Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Lórenz Ingolf Halldórsson fæddist á Eskifirði 23. febrúar 1904. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. jan- úar 1995. Foreldr- ar hans voru Guð- rún Sigurðardóttir og Halldór Sveins- son. Alsystir Lór- enz var Aðalheiður (d. 1984). Halldór lést frá börnunum ungum. Guðrún giftist aftur Guðna Sveinssyni, bróður Halldórs, og eignuðust þau tvö börn, Hall- dóru sem er látin og Eirík. Hinn 1. janúar 1928 kvæntist Lórenz Aðalheiði Halldórsdótt- ur, f. 2. janúar 1907, frá Urðum í Svarfaðardal, d. 29. ágúst 1978. Þau eignuðust sjö börn. GÓÐUR vinur er genginn til feðra sinna, hann Lolli minn er allur. Minningarbrot frá bernsku minni láta ekki á sér standa. Ég vakna á sunnudagsmorgni við að hressi- legur hlátur berst úr eldhúsi ömmu minnar, Stefaníu á Eyrarlandsveg- inum, og síðan taka þeir tal saman afi minn, Jón Austfjörð, og Lolli. Báðir höfðu þeir verið í siglingum á yngri árum, farmenn á norskum Þau eru: Pálína, gift Hauki Hall- grímssyni, Gunnar, ókvæntur, Magnús, kvæntur Elínu Ey- jólfsdóttur, Gísli Kristinn, kvæntur Rögnu Fransóttur, Guðbjörg, gift Þor- geiri Gíslasyni, Ingibjörg, gift Reyni Valtýssyni, og Skúli, kvæntur Guðrúnu Þorkels- dóttur. Frá þeim er kominn stór ætt- bogi. Framan af ævinni stundaði Lórenz sjó- mennsku, síðan vann hann ýmis störf. Síðustu árin vann hann hjá Útgerðarfélagi Akur- eyrar. Útför Lórenz fer fram frá Akureyrarkirkju í dag. skipum sem seldu físk til Spánar og Ítalíu. Útivistir voru langar, ævintýri mörg og því margt að rifja upp er fornvinir tóku tal saman. Því þótti við hæfi að rifja einnig upp norskuna, og er ég kúrði í rúminu mínu sem ég fékk að hafa niðri í horni hjá afa og ömmu, naut ég þessara stunda. Hlátur, spjall á norsku sjómannamáli, dauf- ur reykur pípunnar, kaffíilmur, MINNINGAR Lolli kominn, ekki fór á milli mála, það hlaut að vera sunnudagur, og þótti við hæfí að hafa meira við og fara í sparifötin. Minnisstæðustu og skemmtileg- ustu berjaferð ævi minnar fór ég með Lolla á trillubáti sem hann hafði eignast. Þarna var skyldfólk mitt allt, sem hafði flutt frá Eski- firði til Akureyrar, systkini mín og Lolli frændi sjálfur skipstjórinn. Siglt var út að Víkurskörðum og lagt þar inn í eina víkina, gengið upp brattann og unað þar í bláum berjalautum lengi dags í sól og yl síðsumarsins. Svo var haldið heim á leið til Akureyrar. „Seiddur um sólarlag, sigli ég inn Eyjafjörð." Áhyggjur á æskudögum voru ekki þungar. Árstíðarskipti eins og þau áttu að vera, nægur sjór til að leika sér í á vetrum, vorleysing- ar með lækjum skoppandi niður allar brekkur, vorleikir og svo þetta blíða sumar með eilífu sólskini að okkur fannst, síðan haustið, skól- inn. En fullorðna fólkið hafði áhyggj- ur. Það var kreppa og lítið um vinnu. Ég man að Lolli fékk vinnu í Tunnuverksmiðjunni og þóttist hafa himin höndum tekið. En laun- in voru lág fyrir barnafólk. Hjón með sjö börn urðu að lifa spart því marga munna var að metta og marga flík að sauma, en það var húsmóðurinni í Fróðasundi leikur að gera mikið úr litlu. Húsmóðirin var Aðalheiður Ant- onsdóttir, fædd 2. janúar 1907 að Urðum í Svarfaðardal. í Reykjavík var hún öll sín uppvaxtarár, en til Akureyrar fór hún tvítug að aldri og þar réðust framtíðarörlög henn- ar er hún kynntist Lórenz Halldórs- syni frá Eskifírði. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurðardóttir og Halldór Sveinsson er dó frá ungum börnum þeirra hjóna. Ég heyrði þá sögu frá þeim tíma er Lolli gerði hosur sínar grænar fyrir Öllu, að hún hefði látið það berast að sinn maður yrði að vera bindindismaður og ekki bragða áfengi. Ekki hélt gamli sjóarinn og ævintýramaðurinn að það myndi standa í vegi fyrir því að hann fengi hennar. Eftir það dró hann aldrei tappa úr flösku og á nýársdag árið 1928 voru þau gefín saman í hjóna- band, degi fyrir 21 árs afmæli brúð- arinnar. Á þessum árum var lífsbaráttan ávallt hörð hjá verkafólki, barátta við fátækt og atvinnuleysi og fóru þau Aðalheiður og Lórenz sannar- lega ekki varhluta þar af. Það fór ekki hjá því að Lolli yrði mikill verkalýðssinni og hann lét í ljós skoðanir sínar tæpitungulaust. Hann var systursonur ömmu minnar og fannst gömlu konunni sem hún yrði stundum að segja honum til syndanna. Það var ein- staklega ljúft á milli þeirra og hefði ekki betra verið þó að þarna hefðu farið móðir og sonur. Það var mikið lán er Lórenz tókst að festa kaup á litlu húsi niðri á eyri, Fróðasundi 3, því fyrr en varði hafði barnaskarinn fyllt allar stof- ur. Árin liðu hratt og fyrr en varði var allur bamahópurinn á bak og burt nema einn sonurinn. Máltækið segir að betra sé yndi en auður og vissulega átti það við líf þeirra Öllu og Lolla. Auður var þar aldrei í ranni, en yndi innan veggja. Ást og samheldni hélst millum þeirra meðan bæði lifðu. Gleðin og kætin höfðu þar völd og aldrei meir en þegar börn og barna- börn komu. Áldrei leið sá dagur að ekki kæmi eitthvert þeirra í heimsókn. Ekki af skyldurækni, heldur vegna þess að bæjarferð var ekki lokið nema litið væri inn í gamla húsinu, þar sem öllum var veitt af rausn og húsbóndinn átti kannski eina smellna veiðisögu ósagða. Þá tók undir af margradda hlátri. Yndisstundir átti hann margar með stöngina sína í Fljótinu og veiðisögur verða alltaf skemmti- legastar þegar heim er komið. Það er barnalán að geta fært þjóð sinni stóran hóp af mannvæn- legu fólki sem hefur brotist fram og haft reglusemi og dugnað úr föðurhúsum að veganesti. Þá dvaldist Aðalheiður, dóttir Pálínu og Hauks, hjá afa og ömmu til 16 ára aldurs. Á Akureyri voru þau alltaf Alla og Lolli. Hún andaðist 29. ágúst 1978. Hann andaðist níræður að aldri, kvaddi, sem hann hafði óskað sér, lét ekki hug sinn eldast eða hjartað. Ég þakka kærum frænda tryggð og vináttu liðinna ára. Stórum frændgarði Lórenz Halldórssonar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Helga S. Einarsdóttir. Lorenz stórvinur minn er látinn, tæplega 91 árs. Vinátta okkar hófst, er hann kvæntist Aðalheiði Antonsdóttur, en hún var stjúpdótt- ir fóstra míns Magnúsar Þórarins- sonar formanns á Bakkastíg 1 í Reykjavík. Móðir hennar Guðlaug Jóna Sigurðardóttir frá Upsum í Svarfaðardal og Magnús giftust 1908. Þau nutu hamingju sinnar aðeins í rúma 10 mánuði, en þá lést Guðlaug eftir stutt veikindi. Magnús bjó með móður sinni eftir lát konu sinnar, en hann treysti sér ekki til að hafa litlu stúlkuna til lengdar, þar sem móðir hans var sjóndöpur og farin að heilsu. Aðal- heiður fór því til föðurforeldra sinna á Akureyri og ólst þar upp. Aðalheiður og Lórenz bjuggu alla tíð á Akureyri, lengst af í Fróða- sundi 3. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífí. Það gefur augaleið, að mikið þurfti til að sjá farborða svo stórri fjölskyldu, enda voru þau bæði mjög vinnusöm. Aðalheiður saum- aði allt á bömin, og gaf sér einnig tíma til hannyrða, en hún var fjöl- hæf hannyrðakona. Þegar hún var ung stúlka lærði hún hér í Reykja- vík sauma og var þá með annan fótinn á Bakkastíg 1, Magnúsi til mikillar gleði. Þá var Magnús kvæntur Guðrúnu föðursystur minni. Ég held að Aðalheiður hafí litið á mig sem litlu systur, og var hún mér ákaflega góð alla tíð. Hún lést 29. ágúst 1978. Þau Aðalheiður og Lórenz voru einstakar manneskjur. Góðvild og gleði streymdi frá þeim hvar sem þau fóru. Magnús fóstri, Skúli maðurinn minn og bömin okkar nutu kærleika þeirra og þeirra góðu barna, sem hafa erft kosti foreidra sinna. Ég geymi í huga mér svo lengi sem ég lifi, þegar ég kvaddi Lórenz með faðmlögum á sólbjörtum sunnudegi í ágúst í sumar. Blessuð sé minning hans. Steinunn Magnúsdóttir. Hún er einkennileg þessi lífsins ganga. Hvað er það sem ræður för? Er þetta allt ákveðið fyrirfram, er lífíð og sá farvegur sem það fer í háð tilviljunum eða stýrir maður sjálfur för? Þessar hugsanir sækja á mig þegar ég kveð nú aldinn vin minn Lórenz Halldórsson. Fyrir mörgum er drifkraftur lífsins að safna peningum. Ávaxta pundið og viðmiðunin er fyrst og fremst pró- sentur og krónur. Það má hins vegar ávaxta ýmislegt annað en krónur. Lórenz hefur lagt mikið til hliðar á lífsins göngu. Hann hefur ávaxtað sitt pund vel og sú ávöxtun hefur nýst honum á löngu ævi- kvöldi. Innlögn hans var ekki í formi peninga, heldur manngildis. Ávöxtun hans var ekki í formi pró- senta heldur vináttu allra þeirra er urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast honum. Löng kynni mín af Lórenz segja mér að mikill sannleikur er í orðtakinu „hver er sinnar gæfu smiður“. Þau segja mér líka að afstaða hvers og eins til lífsins og því sem hann mætir í lífínu, hvort heldur það er gleði eða sorg, getur haft mikil áhrif á það hvemig viðkomandi líður hérna megin grafar og einnig hvernig öðrum líður. Vinátta okkar Lórenz nær til t Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN VILHJÁLMSSON loftskeytamaður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirðl í dag, föstudaginn 3. febrúar, kl. 15.00. Birna Héðinsdóttir Carvalho, Alfred Carvalho, Rósa Héðinsdóttir, Gils Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkœrs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS AXELS HELGASONAR lögreglufulltrúa, Brimhólabraut 11, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Vestmannaeyja. Vilborg Hákonardóttir, Friðrik Helgi Ragnarsson, Erla Viglundsdóttir, Anna Birna Ragnarsdóttir, Hafsteinn Ragnarsson, Steinunn Hjálmarsdóttir, Ómar Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU ÞÓRARINSDÓTTUR. Ágústa Valdimarsdóttir, Jóna Valdimarsdóttir, Gunnar Snorrason, Valgerður Valdimarsdóttir, Ásgeir Valdimarsson, Sigríður Páls, Gisli Valdimarsson, Elísabet Þórólfsdóttir, Valdimar Vaidimarsson, Hrefna Pribish, Kristin Valdimarsdóttir, Þórarinn Guðmundsson, Aðalsteinn Valdimarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. LORENZ HALLDÓRSSON baka um ein 30 ár. Ég tel mig reyndar hafa átt vináttu þeirra beggja, Aðalheiðar og hans. Það lýsir þeim hjónum vel hvernig þau tóku mér þegar ég kom fyrst á heimili þeirra í fylgd vinar míns Gunnars, sonar þeirra. Ég fann að hans vinur var þeirra vinur. Þá hefur Lórenz verið um sextugt en fyrir mér ekki árinu eldri en ég. Þannig hefur það verið og ef eitt- hvað er þá hefur mér fundist ég vera sá gamli en hann hinn ungi. Það hefur verið mér kappsmál að koma aldrei til Akureyrar án þess að líta við hjá Lórenz og Gunnari. Og alltaf hefur verið skellt á lær, gert grín, hlegið og sagðar sögur. Ég fékk það oft óþvegið fyrir að vera bæði KR-ingur og sjálfstæðis- maður. Þá var eins gott að kunna að spila vörnina. Hef ég það fyrir satt að hann hafi nokkrum sinnum haft það að orði að það væru ljótu örlögin að einn af vinum hans væri bæði KR-ingur og íhald. Hann var sannur verkalýðssinni og gegn- heill Þórsari. Eins og fyrr kom fram lagði ég alltaf á það áherslu að koma við hjá þeim feðgum þegar ég átti leið um Akureyri. Á tímabili átti ég oft leið norður og alltaf var litið inn. Það var ekki af skyldurækni, það var ekki fyrir þá gert, það var fyr- ir mig gert, það má segja að það hafí verið af einskærri eigingirni. Mér fannst nefnilega oft þegar ég kvaddi þá að ég hefði verið að hlaða lífsbatteríið. Það var þessi einlæga gleði, þessi lífskraftur og þessi til- fínning að maður væri svo hjartan- lega velkominn. Að koma við hjá þeim feðgum gat stundum verið eins og maður væri á stoppistöð. Alltaf var einhver að líta inn. Það var reyndar oft það mikil traffík að ég varð hálfruglaður og áttaði mig ekki alltaf á því hver var hvað eða hver var hvurs. Ef ekki var komið við þá glumdi síminn. Erind- ið var að fylgjast með gamla eins og synir hans höfðu oft á orði. Hvemig hann hefði það, væri eitt- hvað hægt að gera fyrir hann. Taka snerru um veiðisögur síðustu ára, ræða af stolti um síðasta sigur- leik Þórs og ekki þótti verra aðf KA hefði tapað síðasta leik. Barna- bömin komu, nudduðu lúna fætur og struku yfír þynnt hárið. Snert- ingin sjálfsögð og eðlileg._ Ekki stoppað lengi, en komið oft. í þessu fólst ávöxtun vinar míns hans Lór- enz. Vináttu fær hvorki mölur né ryð grandað. Ég kveð þig, vinur, með þessum fátæklegu orðum. Ég hef kosið að skrifa þessa litlu kveðju í þeim stíl sem ég held að þér hefði líkað. Væmni var ekki til í þinni orðabók. Finnist þér hins vegar að ég hafi farið útaf línunni, þá er það vegna þess að ég er að kveðja vin sem ég mat svo mikils og ég veit að tekur viljann fyrir verkið. Þú lifðir glaður og ég er þess fullviss að þú fórst glaður. Sveinn H. Skúlason. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund. Þegar við hugusum til baka og rifjum upp þá kemur svo margt upp í hugann. Fjölmargar ánægju- stundir hjá þér og ömmu í Fróða, og síðar hjá þér og Gunnsa. Þú sem alltaf varst svo kátur og hress og sást alltaf skoplegu hliðarnar á til- verunni. Þú sem alltaf vaktir yfír velferð okkar og fylgdist með okk- ur öllum vaxa úr grasi. Þú sem alltaf var svo gott að leita til og ræða málin við. En elsku afi, sjálf- sagt ert þú ekkert hrifínn af því að við séum að skjalla þig of mikið á prenti. Við erum mörg og eigum hvert okkar minningu um þig sem við geymum innst í hjarta okkar. í sorg okkar verður okkur hugsað til orða spámannsins þar sem hann segir. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gi- bran)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.