Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KENNARA- VERKFALL MIKIL RÖSKUN verður í samfélaginu þegar og ef verkfall kennara kemur til framkvæmda 17. þessa mánaðar. Það bitnar á á milli 50 og 60 þúsund grunn- skóla- og framhaldsskólanemendum. Reynslan sýnir að verkfall af þessu tagi kemur verst við þriðja aðila, það er heimilin og nemendur. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnu- markaði, sem ráðið geta úrslitum um, hvort tekst að verja byijandi bata og stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Ríkið getur ekki gert samninga við kennara, eða aðra opinbera starfsmenn, sem í reynd yrðu forskrift að launaþróun er atvinnuvegirnir fá ekki undir risið. Það standa þvi líkur til þess, ef samningar takast ekki á næstu tveimur vikum, að framundan sé erfitt kennaraverkfall. Kröfur kenn'ara, sem samninganefnd ríkisins telur nema 25% kauphækkun, eru óraunhæfar, miðað við þann efna- hagsveruleika sem við búum við. Launaþróun af því tagi myndi setja íslenzkt þjóðfélag á hvolf, skekkja rekstrar- grundvöll atvinnulífsins, hrinda af stað nýrri verðbólgu- skriðu og stefna atvinnuöryggi og afkomu fjölda heimila í tvísýnu. Afleiðingarnar bitnuðu á kennurum ekkert síður en öðrum landsmönnum. Eðlilegt er að launafólk, kennarar sem aðrir, sem sáði til stöðugleikans með þjóðarsátt á krepputímum, bæti kjör sín, hægt og bítandi, í takt við aukinn hagvöxt í landinu. Það er hins vegar kapp án forsjár að sprengja stöðugleik- ann í samfélaginu í loft upp með verkföllum og kæfa þannig langþráðan efnahagsbata í fæðingu. Þess vegna verðum við að vona í lengstu lög að samningar innan ramma stöðugleikans í samfélaginu takizt á þeim tveimur vikum sem eftir lifa fram að boðuðu verkfalli. Skammtíma- samningur, sem gilti unz Alþingi hefur samþykkt ný lög um grunn- og framhaldsskóla — og ljós verður launaþró- un á almennum vinnumarkaði — er niðurstaða sem báðir samningsaðilar ættu að geta við unað, til að forða heimil- um og nemendum frá annars óhjákvæmilegum vanda. BANKAR OG BREYTTAR AÐSTÆÐUR ÞAÐ ER SJÁLFSAGT tímanna tákn, að stærsti banki landsins, Landsbanki íslands, hefur nú ákveðið að láta hækkun á kjörvaxtaálagi gengisbundinna afurðalána til sjávarútvegsfyrirtækja ganga til baka að verulegu leyti. Hér er vissulega um tímamót að ræða. Enginn vafi leikur á því, að það eru breyttar aðstæður á markaðnum, sem eru aðalorsök þess, að Landsbankinn hefur tekið þessa ákvörðun. Bankarnir hafa það ekki leng- ur í hendi sér, að ákveða kjörin á lánum sínum, án þess að taka mið af því sem gerist á markaðnum. Áður gátu fyrirtæki ekki leitað annað en í bankana, en nú er öldin önnur. Fyrirtæki hafa í auknum mæli leitað út á hinn almenna verðbréfamarkað. Ennfremur eru viðskipti við banka í útlöndum að opnast í ríkara mæli en verið hefur. Loks hafa fyrirtæki tekið upp á því að leita tilboða hjá bönkum og sparisjóðum í viðskipti. Skemmst er þess að minnast, að Síldarvinnslan í Neskaupstað bauð út afurðalánavið- skipti sín, og niðurstaða þess útboðs varð sú að fyrirtæk- ið flutti þessi viðskipti frá Landsbankanum yfir til íslands- banka. Fyrirtækið hafði frá upphafi tekið afurðalán sín í Landsbankanum, en þau nema árlega 200 til 250 milljón- um króna. Sömuleiðis er það ánægjuefni, að Landsbankinn hefur ákveðið að hætta innheimtu á sérstakri þóknun af gjald- eyrisviðskiptum, sem hefur numið 0,5% af seldum gjald- eyri. Bankinn hyggst mæta tekjutapinu sem hann verður fyrir af þeim sökum, með frekari hagræðingu í rekstri. Hér er einnig um breytt viðhorf að ræða, sem fyrst og fremst má rekja til stóraukinnar samkeppni á sviði gjald- eyrismála. Þessi þróun er sérstakt fagnaðarefni. Hún sýnir að meira jafnræði ríkir nú á milli lánastofnana og viðskipta- vina, en tíðkast hefur hér lengst af. Það stuðlar að heil- brigðara viðskiptalífi. Utanríkisráðherra Dana á hádegisverðarfundi um Evrópumál N 'IELS Helveg Petersen, ut- anríkisráðherra Danmerk- ur, hélt erindi um Evrópu- mál sem bar yfirskriftina „Framtíð ESB og reynsla Dana“ á hádegisverðarfundi á vegum Verslun- arráðs og Vinnuveitandasambandsins, á Hótel Sögu í gær. Helveg Petersen sagði í upphafi erindis síns að hann teldi mjög mikil- vægt að ræða Evrópumálin við íslend- inga á þessum tímamótum, eftir að Norðmenn hefðu gert upp hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu og áður en Evrópusambandið tæki ákvörðun um framtíðarþróun sína á ríkjaráðstefn- unni, sem hefst á næsta ári. Hann tók þó fram að þetta væri ekki innlegg í umræðuna um það hvort að íslending- ar ættu að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu eða ekki. Það væri um- ræða, sem íslendingum væri einum ætluð. Hins vegar gæti hann rætt málin almennt út frá reynslu Dana þó svo að hvert aðildarríki hefði vissulega sína sérstöðu og sína eigin reynslu. Danir hafa verið aðilar að ESB í 22 ár og tók utanríkisráðherrann fram að ákvörðunin um aðild hafi ekki reynst Dönum auðveld á sínum tíma. Aðildin hafi líka óneitanlega verið umdeild í Danmörku í gegnum árin. Evrópusamstarfið væri hins vegar einstætt í heiminum. Tilgangur þess væri ekki að stofna nýtt ríki, ekki myndun sambandsríkis aðildarríkj- anna og ekki heldur væri hægt að skilgreina það sem milliríkjasam- vinnu. Það væri blanda af þessu öllu. Þetta gæti virst vera flókið en gengi upp. „Ekki alltaf eins og það ætti að gera en við reynum sífellt að bæta það,“ sagði Helveg Petersen. Helstu kostir aðildarinnar fyrir Dani væru óumdeilanlega efnahags- legir og ekki bara vegna þess að Danir hefðu ávallt fengið meira frá sambandinu en þeir greiddu til þess. Það mikilvægasta væri þátttaka í sameiginlegum markaði án hindrana. Það þýddi nánast óendanlega mögu- leika fyrir danskan útflutning. Vissulega færðu sumir rök fyrir því að EES-aðild gæfi mönnum einnig aðild að innri markaðnum en hafa bæri hugfast að sú aðild veitti ekki áhrif á ákvarðanatöku varðandi innri markaðinn. „í því felst munurinn og hann er verulegur," sagði ráðherrann. Marga aðra kosti mætti einnig nefna, s.s. á sviði umhverfismála, en umhverfisvandamál væri einungis hægt að leysa á alþjóðavettvangi. ESB-aðild þýddi ekki að Danir yrðu að lækka staðla sína á sviði umhverf- ismála heldur þvert á móti hefðu þeir oft þurft að herða þá. Sú þróun hefði einnig átt sér stað í allri Evrópu sem væri kostur fyrir Dani. Ekkert ríki óháð öðrum Utanríkísráðherrann sagði að ekki væri hægt að halda því fram að Dan- ir hefðu glatað sjálfsákvörðunarrétti sínum með aðild. Ekkert ríki hefði nokkurn tímann verið óháð öðrum ríkjum. Munurinn væri hins vegar sá að með Evrópusamvinnunni væri tryggt að aðlögun að öðrum ríkjum væri ekki á forsendum valdamiklu ríkjanna einvörðungu. Þá væri ekki heldur hægt að stað- hæfa að Danir hefðu glatað þjóðarein- kennum sínum. Þvert á móti. Aukin samskipti milli ríkja þýddu að menn gerðu sér betur grein fyrir uppruna sínum og sérkennum. „Það er líka mikill misskilningur að ------------ halda, eins og sumir virð- ast enn gera, að það sé markmið ESB að allir eigi að vera eins. Evrópusam- starfið gengur ekki út á ——— það að útrýma andstæðum milli þjóða heidur að fá okkur til að starfa á grundvelli þess hve ólík við erum. Það er styrkur samvinnunnar," sagði Helveg Petersen. Það væri líka alveg ljóst að litlu ríkin hefðu áhrif á ákvarðanatöku ESB og að tillit væri tekið til sjónar- miða • þeirra. Það væru rökin sem skiptu máli en ekki stærð ríkjanna. Tekið væri tillit til ígrundaðra rök- semda og réttmætra hagsmuna. Þannig yrði það líka að vera ef sam- starfið ætti að ganga upp. Hann vék einnig að þeirri gagnrýni að almennir borgarar í aðildarríkjun- um hefðu ekki nægilega innsýn í og EKKERT ER SJÁLFGEFH) Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra Danmerkur segir Dani hafa hagn- ast mikið á aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði íslendinga sjálfa verða að gera upp hug sinn varðandi ESB en þeir ættu þó ekki að líta á það sem sjálfgefíð að þeir myndu tapa öllu með aðild að hinni sameigin- legu sjávarútvegsstefnu. Enginn gæti sagt fyrir um samningsniðurstöður. NIELS Helveg Petersen á fundi VSÍ og Verslunarráðs. Morgunblaðið/Þorkell Mikilvægt að ræða við ís- lendinga áhrif á þróun mála. Hann sagði alla viðurkenna að auka yrði lýðræði í Evrópusamstarfinu, gera það opnara og færa nær íbúum aðildarríkjanna. „I mínum huga leikur enginn vafi á því í hvaða átt samstarfið er að þró- ast í þessum efnum. Það er einungis spurning um tíma þangað til að við náum markmiðinu." En hvaða áhrif hefur aðildin haft á möguleika Ðana til að móta efna- hagsstefnu sína? „Á móti má spyrja hvaða efnahagslega sjálfsákvörðun- arrétt lítið ríki á borð við Danmörku hefur ef það einangrar sig? Ekki mik- inn. Miklu minni en ef við í samvinnu við önnur Evrópuríki mótum umgjörð efnahagsþróunar, sem stuðlar að auknum hagvexti og atvinnu. Einung- is með samvinnu við önnur ríki á sviði efnahagsmála höfum við raunveruleg áhrif á okkar efnahagslegu skilyrði," sagði ráðherrann. Villandi framsetning Á þessu stigu, sagði hann, myndu margir taka það fram að fyrir íslend- inga hefði þessi röksemdafærsla ekki --------- mikið gildi sökum þess hve sjávarútvegurinn væri ráð- andi í efnahagslífinu. Ekk- ert gæti bætt upp þá tak- mörkun á yfirráðum yfir —fiskimiðunum og ákvarð- anatöku í fiskveiðimálum, sem aðild hefði í för með sér. „Enn og aftur er það íslenska þjóðin, sem verður að vega þetta og meta. En er það sjálfgefið að ESB-aðild muni bitna á íslensku fiskveiðistofnunum og fisk- veiðistefnunni? Reynið að greina til hlítar þá niðurstöðu sem Norðmenn fengu í sjávarútvggssamningi sínum. Það var reynt að setja málið þannig fram að Norðmenn hefðu afsalað sér fiskinum sínum og fiskverndar- og fiskveiðistefnu vegna þess að hún varð hluti af hinni sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnu. Sú framsetning stenst hins vegar ekki. Innan ESB gildir reglan um „sjálfbært jafnvægi". í því felst að fískveiðiheimildum er úthlutað til aðildarríkja á grundvelli hefðbundinna og sögulegra veiða þeirra. Aðild Norðmanna hefði þannig ekki þýtt að dönskum eða spænskum sjómönnum yrði veittur aðgangur að fiskimiðum, sem Norðmenn hafa hing- að til setið einir að. En hvað með norsku fiskverndar- og fiskveiðistefn- una? Hefðu Norðmenn ekki neyðst til að gangast undir sameiginlega stefnu á því sviði? Jú, sameiginlega stefnu vissulega, en ekki þá sem nú er í gildi innan ESB. Þeir hefðu hins vegar orðið að fylgja þeirri stefnu, sem sam- komulag náðist um, í viðræðum Norð- manna og ESB og svipar mjög til stefnu Norðmanna. Ég tók sjálfur þátt í þessum erfiðu viðræðum og tel að nær sanni sé að Evrópusambandið hafi gengist undir stefnu Norðmanna heldur en öfugt,“ sagði danski utan- ríkisráðherrann. Helveg Petersen tók fram að með þessu væri hann ekki að halda því fram að hugsanleg aðild íslendinga myndi ekki hafa nein áhrif á sjávar- útveg þeirra. Enginn gæti sagt fyrir um samningsniðurstöðuna. Hins veg- ar hefði ESB teygt sig mjög langt til að koma til móts við hagsmuni Norð- manna á þessu sviði, sem viðurkennt var að hefði mikla þýðingu fyrir þjóð- ina. Danir fengið fjölda undanþága Hann sagði það viðtekna venju að aðildarríkin kæmu til móts við hvert annað til að leysa vandamál. Þannig hefðu Danir fengið fjölmargar undan- þágur frá stefnu ESB. Nefndi hann sem dæmi þá undanþágu sem Danir fengu varðandi sölu sumarhúsa til erlendra ríkisborgara. Ljóst væri að danski sumarhúsamarkaðurinn gæti ekki staðið undir eftirspurninni frá Þýskalandi og því hefðu Danir fengið undanþágu þó að það væri ekki í sam- ræmi við grundvallarreglur ESB. Hvað framtíðarþróun ESB varðaði sagði Helveg Petersen að aðild Finna, Svía og Norðmanna hefði mjög mikla og jákvæða þýðingu fyrir Norðurlönd. Hún yki vægi þeirra og áhrif þó að þau hefðu vissulega ekki sömu hags- muni og skoðanir á öllum sviðum. Ekki ætti að mynda norræna blokk innan ESB heldur vinna saman á þeim sviðum þar sem hagsmunir væru sam- eiginlegir. Nú væri líka mikilvægt að aðlaga Norðurlandasamstarfið að nýj- um tímum og yrði það gert á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík innan tíðar. Undirstrikaði Helveg Petersen að Norðurlandasamstarfið yrði áfram einn af hornsteinum danskrar utanrík- isstefnu. Hann riijaði að lokum upp hversu miklum stakkaskiptum þróunin í Evr- ópu hefði tekið á örfáum árum, sem lýsti sér best í þeirri ósk ríkja í Mið- og Austur-Evrópu að gerast aðilar að ESB. Danir styddu þá ósk heilshugar. Aðild þessara ríkja væri grundvallar- atriði til að tryggja áframhaldandi stöðugleika og öryggi í Evrópu. Það yrði ekki auðvelt fyrir ESB að taka við þessum ríkjum og það myndi ekki ganga sársaukalaust fyrir sig. Hins vegar yrði að setja markm- iðið um öryggi í álfunni ofar þröngum sérhags- munum einstakra aðildar- ríkja. „Vegna okkar og afkomenda okkar verðum .........■.. við að hafa hugrekki og vilja til að taka þessar ákvarðanir,“ sagði hann. Áhrif af Schengen Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra lslands, þakkaði Helveg Petersen fyrir erindið og sagðist gott að vita af góðum vini er íslendingar knýðu dyra hjá ESB innan skamms. Hann bað Helveg Petersen um að gera nánar grein fyrir hugmyndum sínum um Norðurlandasamstarfið eft- ir að Svíar og Finnar gengu inn í ESB og einnig hvort að hann teldi að áheyrnaraðild Dana að Schengen- samkomulaginu gæti leitt til að endur- skoða yrði regluna um að Norður- landabúar þyrftu ekki að sýna vega- bréf á ferðum innan Norðurlanda. Helveg Petersen sagðist ekki hafa lausn á reiðum höndum varðandi framtíð Norðurlandasasamstarfsins. Persónulega væri hann hins vegar sannfærður um að samstarfið væri jafnmikilvægt öllum Norðurlanda- þjóðunum og hvíldi á traustum grunni. Hann taldi rétt að einbeita sér í fram- tíðinni að nokkrum sviðum varðandi samstarfið og nefndi sérstaklega menningu, rannsóknir og menntun. Bjóst hann við að umræður á kom- andi Norðurlandaráðsþingi ýrðu mjög mikilvægar. Varðandi Schengen-samkomulagið um afnám landamæraeftirlits sem nokkur ESB-ríki eru aðilar að sagði ráðherrann að það gæti leitt til erfið- leika. Forsætisráðherrar Norðurland- anna hefðu aftur á móti ítrekað á fundi sínum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi að ekki ætti að taka upp vegabréfsskyldu innan Norðurlanda. Ragnar Garðarson spurði danska utanríkisráðherrann hvernig hann mæti líkur íslendinga á að fá undan- þágu frá sameiginlegu fiskveiðistefn- unni. Helveg Petersen ítrekaði að ESB- ríkin væru ávallt reiðubúin að taka tillit til hvors annars. Það þýddi þó ekki að menn fengju ávallt undanþág- ur. Hvaða tillit tekið yrði til íslenskra sjávarútvegshagsmuna kæmi ekki í ljós fyrr en í aðildarviðræðum. íslend- ingar yrðu því að ákveða hvort að þeir vildu reyna á það eða ekki. Tómas Ingi Olrich sagði að þegar írar, Spánverjar, Portúgalir og Grikk- ir fengu aðild að ESB hefði sú stefna verið tekin upp að ná þeim á sama efnahagslega stig og aðrar þjóðir og miklu fé verið varið til þess. Þetta hefði tekist vel varðandi Ira, ágætlega varðandi Spánverja og Portúgali en hörmulega varðandi Grikki. Nú liti ESB til austurs en þar væri að frnna þjóðir, sem um margt líktust Grikkj- um. Spurði hann danska utanríkisráð- herrann hvort að hann teldi að í fram- tíðinni myndi samstarfið innan sam- bandsins byggjast á niðurgreiðslum og félagslegri aðstoð eða á markaðs- kerfi. Helveg Petersen sagði það vissu- lega rétt að ekki hefði jafnvel tekist til með aðstoð til Grikklands og ann- arra ríkja. Ákveðið hefði verið að veita miklu fjármagni til þessara ríkja þeg- ar innri markaðurinn var myndaður þannig að þau hefðu sömu stöðu og önnur ríki. Aðstoðin yrði greidd út á fimm ára tímabili frá 1994-1999. Um verulegar upphæðir væri að ræða og næmi aðstoðin til íra t.d. 5% af þjóðar- framleiðslu þeirra. Ekkert samkomu- lag væri hins vegar um að halda að- stoðinni áfram eftir 1999. Líklega yrði gripið til svipaðra að- gerða er ríki í austurhluta Evrópu fengju aðild en sú aðstoð yrði einnig tímabundin. Heimspeki Evrópusam- bandsins byggðist ekki á niðurgreiðsl- um heldur markaðslögmálum. Vilhjálmur Egilsson spurði hvort að fræðilegar líkur væru á því að gengið yrði til samninga við Islend' inga og Norðmenn ef þeir kæmu nú og sóttu um aðild. Minnti hann á að fyrir árið 1992 hefði verið talað um að ekki stæði til að fjölga aðildarríkj- um og það meðal annars verið notað sem röksemd til að fá Norðurlöndin til að fallast á EES. Þá spurði Kristján Loftsson hvort að ráðherrann teldi líkur á að ESB ------------------ myndi snúa blaðinu við og Norðurlanda- eera Þe™ nkjum sem sambandið vildi fá sem aðildarríki, freistandi til- boð. Ef tilboðið væri nógu freistandi væru flest falt. Helveg Petersen sagði samstarfið hornsteinn flest Evrópuríki vera þeirrar skoðunar að frekari fjölgun kæmi ekki til greina fyrr en eftir ríkjaráðstefnuna 1996 sem hugsanlega myndi ljúka 1997. Hann taldi það vera bjartsýnt mat en raunsætt að fyrstu nýju ríkjunum væri hægt að bæta við í kringum alda- mót. í ljósi hinna gífurlegu breytinga í Evrópu undanfarin fimm ár ve ekki hægt að útiloka neitt. Hann sagðist hins vegar ekki halda að ESB myndi byija að gera ríkjum tilboð sem ekki væri hægt að hafna Þannig væri raunveruleikinn ekki Þeir sem vildu aðild yrðu að fara leið aðildarviðræðna. FYLGIFLOKKANNA Fylgi stjórnmálaflokkanna í kosningum 1991 og í könnunum Félagsvísindastofnunar síðan 12.3 ‘ Alþýðuflokkur I.„ LlIMtll1 Framsóknarflokkur I... I 'l'l'11' Alþýðubandalag 91 ' '92 ’93 1994' '95 '91 ' '92 ' '93 ' 1994' '95 '91 ''92 ' '93 ' 1994' ''95' Þjóðvaki —4-|..4-|~14.; .| '94 '95 Landsföðurímynd Davíðs skílar Sjálf- stæðisflokknum fylgi S' Ú NIÐURSTAÐA, sem mesta athygli vekur í skoðanakönn- un Félagsvísindastofnunar um fylgi stjórnmálaflokk- anna og ríkisstjórnarinnar sem birt var í Morgunblaðinu í gær, er að ríkis- stjórnin og flokkarnir, sem hana mynda, skuli standa jafn vel í upphafi kosningabaráttu og raun ber vitni. Það er reyndar ekki beinlínis hægt að segja að Álþýðuflokkurinn sé upp á sitt hressasta, með 8,8% fylgi, en krata- kænan er þó að þokast upp úr þeim öldudal, sem hún hefur verið í sam- kvæmt tveimur síðustu könnunum Félagsvísindastofnunar, og fylgis- aukningin er marktæk. Hugsanlega hefur prófkjör krata á Reykjanesi vakið á þeim athygli, og í ljós kemur að Álþýðuflokkur bætir við sig í kjördæminu og nýtur nú 13% stuðnings þar. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 37,9% stuðning þeirra, sem afstöðu taka, sem er nálægt fylgi flokksins í seinustu kosningum. Flokkurinn hefur náð sér talsvert á strik frá því í október, er hann fékk 33,8% stuðn- ing. Sterk staða forystuflokks í ríkis- stjórn er engan veginn sjálfgefin^ á þessum tíma- punkti. Ýmsar skýringar kunna að koma til. Helzt er sennilega sú að formað- ur flokksins, Davíð Odds- son forsætisráðherra, hef- ur styrkt stöðu sína og ímynd í fjölmiðlum og er mál margra að hann sé nú í hlutverki hins milda landsföður, enda hefur Davíð sneitt hjá árekstrum að undanförnu. Bjartsýni — en kjaradeilur framundan Mikill stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjómina í upphafi kosningabaráttu ber vott um sterka stöðu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Stjórnarandstöð- unni hefur ekki tekizt að gera hríð að stjórninni og framboðsmál vinstri- manna eru í upplausn. — Olafur Þ. Stephensen skrifar um síðustu skoð- anakönnun Félagsvís- indastofnunar. Könnun Félagsvísindastofnunar í lok jan. 1995: Fylgi stjórnmálaflokka eftir landshlutum ^ jf c-—• JT IffiF! 19Æ1JJ Alþýðufl. Frams.fl. Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennalistí Þjóðvaki Ríkisstjórnin, sem nýtur nú meira fylgis en hún hefur gert lengst af kjörtímabilinu, eða um 40%, getur vísað til árangurs síns í efnahagsmál- um, lágrar verðbólgu og stöðugleika og margt bendir til að almenningi þyki farið að birta til í efnahagsmál- um. Þannig sýndi áramótakönnun Gallups að Islendingar horfa bjartari augum á nýja árið en flestar aðrar þjóðir. Þessi niðurstaða ber vott um að stjórnarandstöðunni hafi ekki tekizt að gera hríð að stefnu og árangri ríkisstjórnarinnar með sannfærandi hætti. Jafnframt er líklegt að Sjálf- stæðisflokkurinn hagnist á glundroð- anum í framboðsmálum vinstri- manna. Þó getur enn brugðið til beggja vona, þar sem liörð rimma kann að vera framundan í kjarasamningum. Forsætisráðherra hefur fram til þessa forðazt hörku í yfirlýsingum um kjaramál og sagt svigrúm til hóflegra launahækkana. Staðan kann þó að snúast, komi til verkfalla. Sú tilgáta er ekki ósennileg, að samkenndin, sem varð til með þjóð- inni vegna náttúruhamfaranna á Vestfjörðum, hafi skilað ríkisstjórn- inni ákveðnum stuðningi. Það er margsannað mál að ógn eða hætta, sem steðjar að þjóðum, skilar þeim stjórnvöldum, sem við völd eru á hveijum tíma, fylgisaukningu í skoð- anakönnunum. Stjórnmálamenn eru á slíkum stundum, eins og eðlilegt er, í hópi þeirra sem sýna þeim sam- úð, sem um sárt eiga að binda, og gefa fyrirheit um aðstoð og aðgerðir til að koma í veg fyrir að hörmung- arnar endurtaki sig. Fer Þjóðvaki sömu leið og BJ og Borgaraflokkur? Stjarna Jóhönnu Sigurðardóttur og flokks hennar, Þjóðvaka, fer lítil- lega lækkandi, þrátt fyrir að könnun Félagsvísindastofnunar sé gerð sömu daga og landsfundur flokksins stóð. Yfirleitt er talið að mikil umfjöllun í kringum flokksþing skili flokkum einhverri fylgisaukningu. Jóhanna hefur sagt í fjölmiðlum að Þjóðvakæ' menn hafí verið uppteknir við skipu- lagsstörf og ekki haft mikinn tima fyrir útbreiðslustarfsemi. Það kann að vera rétt, en hitt er líklegra, að fylgisþróun Þjóðvaka verði svipuð og annarra stjörnuframboða, á borð við Bandalag jafnaðarmanna 1983 og Borgaraflokkinn 1987. Báðir flokkar náðu sér mjög á strik í könnunum fljótlega eftir stofnun, en fylgi þeirra fór svo dalandi allt fram að kosning- um. Kvennalisti í vanda Könnun Félagsvísindastofnunar nú sýnir, eins og sú seinasta, að Kvennalistinn er nánast að hverfa á landsbyggðinni. Flokkurinn fær 10,3% stuðning í Reykjavík, en ekki nema 3,4% á Reykjanesi og úti á landi. Konur fylkja sér greinilega mjög um Þjóðvaka; flokkurinn fær 22,3% fylgi meðal kvenna, en 13,1% hjá körlum. Kvennalistinn hefur misst fylgi til Þjóðvaka, en þó kemur ekki nema um tíundi hluti af fylgi Þjóðvaka úr þeirri áttinni, samkvæmt grófri sundurgreiningu. Kvennalist- inn er því líka að tapa fylgi til annarra. Sundurgreining á þeH>ir- hópi kjósenda, sem segist hafa kosið Kvennalistann í síðustu kosningum, sýnir að 14% ætla að kjósa Þjóð- vaka og 23% „einhvern vinstri flokk", en aðeins 39% ætla að kjósa Kvenna- listann aftur. Það er miklu minna en hjá öðrum flokk- um, öðrum en Alþýðu- flokknum, sem heldur ekki í nema 34% af þeim sem kusu hann síðast; missir 10% til Sjálfstæðisflokks, og 20% til Þjóðvaka. Hinir „gömlu“ flokkamir þrír halda hins vegar í 60-70% af þeim hópi, sem kaus þá í seinustu kosningum. Hafa ber í huga að þessi sundurgreining er ekki mjög marktæk tölfræðilega, en gefur meginlínur til kynna. Þjóðvaki og Kvennalistinn njóta til samans fylgis um þriðjungs kvenna. Annar þriðjungur fylgir Sjálfstæðisflokknum, en 42,5% karla styður flokkinn. Miklu munar líka á fylgi Framsóknarflokks meðal kynj- anna; 20,5% hjá körlum og 13,6% meðal kvenna. Fylgi A-flokkanna er jafnara eftir kynjum. Yfirleitt hafa fleiri konur en karlar stutt Alþýðu- bandalagið, en nú snýst það við~ flokkurinn hefur stuðning 11,1% kvenna og 13,1% karla, sem gæti gefið til kynna að stuðningskonur Alþýðubandalagsins hafi fært sig yfir til Þjóðvaka. Fylgi Alþýðubandalags minnkar ekki mikið frá síðustu könnun og Framsóknarflokkur bætir aðeins við sig. Hvorug breytingin er marktaek. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.