Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LOFTUR ÁMUNDASON + Loftur Ámunda- son var fæddur á Sandlæk í Gnúp- verjahreppi 13. nóv- ember 1914. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 10. jan- úar sf. en þar var hann vistmaður undanfarin þrjú ár. Foreldrar Lofts voru Ámundi Guð- mundsson bóndi á Sandlæk og kona hans Halla Lovísa Loftsdóttir. Börn þeirra voru fimm, elsta Sigríður Lilja, bókavörður, fædd 1912, hún lést 1987, þá tvíburarnir Guðrún og Guð- mundur, f. 1913, Guðrún er gift, Karli Guðmundssyni leikara, en Guðmundur er bóndi í Ásum í Gnúpveijahreppi. Kona hans er Stefanía Ágústsdóttir. Yngstur systkinanna var Hjálmar, f. 1917, hann lést 1942. Ámundi lést í spönsku veikinni 1918 en Loftur bróðir Höllu Lovísu, sem þá hafði verið við nám á Hvann- eyri, tók við búsforráðum á Sandlæk með systur sinni og gekk börnum hennar í föður stað. Hinn 25. júlí 1942 kvæntist Loftur Ámundason eftirlifandi konu sinni Ágústu Björnsdóttur. Hennar foreldrar voru hjónin Björn Erlendsson, trésmiður, sem átti ættir að rekja til Borg- NÚ ERU rétt liðin áramót, kafla- skipti í lífi sérhvers manns á stig- skiptum hring ársins, markar hann endir þess sem var og upphaf hins ókomna árs með vonum þess og yæntingum. Þó blundar alltaf meðal manna nokkur kvíði, varðandi hvert nýtt ár. „Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól,“ munum við gleðjast sam- an næstu nýársnótt? Þar sem það er ekki sjálfsagt ber okkur að þakka hveija stund, því framtíðin er aldrei í hendi. Tengdaforeldrar mínir hafa dvalið á heimiii okkar hjóna um jól og ára- mót, norður í Iandi á þriðja tug ára og breytti það engu fyrir Loft tengda- föður minn þó hann væri þrotinn að heilsu og kröftum og kominn á hjúkr- unarheimili í'Sunnuhlíð, norður skyldi haldið um jól. Þegar ég kvaddi Loft í flugvélinni 4. janúar sl. gat ég eins búist við því að við sæjumst ekki aft- úi’, sem og reyndist rétt. Gott er nú að minnast vinar og tengdaföður, sem ávallt var gleði- gjafi þeirra sem honum þótti vænt um, bama sem fullorðinna. Hann var hreinskiptinn og ákveðinn, leið hvorki tvöfeldni né hræsni, þessir eiginleikar öfluðu honum ekki alltaf vina en þeirra góðra sem hann eign- aðist. Loftur var eldsmiður að iðn og sannkallaður listamaður og vand- virkur svo af bar við smíðar, þessi arfjarðar, og Guðrún Pálsdóttir Hafliða- sonar frá Gufunesi. Börn Lofts og Ág- ústu eru: 1) Halla Lovísa, f. 31.5. 1943, maki Völundur Þ. Hermóðsson frá Ár- nesi í Aðaldal. Eiga þau heima í Álftanesi í sömu sveit, eiga þrjú börn og tvö barnabarnabörn. 2) Páll Gunnar, f. 7.1. 1949, hann á tvö börn. Sambýliskona hans er Hrönn Ben- ónýsdóttir frá Hömr- um í Reykjadal og eru þau bú- sett á Isafirði. 3) Amundi Hjálm- ar, bóndi í Lautum í Reykjadal, sambýliskona hans er Unnur Garðarsdóttir og eiga þau fimm börn. Áður átti Ámundi tvö börn, þannig að afkomendur Lofts og Ágústu eru 14. Loftur hóf járnsmíðanám í Vélsmiðjunni Héðni og lauk prófi í þeirri iðngrein 1937. Eld- smíði var hans sérgrein og starf- aði hann að þeirri iðn æ síðan, þar af 40 ár í Landsmiðjunni í Reykjavík. Hann gegndi gjald- kerastörfum fyrir Félag járaiðn- aðarmanna um margra ára skeið og fleiri trúnaðarstörfum í þágu þess félags. Útför Lofts verður gerð frá Kópavogskirlqu í dag en í kór þeirrar kirkju söng Loftur í þijá áratugi. vandvirkni olli því eflaust að afköstin voru mismikil, því allt varð að vera fullkomið er hann lét frá sér. Starfið var honum allt, hans líf .og yndi. Eins og oft er með listamenn helg- aði hann starfinu krafta sína burtséð frá eigin hag. Loftur safnaði ekki auði á veraldlega vísu, en hann átti þann auð sem varanlegur er, gott minni og hreint tungutak. Hann kunni ógrynni við ljóðum, þulum og lausavísum, má segja að hann kunni eða kannaðist við flest ljóð góðskáld- anna. Oft nutum við þess að hlusta á hann fara með heilu kvæðabálk- ana, 30-50 erindi, án þess að reka í vörðumar og marga vísuna raulaði hann við bömin á kné sér. í minnum er haft af samferðafólki hans í skógræktarferð til Noregs, þegar hann á skemmtikvöldi flutti allt kvæðið Þorgeir í Vík, alls 43 erindi á íslensku, í salnum hefði mátt heyra saumnál detta, en skýrt málfar og frábær flutningur gerði það að verkum að Norðmenn lifðu sig inn í atburðarásina í kvæðinu þó flutt væri á íslensku. Á fullorðinsárum fór Loftur að setja saman ljóð og veittist honum það létt þar sem hvorki vantaði auð- ugt tungutak né tilfmningu fyrir hrynjandi málsins. Við sum þessara ljóða samdi hann einnig lög. Sönggyðjan lét Loft ekki ósnort- inn, hann hafði yndi af söng og starf- aði með Hreppakórnum og Land- LOVÍSA JÓNSDÓTTIR + Lovísa Jónsdótt- ir fæddist á Efra-Teigi á Akra- nesi 28. ágúst 1909. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Ás- björnsdóttir frá Melshúsum á Akra- nesi og Jón Ólafsson skipstjóri frá Litla- Teig á Akranesi. Systkini Lovísu voru Alexander, f. 7. ágúst 1918, d. 14. des. 1935, og Ás- björg, f. 9. des. 1921, d. 27. nóv. 1984. Þau bjuggu á Stað á Akra- nesi. Hinn 25. nóv. 1933 giftist hún Axel Sveinbjörnssyni, kaup- manni, f. 10. des. 1904. Dætur þeirra eru: Jóna Alla, f. 5. janúar 1937, Gunn- ur, f. 17. mars 1942, gift Steinþóri Þor- steinssyni, og Lov- ísa f. 30. des. 1944, gift Ægi Magnús- syni. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin eru fimm, eitt er látið. Lovísa og Axel bjuggu allan sinn búskap í Merkigerði 2 á Akranesi, en síð- ustu fimm árin hafa þau verið á Dvalarheimilinu Höfða og Sjúkrahúsi Akraness. Útför Lovísu fer fram frá Akra- neskirkju í dag. MINIMINGAR smiðjukórnum um árabil einnig söng hann með kirkjukór Kópavogs I ára- tugi. Það var með lögin eins og kvæð- in, hann kunni ótrúlegan fjölda laga, sem hann hafði lært allt frá barn- æsku. Eitt sinn sem oftar er ferðast var milli Norður- og Austurlands var komið við í Möðrudal, þá gekk Jón með okkur í kirkju og spilaði og söng, eins og venja hans var þegar gesti bar að gerði, Loftur var með í för og tók þá undir hvert lag og endaði svo að Jóni tókst ekki að reka hann á gat. Hann undraðist mikið og kvaðst ekki hafa fyrr hi(t mann er kunni svo mikið af lítt þekktum lög- um. Loftur var afskaplega minnugur á menn og málefni og gat rakið orða- skipti og gamanmál manna á milli áratugi aftur í tímann og var oft gaman að hlusta á hann í borðkrókn- um á Hlíðarveginum. Loftur var einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs og starfaði með því árum saman og ævinlega minnt- ist hann þess með mikilli ánægju. Átthagamir í Hreppum voru hon- um ofarlega í huga og minntist hann oft uppvaxtaráranna á Sandlæk og skólagöngunnar í Ásaskóla. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- fylgdina og veit að að lokinni minni lífsgöngu hittumst við glaðir og kátir á ný. Tengdasonur. Loftur Ámundason er kvaddur í dag og þó ég hafi ekki þekkt hann lengi, verður hann mér alltaf minn- isstæður sem einn af þeim mönnum sem ég hef metið mest. Við kynntumst fyrir tíu árum, þegar ég hóf sambúð með Páli syni hans. Hann tók mér strax vel, var þó frekar hlédrægur og sagði ekki margt. En fljótlega kom í ljós að við áttum sameiginleg áhugamál á ýms- um sviðum og eftir að hann hafði lesið fyrir mig ljóð heilt kvöld og ég setið hugfangin undir lestrinum, viss- um við bæði að við vorum vinir. Þegar ég kynntist Lofti var hann hættur vinnu sem eldsmiður hjá Landsmiðjunni fyrir nokkru. Honum féll það ekki vel, þó vissulega væri hann þreyttur og slitinn og vel að hvíldinni kominn. En sveitapilturinn Loftur hafði alltaf trúað og vitáð að lífið er vinna og vinnan er lífið. Þó var nú síður en svo að hann ætti sér ekki tómstundaiðju hann lék með Leikfélagi Kópavogs og söng í kór- um, m.a. kirkjukór Kópavogs, í ára- tugi. Svo voru það ljóðin, engan mann hef ég þekkt sem kunni önnur eins ókjör af ljóðum og gat flutt þau tímunum saman án þess að hika eða fipast. Ég var svo lánsöm að fá að sitja með honum og Ágústu mörg yndisleg kvöld og hlýða á sannkall- aða skemmtidagskrá með ljóðum og lögum. Og aldrei mun ég gleyma þegar ég heimsótti Loft á Sunnuhlíð fyrir tæpu ári og hann flutti mér „Sögu frá Lissabon“, Ijóð eftir Bene- dikt Gröndal, sem er 18 erindi, af sama krafti og jafn hiklaust og fyrir 10 árum. Og þá var nú glampi í augunum og bros í munnvikum. Loftur var á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sl. þijú ár og naut þar góðs atlætis og umhyggju, en hann Vegir skiptast, allt |er ýmsar leiðir, inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt, sem keðja, krossfór ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (E.B.) Þannig kveður eitt af skáldum okkar látinn vin. Þessar ljóðlínur komu mér í hug, er dauðinn rétti hönd sína, að þessu sinni. Þessi hönd finnst okkur ýmist snögg og harkaleg eða mild og friðandi, þeg- ar hún kemur eftir langvarandi sjúkdómsstríð, sem engin mannleg hönd fær bætt. Það er trú mín, að þannig hafði það verið með okkar látnu vinkonu. Að höndin, sem nú leiddi hana, inn .á „fyrirheitsins lönd“, hafi verið henni kærkomin. Dánartilkynning minnir alltaf á fallvaltleika og vinaskilað. Og ef sá, sem látinn er, átti eitt sinn sam- var bundinn við hjólastól og sætti sig illa við að vera upp á aðra kom- inn með alla hluti. ÖIl böm þeirra Lofts og Ágústu eru búsett úti á landi og gátu þar af leiðandi ekki heimsótt hann eins oft og þau hefðu viljað, en alltaf ljóm- aði brosið hans móti okkur þegar við komum. Ágústa og Loftur áttu gullbrúð- kaup í júlí 1993 og þá hittist fjöl- skyldan heima á Hlíðarvegi og átti saman góða stund. Loftur var þá nýbúinn að endurheimta forláta sög sem hann kunni að spila á en hafði verið týnd í fjölda ára og ég á mynd- ir frá gullbrúðkaupsdeginum þar sem hann er að sýna sonum sínum réttu handtökin á söginni og boganum. Nú í nóvember varð hann svo áttræð- ur og þá var aftur fjölskylduboð á Hlíðarveginum. En nú fannst mér af honum dregið. Samt sem áður fóru þau Ágústa norður í Aðaldal um jólin eins og þau hafa gert í ára- tugi, í Álftanes til Höllu dóttur sinnar og Völundar, og eyddu þar síðustu jólunum við umhyggju og ástúð þeirra hjóna og ég held að nú síð- ustu ár hafi það verið fátt sem Loft- ur treysti ekki honum Völundi sínum fyrir. Og nú hefur hann kvatt okkur í bili, það er gott að eiga vísa góða heimkomu að loknum löngum vinnu- degi. Vel get ég unnt honum þess þótt ég hefði kosið að eiga samleið með honum lengur. Mig langar til að kveðja þig Loft- ur minn með sömu orðum og urðu þín síðustu við mig þegar ég talaði við þig á nýársnótt og þakkað þér liðnu árin. „Æ þakka þér fremur." Hrönn. Eldsmiðurinn Loftur Ámundason er fallinn frá. Þó báðir höfum við verið iðnaðarmenn var það ekki á þeim vettvangi sem leiðir okkar lágu saman. Loftur og kona hans, Ágústa Björnsdóttir, voru meðal frumbyggja Kópavogs og þau voru einnig í þeim bjartsýna hópi sem stofnaði Leikfé- lag Kópavogs fyrir réttum þijátíu og átta árum. Við Loftur stóðum fyrst saman á sviði ári eftir stofnun félagsins, þeg- ar Félagsheimili Kópavogs var tekið í notkun. Þetta unga félag vildi leggja fram myndarlegan skerf við þessi tímamót og réðist í það stór- virki að fá leikstjórann og fjöllista- manninn Gunnar Róbertsson Hansen til að setja upp kínverskan ævintýra- leik er nefndist „Veðmál mæru lind- ar“. Við vorum öll bjartsýn og bund- um miklar vonir við að komast í al- vöruleikhús eftir erfiða byijun í Kópavogsskóla. En margt fer öðru- vísi en ætlað er, það er önnur saga. „Veðmál mæru lindar" hafði allt það til brunns að bera sem kínversk leik- rit skal prýða, háski, ást, vonir og vonbrigði voru á sínum stað. En eins og hefðin segir fyrir um eru það ekki síst litríkir búningar og gervi, sem setja svip sinn á kínversk leikrit. Æfingar hófust að hausti þó nokk- uð væri langt í opnun Félagsheimilis- ins, sem auðvitað dróst á langinn svo það var nánast æft vetrarlangt og ekki frumsýnt fyrr en í mars. En hvaða máli skipti það? Gunnar Hansen var ekki einungis leikstjóri, hann teiknaði einnig alla búninga, hannaði hina knöppu sviðs- mynd og samdi tónlist. Vetrarlangt var ekki einungis æft, heldur einnig sniðið, saumað og smíðað. Loftur lét ekki sitt eftir liggja; hann lék „háskann“, sjálfan böðul- inn. Kom eins og aðrir beint á æfíng- ar eftir strangan vinnudag, æfði sitt hlutverk og vann við það í hléum að „smíða“ búninga í orðsins fyllstu merkingu, því þeir voru ekki einung- is úr vefnaði, einnig úr pjátri og öðrum málmi. Kom sér þá vel verk- kunnátta Lofts, hann lét heldur aldrei verk úr hendi falla. Var hent að því gaman að þó hann dottaði eða jafn- vel sofnaði við að klippa út hundruð- ir málmplatna hafi hann aldrei hætt að klippa. Og ekki má gleyma verkfæri „háskns“, öxinni ógurlegu, sem Loft- ur smíðaði að sjálfsögðu. Árin liðu, fleiri verkefni á fjalir. Síðast lágu leiðir okkar saman í verki sem við báðir þekktum og höfðum bókstaflega sogað í okkur í snilldar- legpim flutningi Helga Hjörvar; út- varpssagan af Bör Börssyni jr. Þetta mun hafa verið árið 1975, en þá var búið að gera vinsælan söngleik eftir verkinu og setti Leikfélag Kópavogs það upp í leikstjórn Guðrúnar Þ. Stephensen, með dyggum stuðningi vina í Þrándheimi, vinabæ Kópavogs í Noregi. Líklega hefur hvorugan okkar órað fyrir því er við hlýddum á Helga Hjörvar, að við ættum eftir að fá tækifæri til að leika persónur úr þessu verki, Loftur Gamla Bör og ég skálkinn Óla í Fitjakoti. Hin síðari ár dvaldi Loftur á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Þangað átti ég stundum erindi og þess vegna hittumst við nokkuð á síðari tímum. Síðast þegar ég sá Loft hvarflaði ekki að mér að hann yrði ekki þar við næstu heimsókn; taldi raunar að margir aðrir vistmenn legðu upp í ferðalagið á undan hon- um. Og kveðju hans gleymi ég ekki „vertu blessaður Óli í Fitjakoti" og þá lá beinast við að svara „vertu blessaður Gamli Bör“. Okkar síðustu „replikkur". Ég leyfi mér að kveðja Loft í nafni allra gamalla félaga í Leikfélagi Kópavogs. Sigpirður Grétar Guðmundsson. Að kvöldi hins 10. jan. sl. hringdi Didda vinkona mín til mín og færði mér þá fregn að Loftur væri dáinn. Samt var eins og fráfall hans rynni ekki til fulls upp fyrir mér fyrr en ég heyrði hið glæsilega karlakórslag hans og ljóð - Öræfasýn - flutt í útvarpinu daginn eftir, skömmu á undan dánartilkynningunni. Þarna hljómaði það sem hinzta kveðja Lofts til ættjarðarinnar og allra sem unna íslenzkri náttúru og fjallafegurð, Ijóðum og söng. Og minningarnar vakna. Það var í ágúst 1976^ sem við hjónin kynntumst þeim Ágústu og Lofti. Við vorum ferðafélagar í skóg- ræktarferð til Noregs, í 30 manna hópi á aldrinum 16-70 ára, sem kom víðsvegar 'að af landinu. leið með okkur, langan eða skamm- an tíma, þá hrökkvum við örlítið við, staðnæmumst litla stund, og leyfum huganum að hverfa til iið- inna daga. Því fækkar óðum fólkinu, sem sleit barnsskónum á Akranesi. Fólkinu sem fyrir 50-60 árum setti svip sinn á bæinn. Fólkinu, sem frá fyrstu tíð fylgdist með þróun bæjar- ins. Frá því að vera lítið þorp þar sem atvinnulíf var mjög einhæft, og næstum allt snerist um sjó og fisk. Þar sem flest hús voru lítil og lágreist, og margur bjó við þröngan kost. Einn barnaskóli, ekkert íþróttahús, engin sundlaug, ekkert sjúkrahús. Götur holóttar, og lítill túnbleðill framan við flest hús og svo alls staðar kartöflugarð- ar. Það var fárra kosta völ á þeirri tíð. Nú er öðruvísi um að litast. At- vinnulíf fjölbreytt, tveir stórir og vel búnir bamaskólar, mikil og vel metin menntastofnun, sem er Fjöl- brautaskóli Vesturlands, íþrótta- mannvirki af bestu gerð, vel búið sjúkrahús, mannað hinu færasta starfsfólki. Allar götur lagðar var- anlegu slitlagi. Flestir búa nú í björtum og rúmgóðum húsakynn- um. Og Akranes „bærinn okkar“, orðinn mikil gróðurvin. Þar sem tré og blóm standa fjölskrúðug, við svo til hvert hús. Og nú eiga Akurnes- ingar marga góðra kosta völ. Það er vissulega mikill og góður fengur, að fá að lifa langan dag og vera þátttakandi í slíkri þróun. En það er sama, hvort við göngum holóttar götur eða steinlögð stræti. Hvort við búum í koti eða höll. Það er og verður manneskjan sjálf sem máli skiptir, hvernig henni tekst að spinna sinn lífsþráð. Henni Lovísu Jónsdóttur tókst að spinna sinn lífsþráð, sjálfri sér, ástvinum sínum og samferðamönn- um til heilla og blessunar. Föður- bróðir minn, Helgi Eyjólfsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og Axel Sveinbjörnsson, voru bernsku-, æsku- og ævivinir. Þessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.