Morgunblaðið - 27.01.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 15
ERLEIMT
Reuter
7 7 ára afmælis
Ceausescus minnst
RÚMENSKIR kommúnistar komu
saman við gröf Nicolae Ceausesc-
us, fyrrverandi einræðisherra
Rúmeníu, í Búkarest í gær til að
minnast 77 ára fæðingarafmælis
hans. Herinn lét grafa Ceausescu
með leynd eftir að honurn var
steypt af stóli fyrir rúmum fimm
árum en stuðningsmenn hans segj-
ast hafa fundið gröf hans með
hjálp myndbandsupptöku af
greftruninni. Fólkið söng baráttu-
söngva kommúnista og kveikti á
kertum til heiðurs Ceausescu.
Aætlanir um norræna samvinnu
Niðurskurður
þrátt fyrir
samstarfsvilja
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SVIAR hafa lagt til að Qárframlög til norrænnar samvinnu verði skorin
niður um 150 milljónir danskra króna næstu þijá árin, en alls hljóða nor-
rænu ijárlögin upp á 706 miiljónir á þessu ári. Hans Engell, formaður danska
Ihaldsflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hvort sem þetta yrði
niðurstaðan eða ekki væri niðurskurður óhjákvæmilegur. Enginn efi væri
hins vegar á að norrænt samstarf yrði öflugt eftir sem áður. Á fundi nor-
rænna forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kaupmannahöfn um helgina
er búist við að línurnar skýrist um framvindu hins pólitíska samstarfs land-
anna. Norrænt samstarf og framtíð þess verður svo meginumræðuefnið á
þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í febrúarlok.
Þar sem Svíar skera nú niður út-
gjöld sín á öllum sviðum vegna efna-
hagskreppu hafa þeir einnig áhuga
á niðurskurði norræns framlags síns.
Þeir hafa iagt til að norrænu fjárlög-
in verði skorin niður um fimmtíu
milljónir næstu þijú árin. Af þeim
706 milljónum sem fjárlögin nema
greiða Sviar fjörutíu prósent, eða
langmest af löndunum fimm. Hlutur
Islands er eitt prósent.
Óheppilegt
Hans Engell, sem situr í nefnd er
nú endurskoðar norrænt samstarf
sagði að niðurskurður væri vissulega
óhjákvæmilegur, en pólitískt séð
væri óheppilegt að skera niður um
leið og lögð væri áhersla á mikilvægi
norrænnar samvinnu, auk þess sem
samdráttur gæfi hugmynd um að nú
væri aðaláherslan lögð á ESB innan
þeirra þriggja Norðurlanda, sem þar
eru.
Engell sagði að á nýafstöðnum
fundi undirbúningsnefndarinnar
hefðu komið fram óskir um að halda
áfram samstarfi innan þeirra mála-
flokka, sem hann teldi mikilvægasta,
þ.e. á sviði menningarmála, umhverf-
ismála, rannsókna og samstarfs við
grannsvæðin, auk umræðna um ut-
anríkis- og öryggismál. Þess utan
væri samvinnan mikilvægur um-
ræðuvettvangur varðandi ESB. Eng-
in ástæða væri til að kljúfa norrænt
samstarf, heldur halda því til streitu
sem svæðasamstarfi innan Evrópu.
I undirbúningsnefndinni sitja nor-
rænu samstarfsráðherrarnir og einn
þingmaður frá hveiju landi. íslensku
fulltrúarnir eru Sighvatur Björgvins-
son og Halldór Ásgrímsson. Nefndin
skilar tillögum á þinginu í Reykjavík.
Skuggalendur er stórfirki Óskarsverðlauna-
hafana Anthonys Hopkins og Richards
Attenborough um ástir enska skáldsins
C.S. Lewis og amerísku skáldkonunnar Joy
Gresham. Fyrir túlkun sína á henni var
Debra Winger tilnefnd til Óskarsverðlauna,
Ekkja
Brandts
kveður
SPD
BIRGITTE Seebacher-Brandt,
ekkja Willys heitins Brandts,
fyrrum kanslara Þýskalands og
leiðtoga þýska jafnaðarmanna-
flokksins (SPD), hefur kunn-
gert úrsögn sína úr samtökun-
um. Hún hafði verið félagi í
flokknum í þijá áratugi.
Seebacher-Brandt sagði í
viðtali við dagblaðið Frankiurt-
er Rundschau að ráðandi menn
innan flokksins hefðu ijarlægt
minnisblöð Brandts sem hann
ritaði eftir að hafa átt fund með
Vladímír Fadín, þáverandi
swendiherra Sovétríkjanna í
Bonn. Kvaðst ekkja Brandts,
sem lést árið 1992, hafa sagt
sig úr flokknum í mótmæla-
skyni en hún var löngum um-
deild innan SPD.
Alusuisse-
^ menn í
gíslingu
NOKKRUM starfsmönnum
dótturfyrirtækis svissneska ál-
fyrirtækisins Alusuisse-Lonza
hefur verið rænt í Sierra Leone.
Mönnunum var rænt 18.
þessa mánaðar og eru þeir í
gíslingu hjá hinum svonefndu
„Byltingarvarðsveitum" lands-
ins. Margir háttsettir starfs-
menn fyrirtækisins eru nú á
valdi bandingjanna og eru tveir
þeirra Bretar, einn Þjóðveiji og
tveir Svisslendingar. Öllum öðr-
um starfsmönnum fyrirtækisins
hefur verið komið úr landí en
ekki hefur tekist að ná sam-
bandi við skæruliðaflokkinn
sem rændi mönnunum.
HÁSKÓLABÍÓ FRUMSÝNIR
RICHARD ATTENBOROUGH’S FILM
Bílamarkaburinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, simi
671800
Opið laugard. kl. 10-17
Sunnudaga kl. 13-18
VW Golf CL 1,4 '94, rauður, 5 g„ ek. 22
þ km., tveir dekkjagangar. V. 990 þús.
MMC LancerGLC '89, brúnsans., sjálfsk.,
ek. 74 þ. km. Gott eintak. V.675 þús.
Toyota Corolla Touring XL 4x4 '89, hvít-
ur, 5 g., ek. 95 þ. km., dráttarkúla o.fl.
Gott eintak. V. 870 þús.
Cherokee Laredo 2,8 L 5 dyra '86, svart-
ur, sjálfsk. og millikassi. Allur ný yfirfar-
inn. V. 980 þús. Sk. ód.
MMC Colt GLX '90, blár, sjálfsk., ek. 45
þ. km. V. 780 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '93, steingrár,
sjálfsk., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, hiti
í sætum o.fl. V. 1.080 þús.
Fjöidi bifreiða á mjög
góðu verði og hagstæð-
um kjörum.
Hyundai Pony LS Sedan '93, rauður, 5
g., ek. 32 þ. km V. 810 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '91, hvítur,
sjálfsk., ek. aðeins 39 þ. km. V. 890 þús.
Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, GTi út-
lit, 4 g., ek. 74 þ. km. V. 520 þús.
MMC Pajero stuttur ’83, hvítur, ek. 30
þ. á vél og gírkassa. V. 390 þús.
Honda Civic LSi '92, 3ja dyra, hvítur, 5
g., ek. 58 þ. km. V. 1.090 þús.
Honda Accord 2,0 EXi '88, 5 g., ek. 96
þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bíll.
V. 740 þús.
MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa)
'89, svartur, sjálfsk., óvenju gott eintak.
V. 1.490 þús.
Suzuki Vitara JLXi '92, 5 dyra, hvítur, 5
g., ek. 53 þ. km. Toppeintak. V. 1.750
þús. Sk. ód.
V.W Golf 1,8 GTi ’88, rauður, 5 g., ek.
79 þ. km., álfelgur, sóllúga o.fl. Toppein-
tak. V. 780 þús.
Sjaldgæfur bfll: Audi 1,8 Coupé '91, grás-
ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í
rúðum, álfelgur, geilslaspilar o.fl. V. 1.480
þús. Sk. ód.
Nissan Sunny SLX '92, hvítur, 3ja dyra,
sjálfsk., ek. 38 þ. km., rafm. i rúðum o.fl.
V. 960 þús. Sk. ód.
Daihatsu Charade '88, 5 dyra, 4 g., ek.
62 þ. km. V. 380 þús.
Mazda 626 LX 1800 '88, blár, 4ra dyra,
5 g., ek. 103 þ. km. Gott eintak, skoðað-
aur '96. V. 650 þús.
Toyota Hi Ace van 4x4 '91, 5 g., ek. 75
þ. km., vsk bíll. V. 1.450 þús.
Mercedes Benz 190 E '85, hvítur, sjálfsk.,
sóllúga o.fl. Gott ástand. V. 880 þús.
Sk. ód.
Toyota Tercel 4x4 station '88, grænn (tvi-
litur), 5 g., ek. 107 þ. km., dráttarkúla.
Toppeintak. V. 620 þús.
Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald.