Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 39 SIGFÚS JÓNSSON + Sigfús Jónsson, fyrrverandi bóndi, fæddist á Einarsstöð- um í Reykjadal 27. október 1913. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 24. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Einarsstaðakirkju 3. janúar. SEGJA má að líf hvers manns sé í eðli sínu sérstakt og stórmerki- legt. Út frá lífinu stafa geislar og þræðir spinnast um orð og athafnir. íslenskar sveitir hafa átt marga glæsta syni og dAætur en örlögin haga því svo að öllum þarf að sjá á eftir til hinnar hinstu hvílu, fólki sem kemur aldrei aftur. Við fráfail Sigfúsar Jónssonar á Einarsstöðum í Reykjadal kveðjum við enn einn athafna- og hugsjóna- bóndann sem skilað hefur annasöm- um og árangursríkum starfsdegi til þjóðarinnar. Þingeyingar kveðja Sigfús með þökk og virðingu, manninn sem trúði á möguleikana í héraðinu, manninn sem þorði að hafa skoðan- ir og manninn sem trúði því og sannaði að hér væri allt til þess að lifa og dafna. Auðvitað er það alltaf einkenni- leg tilfinning að uppgötva þá stað- reynd aftur og aftur að smám sam- an hverfa samtíðarmennirnir hver af öðrum, en eftirsjáin er alltaf sú sama. Dauðinn er að vísu jafn eðli- legur fæðingunni og hægt er að sætta sig við orðinn hlut þegar þeir sem þreyttir eru lífdaga kveðja okkur hin. Minningin um manninn sem var heimilisvinur og kom oft á Land- Rover-jeppanum með mikilvæg er- indi, skjöl og alls konar mál er að sönnu ljóslifandi og á sér langa líf- daga framundan. Manninn sem stóð á hlaðinu á Einarsstöðum og heils- aði svo glaðlega og sýndi fjósið sitt með svo mikilli ánægju. „Sálin er ung,“ sagði Sigfús einu sinni við mig er hann fyrir réttu ári fékk mig til þess að aka sér heim í Einarsstaði frá dvalarheimil- inu Hvammi á Húsavík þar sem hann bjó síðast. Þetta var skemmtiferð sem í senn var fróðleg því Sigfús talaði mikið á leiðinni og sagði frá lífshlaupi sínu og æskuárum. í huganum byggði hann skíðahótel í Kinnar- íjöllum, lagði vegi í sumarhúsalönd- um vestan í Fljótsheiði, virkjaði ár og læki í Reykjadal til fiskeldis, lagði drög að nýjum kennsluháttum við Laugaskóla og plantaði skógi á heimajörðinni. Hann brosti yfir þessum áætlunum sínum og horfði enn einu sinni yfir dalinn sinn, dal- inn sem átti hug hans allan. „Fólk þarf að trúa á það sem það er að gera,“ sagði Sigfús þegar hann sté út úr bílnum. Við héldum áleiðis austur í túnið og enn sagði hann mér sögur, sögur af hestum, íþróttum, búnaðarfélögum o.m.fl. Það var gaman að horfa yfir þennan stað, þar sem allt var svo vel upp byggt og skipulagt af mann- anna höndum. Sigfús sagðist þurfa að stækka skjólbeltið lengra út í túnið, þarna yxu tré ef plægð væri jörðin og lagði á ráðin um fram- kvæmdina. - Geislinn í andlitinu sagði meira en orð. Sigfús þarf ekki að kynna fyrir þeim er til þekktu. Áhugi hans á landbúnaði var óþijótandi og allt fram á þennan dag kvaddi hann sér hljóðs á fundum, gerði athugasemd- ir og hvatti til dáða. Stóra fjósið hans var honum ætíð hugleikið rétt eins og jörðin sem var hluti af sálinni og þó heils- unni hrakaði hafði hann enn hug- ann við mörg stór verkefni. Seinast vildi hann fá fólk í umfangsmikla kynningu á reyktu sauðakjöti. - Svona var Sigfús. Það var skammdegislegt jarðar- farardaginn er hann var lagður til hinstu hvílu í Einarsstaða-kirkju- garði. Þama liggja sporin hans, sporin hans sem nú em grasi gróin en byggðu upp stórt og glæsilegt býli. Reykjadalur sér á eftir einum af sínum bestu sonum en svolítill geisli á suðurhimninum gaf okkur sem eftir stöndum von um sól á himni og bjarta daga. - Það boðar nýja geisla, ný orð og nýjar athafnir. Atli Vigfússon. VIGFÚSÍNA GUÐLA UGSDÓTTIR hjá Guði. Við tókum undir það og trúum því að nú sé hún skærasta stjarnan sem lýsir litlu heimsljósun- um sínum þrem, fram um veg í átt til þroska og vaki yfir velferð þeirra. + Vigfúsína Guðlaugsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 27. nóvember 1934. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Hall- dórsson og Ragnhildur Friðriks- dóttir. Vigfúsína bjó í Vest- mannaeyjum til 16 ára aldurs og fluttist þá búferlum til Reykjavíkur. Vigfúsína giftist Pétri Hamar Thorarensen 1952 og eiga þau eftirlifandi börn: Anita Patterson, f. 3. ágúst 1957, gift Greg Patterson. Þau eiga tvö börn. Sigurður Hamar Pétursson, f. 14. júlí 1970, í sam- búð með Hrund Guðmundsdótt- ur. Þau eiga eitt barn. Vigfúsína lést í Landspítalanum 26. desem- ber sl. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 5. janúar sl. HÚN elsku Lilla okkar er dáin, eftir erfið veikindi, farin frá okkur alltof fljótt. Undirrituð og hún Lilla eiga eitt sameiginlegt. Það er lítill fimm ára yndislegur drengur, bamabarn, hann litli Hlynur. Okkur var falið mikið og mjög merkilegt hlutverk, að vera Lilla amma og Alla amma. Hann litli Hlynur er heimsljós númer þijú eins og hún kallaði hann gjarnan. Hin heimsljósin hennar númer eitt og tvö eru Pjétur Ham- ar, 14 ára, og Nikkita Hamar 7 ára, búsett í Los Angeles. Henni þótti ákaflega vænt um heimsljósin sín, og síðastliðið sumar dvaldi Pjétur Hamar hjá ömmu sinni í mánuð, og nokkrum árum áður voni bæði systkinin í heimsókn ásamt móður sinni. Nú er ömmu Lillu sárt saknað af þeim tveim svona langt í burtu. Samband Lillu ömmu og Hlyns var mjög gott og fallegt. Hann gisti oft hjá henni og þau áttu mjög góð- ar stundir saman. Nú undir lokin þegar Lilla amma var orðin mikið veik, skildi litli vinurinn hennar ekki alveg að hann gæti ekki sofið í henn- ar rúmi, en lagðist þá hjá henni og sagði að þá batnaði henni fljótt. Uppáhaldstími þeirra var að vera saman á gamlárskvöld, nýársnótt og fram eftir degi á nýársdag. Þann dag notuðu þau gjarnan til að fara út í snjóinn með sleðann. Um nýliðin áramót var ég að rifja upp þessar samverustundir þeirra, en stundum kom ég í heimsókn þeg- ar þær stóðu yfir. Lilla var falleg kona, með þessi stóru fallegu augu full af góðvild og alltaf brosandi eða hlæjandi við sínum litla vini og öllum öðrum. Hlynur litli var ömmu sinni þægur og góður og virtist heillaður af henn- ar einstöku framkomu. Þótt Hlynur sé ungur, þá veit hann að Lilla amma er dáin. Þegar við ræddum það að hún væri dáin þá sagði hann að nú væri hún komin til Guðs. Stuttu seinna sagði hann, amma Lilla lifir áfram Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur Ijómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkomínn. (Sb. 1886 - V. Briem.) Álfheiður Guðjónsdóttir. + Minningarathöfn STEINUNNAR LIUU BJARNADÓTTUR CUMINE, sem lést þann 27. desember og var jarðsungin í Lundúnum 7. janúar, verð- ur haldin í Dómkirkjunni föstudaginn 20. janúar kl. 15.00. Douglas Cumine, Bjarni G. Alfreðsson, Kristinn H. Alfreðsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Norðurbraut 4, Höfn, Hornafirði, andaðist á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 14.00. Sigfús Benediktsson, Ásþór Guðmundsson, Elín Helgadóttir, Benedikt Sigfússon, Ólöf Gunnarsdóttir, Guðbjörg Sigfúsdóttir, Jón Gunnsteinsson, Ásta Sigfúsdóttir, Oddur Sveinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GESTS H. SIGURJÓNSSONAR. Guðný Nikulásdóttir, Svava Sigrfður Gestsdóttir, Trausti Gislason, Sigurjón Gestsson, Svanborg Guðjónsdóttir, Rósa Gestsdóttir, Kristján Jón Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐSSON skipstjóri, er lést 12. janúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtu- daginn 19. janúar, kl. 13.30. Svanhvít Svala Kristbjörnsdóttir, Skúli Bjarnason, Hugrún Ólafsdóttir, Guðlaugur Bjarnason, Guðlaug Harðardóttir, Karólína Bjarnadóttir, Brynjar Smári Rúnarsson, Sigrún Bjarnadóttir, Magnús Viðar Magnússon, Guðbjörg Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, HÓLMSTEINN EGILSSON, Víðilundi 25, Akureyri, sem lést þann 10. þ.m., verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Margrét Sveinbjörnsdóttir, Erla Hólmsteinsdóttir, Svanur Eiríksson, Hugrún Hólmsteinsdóttir, Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Rut Ófeigsdóttir, Margrét Hólmsteinsdóttir, Haukur Kristjánsson og afabörnin. Þökkum innilega okkar, + auðsýnda samúð við fráfall og jarðaför bróður SIGURJÓNS EGILSSONAR úrsmiðs. Jóhannes Egilsson, Gunnbjörn Egilsson. + Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ZÓPHÓNÍASAR ÁRNA GYLFASONAR, Miðgörðum 6, Grenivík. Helga Magnúsdóttir, Þröstur Gylfason, Lovfsa Gylfadóttir, Ragnheiður Björg Svavarsdóttir. + Við þökkum auðsýnda samúð við frá- fall og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GEORGS SIGURÐSSONAR cand. mag. Sigurður Georgsson, Steinunn Georgsdóttir, Jón Baldur Lorange, Bergsteinn Georgsson, Unnur Sverrisdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir samúð og kveðjur. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýju, samúð og vinarhug vegna fráfalls okkar heittelskuðu GUÐNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR, Skólagerði 37, Kópavogi. Ásta Jónsdóttir, Óiafur Guðjónsson, Jónína Vilborg Ólafsdóttir, Karl Olsen og börnin, Oddur Ólafsson, Elsa Sigtryggsdóttir og dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.