Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA EINARSDÓTTIR LÖVDAHL + Jóhanna Einars- dóttir Lövdahl fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 17. sept. 1906. Hún lést í Hafnarbúðum Reykjavík 8. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- rún Vilborg Hálfdán- ardóttir, f. á Hafra- nesi við Reyðarfjörð 26. júlí 1880, d. í Reykjavík 10. júlí 1963, og maður hennar, Einar Sveinn Friðriksson, f. að Bleiksá við Eskifjörð 31. maí 1878, d. í Reykjavík 28. júlí 1953. Jóhanna átti sex systkini og eina uppeldissystur. Þau eru: Anna, f. 5. október 1903, d. 1. ,maí 1988, Friðrik, f. 9. maí 1909, Egill, f. 26. apríl 1910, Skúli, f. 26. nóvember 1914, Háifdán, f. 31. maí 1917, Lára, f. 17. nóv. 1919, og Þóra Sigurðardóttir Kemp, f. 8. febr- úar 1913 á Hafranesi, d. 30. júní 1991, en hún var kjördóttir Guðrúnar og Einars. Eiginmað- ur Jóhönnu var Sigmund Ovelius Lövdahl bakara- meistari, f. 24. ágúst 1905 í Nor- egi d. 28. maí 1984 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ein- ar Osvald, f. 22. júní 1929, kvænt- ur Ingu Dóru Gú- stafsdóttur, og eiga þau þijár dætur, en þær eru Sigurlaug Ingi- björg, Jóhanna Sólveig og Ragn- heiður Hjördís, og fjögur barnabörn. 2) Karen, f. 28. sept- ember 1930, gift Þórði Júlíus- syni og eiga þau þijú börn, en þau eru Jóhanna Halla, Snorri og Hildur, og sjö barnabörn. 3) Bergþóra, f. 22. apríl 1941, gift Einari Eyjólfssyni og eiga þau þrjár dætur, en þær eru Guðrún, Gunnhildur og Jó- hanna, og fjögur barnabörn. Utför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Ó, Austurland! Vor æskubyggðin fríða, vor yndislega, kæra bernskugrund! Til þín í kvöld við látum hugann líða og ljúf er oss sú minninganna stund. Því þar sem ljós menn líta fyrsta sinni og lífsins teyga andardrátt, sá staður á, það allir hygg ég finni, svo unaðslega sterkan töframátt. Þannig orti Einar faðir Jóhönnu. Öll elskuðu þau bemskustöðvamar og minntust þeirra oft. Austfírðirnir fóstruðu þau vel, enda þótt mikið skap og dugnað þyrfti til að komast vel af. Náttúran var gjöful en mann- dóm þurfti til. Einar var merkur bóndi og skáld og lifði tvenna tíma, var af þeirri kynslóð, sem hlaut það hlutverk að undirbúa þjóðina til þess að stökkva úr forneskju í þotuöld. Það er í raun merkilegt hve þjóð okkar stóð af sér þessa byltingu og gat aðlagað sig fljótt nýjum þjóðfélagsháttum. En þegar að er gáð var þjóðin þess vel búin. Mér er sagt, þótt lítið hafi ferð- ast út fyrir sveitamörk, að sumir heimilismenn á Hafranesi hafí verið svo vel lesnir í heimsbókmenntum að vel mundi sóma hveijum háskóla- borgara. Á því heimili vora árlega leikin leikrit, ýmist samin af þekktum skáldum eða þá að húsbóndinn samdi þau sjálfur. Þessu fólki kom ekkert á óvart, og bar reisn hvert sem það fór og hvenær sem var. Á þessu menningarheimili er Jóhanna Einars- dóttir Lövdahl fædd og uppalin ásamt mörgum systkinum, og raunar miklu fleira fólki því þama var tvíbýli og að auki margt heimilisfólk, vinnufólk og viðlegufólk. Þar hlaut hún sinn skólalærdóm, og annað veganesti, sem reyndist henni enn betur en nokkur skóli. Ekki veitti af því nú hófst ævintýri lífs hennar. Árið 1923 lá leið hennar, þá aðeins 17 ára, til Noregs til föðurbróður síns, Kjartans, sem var vel stæður smiður í Bergen. Hún. daldi þarna á vel efn- uðu heimili og lærði þar heimilisstörf og ýmsa aðra siði sem reisn var yfír og hentuðu henni alla tíð. Síðar flutti hún til Óslóar og gerðist þar af- greiðsludama á Soli Conditori, en þar kynntist hún Sigmund Lövdahl sem var um það bil að ljúka námi í bakara- iðn. Þau opinberuðu trúlofun sína 26. júní 1926. Lífíð lék við hið unga par og 21. apríl 1928 giftu þau sig á Hafranesi. ísland varð fyrir valinu, því þar álitu þau að vænst væri að búa og framfleyta fjölskyldu. Noreg- ur varð þó alltaf henni mjög kærkom- inn. Féllu þeim hjónum afar þungt þær hörmungar sem hernám Þjóð- veija leiddi af sér og lögðu mikið fram af góðum gjöfum strax og hægt var að hafast að. Sigmund var fjörmikill dugnað- armaður og um vorið flytja þau til Norðfjarðar og taka þar brauðgerð á leigu. Á Norðfirði fæðast Einar og Karen, en 1932 flytjast þau til Reykjavíkur. Þar bíða þeirra ár erf- iðleika og kreppu. Árið 1937 fær Sigmund vinnu við byggingu Sogs- virkjunar, en Jóhanna fer með börn- in og ræður sig í vinnu við barna- heimilið Brautarholti á Skeiðum, hún lét sitt ekki eftir liggja að hjálpa til á erfiðum tímum. Þá um sumarið býðst Sigmund staða forstöðumanns Alþýðubrauðgerðarinnar á Akranesi og var það vel þegið. Þar eru þau næstu tíu ár og byggðu sér þar fal- legt einbýlishús. Þar er Bergþóra fædd. Árið 1947 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, reisti sitt heimili á Grettisgötu 6. Þar sem þau bjuggu með reisn í nokkur ár, eða þar til þau keyptu sér hæð á Bollagötu 12. Strax og þau fluttu til Reykjavíkur réðust þau í kaup á brauðgerð, fyrst á móti öðrum en síðar keyptu þau þann hluta líka og rak Sigmund fyr- irtækið einn þar til þau seldu það, og Sigmund hóf léttari störf hjá Ásgeiri Sandholt, en hann var góður vinur þeirra hjóna og reyndist, þeim alla tíð vel, ekki síst eftir að Sig- mund féll frá og Jóhanna var farin að heilsu. Er börnin voru farin að heiman dreif Jóhanna sig út á vinnu- markaðinn, stundaði verslunarstörf í verslunum Ásbjörns Ólafssonar; dóttir hans og tengdasonur hafa glatt hana oft með heimsóknum og gjöfum þau mörgu ár sem Jóhanna hefur dvalið í Hafnarbúðum. Starfs- fólk Hafnarbúða var henni alla tíð gott. Er vart hægt að hugsa sér betri umönnun þau tíu ár sem hún dvaldi þar. Öllu þessu fólki og miklu fleiri, sem hér eru ónefndir en sýndu henni trygglindi og vinarhug, ber að þakka af alhug. Jóhanna var lagleg og myndarleg kona, bar sig af reisn og dugnaði. Hún var afgerandi í hjálpsemi við aðra og varð ég ekki síst aðnjótandi þess. Ungur kom ég á heimilið í leit að konuefni og var einkanlega vel tekið, í raun hlaut ég þar nokkurn viðauka á uppeldi mitt, varð fyrir áhrifum frá Hafranes-menningunni og þeirri norsku, sem bæði hjónin gátu miðlað mér af. Ennfremur þakka ég umhyggju Jóhönnu fyrir móður minni sem ég varð að yfír- gefa helsjúka er við hjónin, ung að árum, fórum til dvalar í annarri heimsálfu. Hún var til hjálpar föður mínum við þessar erfiðu aðstæður og jafnvel fór að Leirá til hjálpar við undirbúning erfidrykkju. Einar, faðir Jóhönnu, samdi fyrir okkur MIIMNINGAR kveðju í bundnu máli sem flutt var við útför móður minnar. Fyrir stóra sál hlýtur að vera þungt að missa kraft líkama síns og geta ekki gert það sem mann langar til. Jóhönnu brast aldrei kjarkur og vildi taka þátt í lífínu, vildi helst halda því óbreyttu frá þeim tímum sem hún stundaði sitt heimili og fjölskyldu með myndar- brag. Hún var vön að bjóða fólki til veislu á sínu glæsilega heimili. Að- fangadag jóla var öll fjölskyldan ævinlega mætt á heimili þeirra hjóna, svínasteik að sið Sigmund og hlaðið tré af jólapökkum. ðfáir voru stúdentarnir, skólabræður Einars, sem nutu gestrisni hennar. Margir þeirra héldu tryggð við gömlu kon- una alla tíð. Jóhanna naut þess að taka þátt í gleðskap. Hún fór oft til útlanda, bæði til að heimsækja frændfólk sitt og vini, og einnig sér til heilsubótar. Þá sigldi hún ætíð með Gullfossi, og hiökkuðum við mikið til að taka á móti henni, glaðri og kátri, þar sem hún gekk í land, tignarleg frú og lét. menn rogast með allt milli himins og jarðar.í land, mest af því til að prýða heimili sitt og barna sinna. Norðurlandatungu- málin vöfðust ekki fyrir henni og hrifnastur hefi ég orðið af henni fyrir aðeins tveim árum, er hún hélt skálaræðu í bundnu og óbundnu máli á norsku, náttúrulega blað- laust, en norskur frændi var þá í heimsókn. Nokkur vora þau skiptin, sem hún kom með dætrum sínum í sumarbú- stað, þá jafnvel svo hram orðin að ekki gat hún gengið óstudd, og dvaldi þar yfir nótt. Þetta voru henn- ar stóru stundir hin seinni ár og henni fannst gaman að keyra um Borgarfjörðinn og láta þylja upp fyrir sér nöfn allra bæja og minntist þá í leiðinni margs fólks sem hún þekkti í eina tíð. Hún lét sig hafa það að fara á róðrabáti með syni sínum á Þingvallavatni, en það var eina leiðin fyrir hana til að komast að bústað þeirra hjóna við vatnið, gönguleiðin var of löng fyrir hana. Ég ætla að kveðja tengdamóður mína með einni hendingu úr seinni vísunni, sem Einar á Hafranesi kvað sem kveðju okkar hjónanna við útför móður minnar. Guð þér fylgi um ljóssins lönd leiði þig og ávallt geymi. Þórður Júlíusson. Ég finn til saknaðar yfir þvi að þú skulir hafa yfirgefið okkur að eilífu, að við hittumst ekki framar og að heyra ekki rödd þína. Þú sem talað- ir norsku svo vel með þessum nota- lega íslenska hreim. Fyrir mér varst þú ekki bara ná- inn ættingi heldur „systir“ mín þau fjögur ár sem þú bjóst hjá okkur í Noregi. Gegnum öll árin hefur þú reynst mér sem slík. Ég var einung- is sjö ára þegar þú komst til Bergen og þú sautján. Eg var hreykinn af að eiga þig fyrir systur, fallega og góða, sem allir dáðu. Þegar við fluttum til Óslóar komst þú með. Í Ósló hittir þú Sigmund þinn, sem þú tókst með þér til ís- lands. Margt kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka. Stráknum þóttu kökur góðar og þvi minnist ég með gleði þegar þú starfaðir í Sollie Conditorie og ég kom af „tilviljun" í heimsókn og stakkst svolitlu undan af kökubirgðunum. í gegnum árin höfum við haldið góðu sambandi, ekki einungis við þig heldur einnig börn þín, maka þeirra og börn, systkini þín og fjöl- skyldur þeirra. Þú varst aðal tengi- liðurinn og hafðir alla tíð skilning á mikilvægi fjölskyldutengsla. Þú varst þungamiðjan í ætt okkar á íslandi og við þökkum þér hjartan- lega fyrir það. Þrátt fyrir að þú sért horfin úr þessum heimi máttu vita að við geymum minningu þína í hjarta okk- ar og þú verður með okkur þar til yfir lýkur. Kjartan Eide-Fredriksen Látin er í Reykjavík Jóhanna Ein- arsdóttir Lövdahl. Þegar ég var aðeins fimm ára MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 33 barn man ég fyrst eftir Jóhönnu. Minnist ég þess hvað mér fannst þessi unga frænka mín vera mikil „dama“, eins og raunar allar þær Hafranessystur. Þannig háttaði til, að afasystir mín bjó ásamt manni sínum á Hafranesi við Reyðarfjörð, en bær sá var stórbýli. Þau vora foreldrar Jóhönnu og þar ólst hún upp. En afi minn bjó á næsta bæ, Vattarnesi, og var mikill samgangur þar á milli á þessum árum. Þetta voru mannmargir bæir og í mínum huga mikil menningarheimiii. Nú skal fara fljótt yfir sögu. Allt þetta fólk flutti um 1930, Vattarnes- fólkið til Vestmannaeyja en Hafra- nesfólkið til Reykjavíkur. Alla tíð hélst þó samgangur milli þess, því að oft var skroppið til Reykjavíkur. Ég man er ég sem unglingur heim- sótti afasystur mína, Guðrúnu Hálf- dánardóttur, og mann hennar, Einar Friðriksson, hvað það var yndislegt að koma til þeirra; yngstu börnin voru enn viðloðandi heima og þarna var alltaf gestkvæmt. Á þessum árum var Jóhanna gift og bjó um tíma úti á landi. Svo liðu árin; ég gifti mig í Vest- mannaeyjum, en eftir nokkur ár flutt- um við hjónin upp á Akranes, þar sem maðurinn minn gerðist kennari og skólastjóri. Og einmitt á þessum árum bjó þar Jóhanna með manni sínum og börnum þeirra. Hann var norskur, Sigmund Lövdahl bakara- meistari, og stjórnaði þar stóra bak- aríi. Ég er enn innilega þakklát hvað þau hjónin reyndust okkur vel. Við þekktum þar þá ekki nokkurn mann, og þótt skyldleiki okkar Jóhönnu væri mikill, þá raunar þekktumst við lítið enda talsverður aldursmunur. En ég man hve yndislegt var er þau buðu okkur oft ásamt elsta drengnum okkar í sunnudagskaffi. Það voru hátíðastundir, ekki síst fyrir litla snáðann því að á borðum vantaði aldrei fína, brúna tertu. Heimilið þeirra í litla fallega húsinu var svo hlýlegt og snyrtimennskan bæði inni og úti. Það var gaman að ganga með Sigmund um garðinn, sem hann kom svo ótrúlega vel til. Það var eins og allt yxi í höndunum á honum, þótt líklega hafí verið erfiðara að rækta blóm hér en í átthögum hans í Noregi. Svo kom að því að við fluttum til Reykjavíkur, og eigi löngu síðar komu þau einnig hingað Jóhanna og Sigmund, þegar börnin fóru að mennta sig. Þá tókum við þráðinn upp aftur og heimsóttum þau á Bollagötuna. Þar var þegar sami fallegi blærinn yfir heimilinu, og ekki var langt um liðið að þar var kominn fallegur garður. Og börnin voru hvert öðru yndislegra. En fyrir röskum tíu árum dó Sig- mund, og var það mikið áfall fyrir Jóhönnu. Þau voru þá orðin ein í heimili og hefðu getað átt góð efri ár saman. Svo tók heilsu Jóhönnu að hnigna, en ég undraðist oft hvað hún tók því vel að skilja við fallega heimilið þeirra og fara á vistheimili fyrir aldraða. Því miður kom ég allt of sjaldan til hennar þar, en hvenær sem ég kom, þá sat hún í stólnum sínum með sömu reisn og áður. Börnin hennar reyndust henni ákaf- lega vel. Ég held hún hafi haft sam- band við þau hvern dag með heim- sóknum þeirra eða í gegnum síma. Þegar ég skrifa þessi fátæklegu orð hugsa ég um að nú er þetta elsta frændfólk að hverfa hvert af öðru. Það er svo undarlegt hvað verður mikið tómarúm, þó það hafi verið orðið háaldrað og dauðinn verið því líkn. Góða Jóhanna. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, sem við hjón- in áttum með manni þínum og börn- um. Við vottum ykkur öllum ættingj- um Jóhönnu Lövdahl innilega sam- úð. Gunnþóra. Með örfáum orðum langar mig að kveðja aldna vinkonu, sem nú er horfin yfir móðuna miklu. Kynni mín af Jóhönnu hefjast er ég er barn að aldri heima á Akranesi, en hún hafði flust til Akraness með manni sínum, Sigmund Lövdahl bak- arameistara, og tveim börnum þeirra hjóna árið 1937 frá Reykjavík. Ekki verður hér að neinu rakin ævi henn- ar, aðeins tínd til örfá brot margra góðra minninga. Góð og sterk vin- áttubönd tengdust milli bakarafjöl- skyldunnar og krakkanna í Deildar- tungu. Langur tími er liðinn síðan þá og minningarnar renna áfram eins og perlur á bandi. Jóhanna var glæsileg kona, mynd- arleg húsmóðir og bjó fjölskyldu sinni afar fallegt og hlýlegt heimili hvort heldur var á Akranesi eða í Reykjavík, en þau fluttu til Reykja- víkur eftir tíu ára búsetu á Ákra- nesi. Fyrstu minningar mínar af Jóhönnu eru að sjálfsögðu að hún er mamma hennar Bergþóru vinkonu minnar. Mamman sem alltaf tók félögum barna sinna opnum örmum, hvort heldur var til stuttra leikja innan dyra, dagsdvalar eða margra sólarhringa gistingar eftir að vík varð á milli vina og nauðsynlegt var fyrir „Skagastelpuna" að skreppa suður í heimsókn til vinkonunnar á Grettisgötunni. Alltaf var gestrisni í fyrirrúmi og gilti þá einu hvort gesturinn var barn eða fullorðinn, einn eða fleiri. Eflaust hefur oft reynt á þolinmæði mömmunnar því oftar en ekki voru uppátæki og leikir ærslafullir og seint sofnað að degi loknum. Árin liðu, við börnin urðum full- orðið fólk og eignuðumst okkar eig- in heimili og fjölskyldur, ýmislegt varð öðruvísi, eitt var þó óbreytt en það var tryggð Jóhönnu við okkur öll. Hún fylgdist vel með öllu, hafði áhuga á hvernig okkur vegnaði 'x leik og starfi. Jóhanna var sérstæður persónu- leiki, allt sem hún tók sér fyrir hend- ur var gert af dugnaði og krafti meðan heilsan leyfði og reyndar miklu lengur. Hún hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafni, heklaði, saumaði út, las bækur og blöð, helst þurfti lesefnið að vera spennandi og hressi- legt ekki nein lognmolla, ekki hvað síst síðustu árin, eftir að heilsan leyfði ekki lengur neitt líkamlegt erfiði en hugsunin skýr og góð eins og ævinlega. Nú er löngum starfs- degi lokið, hvíldin kærkomin, eins og þegar gott verk er til enda unn- ið, minningin stendur eftir um glæsi- lega konu sem setti svip sinn á umhverfið allt til Ioka. Erla Sigurðardóttir. í dag kveðjum við hana elsku ömmu okkar. Hvíldin var henni kærkomin. Og þó að söknuðurinn 'sé mikill er auðvelt að sætta sig við viðskilnaðinn, því við vitum að nú líður henni vel. Við sjáum hana fyr- ir okkur í faðmi afa og annarra ást- vina sem á undan eru gengnir. Við trúum því eins og hún amma okkar að þó þessari jarðvist ljúki sé ekki öllu lokið. Við minnumst þess sem börn, þegar við komum í heimsókn til ömmu og afa á Bollagötuna að allt- af tóku þau á móti okkur með opinn faðminn og hlýlegt brosið lék ávallt um varir þeirra og góðgætið var innan seilingar. Við fengum að leika okkur óhindraðar innan dyra sem utan, á háaloftinu, úti í garði eða jafnvel inni í stofu. Árin iiðu, amma var orðin ein og gat hún þá ekki lengur haldið heim- ili fyrir sig. Hún var svo heppin að fá að njóta góðrar umönnunar starfsfólks Hafnarbúða síðustu tíu æviárin og var hún ávallt þakklál*_ fyrir það. Ekki breyttist viðmót hennar eftir að við vorum orðnar fullorðnar. Sami opni faðmurinn, sama hlýja brosið tók á móti okkur sem og langömmubörnunum sem hún hafði svo mikið dálæti á og þau alltaf jafn glöð að hitta hana. Síminn hefur þagnað, amma hringir ekki lengur. Við biðjum góðan Guð að varð- veita ömmu okkar og afa. Minning- arnar um þau munu lifa með okkur. Að lokum látum við fylgja eina af kvöldbænunum sem hún kenndi okkur, Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ókunnur) Guðrún, Gunnhildur, Jóhanna og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.