Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Ríkissjóður selur 10,2 milljarða
skuldabréf í Japan
Tæplega 5%
vaxtakostn-
aður á árí
RÍKISSJÓÐUR hefur tekið að láni á japanska skuldabréfamarkaðnum
15 milljarða japanskra jena sem svara til um 10,2 milljarða króna. Lánið
er tekið samkvæmt heimild í lánsfjárlögum og er til almennrar ráðstöfun-
ar fyrir ríkissjóð. Skuldabréfin bera 4,90% fasta ársvexti og greiðast upp
í einu lagi í lok lánstímans sem er tíu ár.
Útgáfugengi bréfanna er 99,75
og útgáfuþóknun 0,325%. Heildar-
kostnaður við lántökuna svarar því
til um 4,98% vaxta á ári. Kaupend-
ur bréfanna eru einkum stofnana-
fjárfestar í Japan.
Verðbréfafyrirtækið Daiwa
Europe Limited í Lundúnum hafði
forystu um útgáfuna en aðrar fjár-
málastofnanir sem þátt tóku í henni
voru Fuji Intemational, Long Temi
Credit Bank Intemational, Mitsui
Trust Intemational, Nippon Credit
Intemational, Norinchukin Inter-
national, Sanwa International og
Union Bank of Switzerland. Seðla-
banki Islands annaðist undirbúning
lántökunnar fyrir hönd ríkissjóðs.
í umsögn alþjóðlegra fjármála-
rita um lántökuna kemur fram að
verðlagningin hafi verið knöpp og
hafa verið útgefandanum mjög hag-
stæð. Að sögn Ólafs ísleifssonar,
framkvæmdastjóri alþjóðasviðs
Seðlabankans, er Daiwa Europe í
hópi öflugustu fyrirtækja á þessum
markaði og nýtur stuðnings ágætra
japanskra fyrirtækja ásamt Union
Bank of Switzerland, sem seldi
hluta bréfanna í Evrópu. „Yfirleitt
hefur verið heldur þungt undir fæti
á skuldabréfamörkuðum undanfar-
ið ár og hefur því ekki verið um
auðugan garð að gresja fyrir lán-
tökur til lengri tíma. Japanski
markaðurinn varð fyrir valinu
vegna þess að hann hefur skorið
sig úr að þessu leyti og gefur færi
á lánsfé til tíu ára á hagkvæmum
kjömm. Tímasetningin þykir sömu-
leiðis vera vel heppnuð. Daginn fyr-
ir lántökuna fór fram gríðarlega
stórt útboð á ríkisverðbréfum í
Tokýó. Þegar sýnt var að það útboð
hefði tekist vel og markaðurinn
væri í góðu jafnvægi var ákveðið
að láta til skarar skríða."
Aðspurður um horfur á gengis-
þróun jensins sagði Ólafur að jenið
væri nálægt sögulegu hámarki um
þessar mundir og því hentugur lán-
tökugjaldmiðill. Á sama tíma væm
vextir í japönskum jenum mjög lág-
ir.
Lánsféð mun styrkja verulega
gjaldeyrisforða Seðlabankans og
bætir úr þeirri rýrnun sem varð á
sl. ári.
Olíufélagið
Viðskipti fyrir 70 milljónir
MIKIL viðskipti hafa verið með
bréf í Olíufélaginu hf. á síðustu
dögum og hafa hlutabréf fyrri
nær 70 milljónir króna skipt
um hendur. Þetta munu vera
mestu viðskiptin á hlutabréfa-
markaðnum sem skráð eru á
Verðbréfaþingi það sem af er
árinu.
Frá 13. janúar hafa bréf að
nafnvirði um 11,5 milljónir
króna skipt um eigendur, en
kaupverð þeirra var um 69,3
milljónir. Stærstu einstöku við-
skiptin urðu á föstudag, þegar
bréf að nafnvirði 7,5 milljónir
voru seld á genginu 6,15, eða
á rúmar 46 milljónir, sam-
kvæmt upplýsingum Verð-
bréfaþings.
Það gengi er nokkuð hærra
en það hefur verið hæst að und-
anförnu, eða 5,9. Önnur við-
skipti á tímabilinu 13.-17 janúar
hafa verið á genginu 5,9-6.
Markaðsvirði Olíufélagsins var
skráð í gær 3.675 milljónir
króna, þannig að viðskipti síð-
ustu daga hafa náð til um 2%
af heildarvirði fyrirtækisins.
AGA býður út200^ millj-
óna skuldabréf á Islandi
KAUPÞING gengst fyrir almennu
skuldabréfaútboði fyrir sænska fyr-
irtækið AGA að upphæð 200 milljón-
ir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem
erlent fyrirtæki býður út skuldabréf
í íslenskum krónum, að sögn Sigurð-
ar Einarssonar, hjá Kaupþingi.
Markmið útboðsins er að afla fjár
til reksturs dótturfélagsins ÍSAGA
hf. og að draga úr gengisáhættu
vegna reksturs dótturfélagsins hér á
landi. Samkvæmt upplýsingum
Kaupþings hefur AGA Á/B fengið
einkunnina Al/Pl hjá erlendum
matsfyrirtækjum gagnvart langtíma
skuldabréfum, en það er sama mat
og jíkissjóður íslands hefur.
Útgáfan er í 5 milljóna króna ein-
ingum og eru skuldabréfin til 5 ára.
Gjalddagi bréfanna er 19. janúar
2000 og vextir greiðast 19. janúar
ár hvert. Af bréfunum reiknast
5,90% vextir frá útgáfudegi og þau
eru bundin lánskjaravísitölu.
Sala ÍSAGA 380 m.kr.
Sala ÍSAGA árið 1994 nam um
380 milljónum íslenskra króna. Um
helmingur sölunnar fer til fram-
leiðsluaðila, 20% til matvælafram-
leiðslu, 20% til heilsugæslu og um
10% til málmiðnaðar.
Velta AGA A/B janúar-júní 1994
nam 6.082 milljónum sænskra króna,
eða um 55,3 milljörðum íslenskra
króna, og hagnaður eftir skatta nam
562 milljónum skr. eða um 5,1 millj-
arði ísl.kr. Niðurstaða reikninga fyr-
ir allt árið 1993 var velta upp á 146
milljarða ísl.kr (16.063 milljónir skr.)
og hagnaður sem nam um 10,3 millj-
örðum ísl.kr. (1.136 skr). Á tímabil-
inu janúar til september 1994 jók
AGA A/B sölu sína um 10% og hagn-
aður af rekstri jókst um 15%.
Laimagreiðendnr!
Launamiðum
ber að skila
í síðasta lagi
21. janúar
Allir sem greitt hafa laun á árinu
1994 eiga að skila launamiðum
ásamt launaframtali á þartil gerðum
eyðublöðum til skattstjóra.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI
Skilaírestur
rennur út
21. i
januar
Saatchi í vígahug
eftir sljómarfund
vondon. Reuter.
SAATCHI & Saatchi strengdi þess
heit í gær að Maurice Saatchi fengi
ekki að koma ekki aftur að auglýs-
ingafyrirtækinu, sem hann stofnaði
ásamt bróður sínum fyrir 25 árum,
og ákveðið var á stjórnarfundi að
hefja ný málaferli og breyta nafni
fyrirtækisins í marz.
Vísað var á bug fréttum fjölmiðla
um að bróðir Maurice, Charles, hefði
reynt að fara sáttaleiðina og ná sam-
komulagi um að fyrirtækið yrði leyst
upp og Maurice yrði skipaður í nýja
stjórn
Á síðasta áratug byggði Saatchi
upp tvö aðalnetkerfi, Bates
Worldwide og Saatchi & Saatchi
Advertising Worldwide. Sumir sem
vel fylgjast með gangi mála telja
að Maurice hafi áhuga á að kaupa
upp Saatchi-netkerfíð.
Á stjórnarfundi Saatchi & Saatchi
var ákveðið að koma á fót „innra
ráðuneyti" til þess að fjalla um erf-
iðleika þá sem hafa háð fyrirtækinu
síðan Maurice var rekinn 16. des-
ember.
Góð fjárhagsstaða
Til þess að róa fjárfesta sagði
stjórn Saatchi um helgina að hún
hefði kannað fjárhagsstöðu fyrir-
tækisins og teldi ekki þörf á að
gefa út yfirlýsingu áður en skýrsla
um afkomuna 1993 yrði birt 14.
marz. En í gær var sagt að auka-
fundur hluthafa yrði haldinn til þess
að steypa Saatchi & Saatchi í nýtt
mót.
Hlutabréf í Saatchi hækkuðu um
tvö pens í gær. Gert er ráð fyrir
31-32 milljóna punda hagnaði fyrir
skatta 1994.
Fyrirtækið hefur höfðað skaða-
bótamál gegn Maurice og þremur
háttsettum strokumönnum, sem
ætla að verða samheijar hans í
nýju fyrirtæki, „The New Saatchi
Agency." Lögbanns er krafizt til
þess að koma í veg fyrir „stuld“ á
auglýsendum. Maurice hefur ekki
gert alvöru úr hótunum um gagn-
ákærur.