Morgunblaðið - 19.01.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.01.1995, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR Kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta Björk Thomsen gekk ung til liðs við skátahreyfinguna. Hún var fé- lagi í Kvenskátafélagi Reykjavíkur á 6. áratugnum og vakti þá þegar athygli fyrir einarða framkomu. Kvik og snaggaraleg telpa starfaði þar í góðum vinahópi. Saman stýrðu þær litlu flokkunum sínum í þriðja hverfi félagsins af röggsemi, hug- kvæmni og óbilandi samviskusemi, trúar grundvallarhugsjónum skát- anna. Björk hélt áfram að gegna mikil- vægum stöðum í félaginu og varð sveitar- og deildarforingi. Að loknu stúdentsprófi starfaði hún um tíma á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta og greiddi þar götu hvers manns. Þessir eiginleikar fylgdu Björk ætíð síðan, hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Árin liðu, Björk lauk námi, stofnaði heimili og sinnti ýmsum öðrum félagsstörfum. Löngu seinna, í lok 9. áratugar- ins, kom Björk aftur af krafti inn í skátahreyfinguna. Hún hafði hend- ur fullar af verkefnum, vann sem kerfisfræðingur og stóð fyrir heim- ili ásamt manni sínum með ungbam og annað á táningsaldri. Það er óvenjulegt að konur með þannig aðstæður gefi eins mikið til skáta- starfsins og Björk hefur gert síð- ustu sjö árin. Hún tók sæti í starfsráði Skáta- sambands Reykjavíkur og fór þegar að láta til sín taka við endurskoðun og mótun á starfsverkefnum fyrir skátastarfið í landinu. Jafnframt sat hún í stjóm skátasambandsins til 1991. Á Skátaþingi árið 1990 var hún kjörin formaður starfsráðs Bandalags íslenskra skáta. Undir forystu hennar var mótuð stefna í fræðslukerfi bandalagsins og end- urskoðuð verkefni fyrir þijú aldurs- skeið á bilinu 9-14 ára. En Björk lét sér ekki nægja að setja stefnuna á blað. Hún vildi reyna hana með bömum í starfí. Á aðalfundi BÍS í fyrra sagði hún af sér störfum fyrir bandalagið til að geta einbeitt sér að foringjastörfum með bömum í Skátafélaginu Ægisbúum í vesturbænum í Reykja- vík. Hér taldi Björk að sín væri mest þörf. Við útilífsstörf með skát- um sínum þar varð hún fyrir smá- slysi, lítið skurðsár vildi ekki gróa, og þá uppgötvaðist sjúkdómurinn sem varð henni að aldurtila á fáum mánuðum. Með Björk er gengin drenglynd og heilsteypt persóna langt um ald- ur fram. Skátahreyfingin saknar vinar í stað og harmar einstakan liðsmann. Mestur er þó missir fjöl- skyldu hennar, móður, eiginmanns, dætranna og annarra aðstandenda. Stjóm Bandalags íslenskra skáta færir þeim einlægar samúðarkveðj- ur með djúpri þökk fyrir ómetanlegt starf Bjarkar á liðnum ámm. Megi hið eilífa ljós lýsa Björk á nýju og æðra sviði. Gunnar H. Eyjólfsson skátahöfðingi, Kristín Bjarnadóttir, Ólafur Ásgeirsson. Björk Thomsen er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm í um sjö mánuði. Leiðir okkar Bjarkar lágu saman í Menntaskól- anum í Reykjavík þar sem við sátum í sama bakk vetuma 1962 til 1965. Þetta var nokkuð óvenjulegur bekk- ur, stærðfræðideildarbekkur þar sem vom saman komnar 13 stúlkur og 9 piltar. Við komum úr ýmsum áttum og áttum e.t.v. fátt annað sameiginlegt en að vera í stærð- fræðideild í MR. Á því lífsskeiði sem við gengum í gegnum þá myndast þó oft vinátta milli manna sem end- ist þótt langt hlé geti orðið á sam- vistum. Björk var einstaklega hlé- dræg og prúð stúlka. Hún stundaði nám sitt af mikilli samviskusemi. Við vissum að hún var skáti og eyddi dijúgum hluta af frítíma sín- um í skátastarf og pilturinn hennar var líka skáti en Björk staðfesti ráð sitt fyrr en flest okkar hinna. Að afloknu stúdentsprófí skildu leiðir. Björk tók kennarapróf og menntaði sig síðan í tölvufræðum og vann sem kerfisfræðingur eftir það. Sum okkar dvöldu erlendis langdvölum, sum hafa skilað sér heim, önnur ekki. En einhvern veg- inn tókst okkur að fylgjast með hvert öðru og hvað verið væri að bralla. Björk bjó í Fossvoginum, vissum við, og átti eina telpu. Sú sem þetta ritar hafði tækifæri til þess að fýlgjast nokkuð með Björk hin síðari ár þar sem leiðir okkar hafa legið saman á ýmsum vett- vangi. Fyrir nokkrum árum tókum við báðar upp á því að stunda lang- hlaup og mætti ég Björk þá oft í Elliðaárdalnum. Ég mun hafa hitt hana þar síðast skömmu áður en ljóst var hversu veik hún var. Lífíð fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um Björk en hún fann nýjan lífsförunaut, Auðun Sæmundsson, kerfisfræðing, og saman áttu þau eina dóttur. Sú sem þetta ritar þekkti þennan unga mann og vissi að þar fór einstaklega elskulegur piltur. Enda hefur sambúð þeirra fært þeim lífshamingju og öryggi. Nú er í fyrsta sinni höggvið skarð í þann fríða hóp sem hélt út í lífíð RADA UGL YSINGAR Laus staða , Staða framkvæmdastjóra hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1995. Menntamálaráðuneytið, 18. janúar 1995. Umhverfisráðuneytið Umhverfisráðuneytið óskar að ráða í starf deildarstjóra í alþjóðadeild ráðuneytisins. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. mars 1995 til 30. júní 1998. Umsækjandi skal hafa háskólapróf og hafa þekkingu á alþjóðatengslum og starfsemi alþjóða stofnana. Umsækjandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku og kunn- áttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli. Viðkom- andi þarf að geta tekið þátt í alþjóðlegum fundum, þ.á m. að semja og flytja ávörp á alþjóðavettvangi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu berast umhverfisráðu- neytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 31. janúar nk. TIL SÖLU Vesturland sf., fasteignamiðlun og lögfræðistofa, Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-14266/14144, bréfsími 93-14244. Eignir þrotabús Hafnarlax hf. Hér með er óskað eftir tilboðum í eignir þrotabús Hafnarlax hf. að Höfn, Melasveit, Borgarfjarðarsýslu. Helstu eignirnar eru: Tvö jarðföst ker, um 9,5x2 m; vatnsveita og lagnir; geymsluskúr. Hagstæður leigusamningur er um land- spildu, þ.m.t. vatnasvæði Hafnarár. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofutíma. Tilboðum skal skilað fyrir 26. janúar næstkomandi. Jón Haukur Hauksson, hdl., skiptastjóri. Fasteignasala til sölu Vegna sérstakra ástæðna er fasteignasala í miðborg Reykjvíkur til sölu. Gott tækifæri fyrir tvo samhenta aðila eða einstakling. Hagstæð kjör. Þeir, sem hafa áhuga, skili svari til afgreiðslu Mbl. fyrir 23. janúar, merktu: „Þ - 4433“. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, Ijósakrónur, lampa, bollastell, hatta, platta, gömul póstkort og smærri húsgögn. Upplýsingar í síma 91-671989. Geymið auglýsinguna. Geymsluhúsnæði óskast Opinber stofnun óskar eftir að taka á leigu 200-300 fm geymsluhúsnæði með aðkeyrslu- dyrum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, helst gluggalaust. Nánari upplýsingar veitir Einar Pálsson í síma 624070. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur verður haldinn í íþróttamiðstöðinni, Laugar- dal, fimmtudaginn 26. janúar kl. 20.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík Fundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélag- anna, sem verða átti fimmtudaginn 19. janúar og boðaður var með bréfi dagsettu 12. janú- ar, verður frestað til þriðjudagsins 24. janú- ar kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í A-sal Hótels Sögu. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Ákvörðun um framboðslista Alþýðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík til alþing- iskosninganna 1995. 2. Önnur mál. Með þessari auglýsingu eru allir kjördæmis- ráðsmenn Alþýðubandalagsfélaganna boð- aðir til fundar. Haukur Már Haraldsson, formaður. Þorrablóti aflýst Þorrablót Bolvíkingafélagsins og nágrennis, sem halda átti í Glæsibæ föstudaginn 20. janúar, verður aflýst. I.O.O.F. 5 = 1761198'/2 = F.R. Sp. I.O.O.F. 11 = 17601198 = St. St. 5995011919 VII Hjálpræðis- herinn Kirkjustrœti 2 Lofgjörðarsamkoma í umsjá unga fólkslns kl. 20.30. Sven Fosse talar. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Við viljum hvetja sem flesta til að mæta. Vegna slyssins i Súðavík verður matarkvöldí nk. laugardag frestað um óákveð- inn tfma. Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30 við Holtaveg. Staða KFUM árið 2020. Framsöguerindi: Bjarni Gunnarsson, Gunnar Finnboga- son og Einar Th. Magnússon. Hugleiðing: Gunnar J. Gunnars- son, lektor. Allir karlmenn velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Fimmtudagskvöldið 19.janúar kl. 20.30: Myndakvöld Fyrsta myndakvöld nýja ársins er í kvöld, fimmtudagskvöld, í Breiðfirðingabúð (Faxafeni 14, næsta nágrenni við Mörkina). Fyrir hlé verða sýndar myndir úr sumarleyfisferðum síöastliðið sumar. 1. Miðhálendisferðin í ágúst. Þór Halldórsson sýnir myndir af náttúruperlum norðan Vatnajök- uls. Næsta sumar verður ný at- hyglisverð hálendisferð á dag- skrá í samvinnu við Náttúru- fræðifélagið. 2. Gönguleiðin frá Hreðavatni um Langavatnsdal f Hnappadal í júlí. Þessi fjölbreytta en fáfarna leið var farin í fyrsta sinn f fyrra og sýna Árni Tryggvason og Skúli Gunnarsson myndir úr þeirri ferð. Ferðin verður einnig á dagskrá í sumar. 3. Eftir hlé sýnir Jóhannes I. Jónsson, margreyndur farar- stjóri í Ferðafélagsferðum, myndir úr ferðum sínum, m.a. vetrarferðum. Góðar kaffiveitingar í hléi. Verð 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Fjölmennið, eflið félagsstarfið. Myndakvöldið er öilum opið, félögum sem öðrum. Fræðsluritið nýja, Saga Fjall- vegafélagsins, mun liggja frammi til sýnis og sölu. Verð 1.000 kr. til félaga F.f. Ferðafélag Islands. ...blabib -kjarni málslnsl Sjábu hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.