Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 11
FRÉTTIR
IQi
ggy
Snjóflóð hafa fallið víða og hættuástand er á mörgum stöðum
Um 800 manns
á Vestfjörðum
hafa yfirgefið
heimili sín
HÆTTUÁSTAND var í gær áfram á þeim stöðum á Vestfjörðum
þar sem því var lýst yfir á mánudag og er talið að um 800 manns
hafi ekki getað verið á heimilum sínum vegna snjóflóðahættu,
flestir á Patreksfirði eða tæplega 300 manns. Margir yfirgáfu hús
sín að eigin frumkvæði en létu almannavarnayfírvöld og björgunar-
sveitir vita til að hægt væri að hafa yfirsýn yfir það hvaða hús
stæðu mannlaus. Veðurspá var í gær þannig að síst var talin
ástæða til að draga úr viðbúnaði, að sögn Jóhannesar Reykdal,
upplýsingafulltrúa hjá Almannavörnum ríkisins. Mjög vont veður
var alls staðar á Vestfjörðum og víðar um land.
FANNFERGI á Patreksfirði veturinn 1983. Þar hafa nú um 300 manns flutt að heiman og dvelja
margir þeirra í félagsheimilinu á staðnum.
Örn Gíslason hjá stjórnstöð al-
mannavarna á Bíldudal sagði að 31
íbúð hefði verið rýmd á staðnum.
Milli 80 og 90 manns hafa komið
sér fyrir hjá vinum og ættingjum og
í auðum íbúðum, gistihúsi og prests-
bústaðnum. Örn sagði að einhver
lítil snjóflóð hefðu fallið milli Bíldu-
dals og Auða Hrísdals og eitthvað
hefði fallið á veginn út í Ketildali.
Hann sagði að tveir bílar hefðu kom-
ist til Bíldudals í gær með aðstoð
veghefils frá Patreksfirði með mjólk
og olíu. Fyrir mikið harðfylgi þeirra
manna sem þar voru á ferð hefði
ferðin tekist vel og komust þeir heilu
og höldnu til Patreksfjarðar aftur.
Ekkert vit að sigla
Á Bolungarvík var ástand óbreytt
frá því á mánudag. Jónas Guð-
mundsson, formaður almannavarna-
nefndar í Bolungarvík, sagðist vita
að einhveijar smásnjóspýjur hefðu
fallið á veginn um Óshlíð en björgun-
arsveitarmenn, sem ætluðu sér til
Súðavíkur, hefðu farið með aðstoð
vinnuvélar til Hnífsdals. Þar urðu
þeir hins vegar frá að hverfa og
komust ekki til ísafjarðar vegna
snjóflóðs á Eyrarhlíð.
Jónas sagði að höfnin í Bolungar-
vík hefði ekki verið formlega lokuð
en hins vegar væri mikið brim og
ekkert vit fyrir nokkurt skip að
reyna að sigla þar inn. Jónas sagði
að almannavarnanefnd hefði farið
fram á að fólk rýmdi um 30 hús í
bænum en sagðist vita til að um 20
til viðbótar hefðu verið yfírgefin.
Ætla má að um 120 manns hafi
fengið húsaskjól annars staðar.
Sumarhús eyðilagðist
Snjóflóð, um 120-130 metra
breitt, féll á Steiniðjuna, sem stend-
ur í landi Grænagarðs við Skutuls-
íjarðarbraut um klukkan ellefu í
gærmorgun. Flóðið gjöreyðilagði
sumarhús sem stóð á lóð fyrirtækis-
ins og gekk niður í malargryfjur við
Steiniðjuna. í fyrrakvöld féll
100-150 metra breitt snjóflóð á
Skutulsfjarðarbraut við Kalsá. Það
flóð olli engu tjóni, svo vitað sé.
Engin umferð hefur verið leyfð um
veginn á milii Hnífsdals og Isafjarð-
ar nema í neyð. Eitt flóð féll á veg-
inn þar og olli það engu tjóni.
íbúi á Hnífsdal sagði að ekki
væri brauðbita eða mjólkurdropa að
hafa á staðnum og fólk sæti við
kertaljós og hlustaði á útvarp með
rafhlöðum og borðaði kex og drykki
kók.
Enn snjóflóðahætta
Jónas Sigurðsson, aðalvarðstjóri á
Patreksfirði, sagði að ákveðið hefði
verið að halda því ástandi sem
ákveðið var á mánudag. „Við teljum
að hér sé enn snjóflóðahætta og í
ljósi mjög slæmrar veðurspár þá
höldum við því ástandi áfram.“ Hon-
um var ekki kunnugt um að nein
snjóflóð hefðu fallið í nágrenni Pat-
reksfjarðar.
Engin snjóflóðahætta er í Sanda-
fellinu fyrir ofan Þingeyri og því
hefur ekki þurft að grípa til neinna
ráðstafana, að sögn Jónasar Ólafs-
sonar sveitarstjóra. „Þó hafa stund-
um komið krapaflóð í miklum leys-
ingum á vetrum og vorin en ekki
gert neinn verulegan usla í kauptún-
inu,“ sagði Jónas.
Áð öðru leyti hefur allt gengið vel
í Dýrafirði í óveðrinu, þó er farið
að bera á vöruskorti í kaupfélaginu.
Mjólk og brauð er uppurið en vonast
er eftir Mælifellinu með birgðir fljót-
lega.
Ekki í mikilli hættu
Guðmundur Magnússon, oddviti á
Drangsnesi, sagði að smáskrið hefði
fallið á hús í þorpinu um hádegisbil
á mánudag. Þá hefði verið mælst til
þess við fólk að það flytti úr þeim
húsum sem eru innan hættusvæðis,
16 manns. Á mánudagskvöld fóru
tvær smáskriður að húsi undir hjalla
fyrir ofan þorpið en þær skemmdu
ekkert. Guðmundur sagði að snjóflóð
hefði fallið yfir veginn í Bitrufirði
og tekið í sundur rafmagnslínur.
„Við höfum ekki metið það svo að
við værum í rrrikilli hættu og aðstæð-
ur hér eru ekkert líkar því sem þær
eru hér fyrir vestan, þar sem fólk
er undir háum fjallshlíðum," sagði
Guðmundur.
100 manns flutt út
Kristján Jóhannsson, sveitarstjóri
á Flateyri, sagði að búið væri að
rýma 34 hús og úr nokkrum þeirra
hefði fólk farið að eigin frumkvæði
en í samráði við almannavarna-
nefnd. Alls væru þetta tæplega 100
manns. Á mánudag höfðu um 60
manns flutt úr 20 íbúðum. í gær-
morgun féll snjóflóð innan við Flat-
eyri og sleit í sundur rafmagnslínu
þannig að keyra hefur þurft dísilvél.
Kristján sagði að flóðið hefði verið
gengið fram í sjó og hefði verið það
mikið að það hefði gengið inn í höfn-
ina og hnekkt til skipum og bátum
sem þar lágu við bryggju. Hann
sagði að næg olía væri til á staðnum
til að keyra dísilrafstöð en hins veg-
ar væri orðið mjólkurlaust.
Tvö snjóflóð í Djúpadal
Tvö snjóflóð hafa fallið í Djúpa-
dal í Reykhólahreppi, hvort sínu
megin við íbúarhús og peningshús.
Við hornið á fjárhúsum stóð gámur
fullur af kjarnfóðri sem snjóflóðið
færði úr stað. Ekki hefur verið
kannað hve skemmdir urðu miklar.
Víða á svæðinu er rafmagnslaust,
aðallega í Gufudalssveit. Um hádeg-
isbilið í gær féll snjóflóð á gamla
vatnstankinn á Reykhólum og velti
honum um koll en hann er stein-
steyptur.
Álmannavarnanefnd í Reykhóla-
sveit er í viðbragðsstöðu. Bjarni P.
Magnússon sveitarstjóri sagði að
nefndin hefði beðið fólkið í Djúpadal
að færa sig í sumarbústað sem er
á öruggu svæði og fólkið í Fremri-
Gufudal að rýma íbúðarhús sitt.
Almannavarnanefnd réð fólki ein-
dregið frá því að reyna að fara um
Gilsfjörð í gær en hann er á þekktu
snjóflóðasvæði.
Hjálparsveit illa búin
Samúel Zakaríasson, bóndi í
Djúpadal, sagði að menn kæmust
ekki til hjálpar þangað þótt eitthvað
bjátaði á vegna óveðurs og ófærðar.
Að sögn fréttaritara Morgun-
blaðsins á Reykhólum er hjálpar-
sveitin þar afar illa búin tækjum og
segja megi að byggðin sé hjálp-
arvana á landi og lofti. „Ef svo illa
vildi til að bráðan sjúkdóm bæri að
þá væri helst að fara sjóleiðina frá
Stykkishólmi, en það er vandrötuð
leið í stórhríð.“
íbúðarhúsið á Núpi hrundi í snjóflóði í fyrrinótt
Eins og hafi verið
stigið á húsið
ÍBÚÐARHÚSIÐ á Núpi í Dýra-
firði hrundi í snjóflóði í fyrrinótt.
Húsið var mannlaust. í fyrstu var
talið að snörp vindsprenging upp
undir þakið hefði svipt því af og
veggirnir síðan lagst saman. Ekki
var unnt að kanna verksummerki
sökum veðurs og snjóflóðahættu
í gær.
Að sögn Ásvaldar Guðmunds-
sonar, staðarhaldara á Núpi, í
gærkvöldi var þá orðið talið að
snjóflóð hefði lagt húsið saman.
„Þetta er ekki talið þykkt flóð en
hefur verið nokkuð kröftugt. Tæp-
lega helmingur þaksins sviptist
af húsinu og lagðist á hvolf á
veginn fyrir framan húsið.“
Lagðist gjörsamlega saman
Núpshúsið, sem var tveggja
hæða steinhlaðið hús, byggt árið
1936, lagðist gjörsamlega saman.
„Það er eins og stigið hefði verið
ofan á það og það kramið sam-
an,“ sagði Ásvaldur.
Það eru hjónin Valdimar Krist-
insson og Áslaug Jensdóttir sem
áttu Núpshúsið sem og jörðina
Núp. Þau hafa undanfarna fimm
vetur dvalið í Reykjavík en komið
vestur eins og farfuglarnir á vorin
og dvalið fram á haust.
Eru heimiiisiaus
„Við erum svona rétt að átta
okkur á þessum atburði,“ sagði
Áslaug Jensdóttir í samtáli við
fréttaritara. „Þetta er heimili okk-
ar og þarna eigum við lögheimili.
Það má því segja að við séum
núna heimilislaus en við búum í
leiguíbúð í Reykjavík á veturna.“
Töluvert var af húsmunum í
húsinu og er það allt talið ónýtt.
Þá var mikið bókasafn í húsinu,
gömul bréf og fleira, sem hafði
miklar sögulegar minjar fyrir fjöl-
skylduna sem og Núpsstað.
Ekki talið á
snjóflóðasvæði
Núpshúsið var ekki talið á snjó-
flóðasvæði en þó féll snjóflóð þar
fyrir tveimur árum en stöðvaðist
við steingirðingu nokkrum metr-
um fyrir ofan húsið. Þá féll mikið
snjóflóð í fyrra en það kom niður
nokkuð innan við íbúðarhúsið á
Núpi.
I norðaustanáttinni, sem hefur
verið ríkjandi, getur gert feykileg
veður á Núpi og þess má geta að
kirkjan á Núpi fauk í heilu lagi
árið 1891.
ÍBÚÐARHÚSIÐ á Núpi í Dýrafirði lagðist saman í snjóflóði
í fyrrinótt. Húsið, sem var mannlaust, gjöreyðilagðist og allt
sem í því var. Húsið er lengst til hægri á myndinni.