Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
VALDIMAR
INDRIÐASON
+ Valdimar Indr-
iðason, fyrrver-
andi alþingismaður,
fæddist á Akranesi
9. september 1925.
Hann lést á heimili
sínu á Akranesi 9.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akranes-
kirkju í gær.
„HRATT flýgur stund“
er gjarnan sungið um
Aramót og víst er um
það að tíminn virðist
líða hraðar, eftir því
sem æviárin verða fleiri. Um tutt-
ugu ár eru liðin frá því að fundum
okkar bar saman fyrst og samt virð-
ist svo skammt síðan. En nú er hún
öll ævi félaga míns og vinar, Valdi-
mars Indriðasonar, og kemur kallið
mun fyrr en búast mátti við.
Lífíð er straumþung elfur. Óðara
en varir hefur það borið okkur að
eilífðarsænum, þar sem straum-
köstin slakna og við tekur hið kyrra,
óræða djúp. Við sem horfum á eft-
ir vinum og samstarsmönnum
hvarfa svo fljótt fyrir ósinn eigum
ekki mörg orð til þess að tjá þær
ídlfinningar sem kveðjustundin vek-
ur, enda verður litríkri ævi og fjöl-
breyttum störfum aldrei lýst til
fullnustu í rituðu máli. Það bindur
engan stærri bagga en reipin lejrfa.
Nú, þegar dauðinn hefur boðað til
fundar, mega orð sín lítils. Fátæk-
legar þakkir fyrir ánægjulega og
gefandi samfylgd veita þó hugar-
hægð þeim sem þær tjáir og þann-
ig er þvi farið að þessu sinni.
Sumir menn eru þeirrar gerðar
að vera hvoru tveggja í senn, at-
hsffnamenn á veraldlega vísu og
trúir andans' menn. Foringjar
tveggja oft að því er virðist ólíkra
póla. Þannig hefur Valdimar Ind-
riðason gjaman komið mér fyrir
sjónir, einbeittur og harður maður
kaldrar rökhyggju, þegar það á við,
en samtímis hjartahlýr og marg-
fróður um sögu, menn og málefni.
Leiðir okkar Valdimars Indriða-
sonar hafa legið saman á vettvangi
sveitarstjórnarmála. Þar vorum við
nánir samverkamenn og á ögur-
stund varð hann minn örlagavaldur
sem ég stend í mikilli þakkarskuld
við. Valdimar var manna hæglát-
astur, en aldrei tómlát-
ur, ekki afskiptasam-
ur, en þó aldrei fá-
skiptinn. Hann var fá-
máll, en sagði oft Öeira
og betur en aðrir menn
með litlu brosi. Hann
var dulur um eigin
hagi, en svipur hans
var grímulaus og sagði
allt það er menn áttu
að vita; honum leið vel
og hann lifði í ríkri
sátt við samferðamenn
sína. Svo var hann
drenglyndur, heill,
hreinskiptinn og ráð-
snjall að engin man ég dæmi þess
að þar hlypi nokkru sinni snurða á
þráðinn.
Valdimar Indriðason var einarður
hugsjónamaður, lipur í samstarfí,
hugmyndaríkur, stefnufastur og
stilltur í fasi. Þannig minnist ég
hans, samtíðar- og samverkamanns
í bæjarstjórn Akraness, í hljóðri
þökk fyrir samverustundir þær sem
nú bregða upp minningarleiftrum
frá liðinni tíð. Tíð sem eitt sinn var
líðandi stund. Það sem var er nú
horfíð í minningarsjóðinn, gleði
gærdagsins er huggun dagsins í
dag.
Leiðir tengjast og leiðir skilja,
það er lífsins saga. En vinabandið
rofnar ekki. Frá fyrstu kynnum og
allar götur síðan hefur fjölskylda
mín notið vináttu og umhyggju
þeirra heiðurshjóna Ingibjargar og
Valdimars. Fyrir það og samfylgd-
ina alla er ljúft að þakka á skilnað-
arstund. Ingibjörgu, börnum sem
og öðrum ástvinum sendum við
Hallveig innilegar samúðarkveðjur
með ósk um að þeim veitist huggun
og styrkur í þungum harmi.
Ingimundur Sigurpálsson.
Andlát Valdimars Indriðasonar,
fyrrverandi alþingismanns og for-
stjóra á Akranesi, kom ættingjum
hans og vinum í opna skjöldu. Hann
hafði gengist undir mikla aðgerð
síðastliðið haust, en var á góðum
batavegi þegar kallið kom.
Á kveðjustundu vil ég minnast
Valdimars og þakka samfylgd og
ánægjulegt samstarf.
Persónuleiki Valdimars Indriða-
sonar var mjög sterkur og fór ekki
á milli mála að þar sem Valdimar
var fór traustur forystumaður.
Kynni okkar Valdimars hófust á
vettvangi sveitarstjóma, en með
samstarfi sveitarstjórnarmanna á
Vesturlandi gefst tækifæri til þess
að kynnast mönnum vel og fylgjast
með vinnubrögðum þeirra. Allt starf
Valdimars að málefnum sveitar-
stjórna, og þá sérstaklega Akranes-
kaupstaðar, báru vott um mikla
yfirsýn, reynslu og réttsýni. Að
starfa með slíkum manni sem Valdi-
mar var er góður skóli, sem skilur
mikið eftir. Þeir sem gefa sig til
starfa að félagsmálum með þeim
hætti sem hann gerði eru oftar en
ekki valdir til margvíslegra trúnað-
arstarfa.
Eftir farsælan feril í bæjarstjóm
Akraness og við forystu í atvinnu-
lífi bæjarins í áratugi var Valdimar
kallaður af sjálfstæðismönnum á
Vesturlandi í framboð til Alþingis.
Stuðningur við framboð Valdimars
náði langt út yfír raðir flokksbund-
inna sjálfstæðismanna, enda náði
listi Sjálfstæðisflokksins á Vestur-
landi feikna góðri kosningu 1983
og naut Valdimar sín vel í kosninga-
baráttu í kjördæminu. Hann var
þekktur, vel kynntur og kunnugur
högum fólks og atvinnuvegum.
Vandaðir legsteinar
Varanleg minning
BAUTASTEINN
J Brautarholti 3,105. R
I Sími 91-621393
Ekki fór á milli mála að orðstír
hans var með þeim hætti á Vestur-
landi að hann naut alls staðar virð-
ingar. Þessu kynntist ég vel þá er
við unnum saman í alþingiskosning-
unum 1983 og 1987.
Það sem vakti ekki síst athygli
mína var það traust sem forystu-
fólk úr verkalýðshreyfingunni bar
til Valdimars. Sem forstjóri Heima-
skaga hf. og þeirra fyrirtækja sem
hann stýrði einnig, hafði hann átt
samstarf við forystufólk úr verka-
lýðshreyfíngunni úr öllum flokkum.
Er ekki að efa að farsæl störf hans
sem stjórnandi hafa skapað honum
tiltrú og það traust sem ég fann
glöggt meðal Vestlendinga.
I kosningabaráttunni 1983 og
aftur 1987 kynntist ég Valdimar
enn betur en í samstarfi sveitar-
stjórnarmanna. Ég naut vináttu og
gestrisni á heimili þeirra Valdimars
og hans ágætu konu Ingibjargar,
sem létti mér ferðalög og fundar-
höld með þeim Valdimar og Frið-
jóni Þórðarsyni en samstarf okkar
þriggja var mikið og að mörgu var
að hyggja. í því samstarfi sá ég
hversu auðvelt Valdimar átti með
að starfa í hópi og vinna að mótun
mála. Engu að síður voru forystu-
hæfileikar hans augljósir og mynd-
ugleiki stjórnandans og fyrrverandi
forseta bæjarstjórnar ekki langt
undan.
Valdimar naut sín vel sem þing-
maður. Hann var óragur við að
taka afstöðu til mála og skipaði sér
í sveit þeirra þingmanna sem telja
það öðru mikilvægara að efla at-
vinnulífið svo byggja megi upp sam-
félag mennta og menningar á
traustum grunni.
Hann hafði sem stjórnandi út-
gerðarfyrirtækis, þar sem sveiflur
á mörkuðum í árferði og afla réðu
afkomu fólksins, alla þá reynslu
sem kemur sér best fyrir þá sem
bera ábyrgð og fjalla um mál á þingi
sem varða þjóðina alla. Sem þing-
maður þurfti Valdimar að taka að
sér ýmis viðamikil og erfið verkefni
sem hlutu að reyna mjög á þennan
samviskusama og heiðarlega mann
sem Valdimar var. Hann sat meðal
annars í bankaráði Útvegsbankans
og hljóp þar í skarðið sem formaður
á erfíðum tíma. Tók hann á sig í
því verkefni ómælt erfiði og óþæg-
indi. Öll umfjöllun um hið svokall-
aða Útvegsbankamál er einstakur
kafli í stjórnmálasögunni, en í því
moldviðri öllu bar hvergi skugga á
störf Valdimars Indriðasonar.
Eftir kjörtímabilið 1983-1987
var Valdimar í framboði í þeim erf-
iðu kosningum 1987. í þeim kosn-
ingum var Sjálfstæðisflokkurinn
klofínn. Það hlaut að hafa mikil
áhrif. Þrátt fyrir sterka málefna-
stöðu tapaði flokkurinn fylgi og
lauk þar farsælum þingmannsferli
Valdimars. Hann sneri sér að nýju
að forstjórastarfinu hjá Heima-
skaga hf.
Valdimar var áhugamaður um
sögu og þjóðlegan fróðleik og bar
bókasafn hans þess glöggt merki.
Naut ég þess ríkulega að ferðast
með honum, ekki síst um sveitir
Borgarfjarðar þar sem hann var
kunnugastur um söguna, menn og
málefni.
Sjálfstæðismenn á Vesturlandi
eiga Valdimar Indriðasyni mikið að
þakka. Hann fór fyrir traustu liði
sjálfstæðismanna á Akranesi í ára-
tugi og var ötull forystumaður fyrir
flokkinn í kjördæminu. Fyrir öll þau
störf eru nú færðar þakkir og Valdi-
mar minnst með virðingu og þökk.
Eftirlifandi eiginkonu, Ingibjörgu
Ólafsdóttur og fjölskyldunni allri,
eru færðar samúðarkveðjur.
Megi minningin um Valdimar
lifa.
Sturla Böðvarsson.
Svo er stilltur tímans gangur að
hnigin er til viðar sól eins af öndveg-
ismönnum Akraness, Valdimars
Indriðasonar. Á sjötugasta aldurs-
ári er genginn þessi góði drengur,
sem á farsælli ævi ávann sér virð-
ingu og vináttu samferðamanna
sinna með verkum sínum í þágu
samfélagsins. Þennan vin minn
kveð ég með trega því mér fínnst
hann falla frá langt fyrir aldur
fram. Sjö áratugir voru enginn
mælikvarði á vilja hans til verka
og margt vildi hann gera enn. Fáir
Skagamenn þekktu betur sögu
Akraness en Valdimar og mörgu
vildi hann koma til skila í því efni.
En starf hans er á enda að loknu
gjöfulu dagsverki, sem við þökkum
honum af heilum hug:
Valdimar Indriðason var alla tíð
virkur baráttumaður framfara í sín-
um bæ, Akranesi. Hann var fram-
kvæmdastjóri Síldar- og fískimjöls-
verksmiðju Akraness hf. frá árinu
. 1960 og síðar Vélsmiðjunnar hf.
og um skeið Heimaskaga hf., en lét
af störfum þegar fýrirtæki þessi
voru sameinuð Haraldi Böðvarssyni
hf. Sem formaður stjórnar þessara
fyrirtækja skamma stund kynntist
ég vel þessum góða manni sem var
alltaf reiðubúinn að fræða og gefa
góð ráð. Valdimar var sjálfstæðis-
maður og starfaði á vettvangi þess
flokks um langt skeið. Lengst af
sem bæjarfulltrúi á Akranesi eða
frá 1962 til 1986 og forseti bæjar-
stjórnar var hann frá 1977 til 1984.
Þingmaður var Valdimar frá 1983-
1987. í áratuga löngu starfi sínu
fyrir Akranes, þingmennsku og á
vettvangi sjávarútvegs starfaði
Valdimar í fjölda nefnda og ráða
auk annarra félagsstarfa sem hann
tók sér fyrir hendur. Ávallt var
hann í fararbroddi, farsæll og ein-
arður í því starfí sem hann tók að
sér. Ekki hreppti Valdimar alltaf
byr í starfí sínu, en ótrauður hélt
hann sinni stefnu og vann bug á
því sem í vegi stóð af heiðarleika
og áræðni.
I fáum orðum verður ófullkomin
sú mynd sem dregin er upp af þeim
mannkostum sem prýddu Valdimar
Indriðason. Á starfsævi sinni var
hann á tímum breytinga forystu-
maður í mótun samfélagsins á
Akranesi, virkur þátttakandi í fé-
lagslífi bæjarins, unnandi lista og
menningar og einstaklega fróður
um allt sem snerti sögu Akraness.
í fasi var Valdimar glaðvær og
skemmtilegur maður, sem hafði
þann góða eiginleika að skila hlýju
sinni til þeirra sem umgengust
hann. Ég mun sakna þeirrar glað-
værðar og hlýju sem frá honum
stafaði, en minnast þessa góða fé-
laga og vinar með þakklæti fýrir
liðnar stundir.
Frá árinu 1987 starfaði ég ásamt
fleirum með Valdimar í ritnefnd um
sögu Akraness. Fúndir þessarar
nefndar verða mér alltaf minnis-
stæðir. Annars vegar vegna feiki-
legrar þekkingar Valdimars á sögu
bæjarins og áhuga hans á að minna
yngri samferðamenn sína á hve
merkileg sú saga er og hins vegar
vegna orðaskipta hans og sögurit-
ara þegar Valdimar vildi að afköst
söguritara væru meir en raun ber
vitni. Nú er það okkar, sem sjáum
á bak Valdimar, að knýja sögurit-
ara úr sporunum. Af hálfu sögu-
nefndarinnar er send kveðja og því
heitið að ljúka því verki, sem Valdi-
mar vildi að yrði skilað til bæj-
arbúa. Svo mun verða, en því miður
án styrkrar leiðsagnar og hálpar
Valdimars.
Sumarið 1993 var efnt til göngu
um Akranesbæ undir leiðsögn
Valdimars Indriðasonar. Er
skemmst frá því að segja að hund-
ruð bæjarbúa fylktu liði og hlýddu
á frásögn hans. Og ári seinna að
kvöldi þess 19. júní fylgdu á þriðja
hundrað manns honum í fallegu
veðri og þá leyfði ég mér að ganga
með segulband honum við hlið. í
endurriti af þeirri frásögn er margt
fróðlegt, sem nauðsynlegt _er að
prenta og kynna bæjarbúum. I þess-
ari kvöldgöngu fór Valdimar, þrátt
fyrir veikindi, á þvílíkum kostum
að jengi verður í minnum haft.
Á kveðjustundu fylla hugann fal-
legar minningar um Valdimar Ind-
riðason. Minningar um hlýtt viðmót
hans, atorku og störf í þágu bæjar-
ins. Sá er gæfumaður, sem tekur
upp merki hans og starfar í þeim
anda sem hann gerði. Fyrir hönd
bæjarstjórnar Akraness flyt ég
Valdimar hinstu kveðju með ein-
lægu og djúpu þakklæti fyrir ómet-
anleg störf í þágu samferðamanna
sinna og komandi kynslóða.
Samúðarkveðjur færi ég fjöl-
skyldu Valdimars og sérstakar
kveðjur eftirlifandi eiginkonu hans,
Ingibjörgu Ólafsdóttur, sem af reisn
hefur tekið fullan þátt í farsælu
starfí manns síns. Megi minningin
um góðan mann lengi lifa.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri.
Með Valdimari Indriðasyni er
genginn einn þeirra manna sem
hvað mestan svip hafa sett á Akra-
nes á undanförnum áratugum og
það í tvennum skilningi. Bæði var
hann með allra myndarlegustu
mönnum á velli og einnig lágu spor
hans svo víða í bæjarlífinu; hann
var mjög virkur í fjölþættu félags-
starfi Akurnesinga, oddviti 'Sjálf-
stæðisflokksins, bæjarfulltrúi, al-
þingismaður og veitti forstöðu
myndarlegum atvinnufyrirtækjum.
Valdimar lærði vélvirkun hjá
Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts, tók
próf frá Vélskóla íslands og varð
síðan vélstjóri á togurum Bæjarút-
gerðar Akraness. Þaðan lá leiðin
til Síldar- og fiskimjölsverksmiðju
Akraness þar sem hann starfaði
fyrst sem verksmiðjustjóri og síðan
sem framkvæmdastjóri í yfir 30 ár.
Fyrirtækið dafnaði vel undir stjórn
Valdimars. Verksmiðjan var stór-
lega endurbætt og afköst hennar
aukin, jafnframt voru færðar út
kvíarnar í rekstrinum; hafin togara-
útgerð, stofnuð vélsmiðja og hrað-
fyrstihúsið Heimaskagi og útgerð-
arfélagið Hafbjörg keypt. Þegar
fyrirtækin voru sameinuð Haraldi
Böðvarssyni & Co fyrir nokkrum
árum voru þau orðin mjög öflug
og gerðu út tvo togara og stórt
loðnuskip, ráku vélsmiðju, frysti-
hús, fiskivinnslustöð og fiskimjöls-
verksmiðju.
Ég kynntist hæfileikum og
mannkostum Valdimars vel. Ég sat
i tæp 20 ár í stjórnum þeirra fyrir-
tækja sem hann veitti forstöðu og
við störfuðum saman að bæjarmál-
um í fjögur kjörtímabil, auk þess
sem leiðir okkar lágu saman í ýms-
um félögum og í flokksstarfi Sjálf-
stæðisflokksins. í rekstri fyrirtækj-
anna var hann mjög stórhuga og
lagði metnað sinn í að efla þau til
hagsbóta fyrir Akurnesinga. Stund-
um komu erfið ár í rekstrinum eins
og gengur, þá kom sér vel styrk-
leiki Valdimars og yfirvegun og
ekki síst það mikla traust sem hann
hafði jafnt hjá starfsfólki, viðskipta-
mönnum og lánardrottnum. Hann
hélt alltaf sínu striki á hverju sem
gekk og gat stoltur kvatt myndar-
leg og öflug fyrirtæki þegar hann
hætti störfum árið 1991.
Valdimar átti sæti í bæjarstjórn
samfellt í 24 ár, þar af í bæjarráði
í 9 ár og forseti bæjarstjórnar í 7
ár. Á vettvangi bæjarmálanna naut
hann sín einstaklega vel. Hann lagði
jafnan gott til mála, vildi leysa mál
án hávaða, gauragangs og skrums,
en var fastur fyrir ef einhver sýndi
honum óbilgirni. Gott samband
hans við bæjarbúa skapaði honum
víðtæka þekkingu á högum þeirra,
sem kom sér vel við úrlausn ýmissa
mála. Okkur samherjum hans þótti
framúrskarandi gott að starfa með
honum og ég held að svo hafi einn-
ig verið um pólitíska andstæðinga
sem hann sýndi jafnan fulla sann-
girni. Valdimar hafði mikinn metn-
að fyrir Akranes og þekkti sögu
bæjarins okkar betur en flestir aðr-
ir.
Það var gaman að vinna með
Valdimari í kosningabaráttu. Hann
átti svo auðvelt með að laða fólk
að sér með sínu létta yfirbragði og
alþýðlegu framkomu auk þess sem
hann naut almenns trausts bæj-
arbúa. Honum lét vel að blanda
geði við kjósendur og hafði held ég
meiri trú á þeirri aðferð en greinar-
skrifum og ræðuhöldum.
Árið 1983 var Valdimar kosinn
á Alþingi, en áður hafði hann setið
þar sem varaþingmaður. Þekking
hans og reynsla nýttust honum vel
á Alþingi og hafa samþingsmenn
hans sagt mér að mikil eftirsjá
hafí verið að honum þegar hann
hvarf af þeim vettvangi, en Valdi-
mar náði ekki endurkjöri árið 1987,