Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 3? þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu fylgi eftir stofnun Borgara- flokksins. Þegar leið að þingkosn- ingum 1991 ákvað Valdimar að fara ekki í framboð og hvatti mig eindregið til að sækjast eftir því sæti sem hann hafði skipað. Hollráð hans og velvild reyndust mér ómet- anleg þegar ég steig mín fyrstu skref í landsmálapólitíkinni. Valdimar var kvæntur hinni ágætustu konu, Ingibjörgu Ólafs- dóttur. Þau eignuðust þrjú böm, en urðu fyrir þeirri sorg að missa yngstu dóttur sína eftir erfitt veik- indastríð. Hygg ég að það hafi reynt mikið á vin minn Valdimar, þó hann sýndi þá sem jafnan mikið æðru- leysi. Ingibjörg og Valdimar áttu fallegt heimili. Þar var jafnan gott að koma og jafnræði með þeim hjónum í elskulegheitum við þá gesti sem að garði bar. Við Guðný þökkum Valdimari að leiðarlokum ánægjulega samfylgd og sendum Ingibjörgu og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Fimmtudaginn 5. janúar hitti ég Guðjón lækni og Valdimar Indriða- son, eða Valda eins og hann var nú oftast nefndur, á göngu upp við sundlaugina, á Jaðarsbökkum hér á Akranesi. Það var tekist í hendur og málin rædd. Valdi sagði „hér sný ég við en Guðjón heldur áfram“. Síðan kvöddumst við og ekki hvarfl- aði að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem við tækjumst í hendur, en svona er lífið. Það verða aðrir en ég sem rekja æviferil Valdimars. Mig langar hinsvegar, sem formaður Knatt- spsyrnufélags ÍA, að þakka honum stuðning við knattspymuna hér á Akranesi í gegnum árin, bæði sem bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og einstaklingur. Alltaf var hann tilbú- inn að styrkja knattspyrnuna og mætti líka vel á völlinn. Hann var glaður þegar vel gekk og hann hafði mikinn metnað fyrir knatt- spyrnunni eins og öllu sem sneri að Akranesi. Áður en ég tók þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna hér í bæ í vor, ræddi ég við Valda til að fá ráð hvort þetta væri verkefni sem ég réði við. Hann hvatti mig og sagði þetta skemmtilegan vettvang. Þetta væri eins þar og í boltanum, þegar vel gengi væri gaman en þegar illa gengi væri bæjarstjórninni kennt um allt. En ég skyldi ekki kippa mér upp við það, ég væri öllu van- ur. Aðalatriðið væri að vera sáttur við sjálfan sig. I mínum huga hefur Valdimar Indriðason verið einn af hornstein- um okkar bæjarfélags, sama hvar borið er niður, í atvinnu, menningu eða félagsmálum. Alls staðar hefur hann verið í fremstu röð, en það sem einkenndi hann mest var hlý- leiki hans og kurteisi. Megi góður Guð styrkja Ingi- björgu í hennar sorg. Öllum að- standendum óska ég Guðs blessun- ar. Gunnar Sigurðsson. Það er erfitt að sjá á bak afa Valda sem nú hverfur á braut, sem hefur i svo ríkum mæli haft áhrif á líf mitt og fjölskyldunnar. Það hefur enginn maður haft eins mikil áhrif á lífsviðhorf mitt og skoðanir og hann. Hann var fyrirmynd sem við krakkarnir höfum litið upp til og hefur það verið okkar keppikefli að láta afa Valda vera hreykinn af okkur. Viðurkenning frá honum hefur í niínum huga alltaf verið besta viðurkenning sem ég hef get- að fengið. Um leið hefur það gefið mér sjálfstraust og verið hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Það hefur alltaf verið mér mikill heiður að fá að bera nafn hans og af því ég veit að hann mun lesa það sem ég rita nú þá heiti ég því að standa undir nafni og láta hann ekki þurfa að skammast sín fyrir. Hann hefur ætíð verið farsæll og hefur nafn hans ætíð verið tengt heiðarleika og trausti. Það sýndi hann í starfi sem stjórnandi fyrir- tækja, sem bæjarstjórnarmaður, sem alþingismaður, í félagsstarfi og síðast en ekki síst sem fjöl- skyldumaður og vinur. Ég man allt- af eftir því að þegar eitthvað bját- aði á hjá fólki gat það snúið sér til afa Valda, hann var alltaf tilbúin að aðstoða hvem sem er og hvenær sem er. En það sem einkenndi afa Valda var að hann lét sér ekki koma til hugar að hann þyrfti eitthvað í staðinn. Hans mannorð og sam- viska var honum allt. Þegar ég hugsa til baka skjóta fjölmargar minningar upp kollinum um samvistir okkar afa Valda. Fyrst ber að nefna stundir sem við áttum saman þegar ég var krakki og ég hjúfraði mig upp við klettinn í lífi mínu, afa Valda, og togaði í eyrnasneplana á honum. Þegar ég gerði ýmsa hluti í fyrsta skipti var það með afa Valda. Eini laxinn sem ég hef veitt um ævina beit á öngul- inn hjá mér í veiðiferð okkar afa Valda í Glerá í Dölum. Við villt- umst eitt sinn á ferðalagi í Þýska- landi saman, við elduðum saman fyrstu rabarbarasúpuna þar sem notað var hveiti í stað kartöflu- mjöls og með hjálp afa Valda sigr- aðist ég á „Stóra klettinum“ sem hefur verið tákn okkar frændsystk- inanna um afrek í klettaklifri í nám- unda við sumarbústað fjölskyldunn- ar. Þessi klettur er um leið tákn fyrir afa Valda því okkur öllum finnst hann standa uppúr og vera fastur punktur í lífí okkar. Þó hann sé horfinn á braut mun hann áfram verða þessi klettur í lífi okkar og munum við minnast hans sem slíks. Við, fjölskyldan úr Hafnarfirði, Valdimar, Ólafur Már og móðir okkar Ása María munum ætíð minnast Valdimars Indriðasonar afa okkar og föður sem þess manns sem hefur haft mikil áhrif á líf okkar. Hann mun áfram lifa með okkur í minningunni og mun verða fyrirmynd um aldur og ævi. Valdimar Svavarsson Sú sorgarfregn barst um Akra- nes mánudaginp 9. janúar að þá snemma morguns hefði látist öðl- ingurinn Valdimar Indriðason, fyrr- verandi alþingismaður og fram- kvæmdastjóri. Hann hafði gengist undir erfiða hjartaskurðaðgerð í nóvember síðastliðnum og verið þá á sjúkrahúsi í um það bil fjórar vik- ur. Það virtist sem aðgerðin hefði heppnast vel og nú um miðjan mánuðinn átti hann að fara í endur- hæfingu á Reykjalundi. En enginn ræður sínum næturstað. Enginn er spurður um hvenær hann vilji að kallið komi. Svo miskunnarlaust er þetta líf. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sorgin ber að dyrum hjá fjölskyldu Valdimars og eiginkonu hans, Ingi- björgu Ólafsdóttur. Fyrir örfáum árum misstu þau dóttur sína, Ing- veldi, í blóma lífsins frá eiginmanni og þrem börnum. Þá voru harmi þrungnir og erfíðir tímar. Ég hafði þekkt Valdimar Indriða- son í áratugi eða allt frá því að ég flutti hingað til Akraness fyrir tæp- um 40 árum. Hann var afar mynd- arlegur maður svo að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Það var mikil reisn yfír honum og skap- festan í 'samræmi við það. Hann var skarpgreindur og fljótur að greina kjamann frá hisminu. Fáum mönn- um hefí ég kynnst sem áttu jafnauð- velt með að samræma margvísleg og mismunandi sjónarmið. Valdimar var mikill mannasættir og vildi hvers manns vanda leysa. Hann átti mjög auðvelt með að koma fyrir sig orði, hafði djúpa og þróttmikla rödd. Öll- um þessum eðlisþáttum hans kynnt- ist ég mjög vel því að ég starfaði með honum að margs konar félags- málum í áratugi. Mannkostir Valdimars Indriða- sonar nutu sín afar vel í störfum að bæjarmálum og alla tíð var hann einlægur sjálfstæðismaður. Hann átti sæti í bæjarstjórn Akraness um langt árabil, fyrst sem varamaður 1958-1962 og síðan var hann aðal- maður 1962-1986 eða samtals 28 ár. Held ég að fullyrða megi að enginn hafí átt jafnlengi sæti í bæjarstjórn Akraness og Valdimar Indriðason. í þessum störfum kynntist ég honum vel því að við vorum samtímis í bæjarstjórninni 1974-1986. Það var mér mikils virði að fá leiðsögn í störfum að bæjarmálum frá slíkum manni sem hann var. Valdimar Indriðason var kjörinn alþingismaður í Vesturlandskjör- dæmi 1983 og sat á Alþingi til 1987. Auk þess átti hann þar sæti sem varamaður um nokkurt skeið. Á Alþingi vann hann mjög vel eins og við var að búast. Marga menn, sem sátu á Alþingi á sama tíma og Valdimar, hefi ég hitt að máli. Fannst þeim mikill sjónarsviptir að honum er hann hvarf þaðan. í tilefni 50 ára afmælis Akranes- kaupstaðar sumarið 1992 var Valdi- mar Indriðason fenginn til að vera leiðsögumaður um eldri hluta Akra- ness fyrir fólk sem vildi kynna sér sögu bæjarins og gömul örnefni og kennileiti. Hann skýrði líka frá nöfnum húsa og sagði frá fólkinu t Móðir okkar og tengdamóðir, HELGA LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 128, lést í Borgarspítalanum þann 16. janúar. Börn og tengdabörn. t Sambýliskona mín og móðir okkar, ANNA MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Rauðagerði 16, lést á heimili sínu mánudaginn 16. janúar. Eiríkur Jónasson, María Jörgensen, Eva Jörgensen. t Elskuleg móðir okkar, ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann 16. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Valdimarsdóttir. sem byggði bæinn fyrr á öldinni. Það var afar fróðlegt og skemmti- legt að fara í þessar skoðunarferðir með honum enda fylgdi honum jafn- an sægur af fólki. Mér er kunnugt um að allmargir Akumesingar, sem flust hafa brott héðan, komu hingað gagngert til að slást í förina með Valdimar og njóta leiðsagnar hans og fræðslu, enda þekktu fáir sögu Akraness betur en hann. Einn er sá félagsskapur sem við Valdimar Indriðason störfuðum saman í um langt árabil. Það er Oddfellowreglan. Hann var einn af stofnendum Oddfellowstúkunnar Egils hér á Akranesi 1956 og hefir alla tíð síðan verið einn ötulasti liðs- maður hennar. Hann hafði gegnt þar öllum helstu trúnaðarstörfum er hann lést. Hann naut sín afskap- lega vel í stúkunni og talaði oft um að sér fyndist hvíld í því að sitja stúkufundi eftir eril dagsins. Mikil eftirsjá er okkur að honum og er hans sárt saknað í okkar hópi. Ég hefi verið beðinn um að flytja þér, kæra Ingibjörg, börnum þínum, tengdabömum og barnabörnum dýpstu samúðarkveðjur frá bræðr- unum í Oddfellowstúkunni Agli. Elsku Ingibjörg mín. Erfiðir tímar munu fram undan hjá þér þegar þú hefír ekki lengur hinn dygga lífsförunaut þinn þér við hlið. Ég bið þess af heilum hug að góður Guð styrki þig og leiði á þessum dimmu dögum. Að lokum vottum við Inga þér dýpstu samúð okkar, svo og ástvin- um ykkar og öllum ættingjum, tengdafólki og vinum. Guð blessi ykkur öll. Hörður Pálsson. Valdimar Indriðason, fyrrverandi alþingismaður, sem hér er kvaddur hmstu kveðju, var virkur þátttak- andi í félagsstörfum bæjarfélagsins og gegndi Qölda trúnaðarstarfa fyr- ir hin ýmsu félög á Akranesi ásamt með formennsku í þeim mörgum. Valdimar var einn af máttar- stólpum Sjálfstæðisflokksins í öllu flokksstarfi á Akranesi um áratuga- skeið. Til starfa í bæjarstjórn Akra- ness kom hann sem varamaður kjörtímabilið 1958-1962. Hann var kjörinn aðalfulltrúi í bæjarstjóm 1962 og gegndi þeim trúnaðarstörf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn óslitið til ársins 1986. Hann átti sæti í bæjarráði um árabil og forseti bæj- arstjómar var hann 1977 til 1984. Hann var varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Vesturlands- kjördæmi frá 1979 og þingmaður kjördæmisins 1983 til 1987. Vara- þingmaður var hann að nýju 1987 og 1991. Öll sín störf rækti hann ! af stakri alúð og trúmennsku. Valdimar lauk gagnfræðaprófí frá Flensborg 1942, vélvirkjanámi’ hjá Þorgeiri og Ellert 1946, lauk prófí úr rafmagnsdeild Vélskóla ís- lands 1949. Valdimar var vélstjóri á togumn- um Bjarna Ólafssyni og Akurey i 1949 til 1956. Hann réðst til starfa sem verksmiðjustjóri hjá Sfldar- og , fískimjölsverksmiðju Ákraness hf. 1956 og gegndi þeim störfum til ársins 1960. Það sama ár tók hann við framkvæmdastjórastarfi fyrir- tækisins, síðar bættust við Vél- j smiðjan hf. og Heimaskagi hf. Síld- 1 ar- og fiskimjölsverksmiðjunni helgaði hann starfskrafta sína í 30 ár, eða til ársins 1991. Valdimar hafði ríkan metnað fyrir fyrirtækið og bæjarfélag sitt. Hann þekkti gjörla til lífskjara samborgara sinna frá lífsstarfi sínu. Hann naut trausts jafnt í starfi sem og sam- skiptum manna í milli. Við sem nutum samskipta, reynslu hans og þekkingu horfum nú á bak traust- um og ráðhollum félaga fyrir aldur fram. Að leiðarlokum vilja Sjálfstæðis- félögin á Akranesi og stjóm kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi þakka fyrir samfylgd- ina og trúmennskuna um leið og við vottum Ingibjörgu og fjölsky.ld- unni okkar dýpstu samúð. Benedikt Jónmundsson. Kveðja frá stjórn Hf. Skalla- gríms og starfsfólki Akra- borgar Valdimar Indriðason kom fyrst að stjóm Hf. Skallagríms sem vara- maður árin 1970 til 1977 er hann var kjörinn formaður stjórnar í eitt ár. Hann varð aftur formaður árin 1984 til 1990. Enn var hann kjörÍB^. formaður árið 1993 og gegndi því starfí til dauðadags. Það var mikill fengur að fá Valdi- mar til forystu í stjórn fyrirtækisins bæði vegna þekkingar hans sem vélstjóri og síðar framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækja um langt árabil og ekki síður vegna hans miklu mannkosta. Valdimar var lipur og sanngjam í samskiptum við starfs- fólk og viðskiptavini. Öll sín störf fyrir Hf. Skallagrím rækti hann af mikilli alúð og var mjög annt um hag fyrirtækisins. Stjórn og starfsfólk Hf. Skalla- gríms þakkar Valdimar samfylgd- ina og sendir innilegar samúðar- kveðjur til Ingibjargar Ólafsdóttur og fjölskyldu. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, LIUA KARLSDÓTTIR, Efstasundi 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum 12. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.30. Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Gisli Sigurðsson, Linda Rós Guðmundsdóttir, Lilja Dögg. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐUR FINNSSON, Ástúni 2, Kópavogi, sem lést i Landspítalanum 10. janúar sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Elísdóttir, Elín Bjarnadóttir, Halldór Olafsson, Erla Bjarnadóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson, Haukur Bjarnason, Erna Svavarsdóttir, Hörður Bjarnason, Ollý Smáradóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.