Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 56
L#T¥# alltaf á Miövikudögum MORGUmLADlD, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@ CENTR UM. IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flest allir björgunarmenn yfirgáfu Súðavík að lokinni leit í gærkvöldi HOPUR björgunarmanna að störfum í Súðavík í gær. Þeir voru 10 saman og grófu í klukkutíma í senn en hvíldu sig þess á milli. Tóku óþreyttir menn þá við. Aðstæður voru mjög erfiðar, því grafa þurfti niður allt að þrjár mannhæðir, í foráttuveðri allan tímann. Tíu ára drengur fannst á lífi 23 tímum eftir snjóflóðið Vafinn í sæng í rúmi sínu sem lenti úti í garði „HANN vissi ekki hvað hafði gerst og spurði hvar hann væri. Ég sagði honum eins og var, að hann væri niðri í garði,“ segir Rafn Pálsson, 24 ára björgunarmaður tíu ára drengs, Tomasz Lupinski, sem fannst á lífi í rústum hússins að Túngötu 7 á Súðavík í gærmorg- un, þegar 23 klukkustundir voru liðnar frá því að snjóflóðið féll. Tomasz er frá Póllandi, en hefur búið í Súðavík í rúmt ár, ásamt móður sinni. Hún komst af eigin rammleik út úr húsinu eftir að flóðið féll. Rafn fór til björgunarstarfa frá ísafirði eftir hádegi á mánudag. „Ég var búinn að fara einu sinni til leitar og var þá í þrjá tíma,“ segir hann. „Svo fór ég að aðstoða við að reyna að koma rafmagninu á aftur, eftir að seinna flóðið féll á mánudagskvöld. Önnur leit mín hófst svo á þriðjudagsmorgun. Ég var nýkominn á vakt og þeir sem höfðu verið að moka við Túngötu 7 voru búnir að moka ofan af millivegg, sem lá í hallanum fyrir neðan grunn hússins. Ég mokaði undan horni veggjarins og kallaði á strákana að hjálpa mér að lyfta honum. Þegar við hnikuðum veggnum til heyrðist óp undan honum og þar lá Tomasz. Snjóflóð- ið hafði farið í gegnum húsið, svo aðeins tveir útveggir standa eftir, og sópað öllu sem í húsinú var út úr því.“ Vafinn í sæng í rúminu Rafn segir að Tomasz hafi legið í rúmi sínu, vafinn inn í sæng, um 30 sentimetrum fyrir neðan milli- vegginn. „Flóðið virðist hafa sópað milliveggnum úr húsinu og vegg- urinn og ýmislegt lauslegt drasl lagst ofan á rúm stráksins. Hann var vafinn inn í sæng og virtist hinn hressasti." Rafn segir að Tomasz hafi talað við björgunarmennina þann tíma sem það tók þá að ryðja ofan af honum. „Hann var greinilega bú- inn að heyra í okkur lengi, enda höfðu margir gengið yfir vegginn. Hann spurði margs og vissi greini- lega ekkert hvar hann var eða hvað hefði gerst. Þegar hann spurði hvar hann væri ákvað ég að segja honum eins og er, að Morgunblaðið/Ingibjörg ÞEGAR við hnikuðum veggnum til heyrðist óp und- an honum og þar lá Tomasz, segir Rafn Pálsson. hann væri úti í garði, því þangað hafði flóðið borið hann í rúminu.“ Hleypti nýjum krafti í björgunarmenn Rafn segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að finna Tom- asz. „Hann var illa marinn í and- liti og kaldur á fótum, en virtist annars vel heitur. í fyrstu ætlaði enginn að trúa því að einhver hefði fundist á lífi eftir ailan þennan tíma. Þetta hleypti nýjum krafti í alla björgunarmenn og var eins og vítamínsprauta." Tomasz Lupinski var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði og er líðan hans eftir atvikum. Enn illviðri o g hætta á snjóflóðum FLEST allir björgunarmenn, læknar og hjúkrunarfólk, sem voru við leit og önnur hjálparstörf í Súðavík í gær fóru til ísafjarðar í gærkvöldi þeg- ar leit var lokið með skipunum Haffara og Fagranesi. Síðdegis versnaði veður og í gærkvöldi var komið ofsaveður um alla Vestfirði og talið var að snjóflóðahætta hefði aukist. 15-20 björgunarsveitarmenn, læknir og starfsmenn Orkubús Vestfjarða urðu eftir í Súðavík í gærkvöldi. Snjóflóð hafa fallið víða á Vest- fjörðum og var hættuástand á mörgum stöðum í gær þar sem al- mannavarnasveitir voru í við- bragðsstöðu. Talið er að um 800 manns hafi yfirgefið heimili sín vegna snjóflóðahættu, flestir á Pat- reksfirði eða tæplega 300 manns. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á ísafirði og fulltrúi í al- mannavarnanefnd, sagði að björg- un mannslífa hefði haft algjöran forgang í Súðavík en nú þegar þeirri leit væri lokið tækju við önnur verk- efni. Það þyrfti að forða húsum frá frekari skemmdum. Um 230 björgunarsveitarmenn voru við leit í Súðavík þegar mest var síðdegis í gær við mjög erfiðar aðstæður. Ekkert rafmagn var á bænum og síminn datt út í um tólf tíma í gær. Björgunarsveitarmenn urðu að hafa talstöðvarsamband við almannavarnanefnd á ísafirði fyrir milligöngu Hafrafellsins og varð- skipsins Týs sem kom til Súðavíkur um kl. hálf þrjú í gær með 60 manna björgunarlið. Björgunar- sveitarmenn sem höfðu verið við leitarstörf í Súðavík á annan sólar- hring voru í mikilli þörf fyrir hvíld þegar aðstoð barst. Múlafoss í 10-12 vindstigum og stórsjó Engey RE kom til ísafjarðar á níunda tímanum í gærkvöldi með hóp björgunarsveitarmanna eftir að hafa verið rúman sólarhring á leið- inni frá Reykjavík. Týr liggur fyrir akkerum í Isafjarðardjúpi og Múla- foss var í gærkvöldi statt norðaust- ur af Hornbjargi í norðaustan tíu til tólf vindstigum og stórsjó með 32 menn um borð. Komst skipið ekki fýrir Horn vegna óveðurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.