukkutímum á ári. Tilvísanakerfíð veldur því óhagræði og gífurlegri óþarfa tímaeyðslu. Mun tilvísanakerfið leiða til sparnaðar? Yfírlýst markmið með tilvísunum er að spara um hundrað millj- ónir á ári. En með því að styðjast við fram- angreindar tölur um vinnutap við heimsóknir til heimilislæknis og að meðatalsárslaun fólks séu tvær milljónir (17 x 2 milljónir) og heimil- islækna séu fjórar millj- ónir (15 x 4 milljónir) þá verður þessi kostnaður samfélags- ins vegna tilvísana (94 milljónir) álíka hár og það sem átti að spara. Enn á þó eftir að reikna ýmsan ann- an ómældan kostnað vegna skriff- innsku og eftirlits. Sé markmiðið að ná í raun fram spamaði með tilvísun- um þá fá embættismenn heilbrigðis- ráðuneytisins lélegan vitnisburð fyrir illa unna heimavinnu í þessu máli þar sem kerfíð hefur í raun í för með sér kostnaðaraukningu. Það er greinilegt að engin hagfræðileg út- tekt hefur verið gerð í þessu sam- bandi. Eykur tilvísanakerfið gæði heilbrigðisþjónustunar? Því hefur verið haldið fram að í þeim löndum þar sem tilvísanaskylda riki þá virki kerfíð vel og meðal ann- ars bent á Bretland í þvi sambandi. Það er þó kaldhæðnislegt að breskt heilbrigðiskerfí hefur einmitt verið gagnrýnt fyrir galla á ýmsum sviðum meðal annars vegna þess að fólki er mismunað eftir þjóðfélagsstöðu. Ef einhveijir álita að það sé heimilis- lækningum til framdráttar að auka þar á skriffínnsku og að heimilislækn- ar vinni við að skammta út tilvísunum á sérfræðinga þá hafa þeir sömu aðil- ar ekki háleitar hugsjónir. Að sjálf- sögðu eiga heimilislæknar að vera í lykilhlutverki við heilsugæslu um það er ekki ágreiningur og flestir heimilis- læknar hafa þann trúnað hjá sínum skjólstæðingum að þeir leita fyrst til hans og þannig á það yfirleitt að vera. Hvemig er hægt að gera þær kröfur til heimilislæknis að hann sé sérfræðingur á öllum sviðum? Sjúk- lingar sem greinist með krabbamein íslenska býlisins að sanna færni í framleiðslu og framleiðni. Þau ríki sem nú standa sterkust í sam- keppnisstöðunni eru iðnríkin sem snemma þróuðu með sér hefðir í iðnaði. Mannfjöldi, náttúrufegurð, auðlindir eða lega vega þar ekki þyngst í samkeppninni. Sjálfstæðisbaráttu smáþjóða á aldrei að linna, en þær þurfa að breyta umaðferðir og tól. Samkeppn- isstaða íslendinga styrkist best með Tilvísanakerfið felur í sér óhagræði, segir Helgi Signrðsson, og minnir um margt á nýju fötin keisarans. eða annan alvarlegan sjúkdóm t.d. á lækningastofu eða á sjúkrastofnun, er að sjálfsögðu vísað beint til viðeig- andi sérfræðings og þannig á það að vera. íslenska heilbrigðiskerfið er á margan hátt frábrugðið því sem er í flestra öðrum löndum meðal annars vegna þess að samskipti milli fólks eru oft persónuiegri, sem vissulega hefur bæði í för með sér kosti og galla. Flestir hafa aðgang að lækni hér á landi vegna vensla eða vináttu. Þegar veikindi steðja að þá nýtir fólk sér stundum þessi sambönd og ef til vill sérstaklega þegar um alvarleg veikindi er að ræða. Er það virkilega vilji íslenskra stjómvalda að bijóta þetta mynstur niður? Hætta er á því að tilvísanakerfið mun valda slíkri breytingu þegar til lengri tíma er litið. Lokaorð A heilbrigðisstofnunum lands- manna fer mikil tími þegar í alls konar skriffinnsku og hafa starfs- menn þeirra því minni tíma en áður til að sinna sjúklingum svo og öðrum skyldustörfum eins og kennslu og rannsóknum. Tilvísanakerfið verður enn ein viðbót sem býður auk þess upp á óhagræði, óþarfa tímaeyðslu og gerir samskipti milli fólks óper- sónuleg. Lágmarkskrafan er að menn hafi hugleitt afleiðingar slíks kerfís. Áð koma á tilvísanakerfi án samráðs við fólkið í landinu ber merki um embættishroka. Stefna þessarar ríkisstjórnar hefur verið að reyna að draga úr óhagræði og skrif- innsku og gera ríkiskerfið markviss- ara, en {tilvísanamálinu minnir mála- tilbúnaður á söguna um nýju fötin keisarans. Áður en meiri harka fær- ist í þessi mál skorar undirritaður á ríkisstjórn Davíðs Oddsonar að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar áður en illt hlýst af. Höfundur er sérfræðingur í krabbameinslækningum og dósent við Háskóla íslands. best þau störf og starfsgreinar sem þjóðfélagið byggir á. En til að skapa eðlilegt jafnvægi í náms- og starfs- fræðslu nemenda þarf sérstakt átak til að kynna þeim iðnað og iðnaðar- störf og gera þeim greinum jafnhátt undir höfði og hefðbundnum bókn- ámsgreinum. Islenska þjóðin á mikið af ungu hæfíleikafólki sem þarf að fá eðlileg tækifæri til að kynnast iðnaði og iðnaðarstörfum. Takmarkið er að allir fínni störf Helgi Sigurðsson. INN Iðnaður-nemendur-nýsköpun Iðnaður - sjálfstæði ALLT FRÁ landn- ámsöld var það keppi- kefli hvers bónda að gera sitt heimili svo sjálfbjarga sem verða mátti. Það fólst m.a. í, hagleik og hugviti vinn- andi fólks á bænum sem gat nýtt allt sem til gagns gat komið mönnum sem skepnum. I samanburði við aðr- ar þjóðir er íslenska þjóðin sem eitt býli á öflugum samveldis- markaði. Vegna ójöfn- uðar í samkeppnisstöð- unni er mikilvægt fyrir húsráðendur og nauðsyn Guðrún Þórsdóttir því að skapa fjölþætt líf fyrir iðnað í landinu. Öflugur íslenskur iðnaður byggir borg um sjálfstæði Islendinga. Nemendur - takmark Æðsta takmark uppalenda, jafnt hjá dýrum sem mönnum er að gera afkvæmi sín svo sjálfbjarga sem kostur er. Það vinnuumhverfi sem blasir við ungu fólki í dag er um margt þröngt og óaðgengi- legt. Það er bæði skylda að kynna ungu fólki sem Semjum um kaupmátt í ÞEIM tillögum að nýjum kjarasamningi, sem Verzlunarmann- afélag Reykjavíkur hef- ur lagt fram, er megin- áhersla lögð á að tryggja kaupmátt og fjölga atvinnutækifær- um. Forsenda þessa er að sá stöðugleiki, sem náðst hefur í efnahags- málum þjóðarinnar haldist áfram. Kröfur VR miðast við þessi markmið. Þróun efnahagsmála hefur verið mjög hag- stæð að undanfömu. Efnahagsbatinn á sl. ári var mun meiri en menn höfðu spáð. Þjóðhags- stofnun hefur endurskoðað fyrri spár og eru horfur um hagvöxt og við- skiptajöfnuð hagstæðari en áður. Því er nú spáð að þjóðartekjur verði 3% á þessu ári í stað 1,8% sem áður hafði verið spáð. Gert er ráð fyrir að útflutningur vöru og þjónustu muni aukast um 6,6% milli áranna 1993 og 1994 í stað 4,9% skv. fyrri spá Þjóðhagsstofnunar. Viðskiptakjör hafa batnað meira en spáð var. Heild- arvelta í iðnaði jókst um 8% fyrstu átta mánuði síðasta árs miðað við 1993. Veltan í smásöluverslun hefur aukist jafnt og þétt allt sl. ár skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Raungengi er mjög hagstætt atvinnu- lífínu. Vextir hafa lækkað, sem styrkt hefur stöðu fyrirtækja. Skattar hafa verið lækkaðir á fyrirtækjum. Verð- bólgan er með því lægsta sem þekk- ist og hagvexti er spáð 2,5-3% á þessu ári, sem er sambærilegt við önnur lönd, sem við berum okkur saman við, og spáð er áframhaldandi hagvexti 1,5-2% næstu árin. Þetta eru mikil umskipti í efna- hagsmálum þjóðarinnar og það eru talin skilyrði fyrir framhaldi þessarar þróunar, ef við gætum þess að halda þeim stöðugleika sem nú hefur náðst. Það er mikið í húfí og allir verða að leggjast á eitt til tryggja að svo verði áfram. Nú eru því skilyrði til þess að nýta þennan bata til að rétta hlut launþega sem margir hveijir hafa tekið á sig þungar byrðar á undan- fömum árum á meðan við vorum að vinna okkur út úr kreppunni. VR byggir launakröfur sínar, sem lagðar voru fram í síðustu viku, á þessum grunni. Þær munu ekki raska þeim stöðugleika, sem náðst hefur og nauðsynlegt er að viðhalda, þó gengið yrði að þeim. Kröfumar eru þannig uppbyggðar, að þær eiga ekki að valda verðbólgu nema sem svarar rúmum 2% á ári, sem er innan þeirra marka, sem ásættanlegt er. Við leggjum áherslu á það okkar tillögum að hluta efnahagsbatans' verði varið til að íjölga atvinnutækifærum og sérstakt tillit verði tekið til þess, að atvinnuleysi Þótt gengið verði að launakröfum VR, segir Magnús L. Sveinsson, munu þær ekki raska stöðugleika. er verulega yfír lanndsmeðaltali hjá félagsfólki VR. Það hefur verið bent á það í um- ræðum um væntanlega kjarasamn- inga að við yrðum að taka mið af því sem er að gerast erlendis í launa- málum vegna samkeppnisstöðu okk- ar við önnur lönd. I því sambandi er fróðlegt að bera saman • laun á Islandi við laun í Evrópulöndum sem við erum í samkeppni við. Þá kemur í Ijós að laun á íslandi eru með því allra lægsta sem þekkist í Evrópu og sem dæmi má nefna að laun við verzlunarstörf í Danmörku eru 140% hærri en hér á landi! í nýútkominni skýrslu OECD, Ec- onomic Outlook, eru birtar upplýs- ingar um launaþróun í aðildalöndun- um og spá fram til ársins 1996, en þar er miðað við starfsfók í einka- geiranum. Sú spá hljóðar upp á um 11% launahækkun á árunum 1994, 1995 og 1996. Kröfur VR eru innan þessara marka og eiga því að falla að þeim markmiðum, sem bent hefur verið á að taka ætti mið af við gerð væntanlegra kjarasamninga. Höfundur er formaður VR. Magnús L. Sveinsson Með samstilltri stefnu í pólitík, atvinnumálum og skólastefnu má, að mati Guðrúnar Þórs- dóttur, opna leiðir fyrir framtak ungs fólks í atvinnulífinu þar sem hæfíleikar nýtast einstakl- ingi og þjóð. Nýsköpun - lykill Nýsköpun hefur alltaf fylgt í fót- spor frumkvöðla og hugvitsmanna á öllum tímum. Þeirra vegna hefur tækni og þægindum fleygt fram. Kaffíkvörnin, hjólið, nálin, skipið, öryggisnælan, tölvan. Hugvitið á sér engin takmörk. Örfáir hugvitsmenn verða þekktir, en flestir hverfa í straum aldanna. En allir þjóna þeir gyðju framþróunar. Það er eins með hugvitið og upphandleggsvöðvana, það eflist við áreynslu. Nema hvað kraftajötnar hafa takmörk sem hug- vitið smýgur framhjá. Nú sem áður felur iðnaður í sér ótæmda mögu- leika til nýrrar framleiðni og fram- leiðslu og það er löngu tímabært að opna augun fyrir möguleikunum sem eru þar. Þar er sá sjóður sem íslend- ingar eiga að grípa til. En úr þeim sjóði verður ekki tekið nema aðstæð- ur og hæfileikafólk séu til staðar. Með samstilltri stefnu í pólitík, at- vinnumálum og skólastefnu má opna leiðir fyrir ungt og dugandi fólk til að láta hæfileika og kraft njóta sín í atvinnuskapandi verkefnum. Hins vegar þarf hressileg viðhorfsbreyt- ing að eiga sér stað gagnvart iðnaði og iðnaðarstörfum hjá þjóðinni. Sú virðing sem bóknámsgreinar njóta þarf að sigla með hraði inn í raðir verk- og iðnnáms. Með því fjölgar sjálfstæðisröftum þjóðarheimilising. INN INN er iðnfræðsluátak fyrir 14 ára grunnskólanemendur í Reykja- vík 1995 og 1996. Þeir sem standa að INN eru fræðsluyfirvöld í Reykja- vík, Samtök atvinnurekenda í iðn- aði, Samtök launafólks í iðnaði og Aflvaki Reykjavíkur hf. Markmiðið er að fjölga þeim einstaklingum sem hafa þörf fyrir skapandi verkþekk- ingu og um leið fjölga hæfileikafólki sem sækir í iðnnám. INN er fram- haldsverkefni af Verkmenntabúðum í Reykjavík sem er 3ja ára sam- starfsverkefni fræðsluyfirvalda og fræðsluráða í iðngreinum. INN- verkefnið skiptist í fræðslu og keppni og verða niðurstöður kynntar nú í vor þegar Samtök iðnaðarins veita verðlaun fyrir bestu nothæfu hug- myndina. Með INN er verið að leið- rétta það flæði af námsmönnum sem lengi hefur verið inn í bóknámsgrein- arnar á kostnað iðngreinanna. Höfundur er kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.