Morgunblaðið - 27.01.1995, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
+ Guðmundur var
fæddur í
Brekkukoti í
Blönduhlíð hinn 11.
september 1928.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu hinn 18. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Gunnar Gíslason og
Sigríður Guð-
mundsdóttir. Þau
eignuðust tólf börn
og var Guðmundur
fimmti í röðinni af
þeim, og komust
ellefu þeirra til fullorðinsára.
Árið 1954 kynntist Guðmundur
konu sinni Sólveigu Felixdóttur
og giftu þau sig svo á jólunum
1955. Þau taka við búinu að
Höskuldsstöðum í ársbyrjun
1956 að hluta á móti Stefáni
Jónssyni fræðimanni og búa
þar allt til ársins 1983. Þau
hjónin eignuðust átta börn og
þau eru: 1) Jón Ingi, kona hans
er Jakobína Halldórsdóttir. Jón
á þijú börn, Stefán Tjörva,
Helgu Sólveigu og Sólveigu
VORIÐ eftir fæðingu Guðmundar
flytja þau hjón að Ábæ í Austurdal
ásamt bömum sínum, sem þá voru
orðin fimm. Þau voru síðustu ábú-
endur að Ábæ. Guðmundur var tek-
inn í fóstur að Höskuldsstöðum í
Blönduhlíð sex ára gamall, þar
bjuggu bræðurnir Jón og Stefán
Jónssynir og móðir þeirra Jóhanna
Eiríksdóttir. Guðmundur stundaði
nám við bændaskólann á Hólum í
-I- Gísli Jónsson fæddist í
■ Lægsta-Hvammi í Dýrafirði
21. september 1911. Hann lést
á Landspítalanum 3. janúar síð-
astliðinn.
Útför Gísla var gerð frá
Fossvogskirkju 11. janúar sl.
GÍSLI var Dýrfirðingur að uppruna.
Hann tók skipstjómarpróf og var
stýrimaður og skipstjóri á fískibát-
Rögnu, og eina fóst-
urdóttur, Heiðrúnu
Ósk. 2) Jóhanna
Sigríður, hún á eina
dóttur, Lindu Sól-
veigu. 3) Efemía
Mjöll, hennar mað-
ur er Bjarni Frið-
riksson, þau eiga
eina dóttur, Onnu
Maren. . 4) Stefán
Viðar, kona hans er
Kristey Jónsdóttir,
þau eiga einn son,
Guðjón Viðar. Stef-
án á eina fóstur-
dóttur, Lindu Jón-
ínu. 5) Alfheiður Hörn, hennar
maður er Sigurfinnur Jónsson,
þau eiga tvær dætur, Svanhildi
Ósk og Kristínu Hörpu. 6) Vé-
dís Hlín, hennar maður er Páll
Antonsson, þau eiga þrjú börn,
Guðmundu Áróru, Anton Haf-
þór og Pál Brimar. 7) Hildur
Dögg, hún á eina dóttur,
Magdalenu Ýri. 8) Berglind
Gefn, unnusti hennar er Júlíus
Gunnarsson.
Útför Guðmundar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag.
Hjaltadal tvo vetur 1946-1948.
Guðmundur vann mikið við vega-
vinnu eftir að hann hóf búskap,
vor, sumur og haust, meðal annars
við gerð Siglufjarðarganganna.
Einnig nokkur haust á sláturhúsinu
á Sauðárkróki. Árið 1983 flytja þau
hjónin svo úr sveitinni til Keflavíkur
og um skeið vann hann á Keflavík-
urflugvelli og svo í vélsmiðju Olsens
og síðast hjá trésmiðju Erlends
um sem stunduðu hefðbundnar físk-
veiðar við íslandsstrendur, m.a. síld-
veiðar í nót og þorskveiðar með línu
og net. Bátar sem Gísli Jónsson
stjómaði vom m.a. Sigrún AK,
Höfrangur RE og Nanna SI.
Þegar Gísli réðst til Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna árið 1945,
gerðist hann starfsmaður á lagem-
um. SH var þá á sínu fjórða starfs-
ári með skrifstofur í Slipphúsinu í
Jónssonar allt til ársins 1990.
Árið 1983 lentu hjónin í bílslysi,
Guðmundur bringubeinsbrotnaði
sem olli því að ósæð gliðnaði og í
kjölfar þess gekkst hann undir tvær
lífshættulegar hjartaaðgerðir er-
lendis, þá fyrri 1984 og hina síðari
1986.
Árið 1990 fluttust þau hjón til
Kópavogs og nú síðast á Sléttuvegi
7 í Reykjavík þriðja desember 1994.
Janúarmánuður 1995 víkur mér
sennilega seint úr minni, hinn 18.
barst mér sú frétt að ástkær
tengdafaðir minn hefði gengið götu
sína á enda.
Guðmundur var áreiðanlegur
maður, ákaflega hjálpsamur og
hugsaði alltaf fyrst og fremst um
aðra. Spaugsamur og kunni margar
skemmtilegar gamansögur. Hann
var félagslyndur og söngelskur og
starfaði meðal annars í karlakóran-
um Heimi og Feyki í Skagafirði.
Hann átti auðvelt með að kynnast
fólki og átti því marga vini. Síðustu
sex árin var hann mjög sjúkur og
illa kominn líkamlega en tók veik-
indum sínum af æðruleysi og bug-
aðist aldrei.
Hann tók mér strax er við kynnt-
umst eins og ég væri hans eigin
dóttir, ekkert mátti fram hjá honum
fara sem við gerðum hér fyrir norð-
an og eru þær stundir mér ógleym-
anlegar þegar þau dvöldu hér hjá
okkur í sveitinni.
Kæri vinur, með þessum fátæk-
legu orðum vil ég þakka þér allt.
Minningin um þig lifír í hjörtum
okkar.
Elsku Sólveig, megi Guð styrkja
þig í sorg þinni og alla ástvini þína.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfí Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H.P.)
Jakobína Halldórsdóttir.
Reykjavík. Frá upphafí annaðist
Sölumiðstöðin umbúðakaup og end-
urseldi frystihúsunum af lager.
Umbúðaafgreiðslan var fyrst í stað
í Siipphúsinu, en umbúðir vora þó
geymdar í leiguhúsnæði á nokkram
stöðum í Reykjavík, m.a. hjá Jóni
Loftssyni, í ýmsum bröggum, í kjall-
aranum á Neskirkju meðan hún var
í byggingu o.s.frv. Fljótlega var
afgreiðsian flutt i hús Jóns Lofts-
sonar við Hringbraut og þar var
lagerinn til húsa þar til flutt var í
núverandi húsakynni við Héðins-
götu í Reykjavík, árið 1959. Á þess-
um áram hafði Gísli á hendi alla
umsjón með lagernum og afgreiðslu
til frystihúsa um land allt.
Gísli var góður verkstjóri að mati
allra sem kynntust honum og unnu
með honum. Hann var tryggur,
húsbóndahollur, reglusamur með
afbrigðum, stjórnsamur og nokkuð
strangur. Hann var vinnusamur,
skipulagður og gætti þess ætíð að
pappírsvinna væri í lagi, enda mikil
verðmæti í húfi og umbúðir veiga-
mikill hlekkur í framleiðlu frystra
fiskafurða. Oft mun Gísli hafa unn-
ið fram eftir kvöldi eða komið eld-
snemma að morgni til að sinna
nauðsynlegum skráningum.
Verkstjórastéttin og samtök
verkstjóra voru Gísla afa hugleikin.
Hann var einn af forystumönnum
stéttarinnar í áratugi og reyndist
þar sem annars staðar harðduglegur
og fylginn sér. Hann var í mörg ár
forseti Verkstjórasambands íslands
og í stjóm Verkstjórafélags Reykja-
víkur.
Gísli Jónsson var mikið snyrti-
menni, höfðinglegur í fasi og fram-
komu, var virtur af yfirmönnum sín-
um, undirmönnum og starfsmönn-
um frystihúsanna um allt land.
Hann lagði metnað sinn í að skila
þeirri vöru sem afgreidd var af lag-
emum hreinni og lausri við utanað-
komandi óhreinindi og mengun.
Heilsa Gísla var góð fram yfir
áttrætt, en síðustu tvö árin þjáðist
hann þó af veikindum. Andlát hans
var því ekki óvænt. Eftirlifandi eig-
inkonu, Sigríði Sveinsdóttur, og öðr-
um aðstandendum eru fluttar sam-
úðarkveðjur frá samstarfsmönnum
í Sölumiðstöðinni.
Hjalti Einarsson.
+ Júlíanna Berg-
steinsdóttir
fæddist í Svíþjóð
21. mars 1982. Hún
lést í snjóflóðinu í
Súðavík 16. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Björk Þórðardótt-
ir, f. 20.11. 1948,
og Bergsteinn Sör-
ensen, f. 13.8.1951.
Systir Júlíönnu er
Maríanna, f. 24.9.
1977, og hálfbróðir
samfeðra Birnir
Smári, f. 5.9. 1971.
Útför Júlíönnu fer fram frá
Langholtskirkju í dag.
í bili ertu flogin frá mér
því er mér ósköp kalt.
En það hlýnar að vori
og þá verður aftur bjart.
Ég þakka þær góðar stundir
sem gáfuð þið báðar tvær.
Nú önnur er eftir hjá mér,
já, minningin gefur margt.
Bergsteinn R» Sörensen.
Með nokkrum fátæklegum orð-
um langar mig að kveðja elskulega
frænku mína, hana Júlíönnu Berg-
steinsdóttur sem lést í þessu ömur-
lega snjóflóði á Súðavík.
Það er erfitt að hugsa til þess
að ég fái aldrei að sjá hana aftur.
Hún var alltaf svo kát og síhlæj-
andi. Þannig mun ég minnast
hennar. Ég á eftir að sakna þeirra
stunda sem ég hitti hana hjá ömmu
og Dedda.
Elsku Júlla, takk fyrir þær
stundir sem við áttum saman.
Björk, Deddi, Vera og Maríanna,
megi guð blessa ykkur og hjálpa
ykkur að komast yfír þessa sorg.
Gunnhildur Sunna
Albertsdóttir.
Mánudagsmorguninn 16. janúar
sl. var ég í skólanum eins og venju-
lega. Þegar klukkan var u.þ.b.
hálftólf kom kennarinn minn inn
og sagði að hann hefði verið að
hlusta á fréttir af hörmulegu slysi
vestur í Súðavík. Þar hefði snjóflóð
fallið og margra væri saknað. Mér
brá illilega við þessar fregnir og
hugsaði strax til Júlíönnu frænku
minnar, sem átti þar heima. Stuttu
seinna, þegar ég kom heim, sagði
mamma mér að hennar væri sakn-
að ásamt mörgum öðrum. Ég von-
aði og bað, að hún fyndist á lífi.
Það voru ömurlegar klukkustundir,
sem í hönd fóru. Hver klukkustund
var jafn lengi að líða og margir
dagar. Ég hélt auðvitað allan tím-
ann í vonina, en sú von minnkaði
smám saman eftir því sem dagur-
inn leið. Daginn eftir, þegar ég
kom heim úr skólanum, sagði pabbi
mér að Júlíanna frænka væri fund-
in, en að Guð hefði tekið hana til
sín. Mér fannst svo erfitt að trúa
þessu, að því verður ekki með orð-
um lýst.
Margvíslegar minningar
streymdu upp í huga mér. Hvað
ég og allir hér á heimilinu hlökkuð-
um alltaf til, þegar von var á þeim
systrum, Maríönnu og Júllu, í
heimsókn hingað austur á Eski-
fjörð, enda við Júlla jafngamlar og
bræðradætur. Hveijum hefði dottið
í hug, sl. sumar, þegar þau Júlla,
Maríanna, pabbi þeirra og sam-
býliskona hans komu hingað í
heimsókn, að þetta væri í síðasta
skipti, sem fundum okkar Júllu
bæri saman? Við vorum einmitt
búnar að tala um að ég heimsækti
hana vestur til Súðavíkur næsta
sumar, en þangað fluttist hún sl.
vor frá Mosfellsbæ.
Júlla var skemmtileg, fjörug og
mikill galsi í henni. Þegar þær
systur komu hingað í sumar, lékum
við okkur mikið á
stórri þykkri útblá-
sinni slöngu, sem við
stukkum á og hoppuð-
um. Ég sýndi þeim öll
mín skemmtilegustu
stökk og hopp, en allt-
af gat Júlla fundið eitt-
hvað til að bæta inn
í, svo þetta^ yrði
skemmtilegra. í einu
stökkinu renndi hún
sér niður brekkuna hér
í garðinum, og stökk
svo af og lenti úti í
blómabeði og slangan
á eftir. Mikið hlógum
við að þessu. Við fórum í sund
saman, hún hafði mikinn áhuga á
að ég kenndi henni flugsund, þar
sem hún vissi að ég væri að læra
það á sundæfingum. En gallinn
var bara sá að ég kunni það varla
og gat því ekki kennt henni það
almennilega.
Elsku Júlla mín. Þegar við
kvöddumst hér í endaðan júlí sl.,
hvarflaði ekki að neinum að þetta
væri síðasta kveðjustund okkar.
Júlla mun alltaf verða lifandi í
mínum huga. Þó svo að hún sé
komin á annað tilverustig, veit ég
að hún er hérna og er með okkur.
Guð hefur ætlað henni annað og
meira hlutverk og er með henni
og jgætir hennar.
Astvinum Hafsteins Bjömsson-
ar, fósturföður Júllu, sem einnig
lét lífíð í þessum náttúrahamför-
um, votta ég og fjölskylda mín
okkar dýpstu samúð og öllum þeim
sem um sárt eiga að binda vegna
snjóflóðanna í Súðavík.
Elsku Maríanna, Auðbjörg
amma, Deddi, Björk og aðrir ást-
vinir. Ég bið til Guðs að hann veiti
ykkur öllum styrk á erfiðri stundu.
Alma Rún Rúnarsdóttir.
* . I
I ársbyijun 1993 bættist nýr
nemandi í bekkinn okkar. Hún hét
Júlíanna Bergsteinsdóttir. Eins og
jafnan þegar nýr einstaklingur
kemur inn í hóp þar sem allir
þekkja alla og hafa verið lengi
saman, ríkti nokkur spenna og
eftirvænting við komu þessa nýja
nemanda. Oft óttumst við breyt-
ingar. En í þessu tilviki var allur
ótti ástæðulaus. Innan fárra daga
var eins og Júlíanna hefði alltaf
verið í bekknum og svo sterk var
þessi tilfinning að þegar hún fór
einu og hálfu ári síðar var eins og
eitthvað vantaði í bekkinn. Hún
var ein af þessum fágætu mann-
eskjum sem öllum líkaði við og eru
hvers manns hugljúfi. Hún virtist
alltaf sjá björtu hliðarnar á öllum
málum og einkenndi það allt fas
hennar og framkomu. Júlíanna var
gædd góðum námshæfileikum og
stundaði námið af alúð, auk þess
sem hún tók virkan þátt í félags-
lífi og æfði m.a. fótbolta með
UMFA.
Okkur þótti sárt að sjá á eftir
Júlíönnu til Súðavíkur í vor, en
ekki óraði okkur fyrir því hve löng
hennar ferð átti eftir að verða og
það svo fljótt. Við eram harmi sleg-
in en minningin lifir um góða
stúlku, góðan vin og við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast henni. Við trúum því að
henni líði vel núna í faðmi ljóssins.
Megi góður Guð styrkja íjölskyldu
hennar og ástvini á þessari sorgar-
stundu.
Æ, hvar er leiðið þitt lága?
Mig langar að mega
leggja á það liljukrans smáan,
þvi liljurnar eiga
sammerkt með sálinni þinni
og sýna það, vinur minn besti,
að ástin er öflug og lifir,
þótt augun í dauðanum bresti.
(Jóhann Siguijónsson)
Kennari og nemendur
við 7. IBK, Varmárskóla.
t
Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
LÓRENZ HALLDÓRSSON,
Víðilundi 3,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 25. janúar.
Gunnar H. Lórenzson,
Pálína A. Lórenzdóttir,
Magnús G. Lórenzson,
Gísli Kr. Lórenzson,
Steinunn G. Lórenzdóttir,
Ingibjörg H. Lórenzdóttir,
Skúli V. Lórenzson,
Haukur Hallgrímsson,
Elfn B. Eyjólfsdóttir,
Ragnhildur Franzdóttir,
Þorgeir Gislason,
Reynir Valtýsson,
Guðrún Þorkelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
við fráfall og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR
fyrrv. skipstjóra
og gjaldheimtustjóra,
Asbúðartröð 15.
Arnfríður Kr. Arnórsdóttir,
Grétar Guðmundsson, Ásdís H. Hafstað,
Valgerður Guðmundsdóttir, Ásgeir Sumarliðason,
Ólafur Guðmundsson, tngibjörg Halldórsdóttir,
Arnór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir,
Magnús Guðmundsson, Hrefna Halldórsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Bergrún Bjarnadóttir,
Sigurborg Guðmundsdóttir, Jón Jensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐMUNDUR
GUNNARSSON
GÍSLIJÓNSSON
JÚLÍANNA
BERGSTEINSDÓTTIR