Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 FJÁRFESTINGARLÁNASJÓÐIR MORGUNBLAÐIÐ AÁRINU 1993 lá fyrir samkomulag þáverandi iðnaðarráðherra og samtaka iðnaðarins um sameiningu Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs í hlutafélag, íslenska fjárfestingarbankann hf. í laga- frumvarpi sem kynnt var á Al- þingi var viðurkennd 40% eign Samtaka iðnaðarins í sjóðnum en það fé fest í þróunarsjóði fyrir iðn- aðinn. Forráðamenn iðnaðarins töldu sig hafa loforð ráðamanna fyrir því að málið yrði afgreitt á haustþingi. Ekkert varð úr því þar sem málið komst ekki alla leið í gegnum umfjöllun ríkisstjórnar- innar. Á iðnþingi fyrir ári sagði Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, að ríkisvaldið hefði svikið gefin loforð og sagði að breytt afstaða væri að frum- kvæði forsætisráðherra. 9. mars 1995 Norðurlandaþjóðirnar stofnuðu Iðnþróunarsjóð 9. mars 1970 í tengslum við inngöngu íslands í EFTA. Lánuðu þær sjóðnum fé til útlána sem endurgreiðast skyldi á 25 árum og verður síðasta greiðsl- an innt af hendi í byrjun mars. Verður eigið fé sjóðsins, sem áætl- að er 2,2 milljarðar kr., þá eign íslenska ríkisins. Lögin um Iðnþró- unarsjóð byggjast alveg á samn- ingi þjóðanna og því hafa margir talið að taka yrði ákvarðanir um framtíð sjóðsins og breyta lögum fyrir 9. mars. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu, segir að þessi dagsetning hafi vissulega rekið á eftir breyt- ingum, en sagði mismunandi sjón- armið uppi hjá lögfræðingum um hvað þyrfti að vera búið að gera á þeim degi. Norræn stjórn er yfir Iðnþróun- arsjóðnum og íslenskir bankastjór- ar skipa síðan framkvæmdastjórn hans. Þorvarður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir að norræna stjómin fjalli ekki um framtíð sjóðsins. Hins vegar hafi komið fram að stjórnarmenn leggi mikið upp úr því að hann nýtist áfram í þágu íslenskra atvinnu- vega. Nýsköpunarsj óður atvinnulífsins Starfshópur forsætis- og iðnað- arráðherra sem í voru m.a. ráðu- neytisstjórar beggja ráðuneytanna og Jóhannes Nordal, formaður stjómar Iðnþróunarsjóðs, skilaði fyrrihluta vetrar tillögum og fram- varpsdrögum um stofnun Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins á grunni Iðnþróunarsjóðs. Hlutverk hans átti, eins og nafnið bendir til, að vera að efla íslenskt atvinnulíf, meðal annars með því að stuðla að þróun og nýsköpun. Hugmynd- in var að í þessum tilgangi legði hann fram hlutafé, veitti áhættul- án, ábyrgðir og styrki til verkefna en hefði ekki með höndum hefð- bundna útlánastarfsemi. Fram hefur komið að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafði m.a. mikinn áhuga á að nota féð til að styrkja bankakerfið. Á sama tíma og tillögur um Nýsköpunar- sjóðinn vora undirbúnar jókst þrýstingurinn á það að fjármunir Iðnþróunarsjóðs yrðu settir inn í bankakerfíð, sérstaklega til að styrkja eiginfjárstöðu Landsbank- ans. Starfshópurinn gerði ekki ráð fyrir þessum möguleika, nema hvað opið væri að selja einhverri lánastofnun útlánastofn Iðnþróun- arsjóðs, það er útlán hans og til- svarandi skuldir, en hann mun vera um sex milljarðar kr. Tekist á um hraða sam- einingar Tilraun sú sem nú er gerð til að sameina þrjá af helstu fjárfestingarlána- sjóðum landsins, Fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð, er fjórða til- raunin á tveimur árum til að ákveða framtíð Iðnþróunarsjóðs sem verður að fullu eign íslenska ríkisins 9. mars næstkomandi. Tekist er á um það hvort sameining skuli gerast strax eða eftir að sjóðirnir hafi verið gerðir að sjálfstæðum hlutafélögum. Eftir samtöl við forsvarsmenn úr atvinnulífi og stjórnarráði metur Helgi Bjarnason stöðuna svo að þó ágreiningur sé enn um leiðir bendi margt til þess að af sameiningu verði. Frumvarpið um Nýsköpunar- sjóð var lagt fyrir ríkisstjórn og er þar enn. • Fiskveiðasjóður hf. Síðasta haust skipaði sjávarút- vegsráherra þriggja manna nefnd undir forsæti Birgis Isleifs Gunn- arssonar seðlabankastjóra til að endurskoða reglur Fiskveiðasjóðs og breyta honum í hlutafélag. Nefndin skilaði tillögum í frum- varpsformi á fyrstu dögum þessa árs. í frumvarpinu er lagt til að verkefni sjóðsins verði ekki eins rígbundin við útgerð og fisk- vinnslu eins og nú er, einnig að heimilt verði að veita lán út á skip með öðram veðum en fyrsta veðrétti. í tillögunum er gert ráð fyrir því að sjóðnum verði breytt í hlutafélag og bent á tvo valkosti í því efni. í öðrum er gert ráð fyrir því að allt hlutaféð verði í eigu rikissjóðs. Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sem sat í nefndinni, segir að þó fram komi í núverandi iögum að sjóðurinn sé eign ríkisins sé það viðurkennt að atvinnugreinin hafi byggt hann upp, annars vegar með árlegu stofnfé allt til ársins 1986 og hins vegar með viðskiptum og vaxta- greiðslum. „Ég taldi ekki tíma- bært að breyta sjóðnum í hluta- félag nema gengið yrði fyrst frá eignaskiptum," segir Kristján. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja einnig fram tillögu B, þar sem gert er ráð fyrir því að ríkið ætti 60% hlutabréfa. Hinn hlutinn, 40%, yrði í eigu sérstaks sjávarút- vegssjóðs og jafnhliða ákveðið að tekjum sjóðsins, sem aðallega Útvegsmenn vilja stofna sjálfstæð hlutafélög Ráðuneytis- stjórar vilja sameiningu strax verða arður af eignarhlut hans í Fiskveiðasjóði hf., mætti ekki ráð- stafa til annars en nýsköpunar og þróunar í greininni. Segir Kristján að fjármagn í þannig verkefni hafi lengi vantað. Þorsteinn Pálsson lagði frum- varpið fram í ríkisstjórn og mun hafa mælt með B-leiðinni svoköll- uðu. Það liggur enn á borði stjórnarinnar. Nýr Fjárfestingar- lánasjóður hf. Það virðist hafa komið nokkuð flatt upp á forráðamenn í iðnaði og sjávarútvegi þegar það spurðist út að enn ein nefndin væri komin af stað, nú til að finna leiðir til að sameina þessa þijá sjóði. Ekk- ert samráð var við þá haft í upp- hafi. Ólafur Davíðsson segir að vinn- an hafi byijað með óformlegum hætti í haust. Hún hefði farið aft- ur af stað í framhaldi af samtali Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og Sighvats Björgvinssonar 1995 ÓSKRIFAÐ BFAÐ ... EÐAHVAÐ? NOfiTRADAMUíS iðnaðar- og viðskiptaráðherra á dögunum. Kjarninn í starfshópnum er sá sami og samdi frumvarpið um Nýsköpunarsjóð, þ.e. Ólafur Dav- Iðsson, Þorkell Helgason, ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu og Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Iðnþróunar- sjóðs. Til viðbótar var kallaður til Einar Oddur Kristjánsson, útgerð- armaður á Flateyri. Eftir miðja vikuna kom sjávarútvegsráðherra fyrst að þessu máli en Fiskveiða- sjóður heyrir undir hans ráðu- neyti, og leitað var samráðs við forystumenn í iðnaði og útvegi. Tilnefndi Þorsteinn Pálsson Árna Kolbeinsson ráðuneytisstjóra og Kristján Ragnarsson í starfshóp- inn og Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, kom inn sem fulltrúi iðnrek- enda. Ólafur segir að reynt verði að ná einhverri einni niðurstöðu í sjóðamálin sem orðið gæti sæmi- leg sátt um. Hann segir að ekki sé orðið ljóst hvað út úr þesssari vinnu komi. Telur hann að menn séu sammála um meginmarkmið- in, þ.e. að búa til öflugan fjárfest- ingarlánasjóð og skapa möguleika til nýsköpunar í atvinnulífinu. Hann segir að hægt sé að fara ýmsar leiðir að þessu markmiði en vill ekki tjá sig um einstakar hugmyndir. Tekist á um tvær leiðir Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er einkum rætt um tvær leiðir í sameiningu sjóðanna. Annars vegar útfærslu á tillögu B um Fiskveiðasjóð, þ.e. að í upp- hafi verði allir sjóðirnir gerðir að sérstökum hlutafélögum með t.d. 40% eignaraðild atvinnugreinanna en arðinum af þeirra eign varið til þróunarstarfs. Fulltrúar útvegs- ins eru fylgjandi þeirri Ieið og mun hún njóta töluverðs stuðnings inn- an iðnaðarins, þó ekki óskoraðs. Með þessu móti gæti ríkissjóður sameinað sjóðina síðar í krafti meirihlutaeignar sinnar og sett hlutabréf sín á markað ef áhugi væri á að einkavæða nýja bank- ann. Ráðuneytisstjórarnir og for- maður Iðnþróunarsjóðs vilja láta sameininguna ganga hraðar fyrir sig. Þeir leggja áherslu á að sjóð- irnir þrír verði sameinaðir strax, án þessa millistigs, í Fjárfestingar- banka íslands hf. Búist er við að málið skýrist á fundi starfshópsins í dag, eða strax eftir helgi. Svipuð viðhorf atvinnugreinanna Kristján Ragnarsson telur að stofnun hlutafélaga um fjárfest- ingarlánasjóðina hvern um sig gæti orðið fyrsta skrefið í víð- tækri sameiningu þeirra svo og samvinnu atvinnugreinanna um nýsköpunarstarf. Hann segir að ef sjóðunum þremur yrði breytt með sambæri- legum hætti í hlutafélög, með eignaraðild atvinnugreinanna sem ráðstafað yrði í nýsköpunar- og þróunarstarf, sköpuðust mögu- leikar til að sameina þá ef ríkið sem meirihlutaeigandi vildi. Best væri þó að gera það vegna þess að menn teldu ávinning af því. Þá gæti orðið mjög áhugavert fyrir atvinnugreinamar að takast sam- eiginlega á við nýsköpunarstarfið. Haraldur Sumarliðason, for- maður Samtaka iðnaðarins, vill ekki tjá sig efnislega um einstaka kosti. „Ég hef viljað horfa breiðara á atvinnulífið en gert hefur verið. Þrátt fyrir reiptog milli einstakra greina eiga þær svipaðra hags- muna að gæta þegar nánar er að gætt. Því hef ég lengi haft þá framtíðarsýn að þessir sjóðir yrðu sameinaðir. Það er að vísu ekki sama hvernig það er gert en ég tel að til þess mætti finna leiðir sem menn gætu sæst á,“ segir Haraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.