Morgunblaðið - 27.01.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 11
FRÉTTIR
íslandsmótið í at-
skák hefst í kvöld
er í mjög góðu ásigkomulagi og
hefur líklega aldrei verið eins fal-
legt, segir Jóhanna.
Rekið án styrkja
Það fór vart á milli mála að
bæjarbúar á Akranesi skiptust
nokkuð í tvo hópa í umræðu um
kaup á húsinu og töldu þeir sem
mótfallnir voru kaupunum að sjóðs-
stjórnin færðist of mikið í fang og
því yrði rekstur og fjármögnun
þungur baggi á Bæj^rsjóði Akra-
ness. Jóhanna er þessu ósammála.
„Við höfum alls ekki í hyggju
að sækja fjármuni í bæjarsjóð til
að geta rekið húsið. Öll okkar mark-
mið stefna að því að hafa rekstur-
inn réttu megin við núllið og það á
að takast með ýmsum tekjuliðum
af notkun,“ segir Jóhanna.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
KIRKJUHVOLL, gamli prestbústaðurinn á Akranesi, fær nú
nýtt hlutverk sem listhús Akurnesinga.
Nýtt listhús
opnað á Akranesi
SKÁK
Skákmiöstöðin,
Faxafcni 12, kl. 20.
Úrslitakeppnin á atskákmóti íslands
1995, L;indsbanka-VISA mótinu, fer
fram um helgina. Lokaeinvigið verð-
ur í beinni sjónvarpsútsendingu á
sunnudaginn kl. 13. Þröstur Þór-
hallsson er efstur eftir átta umferðir
á Skákþingi Reykjavíkur.
ATSKÁKMÓT íslands er með
vinsælli mótum og flestir öflugustu
skákmenn landsins eru á meðal
þátttakenda í úrslitunum. Keppnin
er með útsláttarsniði. Strax í fyrstu
umferð má búast við nokkrum
spennandi viðureignum. Stórmeist-
ararnir fjórir sem keppa á mótinu
tefla ekki innbyrðis fyrr en í fyrsta
lagi í undanúrslitum.
í fyrstu umferðinni tefla:
Margeir Pétursson - Guðmundur Daðason
Helgi Ólafsson - Ólafur B. Þórsson
Jóhann Hjartarson - Rúnar Sigurpálsson
Hannes H. Stefánsson - Magnús Sóhnundarson
Karl Þorsteins - Andri Ass Grétarsson
Þröstur Þórhallsson - Dan Hansson
Helgi Áss Grétarsson - Bragi Haildórsson
Jón Garðar Viðarsson - Davíð Ólafsson
Tefldar eru tvær hálftíma skákir
en verði úrslitin 1-1 er tefld hrað-
skák til úrslita. Keppnin fer fram
í Faxafeni 12 og verður fyrsta
umferðin tefld á föstudagskvöld kl.
20. Fjórðungsúrslitin fara síðan
fram á laugardaginn kl. 13 og und-
anúrslitin kl. 16. Úr-
slitaviðureignin verður
sýnd á sunnudaginn í
beinni útsendingu í
Ríkissjónvarpinu sem
hefst kl. 14.30.
Þröstur efstur á
Skákþingi
Reykjavíkur
Þröstur Þórhallsson,
alþjóðameistari, er
efstur á Skákþingi
Reykjavíkur en í átt-
undu umferð mótsins á
miðvikudagskvöld varð
hann að sætta sig við
jafntefli við Amar E.
Gunnarsson, 16 ára, sem hefur
komið mest allra á óvart. Arnar
lenti í kröppum dansi í skákinni,
hann átti aðeins nokkrar sekúndur
á marga leiki áður en tímamörkun-
um í 30. leik var náð. Arnar féll
þó ekki á tíma, en Þresti tókst að
vinna peð og ná undirtökunum. Með
mikilli seiglu í endataflinu tókst
Arnari að hanga á jafntefli.
Páll Agnar Þórarinsson, 18 ára,
átti unnið tafl gegn Júlíusi Friðjóns-
syni; en skákinni lauk með jafn-
tefli. Amar Þorsteinsson frá Akur-
eyri vann varnarliðsmanninn James
Burden en langóvæntustu úrslit
kvöldsins voru þau að Hörður Garð-
arsson lagði Jón Garðar Viðarsson
að velli. Það er tæplega 600 skák-
stigamunur á þeim tveimur, en Jón
Garðar er 13. stiga-
hæsti skákmaður
landsins. Samkvæmt
stigakerfinu era lík-
urnar á þessum úrslit-
um aðeins brot úr pró-
senti.
Röð efstu manna er
þessi:
1. Þröstur Þórhalls-
son, 7 v. af 8
2. -4. Arnar Gunnars-
son, 6V2 v.
2-.4. Páll A. Þórarins-
son, 6V2 v.
2.-4. Arnar Þor-
steinsson, 6V2 v.
5.-7. Júlíus Friðjóns-
son, 6 v.
5.-7. Hörður Garðarsson, 6 v.
5.-7. Jóhann H. Sigurðsson, 6 v.
8.-16. James Burden, 5V2 v.
8.-16. Magnús P. Ómólfsson, 5V2 v.
8.-16. Bogi Pálsson, 5V2 v.
8.-16. Atli Antonsson, 5V2 v.
8.-16. Ögmundur Kristinss., 5V2 v.
8.-16. Bjöm Freyr Björnss., 5V2 v.
8.-16. Sævar Bjarnason, 5V2 v.
8.-16. Bergsteinn Einarss. 5V2 v.
8.-16. Gunnar Gunnarsson, 5V2 v.
Þijár umferðir mótsins era
ótefldar. Vegna atskákmótsins er
engin umferð í kvöld, en níunda
umferðin verður tefld á sunnudag-
inn. Sú tíunda fer fram á miðviku-
dagskvöld en mótinu lýkur föstu-
dagskvöldið 3. febrúar.
Margeir Pétursson
Amar E.
Gunnarsson
Akranesi. Morgunblaðið.
KIRKJUHVOLL, nýtt listhús á
Akranesi, verður formlega opnað
nk. laugardag og mun forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
verða viðstödd athöfn sem fram fer
í húsinu.
Það er minningarsjóður um sr.
Jón M. Guðjónsson, fyrram prófast
og sóknarprest Akumesinga, sem
stofnaður var skömmu eftir andlát
hans sem festi kaup á gamla prest-
bústaðnum á Akranesi fyrr í vetur
og vill með því heiðra minningu sr.
Jóns. Ætlun sjóðsstjórnarinnar er
sú að nota húsið fyrir fjölbreytta
menningarstarfsemi og fyrsti við-
burðurinn verður sýning á ýmsum
listaverkum í eigu Akraneskaup-
staðar. Mörg þessara verka hafa
ekki verið sýnd opinberlega áður.
Síðan mun hver listviðburðurinn
reka annna og stefnt er að því að
húsið geti orðið aðgengilegur vett-
vangur fyrir sem flesta bæjarbúa.
Jóhanna Jónsdóttir, dóttir sr. Jóns
heitins, á sæti í stjórn minningar-
sjóðsins og mun hún annast dagleg-
an rekstur Kirkjuhvols í launalausu
starfi fyrst um sinn. Jóhanna fædd-
ist í húsinu og bjó þar til fullorðins-
ára og á margar góðar minningar
frá þeim tíma. Eftir að húsið lauk
hlutverki sínu sem prestbústaður
var það í niðurníðslu um tíma en
síðan var það endurbyggt á einstak-
lega smekklegan hátt. Húsnæðið
Ég ætti
að fá mér svona
KAPPA - \>ær segja
að hann sé svo_
góður -fVr'r
feldinn.
SKIÐAUTSALAÍS'Æ'
Ódýrir skíðapakkar, barna,
unglinga og fullorðinna
Skíði barna verð frá kr. 4.900
Skíði unglinga verð frá kr. 6.900
Skíði fuliorðinna verð frá kr. 8.900
Skíðaskór barna verð frá kr. 3.300
Skíðaskópokar verð frá kr. 1.190
Leðurskíðahanskar verð kr. 970
Skíðahúfur verð frá kr. 350
Skíðapokar verð frá kr. 1.900
Skíðasokkar verð frá kr. 690
Bakpokar verð frá kr. 1.290
ittistöskur verð frá kr. 590
kíðalúffur verð frá kr. 490
Ódýrir, vandaðir DYNASTAR skíðagallar
Bamastæröir 6-16 ára, litir; blár, lilla og svartur.
Verö kr. 5.200. Stgr. 4.940.
Dömustærðir, litir; grænn, burgundy og blár.
Herrastærðir, litir; dökkblár, svartur og burgundy.
Verö 7.300. Stgr. 6.935.
l/erslunin
ELDRI ARGERÐIR AF SKIÐUM OG
SKÍÐAVÖRUM Á FRÁBÆRU VERÐI
/I
t J/ílÁrM^Í9“
KflLDHWI ÖRLflQflNNfl
RIDDflWHNHENN(,R
ijjtu e k k i af januarbókunum!
tahir minaíanns X—ta
hth. Stjbrnusaga mSn»an«m-
1.980,-
Q>
ásútgáfan
Qlerárgötu 28 - Akureyri
Áskriftarsími 96-24966