Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
EFNAHAGSUPPSVEIFLA og
markaðsvæðing í Kína kann að
marka mestu þáttaskil okkar tíma.
Umskiptin eftir hrun kommúnism-
ans í Evrópu jafnast ekki á við
þetta stökk 1.200 milljóna manna
úr sósíalisma inn í markaðsbúskap.
Takist Kínveijum að halda áfram
á sömu braut, má taka undir með
þeim, sem telja atburðina í Kína
mestu efnahagsbyltingu í skráðri
sögu mannsins. Aldrei fyrr hefur
jafnstór hluti mannkyns brotist úr
örbirgð til bjargálna á jafnskömm-
um tíma. íslendingar vilja auðvitað
verða virkir þátttakendur í þessu
ævintýri og fá sína sneið af kök-
unni.
Milljónir Kínveija hafa yfirgefíð
land sitt í leit að betri lífskjörum.
Nú er talið, að meira en 50 milljón
brottfluttir Kínveijar búi á Tævan,
í Hong Kong, Singapore, Indónes-
íu, Malasíu — og auðvitað í Banda-
ríkjunum og annars staðar á
Vesturlöndum. Hvarvetna hafa
Kínveijar látið verulega að sér
kveða í atvinnu- og viðskiptalífí.
Frá því á áttunda áratugnum hafa
þeir í vaxandi mæli beint fjár-
magni sínu aftur til gamla heima-
landsins bæði með gjöfum og nú
í seinni tíð fjárfestingu. Tveir
þriðju ef ekki þrír fjórðu allrar
erlendrar fjárfestingar í Kína kem-
ur nú frá Hong Kong og Tævan.
Þessi áhugi brottfluttra Kínveija á
gamla landinu og framförum þar
er talin ein ástæða þess, að Kína
hefur vegnað betur en fyrrverandi
kommúnistaríkjum í Evrópu.
Hvatt til samvinnu
Á nýlegri ferð til
Tævans komst ég að
þeirri niðurstöðu, að
fyrir okkur íslendinga
kunni að vera skyn-
samlegt að leita til
Tævana, þegar hugað
er að viðskiptum á
meginlandi Kína. Þótt
pólitískar deilur séu
milli ráðamanna á
meginlandinu og Tæ-
van, eru viðskipti og
menningarsamskipti
mikil milli þessara
tveggja hluta Kína.
Rökstuðning fyrir
þessari skoðun sæki ég ekki síst
til viðræðna við forystumenn fyrir-
tækja á Tævan, sem stunda nú
þegar viðskipti við íslendinga og
vilja auka þau, meðal annars með
það að markmiði að styrkja eigin
stöðu á meginlandinu. Stjórnvöld
á Tævan hvetja ekki aðeins heima-
fyrirtæki til að sækja inn á megin-
landið, heldur er þeim ljúft, að það
sé gert í samvinnu við erlenda
aðila.
Góðir fiskkaupendur
Meðalfískneysla á mann á
meginlandi Kína er 10 kíló á ári
og er ætlunin að hækka hana í
15. Á Tævan er hins vegar meðal-
neysla á sjávarafurðum um 45 kíló
á mann árlega. Er þetta há tala á
alla mælikvarða.
Um nokkurt skeið hafa íslenskir
og tævanskir sérfræð-
ingar á vegum fiskiðn-
aðar stundað samstarf
við rannsóknir. Var
mjög vel látið af þeirri
samvinnu í sjávarút-
vegsráðuneytinu í Tai-
pei. íslendingar hafa í
tæp tíu ár selt töluvert
af grálúðu til eyjunnar
og eru ráðandi á þeim
markaði þar. Þá hefur
verið selt héðan fóður
til fiskeldis á Tævan,
einkum lýsi. Tævanir
flytja inn um 400 þús-
und lestir af fiskimjöli
á ári og fylgjast náið
með framleiðslu þess hér, þótt þeir
hafi hingað til ekki keypt mikið.
Vaxandi áhugi er á Tævan á
ferðalögum til Islands. Á síðasta
áru komu nærri 2.000 Tævanir
hingað til lands. Þar á umboðs-
skrifstofa Flugleiða í Taipei dijúg-
an hlut að máli og njótum við einn-
ig góðs af markaðsátaki annarra
Norðurlandaþjóða. Er nauðsynlegt
að gera það sem viðaminnst fyrir
Tævani að fá vegabréfsáritun
ferðamanna hingað.
Aðild að Alþjóða-
viðskiptastofnuninni
Þessi dæmi nefni ég til marks
um að nú þegar eru nokkur við-
skiptatengsl milli Tævans og ís-
lands. Gerist Tævan aðili að Al-
þjóðaviðskiptastofnuninni mun
opnast þar markaður fyrir síldaraf-
urðir og tollar á grálúðu væntan-
íslendingar vilja auðvit-
að verða virkir þátttak-
endur í ævintýrinu, sem
er að gerast í Kína, seg-
ir Björn Bjarnason.
Hann bendir á, að það
kunni að vera skynsam-
legt að fara um Tævan
til að ná því markmiði.
lega lækka enn frekar. Þar hefur
verið fylgt strangri verndarstefnu
fyrir sjómenn og fiskverkendur, en
hún er á undanhaldi og stenst ekki
ákvæði GATT-samkomulagsins.
Við íslendingar höfum augljósan
hag af því, að Tævan gerist aðili
að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og
eigum að leggja því lið. Við eigum
einnig að taka undir með þeim, sem
vilja ekki útiloka Tævan frá Sam-.
einuðu þjóðunum, þótt ljóst sé, að
umræður um aðild kunni að taka
mörg ár, ef ekki áratugi. Loks eig-
um við að kanna leiðir til að eign-
ast fulltrúa í Taipei, sem getur
greitt götu ferðamanna þaðan
hingað til lands, aðstoðað íslend-
inga á Tævan og stuðlað almennt
að því að rækta viðskiptasambönd.
Engin mótsögn
Þekking á viðskiptalögmálum og
erlendum tungumálum er tak-
mörkuð á meginlandi Kína. Fyrir
vestræna kaupsýslumenn, sem
hafa litla eða enga reynslu af við-
skiptum á þessum slóðum, kann
að vera mikil áhætta fólgin í því
að fara einir og ðstuddir inn á hinn
mikla kínverska markað. Tævanir
þekkja bæði vestræna og kín-
verska starfshætti í viðskiptum.
Þeir eiga margir fjölskyldurætur á
meginlandinu og búa yfir tungu-
málakunnáttu, tæknivæðingu og
fjarskiptatækni til að vera í nánu
sambandi við Vesturlönd.
Ég er þeirrar skoðunar, að við
íslendingar eigum að móta stefnu
gagnvart Tævan, sem tekur mið
af óskum stjórnvalda þar um verð-
uga viðurkenningu á alþjóðavett-
vangi. Þá á að benda íslenskum
fyrirtækjum á kosti þess að nýta
sér leiðina um Tævan inn á megin-
land Kína. I því efni er skynsam-
legast að rækta frekar en nú er
tengslin við kaupendur á sjávaraf-
urðum héðan. Þá samvinnu má
þróa á marga lund með hliðsjón
af vextinum í strandhéruðum meg-
inlandsins og vaxandi áhuga á fisk-
eldi þar.
Undanfarið hefur verið lögð
mikil áhersla á það af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda að rækta
tengslin við Kína. Forsætisráð-
herra hefur farið þangað í glæsi-
lega opinbera heimsókn og einnig
hópur þingmanna undir forystu
forseta Alþingis. Þá er verið að
hleypa íslensku sendiráði af stokk-
unum í Beijing. Allt er þetta í góðu
samræmi við mikilvægi þessa fjöl-
mennasta ríkis heims. Engin mót-
sögn felst í því, að jafnhliða þessu
hugi íslensk fyrirtæki að nánari
viðskiptum við Tævan og nýti sér
alla kosti, sem þar gefast.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Allar leiðir til Kína
Björn Bjarnason
Athugasemd við ritstjórn-
argrein Mbl. 6. janúar sl.
í RITSTJÓRNARGREIN Morg-
unblaðsins föstudaginn 6. janúar
sl. er fjallað um nautakjöt undir
yfírskriftinni „Verðlagsákvarðanir
og vont kjöt“. Undirritaður telur
rétt að koma á framfæri nokkrum
athugasemdum og leiðréttingum
við greinina en hún gefur beinlínis
ranga og óréttláta mynd af mark-
aðsmálum nautakjötsframleiðsl-
unnar í landinu.
Önnur málsgrein ritstjórnar-
greinarinnar er eftirfarandi:
„Verð á nautakjöti ræðst ekki á
fijálsum markaði frekar en verð
annarra innlendra landbúnaðaraf-
urða. Opinber nefnd, svokölluð
sexmannanefnd, ákveður verð til
bænda og fimmmannanefnd
ákveður svo verðið, sem neytendur
eiga að greiða. Hvað neytendur eru
tilbúnir að greiða fyrir góða.vöru
skiptir ekki máli.“
Hér er ýmislegt við að athuga.
í fyrsta lagi ræðst verð á öllum
búvörum hér á landi, öðrum en
afurðum nautgripa og sauðfjár af -
hinum „frjálsa markaði“. Sex-
mannanefnd, svokölluð, ákveður
verð til bænda á nautgripa- og
sauðfjárafurðum, en fimmmanna-
nefnd heildsöluverð þessara af-
urða. I báðum þessum nefndum
hafa fulltrúar neytenda jafna að-
stöðu og fulltrúar framleiðenda til
að hafa áhrif á niðurstöður. Þar
með er ekki öll sagan sögð. Slátur-
leyfishafí sem selur nautakjöt til
kjötvinnslna, matvöruverslana eða
veitingahúsa gefur afslátt frá
skráðu heildsöluverði, mismikinn
eftir gæðum vörunnar og umfangi
viðskiptanna. Kjötvinnslan og smá-
söluverslunin selja svo neytendum
kjötið að sjálfsögðu með fijálsri
álagningu. Mikil samkeppni ríkir
meðal sláturleyfishafa, einkum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, um að
selja kjötvinnslum nautakjöt. Sam-
keppni er einnig mjög hörð meðal
Verð á ungnautakjöti
hefur lækkað um 34% á
föstu verðlagi frá 1989,
segir Guðbjörn Árna-
son, og þegar verðið var
lægst í byrjun árs 1994
nam lækkunin 54%.
kjötvinnslna að selja smásöluversl-
uninni unnar kjötvörur. I þessari
hörðu samkeppni má segja að
rekstrarafkoma kjötvinnslna ráðist
af því að kaupa hráefnið á sem
hagstæðstu verði og að fá pláss í
kjötborðum í helstu matvörubúð-
unum fyrir framleiðsluna.
Skráð heildsöluverð sem lögum
samkvæmt ber að fara eftir hefur
ekki verið virt í nokkur ár, ef und-
an eru skildar hefðbundnar mjólk-
urvörur og lambakjöt, enda hafa
ekki verið rekin mál þó að búvörur
hafí verið seldar undir lögskráðu
heildsöluverði. Heildsöluverðið
ræðst því í raun á flestum afurðum
bænda á fijálsum markaði.
Höfundur ritstjórnargreinarinn-
ar virðist ekki gera sér grein fyrir
því að einmitt á frjálsum markaði
landbúnaðarafurða eiga sér stað
sveiflur í framboði og verði. Sveifl-
umar vara mislengi, allt eftir því
hve framleiðendur eru fljótir að
bregðast við breyttum aðstæðum.
Til dæmís getur eggja- eða kjúkl-
ingabóndi dregið úr eða aukið
framleiðslu sína á tiltölulega
skömmum tíma og brugðist þannig
við breytingum á markaði. Aftur
á móti er framleiðsluferill nauta-
kjöts mun lengri ogtekur það naut-
gripabóndann allt upp í tvö og
hálft ár að ala gripi sína til kjör-
þyngdar ef hann hefur stefnt að
framleiðslu á holdanauti. Á þeim
tíma getur ýmislegt breyst sem
verður til þess að draga þarf úr
framleiðslu eða auka, allt eftir því
hver boð markaðarins eru á hveij-
um tíma.
Nú er framboð á ungnautum
tímabundið tiltölulega lítið og hef-
ur verðið þar af leiðandi heldur
þokast upp á við. En óvíða í Evr-
ópu fengu bændur jafn lágt verð
fyrir nautakjöt árið 1994 og á ís-
landi. Til fróðleiks má geta þess
að frá 1. des. 1989 til 1. des. 1994
hefur verð á ungnautakjöti lækkað
um 34% á föstu verðlagi og þegar
verðið var lægst í upphafi síðasta
árs nam lækkunin 54%.
Því er varpað fram í greininni
að besta nautakjötið hafi verið flutt
út og að útilokað sé fyrir íslenska
neytendur að fá sæmilega vöru
sökum innflutningsbanns og sam-
keppnisleysis. Undanfarin tvö ár
hefur verið leitast við að fínna
markað fyrir ungnautakjöt erlend-
is. Viðleitnin hefur orðið til þess
að einstaka menn hafa komið fram
í fjölmiðlum og fundið þessum til-
raunum allt til foráttu. Útflutning-
ur til Bandaríkjanna á síðasta ári
svaraði til rúmlega hálfs prósents
af innanlandssölu ungnautakjöts
og þarf ekki talnaspeking til að
sjá að sá útflutningur hafði afar
lítil áhrif á framboðið á markaðn-
um hér heima.
Vert er að gefa þeirri spurningu
gaum hvar mörk hins frjálsa mark-
aðar liggja og hvort ekki sé hugs-
anlegt að menn ofnoti þetta orð,
án þess að skilja til fulls merkingu
þess.
Með þökk fyrir birtinguna.
Höfundur er
landbúnaðarhagfræðingur og
framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda.
Hugleiðingar
um inngöngu
íslands í ESB
I
NÚ FARA land-
sölumenn mikinn.
Einn eftir annan reka
þeir skeíjalausan
áróður fyrir inngöngu
okkar íslendinga í
stóru réttina í Brussel.
Þar á að smala okkur
í lítinn dilk, líklega á
stærð við ómerkingar-
dilkinn í Hafravatns-
rétt forðum.
Það stóðst á endum,
að ekki vorum við fyrr
búnir að halda upp á
50 ára afmæli lýðveld-
isins, en landsölumenn
hófu sönginn um inngöngu í Evr-
ópusambandið. Þó vottar fyrir
sterkri andstöðu, t.d. tóku skagf-
irskir sjálfstæðismenn mesta
ganginn af forystumanni landsölu-
manna, Vilhjálmi Egilssyni, og
völdu hagyrðing til forýstu hjá sér.
II
En hvað segja íbúar Englands
um þennan ágæta Common Mark-
et, sem þeir slysuðust inn í? Hér
fer á eftir kafli úr bréfí frá ís-
lenskri' konu, sem gift er enskum
manni í Derby á Englandi: „Heyrðu
Leifur, hvers konar bijálæði er
þetta hjá ykkur að vilja koma í
Common Market? Á næstu tveim
árum munu Spánveijar og Portú-
galir sópa upp síðustu sílunum í
kringum írland, hvað heldur þú
þá, að það taki þá langan tíma að
hreinsa upp í kringum ísland?“
III
Við íslendingar megum ekki
gleypa hráar allar nýjungar sem
okkur berast frá Evr-
ópu. Eftir stríðið 1945
átti kommúnisminn að
leysa öll mál. Her-
mann Jónasson sagði
grátklökkur: „Kom-
múnisminn fer eins og
vorúði um löndin.“
Sami maður sagði við
annað tækifæri: „Það
er betra að vanta
brauð, en hafa her.“
Með sama hætti má
segja, að það sé betra
að vanta brauð en að
vera litlaust nafnnúm-
er í einhverri Bruss-
elskúffunni.
IV
Norðmenn hafa fellt inngöngu
í Evrópusambandið í tvígang.
Það getur verið betra
að vanta brauð, segir
Leifur Sveinsson, en
að vera litlaust
nafnnúmer í einhverri
Brusselskúffunni.
Sama blóð rennur í æðum okkar
og þessara staðföstu frænda okk-
ar. Tökum þá okkur til fyrirmynd-
ar og stöðvum landsölumennina.
Sjálfstæði íslands er ekki til
sölu.
Höfundur er lögfræðingur í
Reykjavíh.
Leifur Sveinsson