Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÝÁRSIIEITIÐ MITT Matur og matgerð Þótt ég kunni ýmislegt fyrir mér í matargerð segir Kristín Gestsdóttir hef ég sjaldan búið til góðar pönnukökur. Nýársheit mitt að þessu sinni er að bæta þar um og þykir sumum vafalaust léttvægt. Vonandi tekst mér að standa við það. NÝÁRSHEITIÐ mitt fyrir árið 1989 var að búa til bragðgóðan og hollan mat, sem ekki væri fitandi. Það 1. Setjið egg, sykur og salt í skál og þeytið vei saman. Setjið síðan matarolíu og vanilludropa útí og hrærið saman við. 2. Setjið fyrst um 2 dl af mjólk út í, þá i dl af hveiti og síðan koll af kolli þar til allt er komið út í. 3. Gott er að láta deigið standa í i—1 klst. áður en það er bakað. 4. Hitið pönnnna, hafíð háan hita en ekki mesta straum. Setjið u.þ.b. i dl af sopp- unni á pönnuna í einu, ljrftið pönnunni og iátið deigið renna um hana alla. Skerið síðan í kring með pönnukökuspaða og snúið við. Athugið: Setjið enga feiti á pönnuna. stóð ég við en í árslok það ár kom út bók mín Minna mittismál, sem hafði þetta að leiðarljósi. Síðan höfum við hjónin ekki bætt á okkur um jólin. Ég hef breytt um matar- venjur og bý til mun fítuminni og þar með hollari og þótt ótrúlegt sé bragðbetri mat. Hvemig er það hægt? spyija vafalaust margir. Ég nota litla fítu, ekkert smjörlíki og sáralítinn rjóma. Rjómaneysla hef- ur aukist eftir að matreiðslumenn í fjölmiðlum tóku til við að bragð- bæta sinn mat alltof mikið með tjóma. En hægt er að gera matinn enn betri með því að sleppa ijóman- um alveg eða minnka hann mikið. Af hveiju þurfum við endilega frómas eða ís um jólin? Því ekki að búa til eitthvað gott úr hinum ijölmörgu ávaxtategundum sem fást? Við fitnum u.þ.b. helmingi meira af alls konar fítu en sykri, og það er sama hvort notað er smjör, smjörlíki eða olía, allt er þetta jafnfitandi, þótt mishollt sé. Á mínu heimili er fiskur borðaður ekki síður en kjöt um jólin, það er enginn vandi að klæða físk í hátíð- arbúning, jafnvel án þess að nota mikinn ijóma. Eftir jól er nær ein- göngu fískur og grænmeti á borð- um. Ég gekk út hér einn morgun- inn og fór í fískbúð í leiðinni, þar blöstu við mér glæný falleg ýsufl- ök. Ég keypti fjögur, sem vógu um 1 'h kg. Þegar heim kom bjó ég til fískibollur úr öllu og ekki var liðinn nema hálftími frá því að ég kom heim, þar til fískibollumar voru komnar á borðið. Pönnukökur ___________2 egg___________ 1 msk. sykur 1 /8 tsk. salt tsk. vanilludropar 2 msk matarolía 4 dl hveiti tsk. matarsódi eða tsk. lyftiduft 8 dl nýmjólk eóg léttmjólk Fiskibollur 1.200 g roðflett ýsuflök 2 tsk. salt tsk. pipar tsk. múskat (mó sleppa) _____________dl hveiti__________ 1 dl kartöflumjöl 4 dl mjólk — 1 dl matarolía til að steikja bollurnar í 1 msk. smjör saman við olíuna 1. Hreinsið bein úr fískinum, skerið hvert flak í 3-4 bita. Setjið í hrærivélarskálina og látið hrærar- ann tæta fiskinn í sundur. 2. Setjið salt, pipar, múskat, hveiti og kartöfiumjöl saman við og hrærið örlítið. 3. Setjið mjólkina smám saman út í og hrærið vel á milli. Setjið mjög litla mjólk út í byijun. 4. Steikið bollurnar í tvennu eða þrennu lagi eftir stærð pönnunnar. Gott er að hafa heitt vatn í smá- íláti og dýfa skeiðinni ofan í það áður en bollurnar eru mótaðar. Einnig má dýfa skeiðinni í feitina á pönnunni. 5. Þegar bollurnar eru orðnar fallega brúnar á öllum hliðum, er hitinn minnkaðurí minnsta straum, lok sett á pönnuna og bollurnar látnar soðna þannig í gegn. Verra er að setja vatn á pönnuna. Athugið: Ef þið viljið hafa sósu með er best að kaupa pakkasósu. Gott meðlæti er soðnar kartöflur, sýrðar rauðrófur og hrásalat. Þegar ég bý til svona mikið magn af fískibollum í einu, steiki ég ekki allar, en sýð helminginn í litlu vatni, sem einum soðteningi er bætt í. Síðan þykki ég sósuna með hveitihristingi og set tómat- sósu og ögn af smjöri út í. Börnum finnst þetta yfirleitt mun betra en steiktu bollurnar. ÍDAG BRIPS li m s j ó n G u ð m . I’ á 11 Arnarson UNDANKEPPNI Reykja- víkurmótsins lauk sl. fímmtudag. Af 28 sveitum standa nú 8 eftir, sem munu beijast um titilinn í útsláttar- leikjum. Sá fyrsti verður nk. miðvikudag, en undanúrslit og úrslit verða spiluð helgina 21. og 22. janúar í húsnæði BSI, Þönglabakka 1. Þijú grönd var algengur samn- ingur í eftirfarandi spili úr næst síðustu umferð undan- keppninnar: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ ÁD842 ¥ 32 ♦ 32 ♦ D653 Suður ♦ 107 ¥ ÁKD7 ♦ ÁK5 ♦ G942 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 grand Pass 2 hjörtu* Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass * Yfírfærsla. Útspil: hjartagosi. Hvemig er best að spila? Spilið er veikt og virðist varla vinnast nema vestur haldi á kóng þriðja i spaða. Margir sagnhafar sættu sig við þau örlög og spiluðu strax spaðatíu í öðrum slag og létu hana rúlla þegar vestur fylgdi með smáspili. Tían svældi út kónginn, en það dugði þó ekki til vinn- Norður ♦ ÁD842 ¥ 32 ♦ 32 ♦ D653 Austur ♦ K9 lllll * 854 111111 ♦ G10964 ♦ 107 ¥ ÁKD7 ♦ ÁK5 ♦ G942 I rauninni er það óþarfa hvatvísi að spila spaðanum strax. Sá millileikur að spila fyrst laufi kostar ekki neitt. Ef vömin skiptir yfir í tígul, hefur sagnhafí enn tíma til að snúa sér að spaðanum. En vömin er sjaldnast alvitur og í þessu tilfelli er vestur vel vís með að spila hjarta áfram. Þá getur sagnhafi fríað sér tvo slagi á lauf og þarf þar með aðeins einn til viðbótar á spaðann. Og spili vestur hjarta í þriðja sinn, er hægt að tvísvína í spaðanum ef þörf krefur. ings: Vestur + G653 ¥ G1096 ♦ D87 ♦ ÁK VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tryg-gingar á Visa-gnllkortum JÓN G. Þórarinsson hringdi til Velvakanda til að vekja athygli fólks á eftirfarandi: „Ég hringdi í Trygg- ingamiðstöðina þar sem þeir höfðu tilkynnt að ef fólk yrði lengur en 90 daga erlendis þyrfti það að kaupa viðbótartrygg- ingu og hélt ég að það væri þá viðbótartrygging fyrir þá daga sem yrðu umfram þessa 90 en komst að raun Um að svo er ekki. Fólk er ótryggt með öllu sé það lengur en 90 daga utan að það er tryggt á ferðalaginu fram og til baka. Til að njóta trygginga sinna þarf fólk að koma heim innan þessara 90 daga marka. Ég er viss um að fólk hefur almennt ekki hug- mynd um þetta.“ Sjónvarpsþátturinn „List og lýðveldi" GESTUR Sturluson, Hringbraut 50, hringdi til Velvakanda: „Sunnudaginn 15.jan- úar var þáttur í sjónvarp- inu sem heitir „List og lýðveldi, kvikmyndir, út- varp og sjónvarp". Um- sjón hafði Sigurbjöm Áðalsteinsson. Var þessi þáttur aðallega um kvik- myndir og sjónvarp og að mörgu leyti ágætur og margan fróðleik þar að fínna um kvikmynda- gerð á þessu tímabili en þó fannst mér eitt á vanta, að eins ágætasta kvikmyndatökumanns sem við eigum núna var ekk.i að neinu getið og þar á ég við þúsundþjala- smiðinn Ómar Ragnars- son. Ég álít að hvað varðar náttúru- og landsiags- og fróðleiksmyndir um sér- stæða mannlífskvisti taki honum enginn fram. Auga hans er svo glöggt fyrir öllu sem það sér og eyrað fyrir því sem það heyrir. Mér fínnst vera kom- inn tími til að Ómar Ragnarsson fái vissa við- urkenningu fyrir sín ágætu störf.“ Tapað/fundið Gulleyrnalokkur tapaðist KRINGLÓTTUR eyma- lokkur tapaðist í byijun desember í miðbæ eða vesturbæ. Skilvís fínnandi er vin- samlega beðinn um að hafa samband í síma 671774. Jakki tekinn í misgripum MAÐUR hringdi til Vel- vakanda því hann hafði farið á Hótel Sögu 7. jan- úar sl. og tekið þar jakka í misgripum. Jakkinn sem hann tók er fy'ólublár stakur jakki úr léttu efni en hans jakki var grænn jakkafatajakki. Kannist einhver við þetta, vinsamlega hafíð samband í síma 39509. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND með múrsteinsmunstri tapað- ist í byijun desember fyr- ir utan Borgarspítalann eða á bílaplaninu við Þómfell 20. Skilvís fínnandi vinsamlega hafi samband í síma 72657. Bíllykill fannst EINN bíllykill á járn- hring fannst í Fumgerði í Reykjavík sl. föstudag. Eigandinn má vitja hans í síma 36137. Úr tapaðist KVENGULLÚR með gullkeðju og kringlóttri skífu tapaðist við Fljótas- el eða við Shell-bensín- stöðina í Suðurfelli eða við Tungusel 7 sl. föstu- dag. Skilvís finnandi vin- samlega hafí samband í síma 72826. Úr fannst KVENMANN SÚR fannst 11. janúar sl. á horni Stórahjalla og Efstahjalla. Eigandinn má vitja þess í síma 43658. Gæludýr Fress í óskilum ÓMERKTUR fress, sem er svartur en hvítur á maga, trýni og loppum (báðar afturlappir hvít- ar), hefur verið í óskilum frá því á föstudag og var hann mjög svangur og greinilega ekki borðað í langan tíma. Hann er með far eftir hálsól. Eig- andinn er vinsamlega beðinn um að vitja hans í síma 76384. Köttur í óskilum GULBRÖNDÓTTUR köttur með hvíta bringu hefur undanfarnar vikur gert sig heimankominn að Hrísholti 13, Garðabæ. Hann er blíður og góður og greinilega heimilisköttur sem villst hefur að heiman. Ef ein- hver saknar kattar síns sem þessi lýsing á við, vinsamlega hringið í síma 658035. Krummi er týndur SVARTUR kafloðinn þriggja og hálfs árs gam- all skógarköttur, fress, hvarf frá heimili sínu við Rangársel í Breiðholti 22. desember sl. Hann hlýðir nafninu Krummi. Geti einhver gefíð upp- lýsingar um hann vin- samlega hafið samband í síma 74980 eða 76084. Víkverji skrifar... ATHYGLI Víkveija var vakin á því í síðustu viku, af tveimur starfsmönnum opiiiberra stofnana, að aðeins hálfur sannleikurinn hafi verið sagður í opnu bréfi G. Margrét- ar Jónsdóttur, kennara, hér í Morg- unblaðinu, til Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra, þar sem kennarinn lýsti því yfír að kennarar vildu ekki verkfall en gætu ekki lifað af launum sínum. G. Margrét Jónsdóttir lét fylgja með bréfi sínu ljósrit af launa- seðli sínum fyrir janúarmánuð 1995, sem sýnir að hún fékk greiddar út liðlega 71 þúsund krónur, en heildar- tekjur hennar voru rúmar 89 þúsund krónur. XXX RAUNAR brást fjármálaráðherra hart við, því daginn eftir birt- ingu ofangreinds bréfs, birtist svar- bréf hans, þar sem hann vakti at- hygli á því, sem hafði orðið ofan- greindum ríkisstarfsmönnum tilefni til þess að benda Víkveija á sérstöðu janúarlaunaseðla opinberra starfs- manna. Fjármálaráðherra sagði m.a. í bréfí sínu: „Umræddur launaseðill er nokkuð villandi miðað við texta lesendabréfsins, þar sem ætla má að launaseðillinn eigi að endurspegla endurgjald fyrir vinnu bréfritara. Sú er ekki raunin, þar sem 1. janúar er einungis greidd fyrirfram dag- vinna en eftirvinnan er greidd skömmu fyrir jól.“ xxx NÚ VAR það alls ekki svo, að ríkisstarfsmennirnir sem að máli komu við Víkveija, í tilefni af hinu opna bréfi, teldu sig eða aðra opinbera starfsmenn, þar með talda kennara, of sæla af launum sínum, síður en svo. En þeir bentu á, og það réttilega, að mati Víkveija, að með hálfsannleik sem þessum, að láta í veðri vaka að mánaðarlaun kennar- ans séu 89 þúsund krónur árið um kring, en ekki 150 þúsund krónur, eins og fjármálaráðherra sýndi fram á, að á við um tilvik bréfritara, væri verið að grafa undan tiltrú almenn- ings á aðferðum opinberra starfs- manna í kjarabaráttu þeirra. Við því töldu þeir sig alls ekki mega, og bentu á, að enn síður mættu kennar- ar við slíkri rýmun tiltrúarinnar, svo mikið hefðu löng og árangurslítil verkföll kennara í gegnum tíðina skaðað ímynd kennara út á við. XXX HELDUR þótti Víkveija það raunaleg lesning í sunnudags- blaði Morgunblaðsins, að sjá að það tekur sjúkraliða að meðaltali um sjö mánuði að vinna upp tekjutapið sem þeir urðu fyrir í sjö vikna löngu verk- falli sínu. Þetta á við um þá sjúkra- liða, sem að jafnaði fengu 10 þúsund krónur á viku úr verkfallssjóði, en það voru einungis sjúkraliðar í fullu starfi_ sem áttu kost á slíkum greiðsl- um. Ákveðið hlutfall sjúkraliða gekk einnig vaktir í verkfallinu, til þess að sinna neyðarþjónustunni, og tekjumissir þeirra varð þar með að sama skapi minni. Þeir sjúkraliðar sem engar vaktir gengu í verkfallinu og fengu engar greiðslur úr verk- fallssjóði, verða á hinn bóginn um 22 mánuði, eða tæplega tvö ár, að vinna upp tekjutapið. Þeir hljóta því margir að hugsa sinn gang, að því er varðar þátttöku í hugsanlegum verkföllum, þegar upplýsingar sem þessar eru gerðar opinberar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.