Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 25 LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Rússneskir dagar í Hafnarfirði NÚ STENDUR yfir sýning á vatns- litaverkum eftir ýmsa þekkta rúss- neska málara í Hafnarborg. Hér er um að ræða safn verka sem sett hefur verið saman til sýningar í Hafnarborg í samstarfi við aðila í Rússlandi og er úrval úr' reglulegum yfirlitssýningum sem haldnar hafa verið af Listamannafélagi Rússa með reglulegu millibili undanfarin fimmtán ár. í fréttatilkynningu: „Verk Rúss- anna eru fjölbreytt og sýna vel hve mikilli breidd má ná í málverki með notkun vatnslita. Listamennirnir eru á ýmsum aldri og verkin endur- spegla þau umbrot sem orðið hafa í rússnesku samfélagi undanfarna áratugi; sumir eru af þeirri kynslóð sem man hörmungar heimsstyijald- arinnar, en aðrir hófu listferill sinn um það leyti sem fyrra stjórnskipu- lag var að leysast upp. Tveir listamannanna verða á ís- landi í tilefni sýningarinnar, þeir Anatoly Bugakov og Vladimar Gal- atenko. Meðan á sýningunni stendur verða rússneskir dagar í veitinga- húsinu Fjörunni í Hafnarfirði. Þar verður matreiðslumeistari frá Tat- arstan, boðið verður upp á rúss- neskan matseðil og tónlistarmenn frá Tatarstan munu leika undir borðhaldinu. Sýningin í Hafnarborg verður opin frá kl. 12 til 18 alla daga nema þriðjudaga. Goðsögn Erros í HINU virta franska blaði Monde Diplomatique birtir Laurence Vill- aume nú í janúar stutta umfjöllun um Erro undir fyrirsögninni Goð- sögnin. Fylgir myndin „Good Morn- ing America" frá 1992. Þar segir: Lesendur Monde Diplomatique þekkja Erro: þeir sjá öðru hveiju birtar myndir hans í endurprentun með athugasemdum eins og þær blasa við frá þeim sjónarhóli. Erro er fæddur á íslandi 1932, settist að í París 1958 og tíðarandinn hefur markað vitrænar aðferðir hans, þ.e. maí ’68, skrif Delauze og Guattaris og poplistin. Marc Augé, mannfræðingur nú- tímans og höfundur „Traversée du Luxembourg" (1985) og Non-Lieux (1992), hefur tekist á hendur að greina í fyrsta skipti og á mjög frumlegan hátt (í söguformi) verk þessa einstæða listamanns, sem með snilligáfu skynjar ríkjandi goðsagnir í hverri kreppu, í hverju skrefí mod- ernismans sem út spryngur. Meðan svo margir listamenn hafa látið stjórnmálin lönd og leið, hefur Erro yfirfjárfest, haldið á vit æðis- Myndlistarskóli Kópavogs NÚ STENDUR yfir innritun, alla virka daga kl. 16-19, á námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs, innritun- in fer fram á skrifstofu skólans, íþróttahúsinu Digranesvegi við Skálaheiði. Kennsla hefst síðan mánudaginn 23. janúar. í frétt blaðsins í síðustu viku var missagt að þann dag hæfist innrit- un. Það leiðréttist hér með. NORR0N FILOLOGIISLANO Pöntunarlisti fornbóka með bókasafni próf. Chr. West- ergárd-Nielsens er komið út. Hægt er að fá ókeypis pönt- unarlista sendan með því að snúa sér til einnar elstu forn- bókasölu Norðurlanda: Lynge & sen A/S Silkegade 11, DK-1113 K. Sími 00 45 331 55335. Símbréf 00 45 339 15335. genginna, ýktra upplíminga, mynda sem fjölmiðlarnir troða okkur út af. Upplýsingastríð sitt rækir hann - ekki án kímni - með mettun, með því að kaffæra sýn samborgaranna, sem eru að drukkna í völundarhúsi samskiptatækninnar. Hann markar þannig, af fágætri sjónrænni visku, eins og Marc Augé leggur áherslu á, leiðina sem hjálpar til við að lesa í heimsfréttirnar og vera stuðningur til að lyfta málverkinu til vegsemd- ar. Málverk sem ekki er einfaldlega fagurfræðilegt form, heldur barátta myndar gegn mynd upp á líf og dauða. Sannleikur ímyndunaraflsins gegn blekkingu sjónvarpsins. Vísað er neðanmáls á bókina Erro eftir Marc Augé, 300 síðna bók sem er til sölu í París og kostar 690 franka. SKREPPUM SAMAN og minnkum vnndn-málið NUPO LÉTT HEILSUBÓTAR' DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPITÝSINGASÍMI 554-4413 MlLLl KL. 18-20 VIRKA DAGA Internet „ Tæknin sem er að halda innreið sína er svo ævintýraleg að henni verður naumast lýst í orðum." -Forseti íslarids, frú Vigdís Finnbogadóttir, úr Nýársávarpi til íslensku þjóðarinnar. Nú er leiðin greið frá íslandi inn á ævintýralega upplýsingahraðbrautina. Fáðu allar heimsins upplýsingar í texta, myndum, tali og tónum í tölvuna þína, í vinnunni eða heima. Kynntu fyrirtæki þitt og auglýstu á Internetinu. Við komum fyrirtæki þínu inn á netið og tengjum það inn á 30 milljóna manna markað. Aðgangur að Internetinu kostar kr. 1.992,- á mánuði og er þá innifalin einnar klukkustundar notkun daglega. Umframgjald er kr. 2.50,- mínútan. Taktu strax þátt í framtíðinni og settu þig í samband við umheiminn með innanbæjar- símtali. Internet námskeið Miðheima Vegna mikillar eftirspurnar á síðasta Internet námskeið Miðheima verður það endurtekið í Tæknigarði HÍ: • fimmtudaginn 19. janúar kl. 20-23 (hóp. 1) • föstudaginn 20. janúar kl. 20-23 (hóp. 2) • laugardaginn 21. janúar kl. 10-13 (hóp. 3) Leiðbeinandi er Þorsteinn Högni Gunnarsson, blaðamaður sem starfar í Bandaríkjunum og hefur sérhæft sig í kynningu Internetsins fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þátttökugjald er kr. 3,500.- Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 694929. MIÐÍf\HEIMAR Tæknigarði. S: 694933 - kynning @centrum.is heimasíða: http://www.centrum.is/ ***** * ♦******* * ****** **%*z*z •****«*♦ ♦ ♦ ** ***:***»**.' . » * ». T *. T *. ** 9 * * * * » * * * * * *. * *. *t*z*:. ■* + *** ***** 4> Eitt blab fyrir alla! Hiori0imlbfa&ib - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.