Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Reykjavík - ein af menningborg- um Evrópu bæði nú og árið 2000 REYKJAVÍKURBORG hefuróskað eftir því við ríkisstjómina, að sótt verði um að borgin verði útnefnd menningarborg Evrópu árið 2000. Þessa útnefningu veitir ráðherraráð Evrópusambandsins sem táknrænan virðingarvott við borgir sem taldar eru hafa eitthvað fram að færa í evrópsku samhengi. Hingað til hafa 15 borgir hlotið útnefningu og hver þeirra hefur staðið að því með sínu lagi að nýta þau tækifæri sem útnefningin veitir. Af hálfu Evrópusambandsins er ekki neinn áskilnaður um hvemig borgin skuli vera — aðalatriðið er að hér er verið að veita viðurkenningu fyrir eft- irtektarvert framlag til menningar- mála í álfunni. Ýmsir hafa orðið til þess að spyija hvaða erindi Reykjavík eigi sem menn- ingarborg Evrópu. Þetta er reyndar sú spuming sem undirbúningsnefnd skipuð fulltrúum ríkis og borgar um tilnefninguna hefur haft að leiðarljósi í starfi sínu og undirbúningi. Við höf- um flest sterka sannfæringu fyrir því að menningarlíf borgarinnar sé ein- staklega blómlegt og gott — og að þannig eigi það að vera. Þess vegna hafa meirihluti og minnihluti innan borgarstjómar Reykjavíkur í gegnum tíðina getað unnið saman að mörgum menningarmálum. Sem dæmi um ein- drægnina má nefna sjálfa tillöguna um að óska útnefningar á Reykjavík sem menningarborg Evrópu sem borin var fram síðastliðið vor af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þáverandi meiri- hluta og samþykkt einróma. Nýr meirihluti tók svo við málinu og hefur f samvinnu við þá sem nú sitja í minnihluta unnið áfram að því. Fyrir hvern? Í mínum huga er svarið alveg ljóst — við erum að óska eftir þessari tilnefningu fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla. Við styðjum menningu og listir í borginni jafn myndarlega og raun ber vitni vegna þess að við trúum því að við séum að skapa betri borg fyrir íbúana og þá sem heimsækja hana. Borgin ver nú þegar um einum millj- arði króna til menningarmála (þar af eru framlög til tónlistarskóla 250 mi- ljónir), en þessi upphæð svarar til um 9% af skatttekjum hennar. Á fjárlög- um setur ríkið svo hátt í tvo miljarða í viðfangsefni á sviði menningarinnar þannig að ljóst má vera að áherslan á þetta svið er mikil. í þessu ljósi væri þess vegna skrítið ef Evrópusam- bandið myndi hafna umsókn Reykja- víkur á þeirri forsendu að hér í borg- inni væri ekki til sérhannað tónlistar- hús af því við höfum svo margt til brunns að bera. Hins vegar hlýtur það að vera sameiginlegt keppikefli okkar að slíkt hús rísi sem fyrst og það væri væri ekki verra ef ákvörðun um útnefningu yrði til þess að flýta þeirri nauðsynlegu framkvæmd. Mun ferða- mannastraumur aukast? í Kaupmannahöfn, sem verður menningarborg Evrópu árið 1996, hefur verið varað við því að treysta auknum tekjum samfara fjölgun ferða- manna. Niðurstaða Dana var sú að slíkir útreikn- ingar hefðu ekki mikla þýðingu og að ekki væri rétt að -reikna með mikilli aukningu. Þótt þetta hafi verið niðurstaða Kaup- mannahafnarbúa, byggð m.a. á þeirri staðreynd að Kaup- mannahöfn er mikil menningarborg í hugum velflestra Evrópubúa, er á það að líta að Reykjavík á enn eftir að skrá nafn sitt á því landakorti svo eftir verði tekið. Það eitt að hljóta útnefningu er gífurleg ókeypis auglýs- ing sem mun hafa margt jákvætt í för með sér. Sem dæmi má taka ímynd Glasowborgar á þeim tíma þegar hún hlaut útnefningu sem menningarborg Evrópu. Borgin leið þá fyrir neikvæða ímynd sem nú hefur gjörbreyst til hins betra. Sama kann að gilda fyrir Reykjavík þannig að ferðamönnum fjölgi í kjölfar útnefningar og væri það að sjálfsögðu kærkomin búbót. En það breytir því þó ekki að við ís- lendingar lifum lífi menningarþjóðar, ekki fyrir aðra heldur fyrir okkur sjálf. Sú spuming sem öllu máli skiptir að svara er þess vegna: Hvemig getum Árið 2000 er ekki bara aldamótaár. Guðrún Ágústsdóttír minnir á aðþá er 1000 ára afmæli kristnitöku í landinu, þá verður Sin- fóníuhljómsveitin 50 ára, Þjóðleikhúsið 50 ára, Ríkisútvarpið 7 0 ára og Listahátíð í Reykjavík 30 ára. við gert betur? Hvemig getum við styrkt enn frekar innviði menningar- lífsins í Reykjavík og á landinu öllu? 1000 ára afmæli kristni Með því að skoða með opnum huga þá möguleika sem útnefning kynni að gefa emm við að heita sjálfum okkur að gera betur. Og tilefnið er fyrir hendi. Árið 2000 er nefnilega ekki bara aldamótaárið heldur munu þá einnig margar af veigamestu menningarstofnunum okkar halda upp á stórafmæli. Sinfóníuhljómsveit Is- lands verður 50 ára, Listahátíð í Reykjavík 30 ára, Þjóðleikhúsið 50 ára og Ríkisútvarpið 70 ára. Þá mun- um við líka minnast 1000 ára afmæl- Guðrún Ágústsdóttir is kristni í landinu. Allt em þetta til- efni til þess að gera gott betra. Hreinasta höfuðborg Evrópu Reykjavík getur státað af ýmsu sem aðrar borgir eiga ekki. Hreinasta höf- uðborg Evrópu væri til dæmis mark- mið sem hægt væri að uppfylla, með hreinsun strandlengjunnar, minni mengun af völdum bílaumferðar, end- urbyggingu og viðhaldi eldri byggðar ásamt öðra. Við þurfum nefnilega að gera borgina ennþá hreinni og fal- legri — því hreinleiki og fegurð em fmmeinkenni menningarborgar. Og hvort sem við hljótum útnefningu eða ekki verðum við líka að búa enn betur að listuppeldi bamanna okkar, því þetta er jú borgin þeirra og verður áfram eftir okkar dag. Við þurfum að tryggja að allir fái að njóta hæfi- leika iistamannanna og að menningin verði áfram sem fyrr jafn opin fyrir þátttöku alls þorra manna. Hugmyndin er sú að árið 2000 verði Reykjavík, í enn ríkari mæli en í dag, borg menningar og lista, hvort sem borgin mun þá bera einu sæmdarheit- inu fleira eða færra. Reykvíkingar eins og aðrir landsmenn og aðrir Evr- ópubúar munu halda upp á aldamótin á þann hátt sem þeini þykir viðeig- andi. Það getur enginn séð það fyrir- fram nákvæmlega hvemig Reykvík- ingar gera sér dagamun á því herrans ári 2000, en benda má á að jafnan þegar Reykvíkurborg hefur staðið að afmælum, listahátíðum eða heimsókn- um erlendra gesta hefur hún gert það af fullum myndugleika og af þeirri reisn sem hæfir höfuðborg. Það þarf því enginn að óttast að kotungsbragur verði einkenni Reykjavík aldamótanna — Reykvíkingar em allt of stórhuga til þess. Höfundur er forseti borgarstjórnar og formaður undirbúningsnefndar um Reykjavík - menningarborg. Fyrri grein ÞEGAR líður að kosningum taka stjómmálamenn, einkum þeir sem sjá fram á setu á hörðum bekkjum stjóm- arandstöðunnar, upp á alls kyns kúnstum til að ganga í augun á al- þýðu manna, þ.e. kjósendum. Nýlegt dæmi um margnefnt tilvísunarkerfi. Efnahagslegt markmið þessarar ný- breytni, þ.e. skv. kokkabókum heil- brigðisráðherra, er að fara betur með almannafé, sem er þegar af skomum skammti. Menn kynnu að halda að pólitískt markmið væri ekki einungis það að draga úr misnotkun þeirri sem núverandi kerfi býður upp á, heldur einfaldlega að skerða tekjur sérfræð- inganna. Þannig mátti a.m.k. túlka orð heilbrigðisráðherra í sjónvarpsvið- tali 27. janúar sl. Loks er það markm- iðið sem ekki má minnast á upphátt, en það er að draga athyglina að hetju fólksins, stjómmálamanninum hug- umstóra, sem berst með kjafti og klóm gegn óprúttnum andstæðingum og sérhagsmunum þeirra. En sleppum öllu þrefi, og reynum að fara svolítið betur ofan í saumana á þessu máli. Þegar hefur mikið verið rætt og ritað um tilvísunarkefið, svo að við skulum láta okkur nægja ein- falda upprifjun: Til stendur að koll- varpa heilbrigðisþjónustukerfi sem byggist m.a. á beinni þjónustu sér- fræðinga við sjúklinga sína, kerfi sem hefur sannað gildi sitt og kemur mátulega við pyngju sjúklinga og skattgreiðenda, og inn- leiða annað kerfí sem engan veginn verður séð fyrir endann á. Það er svo sem hugsanlegt að eitthvað sparist með til- komu þessa nýja kerfís, en það gæti líka komið okkur gróflega í koll. Heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustu er nú u.þ.b. 2.500 milljónir á ári. Okkur er nú talin trú um að nýja kerfið gæti sparað u.þ.b. 100 millj- ónir króna með því að dregið yrði úr greiðslum fyrir sérfræðiþjónustu sem munu nú nema þetta 475 milljónum kr. á ári. Hvemig þá? í fyrsta lagi myndu heimilislæknar annast umtalsverðan fjölda sjúklinga sem annars fæm hugsanlega til sér- fræðinga að óþörfu, og við það sparað- ist talsvert fé. Bíðum nú hæg. Vissu- lega borga sjúklingar minna fyrir heimsóknir á heilsugæslustöðvar. En gleymum ekki því að fjárfestingar, afskriftir og rekstrarliðir em kostaðir af ríkinu, þar sem hinsvegar sérfræð- ingamir borga að fullu eigin kostnað, svo sem leigu, tækjabúnað, manna- hald og rekstrarkostnað, og það fyrir peninga sem þeir fá hjá sjúklingunum sjálfum, stundum með óvemlegri þátttöku ríkisins. Það væri vissulega forvitni- legt að sjá heiðarlegan samanburð á heildar- kostnaði fyrir hveija heimsókn hjá sérfræð- ingi annarsvegar og á heilsugæslustöð hins- vegar. Ríkisstofnanir era ekki annálaðar fyrir rekstrarhagkvæmni. Aðra sögu er að segja um stofur sérfræðinga. Það þarf engan að undra að samanburðinum er ekki hampað af forsp- rökkum kerfisins. í öðm lagi er gert ráð fyrir spam- aði „... því hér er ekki einungis um að ræða kostnað við heimsóknir til sérfærðinga, heldur líka allt sem fylg- ir með, svo sem rannsóknir, lyf, rönt- genmyndir, aðgerðir o.fl.“ (Sigfús Jónsson, Morgunblaðinu, 26.1. ’95, bls. 24). Er svo að skilja að heilsu- gæslulæknar nái sambærilegum ár- angri með því að skera niður greining- ar- og meðferðarúrræði, eða að þeim standi slíkt til boða ódýrara en sjálf- stæðum sérfræðingum? Skyldi ekki verið að þyrla hér ryki í augu sak- lausra skattgreiðenda? Á fundi í Læknafélagi íslands 25. janúar 1995 var kynnt uppkast full- trúa heilbrigðisráðuneytisins sem átti að sýna spamað þann sem felast myndi í tilvísunarkerfínu. En forsend- umar að baki útreikninganna vom einfeldningslegar vangaveltur og nið- urstöður því nánast marklausar. í þriðja lagi var ýjað að því að spamaður næðist enn frekár fram við það að sumir sjúklingar fæm eftir sem áður beint til sérfræðinga, og þá væri Tryggingastofnunin einfaldlega stikk frí._ í fjórða lagi var gefið í skyn að hægt væri að fylgjast betur með þeim sérfræðingum sem reka eigin stofur og misnota núverandi kerfi með því að innheimta einingagreiðslur fyrir óþarfa meðferð og gæta þannig enn frekar hagsmuna skattgreiðenda. Þrátt fyrir allt þetta hamra tals- menn heimilislækna á því að þeir þoli Ríkisstofnanir, segir Heinz Joachim Fisch- er, eru ekki annálaðar fyrir rekstrarhag- kvæmni. ekki frekara álag sjúklinga og hafi þegar meira en nóg að gera. Er kannski til í dæminu að þeir bregðist við þessum aukna þunga með því að skrifa upp á tilvísanir án þess að skoða sjúklinginn, jafnvel póstleggja þær eftir upphringingu sjúklings, fyrir bara (!) 200 krónur? Gæti vissulega borgað sig fyrir heilsugæslustöðina. En læknisfræðilega ábyrgðin? Heilbrigðisráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að viðurkenna að til- gangurinn með tilvísunarkerfinu sé að auka tekjur heilsugæslustöðva rík- isins, og það viljandi á kostnað sér- fræðinganna, og að hagsmunir sjúkl- inganna koma þar hvergi nærri. Þetta er svo sem markmið út af fyrir sig, en naumast til fyrirmyndar. En hann ætti líka að benda á að með því að beina sjúklihgum í vax- andi mæli á heilsugæslustöðvamar þurfa þessar stöðvar að vera í stakk búnar til að taka við þessu aukna álagi. Nýir læknar, nýjar byggingar og/eða tækjabúnaður o.s.frv., o.s.fi-v. — allt kostar þetta peninga. Þeim sjúklingum sem enn þörfnuðust sér- fræðiþjónustu yrði beint á göngudeild- ir spítalanna, og ekki gerist það átaka- eða kostnaðarlaust. Að lokum myndu sérfræðingamir ekki geta staðið undir stofurekstri. Örfáir yrðu eftir til að sinna þörfum efnafólks. Heilbrigðis- þjónustan yrði þannig þjóðnýtt. Það er heldur hjákátlegt að halda því fram að tilvísunarkefið skapi ekki þrýsting á nokkum mann. Sjúklingum, og þá fyrst og fremst þeim sem búa við lítil efni, stæði ógn af því að fá ekki niður- greidda þjónustu sérfræðinganna. Eft- ir stæði undirmálskerfi, ekki ósvipað því sem tíðkast í Þýskalandi, þar sem venjulegt fólk fær tilvísun en efnafólk fer til hvaða læknis sem því sýnist, hvenær sem því sýnist. Að síðustu ber að geta þess að nýja kerfið myndi auka alla pappírs- vinnu og ganga töluvert á tíma sjúkl- inga, sérfræðinga, heimilislækna og Tryggingastofnunar, svo ekki sé minnst á öll viðbótarútgjöld. Stjómun kostar nefnilega líka tíma og mann- afla. Höfundur er stjómmálafræðingur og hagfræðingur. Tilvísunarkerfið - eina ferðina enn Heinz Joachim Fischer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.