Morgunblaðið - 27.01.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 33
I
I
i
:
<
(
i
<
<
<
j
<
<
<
<
+ Pálína Þórunn
Jónsdóttir fædd-
ist á Flankastöðum
á Miðnesi við Sand-
gerði 8. maí 1913.
Hún lést í Vífilsstað-
aspítala 19. janúar
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðfinna
Sigurðardóttir og
Jón Pálsson útvegs-
bóndi á Flankastöð-
um. Hún var næst-
yngst systkina
sinna, en þau voru:
Sveinbjörg, Guðni,
Sigurlín og Sigríð-
ur, sem öll eru látin. Arið 1939
giftist hún Sigvalda Thordarson
arkitekt. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1) Albína
Hulda, f. 8. október 1939, arki-
tekt, gift Ólafi Sigurðssyni
fréttamanni. Hún var áður gift
Ásgeiri Höskuldssyni, en hann
lést af slysförum 1977 og eru
börn þeirra: Páll Ágúst, f. 1960,
verkfræðingur, kvæntur Vil-
borgu Guðnadóttur, stjórnmála-
fræðingi og eiga þau tvö börn;
BLESSUÐ sé minning Pálínu Þ.
Jónsdóttur, tengdamóður minnar.
Lokahrinan í hetjulegri baráttu
hennar við kalli dauðans hófst um
leið og óveðursský hrönnuðust upp
yfir íslandi og höfðu í för með sér
eyðileggingu og ömurleika. Um leið
og veðurhamurinn lét undan og
Áslaug, f. 1966,
blaðamaður; Agni,
f. 1969, verkfræð-
ingur. 2) Jón Örn,
f. 19. maí 1948,
löggiltur skjalaþýð-
andi. 3) Guðfinna
Erna, f. 19. maí
1948, arkitekt, gift
Sigurði Inga Sig-
urðssyni lækni og
eiga þau eina dótt-
ur, Ernu Guðrúnu,
f. 1989. Frá fyrra
hjónabandi með
Guðjóni Arngríms-
syni er dóttirin
Hanna Þóra, f.
1968, viðskiptafræðinemi í sam-
búð með Heimi Þorsteinssyni,
viðskiptafræðinema og eiga þau
eitt barn. 4) Hallveig, f. 11. apríl
1952, framhaldsskólakennari,
gift Emil B. Karlssyni kynning-
arstjóra og eru börn þeirra:
Össur Ingi, f. 1985, og Grímur
Steinn, f. 1991. Frá fyrri sambúð
með Lars Carlsten er dóttirn
Ylfa, f. 1977, nemi við MR.
Útför Pálínu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag.
lygndi og birti boðaði dauðinn end-
anlega til fundar við Pálínu og kom-
ið var að hvíldinni miklu. Táknin sem
tilveran birtir okkur undirstrikar
vanmátt okkar á erfíðri kveðjustund.
í önnum hversdagsleikans er ekk-
ert notalegra en kaffispjall, eins og
þau gerðust í Hvassaleiti 8. Allt var
MINNIIMGAR
í sínum föstu skorðum hjá Pálínu.
Byijað var á kaffisopa við eldhús-
borðið og rætt um menn og mál-
efni. Þá var fyllt í bollann og látið
fara’vel um sig inni í stofu. Skeggr-
ætt var um málefni dagsins og skipst
á skoðunum. Inni í þessari þægilegu
minningu er líka bijóstsykursskálin
góða sem tekin var fram fyrir barna-
börnin. Stundirnar í Hvassaleiti eru
eftirminnilegar.
Aldrei var komið að tómum kof-
unum hjá Pálínu, hún vissi betur en
aðrir um atburði dagsins hvort sem
rætt var um stjórnmálin eða menn-
ingarviðburði. Eftirtektarvert var
hversu vel hún fylgdist með á mörg-
um sviðum þjóðlífsins og sjóndeildar-
hringur hennar var víðu.r, þó ekki
færi hún víða á seinni árum. Annað
mjög sterkt persónueinkenni Pálínu-
var óvenju gott minni. Hvort sem
rifja þurfti upp atburði, mannanöfn
eða ættartengsl var hún óbrigðull
viskubrunnur. Þeim sem kynntust
Pálínu á efri árum þóttu þessi ein-
kenni hennar óvenjuleg og ráku oft
upp stór augu þegar í ljós kom að
hún mundi hluti sem maður ieggur
venjulega ekki á minnið.
Allt frá því að ég kom fyrst inn
í fjölskylduna og kynntist Pálínu
fannst mér hún hafa til að bera
mjög sérstakan virðuleika sem jafn-
framt gæddi hana mikium þokka.
Öll hennar framkoma bar vott um
að hún hefði tamið sér vandaða siði.
E.t.v. átti hún það að rekja til upp-
eldisins að Flankastöðum í Miðnes-
hreppi, suður með sjó, þar sem hún
ólst upp á efnuðu heimili. Faðir
hennar var vel efnum búinn útvegs-
bóndi með mikið umleikis.
Ung kona sigldi Pálína utan til
Englands. Eftir nokkra dvöl hélt hún
áfram til Danmerkur. Þar kynntist
hún ungum íslendingi, Sigvalda
Thordarson, sem síðar varð nafn-
kunnur arkitekt hér á landi og þekkt-
ur fyrir sérstakan hönnunarstíl húsa,
svokölluð Sigvaldahús. Pálína og
Sigvaldi giftust. Þau eignuðust fyrst
dótturina Albínu, þá tvíburana Guðf-
innu og Jón Örn og síðast Hall-
veigu. Þau hjón slitu samvistum
nokkrum árum fyrir andlát Sigvalda,
árið 1964.
Pálína átti við veikindi að stríða
síðari hluta ævi sinnar. Líkamlegir
burðir hennar fóru þverrandi, en
andlegur kraftur efldist ef eitthvað
var. Hún tók fullan þátt í öllu með-
og mótlæti sem upp kom hjá fjöl-
skyldu og vinum allt til síðustu
stundu. Með Pálínu er horfið eitt af
kennileitunum sem svo gott var að
hafa til að vísa lífsveginn.
Blessuð sé minning hennar.
Emil B. Karlsson.
Amma Pálína var mikilvæg mann-
eskja í lífi okkar barnabarnanna
þegar við vorum að vaxa úr grasi
og allt þar til hún lést fyrir viku
síðan. Ándlát hennar skilur eftir
skarð í lífi okkar en minningin á
eftir að eiga fastan sess í hugum
okkar um ókomna framtíð.
Sú minning er um aldraða, veik-
byggða konu sem þrátt fyrir heiisu-
leysi var ætíð tilbúin að fá okkur í
heimsókn til sín í Hvassaleitið. Hún
leit eftir okkur þegar við vorum
yngri og talaði ávallt við okkur eins
og við værum fullorðnar manneskjur
þrátt fyrir ungan aldur. Amma
kenndi okkur margt og hún fylgdist
vel með því sem við gerðum í leik,
námi og starfi. Hún hafði mikla
ánægju af því að fylgjast með barna-
bömunum vaxa og verða að full-
orðnu fólki.
PALINA Þ.
JÓNSDÓTTIR
Alveg frá því að við munum eftir
okkur fór amma lítið út úr húsi.
Samskiptin voru samt ætíð náin, við
höfum öll búið hjá henni einhvern
tímann á ævinni ásamt foreldrum
okkar og heimsóknir í Hvassaleitið
voru tíðar. Þegar við komum í heim-
sókn vorum við ætíð viss um að fá
bijóstsykursmola. Ef enginn moli
var til vorum við umsvifalaust send
út í búð.
Þrátt fyrir að hún héldi sig mest
heima við, fylgdist amma náið með
fréttum af landsmálum. Hún lét
slæma heym ekki aftra sér og með
því að hlusta á Ríkisútvarpið fylgd-
ist hún með stjórnmálum jafnt sem
dægurmálum og það var nánast
sama hvaða umræðuefni bar á góma,
hún var ætíð með á nótunum.
Þannig höfum við barnabömin
lært mikilvægi þess að fylgjast vel
með því sem gerist í kringum okk-
ur, auk þess sem við sáum frá fyrstu
hendi að hár aldur og léleg heilsa
þarf ekki að hindra fólk í að fylgj-
ast með lífinu í kringum sig. Sérstak-
lega var þetta áberandi undanfarið
ár, heilsunni hrakaði stöðugt en allt-
af fylgdist amma vel með viðburðum
í lífi barna sinna, barnabarna og
langömmubarna og því sem var að
gerast í heiminum í kringum hana.
En hún kenndi okkur fleira. Einu
okkar kenndi amma að lesa á sínum
tíma með því að stafa þau orð og
hugtök sem fýrir augu bar. Öðm
barnabarni kenndi hún að spila mar-
ías.
Við barnabörnin verðum ætíð
þakklát fyrir þá gæfu að hafa átt
þess kost að eiga ömmu að. Við
munum ætíð minnast hennar með
hlýhug. Megi hún hvíla í friði.
Agni, Áslaug, Hanna,
Páll Ágúst og Ylfa.
GUÐBJÖRG
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Guðbjörg Þórð-
ardóttir var
fædd á Eskifirði 30.
september 1912.
Hún lést í Land-
spítalanum 18. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórður Ei-
ríksson frá Vattar-
nesi við Reyðar-
fjörð og Guðrún
Jónasdóttir frá
Svínaskála. Hún
var elst níu systk-
ina, þar af voru
þrjú hálfsystkini.
10. nóvember 1934 giftist
hún Guðmundi Jónassyni mál-
arameistara, f. 18. janúar
1913, d. 16. mars 1986. Þau
eignuðust fjögur börn. Elst var
Guðrún Guðmundsdóttir er
lést ársgömul, þá Hanna Rún
Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst
1941, Geir Birgir Guðmunds-
son, f. 20. maí 1943, og Jónas
Þór Guðmundsson, f. 20. febr-
úar 1950. Barnabörnin eru níu
og barnabarnabörnin eru
fimm.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag.
OKKUR langar til að minnast
hennar ömmu okkar með örfáum
orðum.
Amma Bogga var alltaf til stað-
ar fýrir okkur gegnum okkar ævi.
Við fluttum inn á efri hæðina hjá
henni og afa þegar við vorum börn.
Amma var alltaf glaðleg og kát
og það var stutt í hláturinn. Hún
var alltaf tilbúin að spjalla við
okkur hvort sem það var um skól-
ann eða bara daglegt líf og gefa
okkur góð ráð. Það voru ófáar ferð-
irnar farnar niður til hennar til að
fá ráðleggingar í sambandi við hina
ólíklegustu hluti bæði stóra og
smáa.
Þessar minningar sem við eigum
úr eldhúsinu á Langholtsvegi skjót-
ast upp í kollinum núna þegar
amma er látin.
Árið 1934 giftist
hún afa, Guðmundi
Jónassyni, og þau voru
gift í yfir 50 ár eða
þar til hann lést 1986.
Þau höfðu mjög sterk
áhrif á uppeldi okkar
stelpnanna og þær
voru margar dýrmæt-
ar stundirnar sem við
eyddum saman, hvort
sem var í sunnudags-
bíltúrum eða einhveiju
öðru, þar á meðal
ógleymanlegri ferð til
sólarlanda árið 1978.
Þegar amma missti afa var djúpt
skarð höggvið í fjölskylduna og
hún missti mjög mikið.
Á þessum tíma sem liðinn er frá
láti hans hefur hún hjálpað okkur
að viðhalda minningu hans og
komast í gegnum sorgina. Nú þeg-
ar hennar tími kom, kvaddi hún
þetta líf á afmælisdaginn hans afa.
Á þessum sorgartímum gleður
okkur sú tilhugsun að þau séu á
ný sameinuð og ánægð. Við stönd-
um eftir sorgmæddar en þakklátar
fyrir þann tíma sem við nutum
hennar og afa.
Eftirfarandi erindi úr ljóðinu
„Einræður Starkaðar" eftir Einar
Benediktsson var í miklu uppáhaldi
hjá henni og nú kveðjum við þig,
amma, í hinsta sinn.
Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Guð geymi þig og afa. Með þökk
fyrir allt sem þið gerðuð fyrir okk-
ur. Við höldum fast í allar minning-
arnar sem við eigum um þig og
afa. Hvílið þið í friði.
Guðbjörg, Ragnheiður
og Þórdís.
ANNA
ÞÓRARINSDÓTTIR
+ Anna Þórarins-
dóttir fæddist
að Blámýrum við
ísafjarðardjúp 8.
júlí 1905. Hún and-
aðist á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði 16.
janúar sl., en þar
hafði hún dvalist sl.
11 ár. Anna ólst upp
að Hrafnabjörgum
í Laugardal fram
yfir fermingu hjá
Guðríði Árnadóttur
og Jóni E. Árna-
syni. Hún fluttist
síðan að Hvallátrum í Breiða-
firði, þaðan til ísafjarðar og
loks til Reykjavíkur skömmu
fyrir 1930. Foreldrar hennar
voru Kristín Sigurðardóttir frá
Bjarnastöðum og Þórarinn
Pálsson frá Þernuvík. Systkini
Önnu voru: Sigurður, f. 30. maí
1887, d. 18. september 1950.
Margrét, f. 7. ágúst 1888, d. 16.
október 1971. Páll, f. 13. apríl
1890, d. 19. janúar 1952. Sig-
urður Ólafur, f. 20. mars 1893,
d. 26. október 1961. Kristín, f.
24. október 1895, d. 8. júlí 1971.
Ástríður, f. 5. júní 1898, d. 7.
júní 1898. Ásgeir, f. 1. septem-
ber 1900, d. 6. desember 1928,
og Elísabet, f. 6. júlí 1902, d.
8. október 1953.
Hinn 9. janúar 1930 gekk
Anna að eiga Valdimar Anton
Valdimarsson bifreiðastjóra, f.
15. febrúar 1906, d. 28. júlí
1979. Börn Valdimars og Önnu
eru: Ágústa, f. 19. desember
1931, fyrri maður hennar var
Árni Theódórsson, f.
19. júní 1927, eiga
þau þrjú börn. Seinni
maður hennar var
Steindór Guðmunds-
son, f. 29. september
1921, d. 10. nóvem-
ber 1993, börn þeirra
eru þrjú talsins.
Jóna, f. 2. ágúst 1934,
hennar eiginmaður
er Gunnar Snorra-
son, f. 5. júlí 1932,
eiga þau fjögur börn.
Valgerður, f. 6. maí
1936, eiginmaður
hennar var Albert
Magnússon, f. 7. september
1929, d. 3. apríl 1993, þau eign-
uðust tvo kjörsyni. Ásgeir, f.
13. desember 1938, eiginkona
hans er Sigríður Páls, f. 22.
júní 1943, börn þeirra eru þijú
talsins. Gísli, f. 1. ágúst 1940,
hans eiginkona er Elísabet Þó-
rólfsdóttir, f. 29. september
1939, eiga þau fjögur böm.
Valdimar, f. 15. mars 1943,
hans eiginkona er Hrefna
Pribish, f. 25. júlí 1946, eiga
þau þijár dætur. Kristín, f. 7.
september 1944, fyrri maður
hennar var Engilbert Kolbeins-
son, f. 7. september 1938, hann
er Iátinn, börn þeirra era þijú
talsins. Seinni maður Kristínar
er Þórarinn Guðmundsson, f.
1. maí 1932, eiga þau þijár
dætur. Aðalsteinn, f. 10. ágúst
1946, fráskilinn, hann á þijú
börn.
Utför Önnu Þórarinsdóttur
fer fram frá Fossvogskapellu í
dag.
í ÐAG kveðjum við tengdamóður
mína Önnu Þórarinsdóttur. Hún
hefði orðið níutíu ára gömul á þessu
ári hefði hún lifað. Eiginmann sinn,
Valdimar Valdimarsson, missti hún
fyrir fimmtán árum. Kynni mín af
tengdaforeldrum mínum hófust
fyrir tæpum fimmtíu árum, þegar
ég hóf störf í verslun, sem staðsett
var á móti heimili þeirra í Laugar-
neshverfinu.
Lífsbaráttan á þessum árum var
hörð, ekki síst hjá því fólki, sem
átti mörg börn og fyrirvinnan með
lág laun. Þannig var ástatt hjá
þeim Önnu og Valdimar, þau eign-
uðust tíu börn, tvö létust í fæðingu.
Lífsþægindum var ekki fyrir að
fara á heimilinu. Upphitun var frá
kolavél, baðaðstaða var engin og
þvottur var þveginn á bretti í úti-
skúr við húsið. Þrátt fyrir þetta
heyrði ég Önnu aldrei kvarta, en
hjartahlýja var henni ásköpuð.
Seinna rættist úr með húsnæði, en
þau fluttu árið 1956 að Hólum við
Kleppsveg, en það hús var í eigu
Olíuverslunar Islands, þar sem
Valdimar starfaði um árabil.
I þessu húsi áttu þau hjón sín
bestu ár. Margar ljúfar minningar
koma upp í hugann er ég minnist
ferðalaga um landið með þeim hjón-
um, en það var þeirra yndi að ferð-
ast, enda mjög fróð um land og
þjóð. Anna og Valdimar voru mjög
samstiga í lífinu og saman komu
þau upp sínum átta börnum, sem
í dag eru öll mannkosta fólk. Miss-
ir Önnu varð mikill þegar hún
missti Valdimar og mér segir svo
hugur að hún hefði viljað fara,
ekki langt þar á eftir.
Hún sagði oft við okkur hjónin
síðustu árin: Sjáið þið öll ungmenn-
in sem deyja bæði úr sjúkdómum
eða af slysförum, en svo fæ ég
ekki að fara. Nú er óðum sú kyn-
slóð að hverfa, sem þekkti og bjó
við slíkar aðstæður, sem að framan
er lýst og líður að því að heyra
sögunni til.
Mér þykir til hlýða að þakka
starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði
mjög góða aðhlynningu og umönn-
un öll þau ár, sem Anna dvaldist
þar. Einnig eru Valgerði dóttur
Önnu færðar þakkir fyrir góða
umhyggju síðustu árin.
Ég sendi börnum, barnabömum,
barnabamabörnum og öðrum ætt-
ingjum hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Önnu Þórar-
insdóttur. „ 0
Gunnar Snorrason.
Erfjdrykkjur |j
Höfum glæsilega
sali og tökum
að okkur
erfidrykkjur