Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 25

Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 25 LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Rússneskir dagar í Hafnarfirði NÚ STENDUR yfir sýning á vatns- litaverkum eftir ýmsa þekkta rúss- neska málara í Hafnarborg. Hér er um að ræða safn verka sem sett hefur verið saman til sýningar í Hafnarborg í samstarfi við aðila í Rússlandi og er úrval úr' reglulegum yfirlitssýningum sem haldnar hafa verið af Listamannafélagi Rússa með reglulegu millibili undanfarin fimmtán ár. í fréttatilkynningu: „Verk Rúss- anna eru fjölbreytt og sýna vel hve mikilli breidd má ná í málverki með notkun vatnslita. Listamennirnir eru á ýmsum aldri og verkin endur- spegla þau umbrot sem orðið hafa í rússnesku samfélagi undanfarna áratugi; sumir eru af þeirri kynslóð sem man hörmungar heimsstyijald- arinnar, en aðrir hófu listferill sinn um það leyti sem fyrra stjórnskipu- lag var að leysast upp. Tveir listamannanna verða á ís- landi í tilefni sýningarinnar, þeir Anatoly Bugakov og Vladimar Gal- atenko. Meðan á sýningunni stendur verða rússneskir dagar í veitinga- húsinu Fjörunni í Hafnarfirði. Þar verður matreiðslumeistari frá Tat- arstan, boðið verður upp á rúss- neskan matseðil og tónlistarmenn frá Tatarstan munu leika undir borðhaldinu. Sýningin í Hafnarborg verður opin frá kl. 12 til 18 alla daga nema þriðjudaga. Goðsögn Erros í HINU virta franska blaði Monde Diplomatique birtir Laurence Vill- aume nú í janúar stutta umfjöllun um Erro undir fyrirsögninni Goð- sögnin. Fylgir myndin „Good Morn- ing America" frá 1992. Þar segir: Lesendur Monde Diplomatique þekkja Erro: þeir sjá öðru hveiju birtar myndir hans í endurprentun með athugasemdum eins og þær blasa við frá þeim sjónarhóli. Erro er fæddur á íslandi 1932, settist að í París 1958 og tíðarandinn hefur markað vitrænar aðferðir hans, þ.e. maí ’68, skrif Delauze og Guattaris og poplistin. Marc Augé, mannfræðingur nú- tímans og höfundur „Traversée du Luxembourg" (1985) og Non-Lieux (1992), hefur tekist á hendur að greina í fyrsta skipti og á mjög frumlegan hátt (í söguformi) verk þessa einstæða listamanns, sem með snilligáfu skynjar ríkjandi goðsagnir í hverri kreppu, í hverju skrefí mod- ernismans sem út spryngur. Meðan svo margir listamenn hafa látið stjórnmálin lönd og leið, hefur Erro yfirfjárfest, haldið á vit æðis- Myndlistarskóli Kópavogs NÚ STENDUR yfir innritun, alla virka daga kl. 16-19, á námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs, innritun- in fer fram á skrifstofu skólans, íþróttahúsinu Digranesvegi við Skálaheiði. Kennsla hefst síðan mánudaginn 23. janúar. í frétt blaðsins í síðustu viku var missagt að þann dag hæfist innrit- un. Það leiðréttist hér með. NORR0N FILOLOGIISLANO Pöntunarlisti fornbóka með bókasafni próf. Chr. West- ergárd-Nielsens er komið út. Hægt er að fá ókeypis pönt- unarlista sendan með því að snúa sér til einnar elstu forn- bókasölu Norðurlanda: Lynge & sen A/S Silkegade 11, DK-1113 K. Sími 00 45 331 55335. Símbréf 00 45 339 15335. genginna, ýktra upplíminga, mynda sem fjölmiðlarnir troða okkur út af. Upplýsingastríð sitt rækir hann - ekki án kímni - með mettun, með því að kaffæra sýn samborgaranna, sem eru að drukkna í völundarhúsi samskiptatækninnar. Hann markar þannig, af fágætri sjónrænni visku, eins og Marc Augé leggur áherslu á, leiðina sem hjálpar til við að lesa í heimsfréttirnar og vera stuðningur til að lyfta málverkinu til vegsemd- ar. Málverk sem ekki er einfaldlega fagurfræðilegt form, heldur barátta myndar gegn mynd upp á líf og dauða. Sannleikur ímyndunaraflsins gegn blekkingu sjónvarpsins. Vísað er neðanmáls á bókina Erro eftir Marc Augé, 300 síðna bók sem er til sölu í París og kostar 690 franka. SKREPPUM SAMAN og minnkum vnndn-málið NUPO LÉTT HEILSUBÓTAR' DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPITÝSINGASÍMI 554-4413 MlLLl KL. 18-20 VIRKA DAGA Internet „ Tæknin sem er að halda innreið sína er svo ævintýraleg að henni verður naumast lýst í orðum." -Forseti íslarids, frú Vigdís Finnbogadóttir, úr Nýársávarpi til íslensku þjóðarinnar. Nú er leiðin greið frá íslandi inn á ævintýralega upplýsingahraðbrautina. Fáðu allar heimsins upplýsingar í texta, myndum, tali og tónum í tölvuna þína, í vinnunni eða heima. Kynntu fyrirtæki þitt og auglýstu á Internetinu. Við komum fyrirtæki þínu inn á netið og tengjum það inn á 30 milljóna manna markað. Aðgangur að Internetinu kostar kr. 1.992,- á mánuði og er þá innifalin einnar klukkustundar notkun daglega. Umframgjald er kr. 2.50,- mínútan. Taktu strax þátt í framtíðinni og settu þig í samband við umheiminn með innanbæjar- símtali. Internet námskeið Miðheima Vegna mikillar eftirspurnar á síðasta Internet námskeið Miðheima verður það endurtekið í Tæknigarði HÍ: • fimmtudaginn 19. janúar kl. 20-23 (hóp. 1) • föstudaginn 20. janúar kl. 20-23 (hóp. 2) • laugardaginn 21. janúar kl. 10-13 (hóp. 3) Leiðbeinandi er Þorsteinn Högni Gunnarsson, blaðamaður sem starfar í Bandaríkjunum og hefur sérhæft sig í kynningu Internetsins fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þátttökugjald er kr. 3,500.- Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 694929. MIÐÍf\HEIMAR Tæknigarði. S: 694933 - kynning @centrum.is heimasíða: http://www.centrum.is/ ***** * ♦******* * ****** **%*z*z •****«*♦ ♦ ♦ ** ***:***»**.' . » * ». T *. T *. ** 9 * * * * » * * * * * *. * *. *t*z*:. ■* + *** ***** 4> Eitt blab fyrir alla! Hiori0imlbfa&ib - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.